Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993.
13
Sviðsljós
Iðnsveinafélaginu bárust margar
gjafir í veislunnl og hér er formaður
félagsins, Halldór Pálsson, t.v., að
taka við einni slíkri úr hendi Jó-
hanns Geirdals, formanns Verslun-
armannafélags Suðurnesja.
Á milli ræðuhaldanna var stiginn dans og þetta var eitt þeirra para sem
sýndl listir sínar. DV-myndir Ægir Már Kárason
Afmæli Iðnsveina-
félags Suðumesja
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum;
Iðnsveinafélag Suðumesja varð 50
ára í lok síðasta árs og fagnaði tíma-
mótunum með ærlegri afmælisveislu
í nýjum og glæsilegum sal Fjöl-
brautaskóla Suðumesja.
Fjölmenni var í afmælisveislu Iðn-
sveinafélagsins sem bámst margar
kveðjur fra öðrum stéttarfélögum og
fleiri aðilum.
Iistfengir
feðgar
Vignir Hallgrímsson og synir hans,
ívar og Hallgrímur, hafa ekki látið
sér leiðast í skammdeginu. Á dög-
unum tóku þeir sig til að gerðu eftir-
líkingu úr snjó að kirkjunni i heima-
byggð sinni, Dalvík. Eins og sjá má
er listaverkið hið glæsilegasta og
ber þess vitni að þar eru flinkir lista-
menn á ferð.
DV-mynd Heimir Kristinsson, Dalvík
Jólaball yngstu kynslóðarinnar
Jólaball yngstu kynslóðarinnar var haldið á Hótel Örk á milli jóla og nýárs. Sama dag skók jarðskjálfti Hveragerði
og nágrenni en bömin létu það lítið á sig fá og héldu jólagleðinni áfram með leyfi almannavarna. Sjálfsagt hefur
einhverjum af yngstu kynslóðinni brugðið við hristinginn en það hefur vafalaust verið gleymt um leið og jóla-
sveinninn fór að útdeila sælgæti. DV-mynd Sigrún Lovísa, Hveragerði
Læknaþjónusta
Hef opnað læknastofu í Læknasetrinu, Þönglabakka
6. Tímapantanir virka daga 9-12 og 13-17. Sími
677700.
Ásgeir Böðvarsson, sérgrein iyflækningar
og meltingarsjúkdómar
Ballettskóli
Eddu ^
Scheving
Skúlatúnl 4
Kennsla hefst 11. jan. Uppl. í síma 38360.
Nýi dansskólinnn
Gleðilegt ár
Innritun og
upplýsingar
frá kl. 13.00 í
síma 652285.
Kennsla hefst
laugardaginn
9. janúar.
NÝI mSSKÓUNN
Gamli, góði bókamarkaðurinn
í Hafnarstræti 4 verður opnaður á fimmtudag.
Þúsundir íslenskra og erlendra bóka, aiiar á verð-
inu 50-250 kr. stk.
Ævisögur, héraðasaga, gömul tímarit og blöð,
Ijóð, kvæði, sálmar, rímur, uppeldisfræði, sálar-
fræði, heimspeki, saga lands og heims, guð-
speki og nýaldarbókmenntir, trúmál og guð-
fræði, hagnýt efni og ótal ótal stórgóðra bóka í
öllum greinum.
Bókavarðan, Hafnarstræti 4,
sími 29720