Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Síða 15
MIÐVIKTJDAGUR 21. APRÍL 1993
15
í þetta sinn
hlutlaust ísland
Yfirvofandi viðskiptastríð
Bandaríkjanna og EB er fyrirferð-
armikið umræðuefni vestanhafs og
austan. Stríðsaðilar geta orðið
fleiri, svo sem Japanir og síðan
íleiri Asíulönd. Slíkt viðskiptastríð
er heimsógæfa. Það sem þjóðimar
þarfnast, sérstaklega þær fátækari,
er frjáls og hindranalaus viðskipti
um allan heim.
Gagnkvæmar hótanir viðskipta-
veldanna nú era stórfréttir sem ís-
lenskir fjölmiðlar virðast þó ekki
vita af. Alþingismaðurinn Vil-
hjálmur Egilsson hefur samt fengið
pata af því sem er að gerast og ótt-
ast það. Viðbrög hans komu fram
í DV þann 7. apríl sl.; þau að vöm
íslendinga sé sú best að ganga í lið
með einum ófriðaraðilanum, þeim
sem upptökin á að stríðinu.
„Bandaríkin eru ekki flekklaus á þessu
sviði. En samt er það hinn stóri og opni
markaður Bandaríkjanna sem hefur
verið drifkraftur evrópskra sem
asískra iðnþjóða.“
KjaUaiinn
Bjarni Einarsson
hagfræðingur
Evrópsk
einangrunarstefna
Tilgangur Evrópubandalagsins á
sviði viðskipta er uppbygging sam-
eiginlegs innri markaðar, sem var-
inn er sameiginlegum tollum og
öðrum viðskiptahindrunum, þ.m.t.
reglugerðum sem ætlaðar era til
að halda erlendum vöram frá
markaðinum. Því er viðskipta-
stefna Evrópu einangranarstefna.
Hörðustu einangrunarsinnar Evr-
ópu eru Frakkar. Innan EB gilda
strangar samkeppnisreglur sem
ekki gilda í viðskiptum við um-
heiminn. Japanir hafa einnig varið
heimamarkað sinn þótt þeir hafi
byggt efnahagsundur sitt á útflutn-
ingi. Bandaríkin eru ekki flekklaus
á þessu sviði. En samt er það hinn
stóri og opni markaður Bandaríkj-
anna sem hefur verið drifkraftur
evrópskra sem asískra iðnþjóða.
Islensk viðskiptastefna
Það er hugmyndafræðilega rangt
fyrir íslendinga að styðja hafta-
stefnu í viðskiptum á milli landa
og það stríðir gegn hagsmunum
„Dollarinn hefur hækkað mikið síðan i haust sem leið og hann er nú
aftur að ná þvi sæti sem hann hélt fyrir 1985.“
okkar. Við eigum að reka opna og
víðsýna utanríkisstefnu. Vegna
legu landsins er auðvelt fyrir okkur
að skipta við alla heimshluta.
Markaðssvæði heimsins eru mis-
jöfn. EB er þeirra síst. Efnahags-
horfur þar eru nú einna verstar í
heimi. Þar er mikill samdráttur
sem stefnir í kreppu og atvinnu-
leysi vex mjög ört. Framleiðni í
nær öllum atvinnugreinum er þar
mun minni en í Bandaríkjunum,
þar sem hún er mest, og í Japan
þar sem hún er næstmest.
Eigi EB að geta keppt verður að
grípa þar til nyög róttækra efna-
hagsaðgerða. En þótt það verði gert
tekur það EB fjölda ára að komast
upp að hlið Bandaríkjamanna og
Asíubúa.
Til er betra skjól en EB
í Bandaríkjunum er nú öflugur
hagvöxtur. Meiri er hann þó í iðn-
aðarlöndum Asíu. Mestur er hann
í Kína. Þar verður mesta neyslu-
bylting heimssögunnar á næstu
árum. Samstarf Bandaríkjamanna
og Asíuþjóða vex. Rússar hafa
meiri áhuga á samskiptum við
Bandaríkin en við hið níska og
sjálfumglaða EB. Ef við verðum að
skríða í eitthvert skjól er það hag-
kvæmara og traustara fyrir vestan
en austan. Dollarinn hefur hækkað
mikið síðan í haust sem leið og
hann er nú aftur að ná því sæti sem
hann hélt fyrir 1985. Nú er mun
hagkvæmara að selja í vestur en
líklega verður hagkvæmara að
kaupa að austan eins og áður var.
