Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993.
15
Tvær hliðar
Káramálsins
Það hefur eðlilega verið mikið
rætt og skrafað um Káramálið svo-
kallaða, þ.e. framtak Kára bónda
Þorgrímssonar í Garði. Niðurstaða
mín í þessu máli er að umræðan
hefur einhverra hluta vegna fallið
í fremur ómálefnalegan farveg.
Málið hefur, eins og önnur, bæði
jákvæðar og neikvæðar hliðar.
Jákvæðu hliðarnar
Það eru að mínu mati einkum
tvær jákvæðar hliðar á Káramál-
inu. í fyrsta lagi hefur það vakið
almenna umræðu um framleiðslu-
og sölumál dilkakjöts. Um nokkurt
skeið hafa ýmsir innan landbúnað-
arins verið að velta fyrir sér hvort
ekki ætti að koma á fót lágverðs-
markaði fyrir landbúnaðarafurðir
á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. ódýr-
um gólfmarkaði ef svo má að orði
KjáUariim
Helga Guðrún Jónasdóttir
forstöðumaður Upplýsinga-
þjónustu landbúnaðarins
„ .. .landbúnaðurinn er að ganga í
gegnum erfitt tímabil uppstokkunar og
niðurskurðar. Það er ekki verið að
ræða um einhverja vasapeninga í þessu
sambandi... “
komast. Margt bendir nú til að
rekstrarforsendur séu fyrir slíkum
markaði. Þá vekur þetta mál einnig
spurningar um beina sölu bænda
tU neytenda og svo mætti lengi
telja.
í öðru lagi lá landbúnaðurinn
imdir ámæli fyrir að vera eins kon-
ar yfirfangavörður dreifbýlisins
sem Kári gerði velheppnaöa upp-
reisn gegn. En sýnir ekki framtak
Kára einmitt hið gagnstæða, þ.e.
að bændur eru ekki fangar kerfis-
ins undir fangavörslu bændafor-
ystmmar? Óaðlaðandi hlutverki
fangavarðarins hefur framar öðru
gegnt óhagstæð atvinnuþróun í
dreiíbýlinu undanfama áratugi
ásamt verðhruni og minnkandi út-
flutningsmöguleikum.
Don Agró
Neikvæðar hliðar þessa máls eru
einkum tvær. í fyrsta lagi var eins
og langþráð patentlausn á vanda
landbúnaðarins hafi óvænt skotið
upp kollinum: Að bændur taki
sjáífir yfir úrvinnslu-, dreifmgar-
og sölumál á einstaklingsgrunni.
Vandi sauðfjárræktarinnar, þ.e.
kindakjötsframleiðslunnar, ristir
dýpra en svo að einföld patentlausn
leysi hann. Minnkandi útflutnings-
möguleikar hafa skihð eftir sig of-
fjárfestingar í landbúnaði, bæði í
frumvinnslunni og úrvinnslunni.
Með hagræðingu og aðlögun að
innanlandsmarkaði er nú stefnt að
því að renna styrkari stoðum undir
þennan gamalgróna atvinnuveg.
í öðru lagi standa Bændasamtök-
in skyndilega frammi fyrir ásökun-
„Sýnir ekki framtak Kára einmitt hið gagnstæða, þ.e. að bændur eru
ekki fangar kerfisins?“ - Kári Þorgrímsson við kjötsölu í Koiaportinu.
um um að hafa reynt að setja Kára
stólinn fyrir dymar. Don Agró,
landbúnaðarmafían ógurlega,
snýst til vamar Cosa Nostra, kerf-
inu rangláta! Mig langar í þessu
sambandi til að varpa fram einni
spurningu: Hvað hefði áunmst með
því að „stöðva" Kára? Varla nokk-
ur skapaður hlutm- enda var mað-
urinn ekki að gera neitt sem er
bannað.
Erfiðir tímar
Einhver kynni þá að spyrja á
móti: Af hveiju fógnuðu þá Bænda-
samtökin ekki framtaki Kára?
Ástæðan er einfóld: Landbúnaður-
inn er að ganga í gegnum erfitt
tímabil uppstokkunar og niður-
skurðar. Það er ekki verið að ræða
um einhveija vasapeninga í þessu
sambandi. Hver árangurinn verður
er m.a. háð því hvort stjómvöld
bæta rekstrarumhverfi landbúnað-
arins. Það er eitt hið dýrasta sinnar
tegundar sem gerir samkeppnis-
stöðu okkar erfiða svo að ekki sé
meira sagt.
Það getur á hinn bóginn aldrei
orðið hvorki bændum né neytend-
um til framdráttar að draga úr
þeim heilbrigðiskröfum sem gerðar
em. Að vísu gæti það orðið til þess
að lækka framleiðslu-, heildsölu-
og dreifingarkostnað. En hveiju
fómum við á móti? Við hljótum þvi
að leita annarra leiða til að lækka
verð á landbúnaðarafurðum en þá
að draga úr hollustu- og neytenda-
vemd, jafnvel á þrengingatímum.
Helga Guðrún Jónasdóttir
Svei þér, dósent
„Hannes klifar enn á því aö ég hafi
hneykslast á drykkjuskap forsætisráð-
herra í fastapistli mínum í Heimsmynd,
þó að ég hafi í fyrrnefndri svargrein í
DV bent á að sú staðhæfing er byggð á
getgátum hans sjálfs.“
Af tilviljun var mér bent á það um
jólin að Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson hefði reynt að glefsa í
mannorð mitt í Pressunni hinn 17.
desember. Leyndist klausa Hann-
esar innan um smælki í safndálki
undir heitinu „Bætiflákar“. Þó er
hún í beinu framhaldi af ritdeilu
okkar í DV fyrir skemmstu enda
fylgir tilvitnun úr kjallaragrein
minni 14. desember.
