Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Fréttir Jeppa bjargað af Tungnafellsjökli: HJól jeppans á sprungu- brúninni beggja vegna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þarna er mikið sprungusvæði og varasamt fyrir þá sem ekki þekkja það vel. Mér virtist þessi hópur ekki vera kunnugur svæðinu," segir Sveinbjöm Sveinbjörnsson, en hann stjórnaði snjóbO sem bjargaði jeppa- bifreið af spmngu á TungnafeÚsjökli á föstudaginn langa. Sveinbjörn var í 14 manna hópi úr Hjálparsveit skáta á Akureyri sem kom að skála í Nýjadal. Þá bámst fregnir af jeppanum og fóm skátam- ir af stað á jökubnn til að bjarga honum. Sveinbjörn segir að svæðið sé svo varasamt vegna sprungna í jöklinum að vélsleðar hafi farið fyrir snjóbílnum og einnig gangandi menn með spjóflóðastengur. Jeppinn sem um ræðir var af Bronco gerð, af Austurlandi að því best er vitað. Sprungan sem jeppinn - mikil ölvun á hálendinu um páskahelgina Tveir menn sem voru í jeppanum komust úr honum um afturdyr. Snjóbíll dró hann síóan af sprungunni. var á var ekki breiö og voru hjól jepp- ans á sprangubrúninni beggja vegna en hyldýpið imdir. Tveir menn vom í jeppanum og komust þeir út úr honum um afturdyr. Björgun jepp- ans gekk vel þrátt fyrir myrkur, snjó- bíllinn dró jeppann af sprungunni og um leiö var slakað á böndum sem sett vora á jeppann hinum megin frá. „Það er mjög varasamt að vera að ferðast á jöklum þar sem fólk þekkir ekki til. Mér virtist að um páskahelg- ina væri allt of mikiö af fólki þarna bara vegna þess að það á að vera eitt- hvað flott að fara á fjöll. Það var mikið um ölvun þama og ekki góð umgengni. Við hirtum upp bjórflösk- ur við Fjórvörður og í kringum Laug- arfell vora bjórdósir í lauginni og ælur og annar óþverri allt um kring. Að mínu mati veitir ekki af vörslu við þessa skála um helgar a.m.k.,“ sagði Sveinbjöm. Dæmdir fyrir að gefa úft símaskrá - GimnarBergkærðiÁTVRogHéraðsdóminn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bræðumir Gunnar Berg og Stein- dór Berg á Akureyri hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að gefa út „Upplýsinga- rit um Akureyri" sem er fyrst og fremst símaskrá fyrir bæinn. Þaö var ríkissaksóknari sem höfðaði mál á hendur þeim fyrir hrot á fjarskipta- iögum og var Gunnar dæmdur í 40 þúsund króna sekt og Steindór til að greiða 10 þúsimd krónur. Gunnar hefur gefið þetta rit út í um áratug en Steindór tók við útgáf- unni á síðasta ári. Gunnar segir að hægt hafi verið að fá leyfi fyrir þess- ari útgáfu en þaö hafi þá verið háð þvi skilyrði að birta símaskrána fyrir Akureyri óbreytta upp úr símaskrá Pósts og síma með þeim auglýsingum sem þar era. „Það er auðvitað með ólíkindum og getur ekki staðist að einn aðili sem selur öðram auglýsingar geti skikk- að þriðja aðila til að birta þær auglýs- ingar ókeypis, en svona er þetta nú samt,“ segir Gunnar. Hann segir einnig að símaskrá fyr- ir einstaka staði séu gefnar út af ein- stakhngum um allt land og sú útgáfa sé látin afskiptalaus. Þannig sé t.d. í Vestmannaeyjum þar sem slík síma- skrá hefur verið gefin út síðan árið 1979 og mörg fleiri dæmi mætti nefna. „Pósti og síma heíði verið í lófa lagið að stöðva þessa útgáfu með því einfaldlega að stofnunin hefði gefið út símaskrár fyrir einstaka staði sjálf, en það er varla von á slíku framtaki frá opinberri stofnun sem er steinrannin. Póstur og sími skrif- aði öllum prentsmiðjum landsins fyrir tveimur áram bréf þar sem sagði að óheimilt væri að prenta símaskrár fyrir einstaka staði nema senda stofnuninni áður ljósrit af öll- um síðum skrárinnar og þetta er auðvitaö ekkert annað en ritskoð- un.“ Póstur og sími hefur lagt fram aðra kæra á hendur Gimnari. Sú kæra er fyrir það að hafa ekki í upplýsinga- riti sínu birt auglýsingar sem vora í símaskrá Pósts og síma. „Þarna er kært fyrir að birta ekki opinbert efni í riti sem ekki má gefa út, og að sjálfsögðu mun ég halda uppi vömum í þessu máli,“ segir Gunnar. Gunnar Berg hefur kært Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins og Héraðs- dóm Norðurlands eystra. Kæran er tilkomin vegna áfengisauglýsinga sem hafa legið frammi á biðstofu Héraösdómsins. Gunnar sagöi að þegar hann kom í dóminn vegna útgáfu upplýsinga- ritsins hefði hann rekið augun í þess- ar auglýsingar þar sem ýmis vín sem hægt er