Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993. Fréttir_________________________________________________________________________________pv Eyjólfur Konráð Jónsson um að Kolbeinseyj armálið fari til Haag: Partur af aumingjaskap okkar í landhelgismálum - mörg önnur svæði sem ekki hafa verið varin „Þó að menn séu með hafrann- sóknir vitum við í raun lítið um þessi svæði. En það er auðvitað algjörlega óforsvaranlegt að við skulum ekki halda til haga öllum okkar réttind- um, hversu mikilvæg þau eru. Það er aðalatriðið,“ sagði Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, alþingismaður og fyrr- verandi formaður utanríkismála- nefndar, um fyrirhugaða málsókn Dana fyrir alþjóðadómstólnum í Ha- ag vegna þess álitamáls hvort fisk- veiðilögsagan á milli íslands og Grænlands skuli miðast við Kol- beinsey eða ekki. Eins og fram kom í DV í gær hyggj- ast danskir ráðamenn skjóta deilu um landhelgismörk á milli íslands og Grænlands til alþjóðadómstólsins i Haag - þó ekki fyrr en dæmt hefur verið í máli Grænlendinga og Norð- manna, væntanlega í vor. Danir eru ósáttir við að „klettastubburinn" Kolbeinsey sé notaður sem grunn- línupunktur norðan Islands. Eyjólfur Konráð segir að fyrirhug- aö dómsinál í Haag hafi „satt best að segja drukknað í öllum þessum EB- umræðum". „Því miður er margt annað,“ sagði Eyjólfur. „Það er líka Reykjaneshryggur, þar eigum við 350 mílur en ekki 200. Þau svæði hafa ekkert verið varin. Þar er mokað upp karfa og fleiri fisktegimdum. Þetta er bara einn partur af okkar aum- ingjaskap í okkar landhelgisbaráttu - að gæta okkar eigin hagsmuna. Aðspurður um hvort Islendingar geti aðhafst eitthvað nú gagnvart því að Danir skjóti álitamálinu um Kol- beinsey til alþjóðadómstólsins í Haag sagði Eyjólfur: „Það er hægt með því að við stefn- um okkur inn í málið. Það eru til réttarreglur hjá alþjóðadómstólnum eins og öllum öðnun. Við reyndum á sínum tíma að fá Norðmenn til að samþykkja að við yrðum aðilar að dómnum með þeim - og styrktum þeirra málstað en sjálfra okkar fyrst og fremst. En því var ekki haldið nægilega til haga.“ Um það hvort hann telji að Danir fari með Kolbeinseyjarmálið til Haag eins og Uffe Elleman Jensen sagöi árið 1988 sagði Eyjólfur: „Utanríkisráðherra Dana kemst sjálfsagt ekkert hjá því að láta á þetta reyna.“ -ÓTT Danir hafa ávallt sett fyrirvara á Kolbeinsey Þegar umræður fóru fram á AI- þingi um þingsályktunartillögu Stefáns Guðmundssonar, Fram- sóknarflokki, sem var samþykkt í apríl 1982, um að sjómerki yrðu sett upp við Kolbeinsey, sagði Benedikt Gröndal fyrrum alþingis- maður meðal annars: „Bæði hæstvirtur flutningsmað- ur og síðasti ræðumaður (Eyjólfur Konráð Jónsson) hafa bent á að Kolbeinsey hefur mikla þýðingu fyrir okkur í sjóréttarlegu tilliti. Kolbeinsey er grunnlínupunktur. Frá henni reiknum við fiskveiði- landhelgi okkar og með því að nota Kolbeinsey sem grunnlínupunkt fáum við adlvæna sneið 1 okkar hlut af hafinu á milli íslands og Græn- lands. En við skulum minnast þess að aðrar þjóðir hafa ekki viðurkennt þennan grunnlínupunkt. í hvert skipti sem við höfum fært út land- helgi okkar hafa Danir viöurkennt útfærsluna en sett algjöran fyrir- vara um Kolbeinsey og raunar Hvalbak líka og neitað að fallast á að þetta séu löglegir grunnlínu- punktar. Þessu máli höfum við ýtt á undan okkur en það er óleyst. Það skiptir okkur miklu máli hvorum megin sú sneið fellur, okk- ar eða Grænlendinga, sem þessi grunnlínupunktur bætir við okk- ur.“ í sömu umræðum sagði Eyjólfur Konráð Jónsson meðal annars: „Þess er einnig að gæta að þó nafnið Kolbeinsey bendi til þess að í þjóðarrétti myndi þetta vera talin eyja þá er efdr skilgreiningum ha- fréttarsáttmálans eins og hann er nú varla þess að vænta að Kol- beinsey myndi öðlast réttindi sem eyja heldur miklu frekar sem klett- ur. Engu að síður er mjög mikil- vægt að viðhalda þessum kletti vegna fiskveiðiréttinda og annarra réttinda okkar á þessu haf- svæði . . .