Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1993, Page 3
FÖSTUDAGUR 26. MARS 1993
3
Fréttir
Fangelsisafplánun Bandaríkj amannanna í bamsránsmálinu:
Feeney fer á Litla-Hraun
Grayson þegar kominn 1 afþlánun á Kvíabryggju
Bandaríkjamaðurinn Donald Fee-
ney, sem Hæstiréttur dæmdi í 2 ára
fangelsi síðastliðinn föstudag, mun
afplána meginhluta refsingar sinnar
í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hann sit-
ur ennþá í Síðumulafangelsinu en
verður fluttur austur jafnskjótt og
pláss losnar.
Fyrrum eiginmaður Emu Eyjólfs-
dóttur, Brian Grayson, hóf 42 daga
afplánun sína strax á laugardag, eða
daginn eftir að dómur var upp kveð-
inn. Þá fór hann í Hegningarhúsið
við Skólavörðustíg. Hann var síðan
fluttur í fangelsið á Kvíabryggju í
Grundarfirði á miðvikudag.
Grayson mun losna úr afplánun
um mánaðamótin apríl/maí. Hins
vegar er útlit fyrir að Feeney muni
jafnvel losna út síðast í janúar á
næsta ári. Þá er eitt ár frá því að
gæsluvarðhaldsvist hans hófst en
hún dregst frá afplánunartímanum.
Ástæðan fyrir því að Feeney losnar
liklega út eftir að hafa afplánað
helming dæmdrar refsingar er sú að
hann getur sótt um reynslulausn eft-
ir þann tíma. Það er svo undir Fang-'
elsismálastofnun komið hvort Fee-
ney verður veitt slík reynslulausn.
Brian Grayson óskaði eftir að fá
að sjá dóttur sína á miðvikudags-
morguninn, daginn sem hann var
fluttur vestur á Kvíabryggju. Ekkert
varð þó af því að Grayson sæi dóttur
sína. Sýslumannsembættið í Reykja-
vík hefur til meðferðar beiðni Gray-
sons um bráðabirgðaumgengni við
dóttur sína og var sú beiðni lögð fram
þegar í byrjun marsmánaðar.
Eins og fram kom í DV í gær hefur
Ema ákveðið að heimila föðumum
umgengni við dóttur þeirra einu
sinni í viku, hluta úr degi. Sýslu-
mannsembættið á þó eftir að kveða
upp úr með tiliögur foreldranna í
þessum efnum.
Samkvæmt heimildum DV mun
Fangelsismálastofnun hlutast til um
að reynt verði að koma til móts við
Grayson, þegar og ef honum gefst
kostur á að hitta dóttur sína á afplán-
imartímanum. Eins og fram hefur
komið í DV er núverandi eiginkona
hans, Ginger, farin til Flórída til að
sinna vinnu sinni og 18 ára syni.
Forræðismál, þar sem fjallað verð-
ur um varanlega forsjá vegna bama
Ernu, var þingfest í Héraðsdómi
Reykj avíkur í gær. -ÓTT
Friðrik Sophusson:
Hallinn
eykst um 4
milljarða
„Miðaö við fyrirliggjandi vitneskju
má áætla að hallinn á ríkissjóði í ár
verði um 10 milljarðar, eða 3,5 til 4
milljörðum hærri en gert var ráð
fyrir í fjárlögum," segir Friðrik Sop-
husson fjármálráðherra.
Friðrik segir ástæðumar fyrir
auknmn halla einkum þrjár. Aukið
atvinnuleysi kosti ríkissjóð 1,5 millj-
arða, aukin endurgreiðsla á virðis-
auka vegna vinnu við húsbyggingar
400 miUjónir, minni sala eigna 1
milljarð og verri efnahagshorfur og
minni velta 900 milljónir. Hann segir
að vegna innbyggðra þátta í ríkis-
rekstrinum stefni halli næsta árs í
4,4 til 5 milljarða þrátt fyrir að tekist
hafi að skera varanlega niður útgjöld
upp á 7,5 milljarða. Því verði ekki
breytt nema með lagasetningu.
Friðrik kveðst ekki geta útilokað
að haliinn verði meiri komi ríkis-
stjómin til móts við aðila vinnu-
markaðarins um aukin útgjöld upp
á 3,5 til 4 milljarða. „Áður en við
getum gefið einhver svör í þeim efn-
um þurfum við að vita hvort þetta
séu einu tillögurnar sem þeir koma
með, hvort verið sé að semja til langs
tíma og hvort allir standi að þessum
tillögum, þar með taldir opinberir
starfsmenn. Liggi þetta ekki allt fyrir
er ekki hægt að búast við því að við
getum gefið nein skýr svör.“ -kaa
Báturinn Markús frá Akranesi, sem
fórst með tveimur mönnum við inn-
siglinguna til Akraness fyrir rúmri
viku, náðist á flot á þriðjudaginn og
liggur nú í Reykjavíkurhöfn. Tveir
kafarar, Aðalsteinn Aðalsteinsson
og Sigurgeir Högnason, náðu bátn-
um upp með aðstoð björgunarsveit-
arinnar á Akranesi. Nokkurs konar
blöðrur voru settar inn í bátinn og
þær blásnar upp þar til hann lyftist
■•upp á yfirborðið. Skrokkur bátsins
reyndist að mestu óskemmdur.
DV-mynd GVA
afsláttur af öllum vörum
verslunarinnar 24 - 27. mars
niálning teppi
porket gélfflísar
hreinlætisvörur
viðarvörn dúkar
fflálningarvörur
listmálaravörur
blöndunartæki
málning penslar
flísar teppi
baðmottur dúkar
sturtuklefar
efl. ofl. efl • ••
í tilefni af Því að Málarinn
opnar nú nýja glæsilega
verslun að Skeifunni 8 bjóðum
við upp 25% opnunartilboð af
öllum vörum verslunarinnar.
Líttu við í bjarta og rúmgóða
verslun okkar og gerðu góð
kaup!
-Opið til kl. 16 á laugardag-
Skeifunni 8 Reykjavík Sími 813500
...
||||Í
■ | |V l