Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR15. APRÍL1993 3 Hið glæsilega hús Morgunblaðsins í Kringlunni. DV-mynd GVA Mogginn fluttur í Kringluna Morgunblaðiö hefur flutt í nýtt hús í Kringlunni. Þar með er öll starfsemi blaðsins komin undir eitt þak en rit- stjóm blaðsins var áður á þremur stööum í gamla miðbænum. Tæki og húsgögn voru flutt úr gamla húsnæðinu yfir páskana og mættu starfsmenn í fyrsta skipti til vinnu í nýja húsinu á þriðjudag. Vinnuaðstaða er til muna betri en áður var, mjög rúmt er um starfsfólk og bjart í öllum vistarverum. Þegar DV kom í heimsókn var ekki að sjá annað en Moggamenn væru ánægðir með að vera fluttir þótt einhveijir kunni eflaust að sakna gamla mið- bæjarins. Gunnar Hansson arkitekt teiknaði framgerð nýja hússins en að honum látnum tók dóttir hans, Helga, viö. Nýja húsið er 4.750 fermetrar, á fimm hæðum. Stefnt er að því að húsið verði fullbúið í nóvember en þá fagn- ar Morgunblaðið 80 ára afmæli. Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður um 500 milljónir króna. -hlh Fréttir Fyrrum aðstoðarútsölustjóri í Lindargöturíkinu: Fékk tveggja ára fangelsi fyrir 23 milljóna fjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Þorkel Einarsson, fyrrum að- stoðarútsölustjóra í vínbúðinni við Lindargötu í tveggja ára fangelsi fyr- ir stórfelldan íjárdrátt í starfi sínu á árunum 1986-1991. Þorkell var einnig dæmdur til að greiða ÁTVR rúmléga 23 milljónir í skaðabætur og 260 þús- und í málsvarnarlaun. Upp komst um athæfið í lok októb- er 1991 þegar eftirlitsmenn með rekstri verslana ÁTVR komu í vín- búðina til að telja birgðir og sjóð. Þá kom í ljós að birgðir að verðmæti rúmlega 23 milljónir vantaði í versl- unina og 217 tómir kassa voru í stæð- um á lagernum. Þorkell viðurkenndi að hafa dregið sér svonefnda veisluvínstékka úr kassa vínbúðarinnar og að hafa leynt íjárdrættinum með því að setja tóma kassa inn í stæður með fullum köss- um af áfengi. Þegar fjárdrátturinn var orðinn verulega umfangsmikill hækkaði hann tölur á talninga- skýrslum. Þorkell kvaðst hafa haldið bók yfir fjárdrátt sinn í upphafi en hafa hætt því árið 1988. Hann neitar að upp- hæðin hafi verið orðin eins há og raun bar vitni þegar eftirlitsmenn- imir töldu birgðirnar en þrátt fyrir það þykir sannað að birgðarýrnunin sé aifarið af hans völdum. Aðspurður kvaöst Þorkell hafa not- að peningana í neyslu og til að losa sig út úr íjárhagsvandræðum. Hann segist í upphafi hafa ætlað að greiða peningana til baka en síðan hafi þetta undið upp á sig. í dómsniðurstöðu segir að með hliðsjón af því að brot ákæröa sé stórfellt, brotastarfsemin hafi staðið í langan tíma og hann hafi ekki greitt neitt til baka sé fangelsisrefsing í 2 ár talin hæfileg. Allan Vagn Magnússon héraðs- dómarikvaðuppdóminn. -ból Tálbeita lögreglunnar í 7 mánaða f angelsi Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli tveggja manna fyrir fíkniefnamisferli og er annar maðurinn hin svokallaða tálbeita lögreglunnar sem notuð var til að leggja gildrur fyrir Stein Armann í stóra kókaínmálinu síðasta sumar. Tálbeitan var dæmd í 7 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðs- bundið og félagi hans í 4 mánaða fangelsi. Mönnunum er gefið að sök að hafa í febrúar 1990 keypt 3 kfló af hassi í Amsterdam, flutt það til Bremerhav- en og komið því fyrir í tveimur skip- um á leið hingað til lands. Að auld voru þeir sakaðir um að hafa átt við- skipti sín á milli með um 10 grömm af amfetamíni. Skýlaus játning beggja mannanna liggur fyrir. í dómsniðurstöðu kemur fram að tálbeitan svokallaöa, sem er 36 ára, hefur frá árinu 1977 hlotið 9 refsi- dóma fyrir þjófnaöi, nauðgun auk dóma fyrir áfengis- og umferðarlaga- brot. Að auki hefur hann frá árinu 1977 gengist undir 10 dómsáttir fyrir umferðarlagabrot. Tálbeitan hlaut 6 mánaða fangels- isdóm árið 1990 fyrir nauðgun og dæmdi Hæstiréttur að 3 mánuðir af fangelsisdómnum skyldu vera skfl- orðsbundnir í 2 ár. Með broti sínu nú er skilorðiö rofið og kemur það til hegningarauka. Við ákvörðun refsingar beggja ákærðu var tekið tillit til þess að dráttur hefur orðið á uppkvaöningu dómsins. Guðjón Marteinsson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. -ból ERTU í BÍLAHUGLEÍÐINGUM? Úrval notaðra bíla Subaru Legacy 1800 ’90, sjállsk., 4 d., grár, ek. 64.000. V. 1.250.000. MMC GAIant GL 1600 ’87, 5 g., 4ra d., grár., toppl., ek. 68.000. V. 470.000. 5 Nissan Sunny SLX 1500 ’88, 5 g., 3ja d., hvít, ek. 70.000. V. 460.000. Citroén BX 16 1600 ’89, 5 g., 5 d., rauður, ek. 57.000. V. 590.000. Peugeot 205 GR ’87, 5 g., 5 d., rauð- ur, ek. 72.000. V. 370.000. Lada Lux 1500 ’88, 4ra d., rauð, ek. 18.000. V. 270.000. Hyundai Elantra 1600 92, sjálfsk., 4 d., hvitur, ek. 4.000. V. 1.090.000. Einnig ’92, 5 gira á 990.000. Lada Samara L 1500 ’91, 5 g., 5 d., v. rauð, ek. 22.000. V. 440.000. Ford F-150 4x4 ’86, 4ra g., rauö/- grár, ek. 90.000. V. 1.100.000. Nissan Sunny SGX 1500 '88, sjállsk., 2ja d., toppl., vökvast., hvit- ur, ek. 88.000. V. 500.000. MMC Lancer 1500 GLX '88, 5 g., 4ra d., ek. 80.000. V. 500.000. Suzuki Swift GA '88, 4ra g., 3ja d., gullsans, ek. 60.000. V. 300.000. A.• Wt - MMC Galant GLSi 2000 '89, sjálfsk., 4ra d., hvítur, ek. 34.000. V. 1.000.000. *i-i Toyota Carina II 1600 ’88, sjálfsk., 4ra d., hvít, ek. 77.000. V. ,580.000. |||L | '■ - tm x Lada station 1500 '88, 5 g., 5 d., rauður, ek. 25.000. V. 200.000. Allir bílar í okkar eigu eru yfirfarnir af fagmönnum okkar. Greiðslukjör við allra hæfi. Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14. LADA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.