Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Spumingin Hvenær er sumardagurinn fyrsti? (Rétt svar er 22. apríl) Guðmundur Rúnar: Hef ekki hug- mynd. Kolbrún Guðjónsdóttir: 22. apríl. Sif Ásmundsdóttir: Hann er 22. apríl. Kristján Thorlacius: Ég giska á 21. apríl. Páll Júlíusson: Það veit ég ekki. Sigriður Guðmundsdóttir: 22. apríl. Lesendur__________________________________ Möguleikar íslands sem ferðamannalands: Veðurfar og þröng- sýni helstu ókostir Ferðamenn á íslandi. - Landkönnuöir í leit að lífsreynslu? Birgir Guðmundsson skrifar: Á erlendu sjónvarpsstöðinni Sky News má sjá fasta þætti sem á ensku nefnast „Travel Destination" (mætti nota íslenska orðiö „ferðamanna- staðir"). í þessum þáttum er farið vítt um völl og tekin fyrir sérstök lönd eða svæði víðs vegar um heim- inn. Þar er getið markverðustu hluta til að skoða, siða og venjubundinna lífshátta landsmanna, gististaða og matsölustaða og sagt frá ferðakostn- aði, verði á hótelum, o.s.frv. Ég minnist tveggja landa sérstak- lega í þessum þáttum sem nýlega voru sýndir. Annars vegar Senegal á vesturströnd Afríku og hins vegar Kenía í sömu álfu. Ekki hafði ég hug- mynd um menningu þessara landa, hvað þá að þarna hefðu verið byggð- ir upp ferðamannastaðir með fá- dæma lúxus. Höfuðborgirnar (Dakar í Senegal og Nairobi í Keníu) eru glæsilegar nútímaborgir og hýsa alla þá kosti og ókosti sem stórborgir menningarlandanna búa við. Þarna var greint frá sérstæðum byggingastíl sem þjóðirnar kjósa aö nota þegar um hótel úti á lands- byggðinni er að ræöa og sýna vel hvernig haldið er í forna menningu og hefð í þessu sambandi. í Senegal mátti t.d. sjá heilu þorpin sem notuð eru til að bjóða ferðamönnum gist- ingu í. Húsin sem voru með strákofa- lagi en reist á staurum í og við stöðu- vatn voru hins vegar meö öllum nú- tímaþægindum fyrir ferðamennina. Alls staðar var sérstaklega bent á og upplýst um hvað feröamenn gætu gert eftir að viðteknum degi lýkur hjá hinum venjulega ferðamanni, þ.á m. dansstaðir og spilavíti. Mér varð hugsað til kynningar okkar á íslandi og öllum þeim reglum sem hér gilda og fæla a.m.k. einstaka ferðalanga frá að koma hingað. Auðvitað ræður enginn við veður- farið sem óneitanlega er einn versti ókosturinn viö land okkar. Það hljóta allir að viðurkenna. En sú þröng- sýni, sem hér hefur ríkt til þessa varðandi alhliða og viðurkennda þjónustu við ferðamenn, er líklega hálfu verri. Hér hefur ekki mátt selja létt vín eða bjór nema á virkum dög- um. Margir ferðamenn kaupa gist- ingu utan hótela og sjá sjálfir um matargerð líkt og íslendingar sækj- ast eftir erlendis. Okkur þykir sjálf- sagt að geta keypt eina vínflösku eða svo í venjulegum matvörumarkaði. Hér heima þykir okkur hins vegar ekki óeðlilegt að leggja höft á þetta. Og um ferðamenn hugsum við ekki baun. Spilavíti eru líka sjálfsagður liður í afþreyingarþjónustu við ferðamenn erlendis. Hér eru þau bönnuð með lögum. Engin haldbær rök liggja að baki þeim ólögum. í það heila tekið má segja að veðurfarið og þröngsýnin séu helstu ókostir ís- lands sem ferðamannalands og verða það líklega