Litlar líkur era á að ófriður verði
á milh ríkja Bandaríkjanna en í
Evrópu er logandi stríð!
Átök viðskiptaveldanna byggjast
ekki, eins og kalda stríðið, á hug-
myndafræðilegum ágreiningi. Sú
stefna, sem ein hæfir okkur, er
hlutleysi í átökum efnahagsveld-
anna. Við þurfum ekki að setja
neinar viðskiptahömlur sem máli
skipta gegn öðram þjóðum og því
er fráleitt að þeim verði beint gegn
okkur.
Bjarni Einarsson
Þeim kom það ekki við!
Athyglisvert er hve gert er upp
á milli hinna ýmsu greina í sjó-
sókninni hér við land en samt er
það svo og hefur lengi verið. Á
fremsta bekk situr nótaveiðin,
sama hvort verið er að veiða síld
eða loðnu. Fjölmiðlamir sjá til þess
að þjóðin fylgist með því þegar leit-
in hefst að þessum fiskum. Síðan
fáum við að vita þegar torfurnar
finnast. Svo koma bátamir að landi
og tekin era viðtöl við sjómenn og
fiskifræðinga.
Yfirgnæfandi smáfiskur
Ekki er ég að lasta þetta, síður
en svo, svona á þetta einmitt að
vera og einnig hvað afiar aðrar
greinar fiskveiðanna varðar. En
það er nú ekki aldeilis þannig. Ég
ætla að nefna hér dæmi: Nú um
þessar mundir hefir hrygningar-
þorskurinn komið úr djúpunum
(guð má vita hvaöan) upp á Reykja-
nesgrunn, Grindavíkurdjúp og Sel-
vogsbanka.
KjaUarinn
Oddbergur Eiríksson
skipasmiður
Samkvæmt korti í sérblaði Morg-
unblaðsins um sjávarútveg vikuna
15.-21. mars eru á þessu svæði um
það bil 40 togarar en á öllu hinu
svæðinu hringinn í kringum landið
eru helmingi færri togarar eða
u.þ.b. 20 skip. Þetta finnst mér
fréttnæmt. Blessaður þorskurinn
hann ratar þessa slóð, þá sömu og
hann hefir fylgt frá alda öðli og
togaramenn hafa fundiö göngurn-
ar.
Dagana 15.-20. febrúar vora 20-30
togskip á Breiðadalsgrunni. Sumir
skipstjórar töldu að þama væri yf-
irgnæfandi smáfiskur og höfðu
samband við Hafrannsóknarstofn-
un og sögðu frá ástandinu þarna
en svarið var að þeim kæmi þetta
ekki við.
Togbátur dró trollið í gegnum
lóðninguna og var þá eins og það
væri fast svo hann hífði eftir 10
mínútur. Þegar það kom upp úr sjó
var það fullt af kræðu, aðallega
þorsk- og ýsuseiðum. Að því búnu
yfirgaf hann svæðið. Togaraskip-
stjóri lét þess getið hvemig hann
færi að þessu. Hann dró trolhð í
lóðninguna. Gaf höfuðmæhrinn þá
stöðugt væl og dró hann þá út úr
lóðningunni. Fór þá vælið að shtna
og þegar trohið var tekið inn var
ekki kræða í því sem orð væri á
gerandi, sem sagt búið að sía hana
úr. Þessi hildarleikur stóð í fimm
sólarhringa, þá var svæðinu lokað.
Fyrirsjáanleg
niðurstaða
Ég get ekki að mér gert en mér
finnst þetta vera tíðindi og ég tala
nú ekki um þegar sjónum er sam-
tímis beint að móttökunum, sem
hrygningarstofninn fær þegar
hann kemur á granninn og síðan
umgengninni um nýhðunina. Á
sínum tíma er svo farið í togara-
rah og seiðatalningu og niðurstað-
an hefir verið sú undanfarin ár að
viðkoman sé því miður léleg eitt
árið enn og ég er sannfærður um
að þannig verður það einnig við
næstu rannsókn.