“ -ÓTT 9400 krrr sé ekki tekið tillit til Kolbeinseyjar Kolbeins sy Grímiey ilbakur ISLAND Eldeyjardrangi '2£jpí/ur 3700 km2 sé ekki tekið tillit til Hvalbaks Kolbeinseyjarmálið snýst um 9.400 ferkílómetra „hafsneið" á milli Grænlands og íslands. Á þessu svæði hefur nær eingöngu verið veidd loðna. Hvalbakssvæðið er mun minna. Þar veiðist karfi og aðrar botnfisktegundir. Á báðum svæðunum hefur tiltölulega lítill hluti heildarafla íslendinga verið veiddur á síðustu árum. Skvett úr hlandkoppum ráðherramir sem hafa reitt stjóm- Eins og kunnugt er af fréttum frá hinu háa Alþingi hefur stjómar- andstaðan þurft að ræða ítarlega samkomulagið sem gert hefur ver- ið um Evrópska efnahagssvæðið. Sagt er að þingmenn hafi sett heimsmet í ræðuhöldum sem ber að sjálfsögðu vott um yfirburða ræðumennsku íslenskra þing- manna. En það er ekki nóg með ræðusnilldina heldur er þekking stj ómarandstöðuþingmanna svo núkil á EES-málinu að þeir geta flutt hverja ræðuna á fáetur ann- arri til að spyija um ýmis atriði varöandi samninginn og til að út- lista fyrir stjómariiöinu hvaö það viti lítið um það sem stjómarand- staðan veit um. Þessi mikla og langa umræða hefur fariö í taugamar á ráðherr- unum og fylgiliði þeirra sem virð- ast alls ekki kunna að meta heims- afrek stjómarandstöðunnar og málefnalega röksemdafærslu. Sannleikurinn er hins vegar sá að stjómarandstöðuþingmenn hafa haldið uppi heiðri elsta þjóðþings veraldar og það er skylda þeirra að tjá sig um þetta stórmál. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmað- ur Kvennalistans, gerir þessa af- stöðu stjómarandstööunnar að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu í gær og vekur þar athygh á þeirri ókurteisi sem ráðherrar hafa viö- haft gagnvart stjómarandstöðunni fyrir það eitt aö taka til máls á þingi. Kristín segir: „Eg þori aö fullyrða að hvergi nokkurs staðar myndu forystu- menn þjóðar leyfa sér tungutak, árásir og ruddaskap á við það sem dunið hefur á stjómarandstöðunni og reyndar Alþingi öllu fiá ráð- herrunum. Þegar fólk er stöðugt ásakað um brot á öllum samning- um, tafir, málþóf og mas, jafnvel þegar verið er aö ræða stórmál eins og stórauknar skattaálögur á launafólk er ekki nema von að upp úr sjóði.“ Og Kristín heldur áfram: „Þegar þar við bætist að skvett er yfir mann úr öllum hlandkopp- um ríkisstjómarinnar úti í Geiff, í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, brestur að sjálfsögðu alla þolin- mæði og virðingu fyrir mönnum sem þannig haga sér.“ Þingkonunni er greinilega mikið niðri fyrir enda ekki á hveijum degi sem heil ríkisstjóm skvettir úr hlandkoppum yfir stjómarand- stöðuna. Og það jafnvel úti í Genfl Þingkonan telur málfutning sinna manna eðlilegan meðan ríkis- stjómin kemst upp með tungutak og mddaskap sem ekki er bjóð- andi. Þingkonan sættir sig ekki við að aö fá hlandskvettur fyrir þaö eitt að halda ræður á þingi. Þegar þessar upplýsingar eru skoðaðar er náttúrlega ekkert við stjómarandstöðuna að sakast. Það er ríkisstjómarliðiö sem hefur stofnað til umræðna á þingi með hlandskvettum úti í Genf. Þaö em arandstöðuna til reiði og standa í rauninni fyrir málþófinu sem þó er ekkert málþóf vegna þess að allt sem þar er sagt er til þess fallið að upplýsa stjómarhðiö og þjóðina um það sem raunverulega felst í EES samkomulaginu. Ríkisstjórn- in er að afsala sér fullveldinu og svíkjast aftan að þjóð sinni með fullkomnum raddaskap. Dagfari hafði alls ekki gert sér grein fyrir þessu. Dagfari hafði haldið aö stjórnarandstaðan væri búin að tala í hundrað klukku- stundir til að tefja fyrir framgangi EES málsins. Dagfari hélt að þetta málþóf væri af annarlegum og fjandsamlegum ástæðum. Nú hefur hins vegar verið upp- lýst aö stj ómarandstaöan hefur móðgast heiftarlega og er að berjast fyrir sjálfstæði lands og þjóðar. Allar ræður Hjörleifs Guttorms- sonar, Steingríms J. Sigfussonar og Ólafs Þórðarsonar em af þjóð- ræknisástæðum. Þetta em hinar sönnu sjálfstæðishetjur sem mót- mæla öfgum, dónaskap og hlandsk- vettum stjómarhðsins. íslendingar eiga að hvetja þessa göfugu riddara þjóðfrelsisins til áframhaldandi ræðuhalda. Niður með ráðherrana, niður með mddaskapinn, niður með hlandkoppana. Þetta EES-mál er þjóðinni til óþurftar, enda eiga Islendingar enga samleið meö útlendingum og í raun og vera á þjóðin heldur enga samleið meö ráðhermm sem skvetta hlandi yfir stjómarand- stöðuna sem í sakleysi sínu er að tala á alþingi af háleitum hugsjón- um. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.