Blekslettur úr kolkrabba
Hannes klifar enn á því að ég
hafi hneykslast á drykkjuskap for-
sætisráðherra í fastapistli mínum
í Heimsmynd, þó að ég hafi í fyrr-
nefndri svargrein í DV bent á að
sú staðhæfing er byggð á getgátum
hans sjálfs. Hannes lætur það sem
vind um eyru þjóta og vandar mér
ekki jólakveðjumar. Hann tekur
þaö sérstaklega fram að hann sé
„dósent“, kannski til að reyna að
ljá ritsmíð sinni stimpil Háskóla
Islands og koma þannig í veg fyrir
að lesendur haldi að hann sé eitt-
hvert venjulegt skoffin.
Það virðist vaka fyrir Hannesi að
reyna að koma á mig óorði með því
KjaUajinn
Örnólfur Árnason
rithöfundur
að halda því fram að ég taki ekki
ábyrgð á því sem ég læt frá mér
fara á prenti. En það er uppspuni
að ég skýli mér bak við eitt eða
neitt. Ég kem fram undir eigin
nafni og er á einskis snærum utan
mínum eigin. Sama verður naum-
ast sagt um Hannes, þennan tals-
mann frjálshyggjuhópsins sem
Kolkrabbinn studdi til valda í Sjálf-
stæðisflokknum og hefur nú flesta
þræði þjóðfélagsins í hendi sér.
Samskot um frjálsa hugsun
Hjá fijálshyggjumönnum er
frjáls samkeppni æðst boðorða. En
frelsi þeirra vill verða annað á
borði en í orði. Sá tvískinnungur
sést dável með því að skoða sam-
keppnisstöðu Hannesar sjálfs á
fjölmiðlamarkaðnum þar sem
hann lætur svo mjög til sín taka.
Til þess að hann gæti um fijálst
höfuð strokið fjárhagslega var hon-
um fengin staða í Háskólanum
gegn vilja Félagsvísindadeilar. En
launakjörin hjá því opinbera geta
hamlað frjálsri hugsun. Því lögðu
nokkur fyrirtæki, sem flest eru
rekin í skjóh einokunar og einka-
leyfa, saman í púkk og tryggja þessi
samskot nú Hannesi næði til að
hugsa og skrifa og taka þátt í
„fijálsri" samkeppni á fjölmiðla-
markaðnum.
Það er því varla nema von að
manni detti í hug, þegar Hannes
geltir, að honum hafi verið sigað.
Og við slíku gjammi er svo sem
ekkert hægt að segja nema í hæsta
lagi: Svei þér, Tryggur.
Eða í þessu tilviki: Svei þér, dós-
ent. ÖrnólfurÁrnason
..Húsbréfa-
lán er mjóg
öruggt láns-
form. Eigmn
venði um
meira en 35%
öl að hus-
Hreinn Lofteson
verði í hættu. formaður fram-
Slikt veröfall kvæmdanefndar um
er afar ólík- einkavæðingu.
legt Strangar regjur um greiðslu-
mat lántakenda tryggja einnig aö
viðkomandi aööi standi undir lán-
inu. Því má segja að óþarft sé að
ar í islensku
binda menn, ef svo má að orði
komast, þar sem þeir iíta ekki á
áhættuna sem fylgir einstökum
iánveitingum. Húsbréfalán eru til
dæmis látin undir sama áhættu-
flokk og lán tfl fiskeldis og loö-
dýraræktar því að það er ríkis-
ábyrgð á þeim lánum. Þetta er
afar ohollt fyrir efiiahagslifið.
Ríkisábyrgðir almennt eru slæm-
ar frá siðferðilegu sjónarmiöi;
þær einkavæða gróöann en þjóð-
Ég er ekki í nokkrum vafa um
að innviðir húsbréfakerfisins
ábyrgðar. Afhám ábyrgðarinnar
skapar einnig möguleika til að
einkavæða kerfið, færa það til
banka og sparisjóða, sem mun
svo leiða til meiri þæginda og
valmöguieika fyrir lántakendur.
Afnám rfltisábyrgðar á húsbréf-
um mun ekki endilega_ ieiða tfl
þess að vextir hækki. Ýmls rök
eru fyrir því að þeir lækki. Hús-
bréfm
undir
annarra
Þegar sá þrýstingur fer er liklegt
að vextir á skuldabréfunum
lækki. Þar sem skuldabréf ríkis-
sjoðs raóta gnmnvaxtastigið í
landinu getur þetta leitt til al-
mennrar lækkunar á vaxtastig-
inuí landinu.“
Eykur kostnað
„Bankar og
sparisjóðir
hafa getað
stundaö hús-
bréfaútgáfu
lengi. Það er
ekkert því til
fyrirstöðu og
hefur ekki Sigurður E. Guö-
verið síöustu mundsson forstjóri
háft'u öldina. Húsnæðisstofnunar
Bankamir rftisins.
hafa hins vegar engan áhuga á
því. Ef áhuginn væri fyrir hendi
væru þeir löngu byijaðir á að
bjóða þessa þjónustu, það eru all-
erú einnig að opnast möguleikar
fólks að taka fasteignalán í ut-
löndum, með veði í íbúðum á ís-
erlendar heföu áhuga á því. ■
Komi til þess að rikisábyrgðin
veröi fefld niður mun það hafa í
flir með sér stóraukinn kostnaö
fyrir almenning vegna þess aö
bankar og sparisjóðir myndu
taka mfldu meira fyrir þjón-
frjálsar hcndur með að fara út í
í vegum.