að sérpanta erlendis frá eru dásömuð. „Þetta er auðvitaö brot á áfengislöggjöfinni sem segir aö ekki megi auglýsa áfengi, en ég hef ekki heyrt neitt um afdrif þessarar kæru minnar,“ segir Gunnar. Brunnur spillingarinnar Þegar kirkjan var og hét á miðöld- um vora syndugir menn ekki aö- eins settir út af sakramentinu held- ur bannfærðir með svo rækilegum hætti að þeir vora nánast útskúfað- ir úr þjóðfélaginu. Fyrir einhver mistök eða misskilning hefur valdi kirkjunnar manna hrakað á síð- ustu öldum og er ekki lengur svip- ur hjá sjón. Það hefur verið helst að frétta frá þjóðkirkjunni að söfnuðumir rífast um kirkjubyggingar og prestamir komast þá fyrst í ham þegar launa- mál þeirra berast í tal. Gott ef for- maður Prestafélagsins stendur ekki í málaferlum viö ríkissjóð fyr- ir að alþingi skyldi hafa hafnað því að veita starfsbræðrum hans og honum sjálfum kauphækkun sam- kvæmt úrskurði kjaradóms. Sem betur fer era margir trúaðir hér á landi og era meira að segja svo trúaðir að þeir treysta sér ekki til að vera í þjóðkirkjunni. Þessir trúaráhugamenn hafa hinsvegar stofnað með sér allskyns sértrúar- söfnuði svo sem aðventistar, Hjálp- ræðisherinn, hvítasunnumenn og ekki má gleyma Krossinum og Veg- inum og blessuðum kaþólikkun- um. Allar era þessar guðhræddu sálir að leita að Guöi sínum og kasta sínum syndum á bak við sig og stundum gera þeir svo lítið að hafa samráð við þjóðkirkjuna og biskup og um páskadagana sam- einuðust þessir söfnuðir allir í einni og sömu bæninni, sem for- stöðumaður Betelsafnaðarins í Vestmannaeyjum flutti í útvarpi. Eftir að hafa farið nokkram orð- um um Krist og krossfestingu og upprisuna eins og vera ber, ein- henti guðsmaðurinn úr Eyjum sér í það að fjalla um syndimar í þjóð- félaginu og afneitaði þeim öllum eins og vera ber. En ekki var nóg með að hann fengi kvittun að ofan um að sameinaðir trúarsöfnuðir á íslandi væra svo gott sem synd- lausir, heldur notaði guðsmaður- inn sér sitt kristfiega skírlífi til að taka fyrir þá syndugu og senda þeim tóninn. Vék hann tali sínu sérstaklega að einhverju fyrirtæki sem heitir SAM- útgáfan og fann það út í þess- ari páskamessu sinni að þar væri djöfulinn að finna í branni spilling- arinnar. Guðsmaðurinn segir aö SAM-útgáfan gefi út Bleikt og blátt, sem sé klámrit, og gott ef SAM- útgáfan gefur ekki út fleiri blöð sem öll era með því marki brennd að fjalla um svartar messur og djöfla- dýrkun. "í Biblíunni er talað um þessa þætti: klám, djöfladýrkun, andatrú og allt það kukl - þetta er bölvað af Guði. Þeir sem fara inn í þetta fá bölvunina yfir sig". Veslings eigendur SAM-útgáf- unnar höfðu alls ekki gert sér grein fyrir því hlutverki sem þeir gegna í þjóðlífmu. Ekki veit Dagfari hvort Bleikt og blátt er klámrit en mikið starf liggur augsýnilega fyrir söfn- uðunum á íslandi ef þeir ætla að taka sér það fyrir hendur að uppr- æta allt klám sem birtist á prenti og munu þá kirkjunnar menn ekki hafa annað fyrir stafni næstu árin. Það er hinsvegar gott til þess að vita að kristnir menn í landinu hafa loksins uppgötvað hvar brunn spiilingarinnar er að finna og mun nú tekist á um það hjá dómstólum landsins hvor hafi betur, djöfullinn eða kristindómurinn. Þeir hjá SAM-útgáfunni ætla nefnilega að höfða mál gegn Betel- manninum fyrir ærumeiðingar og atvinnuróg og lögmenn fá þaö nú til meöferðar að fá dómsúrskurð um það, hvað kristilegt megi teljast í rituðu máh og hvort kirkjunni takist að endurreisa þann gamla og góða sið að bannfæra samborg- ara og útgáfur fyrir það að skrifa öðru vísi en guðsmönnunum þókn- ast. Þjóðkirkjan er greinilega komin í góðan félagsskap með Hjálpræðis- hemum, Betel og aðventistum og fleira trúuðu fólki, þar sem eld- messan á skírdag var flutt í nafni þeirra allra og þjóðkirkjunnar um leið. Það erengan veginn fullnægj- andi verkefni fyrir kirkjuna að sameina sjálfa sig og aðra þá sem trúa á Guð. Það verður jafnframt að útskúfa þeim sem era syndugir og kunna ekki þá mannasiði að haga sér eins og þeir hjá Betel viija að þeir hagi sér. Fyrirgefningin á ekkert erindi inn í þennan boðskap. Burt með syndarana, burt með klámið og kuklið og hrópum og áköllum Guð á fundum hjá Kross- inum og Veginum og bannfærum syndarana. Þannig höldum við páskana heilaga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.