En ég ætla aö taka það fram að
það kalla ég ekki tíðindi, heldur
fyrirsjáanlega niðurstöðu af því
sem á undan er gengið. Ekki er þó
hægt að segja að engin viðleitni sé
höfð í frammi th friðunar. Nú er
búið að lengja páskafrí kahanna
með krókana sína og netin sín en
togarakarlanir mega á sama tíma
leika lausum hala. En hvað er hægt
að segja rnn svona atburði í fáum
orðum? Tvímælalaust er hér um
að ræða hörð hagsmunaátök og
aflsmunir ráöa leikslokum. Afl
þessara hópa, bátaútgerðar og
togaraútgerðar mim vera í hku
hlutfahi og vélastærðimar í skip-
unum. Sfjórnkerfi þjóðarinnar hef-
ur aðlagast þessum aðstæðum,
bæði sjávarútvegsráðuneytið og
Hafrannsóknarstofnun með L.Í.Ú.
í fararbroddi og bólar ekki á breyt-
ingum á þeim bæjum. En hvað
segja þeir í nýja ráðimeytinu,
kenndu við umhverfi?
Oddbergur Eiríksson
„Tvímælalaust er hér um að ræða hörð
hagsmunaátök og aflsmunir ráða leiks-
lokum. Afl þessara hópa, bátaútgerðar
og togaraútgerðar mun vera í líku hlut-
falli og vélastærðirnar í skipunum.“
lag frá stof nun
„Atlants-
hafsbanda-
lagið hefur,
aht frá stofn-
un þess, 1949,
sýnt og sann-
að að þaö er
friðarbanda-
lag og verið nm . .
þess megnugt Bjorn Bjarnason al-
að tryggja friö fingismaður.
með frelsi.
Síöan Sovétríkin hrandu og Var-
sjárbandalagiö var lagt niöur hef-
ur verið unnið markvisst að því
að laga Atlantshafsbandalagið að
nýjum aðstæðum. Þessar breyt-
ingar felast meðal annars í því
að bandalagiö hefur tekið aö sér
að sinna friðargæslu á vegura
Sameinuðu þjóðanna eins og nú
er gert í lofthelgi fyrram Júgó-
slavíu. Ég tel að með þessu sé
bandalagiö enn aö sýna að það
starfar í þágu friðar og vhl vinna
að því aö tryggja öhum íbúum
Evrópu það öryggi sem það hefur
tryggt aðildarþjóðunum frá upp-
hafi. ,
Við íslendingar höfum lagt okk-
ar skerf til bandalagsins og sam-
starfsms irman þess, meðal ann-
ars meö varnarsamningi við
Bandaríkin. Við getum vænst
þess að við þessar breyttu að-
stæður veröi geröar kröfur th
okkar um framlag til frlðargæslu,
að sjálfsögöu með lhiðsjón af því
að við ráðum ekki yfir eigin her-
afla. Friðargæsla felst ekki aöeins
í því aö senda herafla á vettvang
heldur einnig í að veita neyöar-
þjálp og sinna mannúðarstörfum.
Til þess höfum við íslendingar
ávaht verið reiðubúnir."
Að þrðast í
„Nató
hernaðar-
bandalag sera
er myndað
fyrst og
fremst af
Bandaríkjun-
um og öðrum
stórveldum
þeim tengd- '
Ragnar Stefánsson
um tíl að **m+m*+
verja þeirra ur'
hagsmuni og eíhahagslega yfir-
burði. Nató getur aldrei orðiö
friðarbandalag frekai- en önnur
hernaðarbandalög. Markmiöiöer
aö reka hernað. Við Natóand-
stæðingar eram sérstaklega á
móti aöild Islands að Nató. Við
viljum ekki vera samábyrg í
þeirri hernaðarhyggju sem Nató
stendur fyrir og eram á móti veru
Natóhersins hér á landi.
Nató hefur ekki breytt um eðh
í seinni tíö. Fólki var tahn trú um
að Nató væri til að veija okkur
gegn Rússum. En þegar Rússa-
grýlan er farin verður aö finna
nýjar leiðir til að undirbyggja
markmið þess. Nató er því í
svíaxandi mæli að þróast yfir i
heimslögreglu sem viðheldur og
eflii' efnahagslega yfirburði
Bandaríkjanna og helstu iön-
velda heims og aröran þeirra á
þriðja heiminum.
Við höfum frá upphafi bent á
sérstakt hlutverk Nató í að gæta
þess að óæstólegir meiui komist
ekki tíl valda i Natólöndunum
sjálfum, til dæmis á Ítalíu, Nú er
einmitt buið að afhjúpa áætlun
Andreottis og félaga á Ítalíu um
að beita hervaldi kæmust komrn-
únistar th valda í kosningum."