áfram. Það er því óþarfi að eyða miklum fjármunum í kynn- ingarstarfsemi á íslandi erlendis. Þeir sem hingað vilja koma, þeir koma sjálfviljugir og eyða sem minnstum fjármunum. Þeir eru eins konar landkönnuðir í leit að lífs- reynslu. Rangfærslur um Andrés Önd leiðréttar G.J. ogS.G. skrifa: Þann 29. mars sl. birtist í blaöinu lesendabréf frá Ásgeiri Haraldssyni þar sem hann tjáir sig fjálglega um þýðingar Vöku-Helgafells á nöfnum í Andrési Önd. Við sáum okkur því knúna til að stinga niður penna og leiðrétta bæði rangfærslur þær og misskilning sem virðast hrjá Ásgeir. Um nokkurra ára skeiö störfuðum við hjá Vöku-Helgafelli. Vakti það athygli okkar að hinir dönsku herrar kvörtuðu mjög yfir því hve óljósar þýðingar tröllriðu íslensku blöðun- um og fóru jafnan fram á bragarbót. Nú, fjórum árum síðar, hefur blaðiö oröið viö þeirri bón og er það vel. Ef Ásgeir hefði kynnt sér stað- reyndir málsins sæi hann t.d. að „Kalli kanína" er kanína en ekki héri. - Nafnið „Gassi gæs“ (sem Ás- geir kallar að vísu ,,Gussa“) er gömul mynd orðsins steggur en hefur fram yfir það að nú fæst stuðlað nafn sem er auðvitað mun áhrifameira. - Um „Gull-ívan“ er það að segja að ívan er rússneskt nafn sem merkir álfur og sæmir vart andstæðingi Jóakims. - Hins vegar er nafnið Glúmur sótt í samnefndan fornkappa sem kennd- ur var við víg og þótti mikið háska- menni, og hlýtur því nafnið að lýsa mun meira varmenni en Gull-ívan er. Og talandi um varmenni, þá ber nafnið „Ljótukallafélagið“ slælegri máltilfinningu vott en „Varmennin" eru hins vegar góð og gild íslenska. - „Robbi refur“ og Kalli kanína eru alls ekki frændur eins og Ásgeir virð- ist halda. - Nafnið Skúli skógarbjöm gefur mun meira til kynna en Bjössi bóndi, þar sem hann er skógarbjörn en ekki bóndi. Og að lokum þá er „fröken Pikkólína" einfaldlega skemmtilegra nafn heldur en „ungfrú Hraðrita". Við vonum, Ásgeir, að þú, ásamt ef til vill fleiri, séuð einhverju nær eftir þennan lestur. - Brjótum af okk- ur klafa íhaldssemi og fordóma og stígum fram í nútímann. Frábær tangótónlist í Sjónvarpinu Kristinn skrifar: Laugardagskvöldið 10. þ.m. sýndi Sjónvarpiö tónlistarþátt sem nefnd- ist Tangókvöld. Þar léku þau Edda Erlendsdóttir píanóleikari og Oliver Manoury bandoneonleikari ásamt nokkrum öðrum hljóðfæraleikurum öðrum tangótónlist. Þessi tónlistarþáttur í Sjónvarpinu var meö þeim skemmtúegustu og vönduöustu sem ég hef séð hér í Sjón- varpinu. Þau Edda Erlendsdóttir og Oliver Manoury hafa áður haldið hér tónleika og fengið þá með sér aðra innlenda hljóðfæraleikara sér til að- stoðar. Hér var þó um sérstaka tón- leika að ræða, þar sem uppistaöan var tangótónlist og allir hljóðfæra- Edda Erlendsdóttir pianólelkari og Oliver Manoury bandoneonleikari leiddu tangótónlistina í nefndum sjónvarpsþætti. DVáskilur sérrétt til að stytta aðsend lesendabréf leikaramir frábærir tónlistarmenn. Þessi tónlist er nær óþekkt hér á landi en á ört vaxandi áheyrendahóp. Verkin sem leikin voru eftir Astor Piazzolia nutu sín afar vel í flutningi þessara listamanna. Ég veit um marga sem misstu af þessum