Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 Meiming Stamp World Cup 1992: íslenskur sigur í stærstu frímerkjasamkeppninni - Fundur Ameríku, sem hannað er af Þresti Magnússyni, varð í þriðja sæti yfir fegurstu frímerkin Þröstur Magnússon teiknari heldur hér á frummyndinni af Fundi Ameríku sem hlaut þriðju verðlaun i samkeppni um fegursta frímerkið. Á myndinni má einnig sjá frummyndir af öðrum frimerkjum sem voru í hópi íslenskra fri- merkja sem unnu til 1. verðlauna i landakeppninni. DV-mynd ÞÖK Nylega voru kunngerð ursut 1 Stamp World Cup 1992 sem er stærsta frímerkjasamkeppni milli landa i heiminum. Postur og sími sendi úrval frímerkja í samkeppnina. Fyrst var keppt í riðlum og sigraði ísland í einum Evrópuriðlanna, síð- an í undanúrslitum og var ísland eitt sex landa sem síðan tók þátt í úrslita- keppninni og þeirri úrslitaviðureign lauk með sigri íslands. Þessi árangur íslands í keppnni er sérlega glæsileg- ur, en þetta er í fyrsta skipti sem ís- land tekur þátt í Stamp World Cup. í keppninni um fegursta einstaka frímerkið lenti Fundur Ameríku, frí- merkjablokk, hönnuð af Þresti Magnússyni í þriðja sæti á eftir frí- merki frá Mónakó, sem varð í fyrsta sæti, en myndin á því er af málverki eftir Claude Monet og frímerki frá Júgóslavíu. Þáttur Þrastar Magnússonar er mikill í þessum sigri. Þröstur teikn- aði öll frímerkin utan eitt sem tóku þátt í landakeppninni og átti fimm frímerki í hópi þeirra þrjátíu og tveggja sem kepptu um titilinn feg- ursta frímerkið, fjögur íslensk og eitt færeyskt (færeyska frímerki er hluti af Fundi Ameríku). Þessi árangur íslands er ákaflega glæsilegur og á öruggléga eftir að hafa mikil áhrif á sölu íslenskra frí- merkja á erlendri grund. Keppni þessi er haldin á tveggja ára fresti og sigraöi Noregur fyrir tveimur árum. Töldu Norðmenn að sigur þessi hefði tvímælalaust veriö mjög góð landkynning og aukiö sölu á norskum frímerkjum. Það er franska tímaritið Timbrolo- isirs sem stendur fyrir keppni þess- ari ásamt fyrirtækjunum Davo, sem meðal annars gefur út frímerkjaalb- úm og fyrirtækinu Phila-Mail. Eru það tugþúsundir lesenda tímaritsins sem meðal annars standa fyrir vali á fegurstu frímerkjunum. í stuttu spjalli við DV sagði Þröstur að það hefði komiö sér algjörlega á óvart hversu vel íslensku frímerkj- unum var tekið. Fyrst og fremst væri það ánægjulegt aö ísland skyldi vinna keppnina og fyrir hann per- sónulega að hafa átt fimm frímerki í úrshtakeppninni um fegursta frí- merkið. „Þessi keppni er fyrst og fremst landakeppni og auglýst sem shk en keppnin um fegursta frímerk- ið er til hUðar, nokkurs konar auka- keppni." Annars sagði Þröstur að hann vissi ákaflega lítið um keppn- ina sjálfa og hafði ekki hugmynd um hvort einhver verðlaun fylgdu upp- hefðinni. Þröstur Magnússon er fremsti hönnuður frímerkja hér á landi og hefur starfað við teiknun á íslensk- um frímerkjum síðastliðin tuttugu ár. Má geta þess að hann fékk Menn- ingarverðlaun DV í hönnun í fyrra fyrir hönnun á íslenskum frímerkj- um. Eina frímerkið sem keppti fyrir íslands hönd á Stamp World Cup 1992 og var ekki teiknað af Þresti er fálkafrímerki sem hannað var í Sviss. Meðal verka Þrastar í þessari samkeppni voru frímerki úr seríum hans sem sýna gömul skip og gamla bíla. Þröstur sagðist nú vera að vinna að þriðja hlutanum í seríu þessari sem kæmi út á degi frímerkisins í haust, á henni væru teikningar af gömlum flugvélum sem hefðu verið í notkun hér á landi fyrir 1950. Verð- launaafhending fer fram í París 28. apríl. -HK Abstraktverk níu listamanna í Gunnarssal, sem staðsett- hluta af saftii hans á Kjarvals- ur er að Þernunesi 4 í stöðum 1976. Safh Gunnars Garðabæ, stendur yfir mál- gefurheilsteyptamyndaflist- verkasýning, þar sem ein- sköpun á vissu tímabili en göngu eru sýnd abstraktverk. flestar myndanna eru frá Er um að ræða myndir úr sjötta áratugnum og á sýning- safni hjónanna Gunnars Sig- unni í Gunnarssal leynast urðssonar og Guðrúnar Lilju perlur sem ekki hafa komið Þorkelsdóttur. fyrir almenningssjónir áður. Gunnarssalur