fágæta tónlistarþætti og því væri þakksam- lega þegið að endursýna þáttinn viö tækifæri og auglýsa hann mun betur en gert var. DV Hrafnsmálinfram J.P. skrifar: Hún er í góðu lagi forgangsröð- in hjá ríkisstjórninni þegar stóru málin eru annars vegar. Alhr hafa fylgst með því hvernig ráðn- ingarmálin í stöður hjá Sjónvarp- inu hafa haft forgang hjá ríkis- stjórninni. Kjaramálin dragast svo á langinn og engin er niður- staða komin í þau þegar þetta er skrifað (13. apríl). Það virðist því sem ríkisstjórnin hafi tekið Hrafnsmálin fram yflr kjararaál- in. Er þetta ekki dæmigert fyrir íslenskt þjóðfélag á brauöfótum? Mótmælum skattlagningu Einar Guðjónsson skrifar: Nú er farið að kvisast hvernig haga skuh kjarasamningum í stórum dráttum. Rikið ætlar að skattleggja vaxtatekjur af sparifé landsmanna og fleiri skattar eru í undirbúningi til aö brúa eitt- hvert tilbúiö fiárlagagat sem sagt er stækki við gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. - En er nú ekki komiö að okkur skattborgurum þessa lands að mótmæla allri frek- ari skattlagningu á okkur? Er ekki nær að sameinast um að veija kaup okkar og kjör eins og þau eru í dag, án allar skattlagningar? Margirífríiáárs- launum? Kjartan hringdi: í umræðunni um sjónvarps- máhn og ráðningar á þeim bæ hefur komiö í ljós, sem auðvitað margir vissu en þó ekki allir, að í vissum stéttum opinberra starfsmanna tiðkast að menn geti tekið sér ársleyfi á fullum laun- um. Einhverjir fleiri en fram- kvæmdastjóri Sjónvarps hljóta að vera í slíku ársleyfl. Þetta vill fólk gjarnan vita meira um. Hvernig væri nú að birta hsta yfir alla þá sem njóta þessara fríðinda á kostnaö íslenskra skattborgara? Seinheppni ís- landsbanka N.K. hringdi: íslandsbanki hefur auglýst svo- kallaða vildarþjónustu sem m.a felst í því að eiga „beinan aðgang að þjónustufulltrúa“. Forgangs- verkefni hans sé að þekkja við- skipti viöskiptavina og vera þeim innanhandar um hvaðeina í sam- skiptum við bankann. - Síöan kemur eins og skrattinn úr sauð- arleggnum að þessi staða innan bankans er ekki ýkja traustvekj- andi eftir að þjónustufulltrúi einn varð uppvís að að notfæra sér trúnað viðskiptamanna sem ekki uggöu að sér. ■íllslll Aukinnlyfja- kostnaður 210156-4029 skrifar: Ég er einn þeirra óheppnu, er atvinnulaus og á 50% atvinnubót- um og fæ u.þ.b. 6 þús. kr. á viku. Ég þurfti að'leita til slysadeildar Borgarspítalans vegna meiðsla. Komugjald þar er 4 þús. kr. Þar sem þetta virtist illkynja var mér gefinn lyfseðill (þó án frekari rannsóknar) og kostaði það mig 3 þús. kr. Síöan varð ég að greiða fyrir endurkomur (1200 kr. í hvert sinn). Til lieimilislæknis fór ég fiórum sinnum vegna þessa og greiddi 600 kr. í hvert skipti. Einn- ig til hjúkrunarfræðings til um- búðaskipta og greiddi þar 700 kr. í hvert sinn. Áætlaður kostnaður við lyf, sem loks var tahö rétt aö gefa mér vegna niðurstöðu rann- sóknar, er kr. 1500. Mér finnst nti nóg komið fyrir mann með þessar aðstæður. - Hvar endar þetta? Hafa áorðnar breytingar i heil- brigðiskerflnu ekki skaðað þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.