var opnaður Þeir myndhstarmenn sem 1990 i minningu Gunnars Sig- eiga verk á sýningunnl eru urðssonar sem rak Listvina- Eirikur Smith, Hafsteinn salinn (nú Asmundarsal) á Austmann, Jóhannes Jó- sjöttaáratugnum.Gunnartók hannesson, Karl Kvaran, virkan þátt í baráttu ungra Kjartan Guðjónsson, Kristján myndlistarmanna við að Davíösson, Nína Tryggva- vinna lúnu óhlutbundna mál- dóttir, Sigurjón Ólafsson, verki fylgi og skapa því virð- Sverrir Haraldsson, Valtýr ingarsess. Að Gunnarí látn- Péturson og Þorvaldur Skúla- um var haldin stór sýning á son. LeikfélagReykjavíkur: * Skemmtiatriði á undan sýningum Þrjá sýningar eru eftir á söngleiknum Blóðbræður eftir Willy Russell sem sýnd- ur hefur verið í Borgarleikhúsinu aö und- anfömu. Verða sýningamar á morgun, fóstudaginn 16. apríl, miðvikudaginn 21. apríl og fóstudaginn 23. apríl. Mikill fjöldi leikara kemur fram í sýningunni ásamt hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar. Blóðbræðumir em leiknir af Magnúsi Jónssyni og Felix Bergssyni en Ragnheið- ur Elfa Amardóttir leikur móður þeirra. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. í kvöld er sýning í Borgarleikhúsinu á Tartuffe og Dauðanum og stúlkunni og mun sönghópurinn Emil og Anna Sigga syngja fyrir leikhúsgesti frá kl. 19.40. Á laugardagskvöldið á undan sömu sýinng- um munu dansarar úr íslenska dans- flokknum dansa stuttan dans úr Coppelíu í forsal og hefst það einnig kl. 19.40. Hópatriði úr söngleiknum Blóðbræður. Alexander Melnikov. Melniková tónleikum Hinn ungi rússneski píanóleik- ari, Alexander Melnikov, mun halda tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins í Reykjavik í íslensku óperunni í kvöld. Melnikov fædd- ist í Moskvu 1973 og kom fyrst fram opinberlega aðeins 7 ára gamall. Melnikov hefur unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Hann hefur ieikið á tónleikum og tekið þátt í tónlistarhátiðum víða um heim og gerðir hafa verið um hann sérstakir útvarps- og sjón- varpsþættir. Þegar hafa veríð gefnir út tveir geisladiskar með leik hans. Á tónleikunum í kvöld leikur hann verk eftir Beethoven, Schumann, Skriabin og Proko- fiev. Gizur í. Helgason, DV, Kaupmannahöfn Jón Gunnarsson, listmálari frá Haöiarfirði, sýnir um þessar mundir 19 vatnslitamyndir í Jónshúsi i Kaupmannahöfn. Það var listamaðurinn sjálfur sem hafði samband við Helgu Guð- mundsdóttur, menningar- og upplýsingafulltúa íslendinga í Kaupmannahöfn, og stakk upp á því að hann kæmi til Hafnar og héldi þessa sýningu. Helga sagði að sýningin væri einn þáttur í að koma íslenskri menningu á fram- færi í Kaupmannahöfn og svo að efla starfsemi þá sem fram fer í Jónshúsi. Jón Gunnarsson hefur auk þess að hafa haldið margar sýningar í íslandi tekið þátt í samsýningum í Svíþjóð og Þýska- Iandi en þetta er i fyrsta sinn sem hann sýnir í Danmörku. LjóðVédísaríbók Védis Leifedóttir lést úr eyðni 29. janúar síðastíiðinn. Védís, sem vann að þvi hörðum hönd- um, að vekja athugli á málefnum HIV jákvæðra og eyðnisjúkra, skildi eftir sig safn ljóða sem búið er aö gefa út á vegum minningar- sjóðs Védisar sem samkvæmt hennar ósk verður veitt úr til sjálfstyrktarhóps HIV jákvæðra. í bókinni eru sextíu ljóö sem ort eru frá árinu 1981 til 1992. í for- mála bókarinnar, sem ritaður er af Kristrúnu Gunnarsdóttur, seg- ir: „Af allt aö þvi óþægilegri ein- lægni og hispursleysi birtir hún hér ástriður, vonir, hroka, ótta, vonleysi og sterka tilfinningu fyr- ir endalokum lifs síns.“ Silja Að- alsteinsdóttir og Kristrún Gunn- arsdóttir völdu Jjóðin í samráði við Védisi. Próða og alla hina grislingana eftir Ole Lund Kirkegaard. Þetta er í annað sinn sem leikrit þetta er sýnt á íslandi. Leikstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdóttir en aðalhlutverkin eru i höndum Stefán V. Ólafssonar, Ólafs P. Guðnasonar og Ragnheiöar Magnúsdóttm*. Mikið er um börn og unglinga í sýningu þessarí, enda er veriö að gera átak til aö þau verði virkari þátttakendur i leikstarfseminni hér í bæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.