Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsíngar - Áskrift - Dreífing: Símí 63270$ Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Eldsvoðinn 1 morgun: „Vaknaði við barsmíðarog hróp á hjálp“ „Ég vaknaöi við barsmíðar og hróp á hjálp sem komu frá konunni í íbúð- inni við hliðina á okkar íbúð. Ég er með gægjugat á huröinni hjá mér og þar sem ég sá ekkert út um það gerði ég mér grein fyrir að það var kvikn- að í. Þá hringdi ég strax á slökkvilið- ið. Við fórum út á svalir og gátum hjálpað okkur þaðan niður á lóðina í þann mund sem slökkviliðið kom. Það var orðið svo heitt á svölunum að við gátum ekki verið þar lengur," segir Laufey Harðardóttir sem býr í íbúðinni við hliðina á þeirri sem ( brann við Veghús í morgun. Laufey slapp heilu og höldnu frá húsinu ásamt manni sínum, Jóhann- esi Georgssyni hljóðfæraleikara, og þremur dætrum þeirra. Laufey segir að allir íbúar hússins hafi farið fram úr rúmunum og út þegar ósköpin byijuðu. Þau hafi einnig fullvissað sig um að íbúarnir tveir í brennandi íbúðinni hefðu sloppið út. Laufey var inni í íbúð sinni þegar DV ræddi við hana en sagði þau vera að fara þar sem ekki væri verandi þar fyrir reyklykt. Eins væri stiga- -^gangurinn illa farinn og ekki fyrir böm að fara þar um. Hún sagði böm- in þrjú hafa tekið atburðunum vel. „Sú í miðið áttaði sig ekki á þessu og hélt að fólkið væri að grilla á svöl- unum,“ sagði Laufey. -hlh Sinubruni: Rýma þurfti sjúkrahúsið Kristján Einaissan, DV, Selfossi; Mikill sinueldur var kveiktur við Sjúkrahús Selfoss í gær sem varö til -•þess að rýma þurfti sjúkrahúsið. Þaö logaði aÚt í kringum húsið og tré fyrir norðan það eru sennilega ónýt. Tveir drengir vom valdir að brun- anum og á tímabili hvarf allt sjúkra- húsið í reyk. DV kemur næst út fóstudaginn 23. apríl. Smáauglýsingadeildin er opin í kvöld til kl. 22.00 en lokuð á morgun, sumardaginn fyrsta. Síminn er 632700. Gleðilegt sumar LOKI Sumrið heilsarauðvitað með vetrarveðri! Reykur í íbúðinni er við voknuðum tvennt flutt á slysadeild Eldri hjón björguðust naumlega er eldur kom upp í Veghúsum 23 í morgun. Sex íbúðir em í húsinu sem er þriggja hæðá og var eJdur laus í íbúð á 2. hæö. Hjónin sera bjuggu í íbúðinni voru flutt á slysa- deild með reykeitmn og minni háttar brunasár og er líðan þeirra nú eftir atvikum. „Þegar við komum á vettvang var mikill eldur í húsinu. Eldtungur stóðu út um brotnar rúður garð- megin í húsinu og svartur reykur barst út um opinn glugga á stiga- ganginum, Fólk úr íbúðum á 1. og 2. hæö hússins stóð á náttfótum og nærklæðum í anddyrmu en íbúar á 3. hæð vom ennþá í sinni íbúð,“ sagði Guömundur Jónsson, varð- stjóri á Árbæjarstöð slökkviliðsins, sem kom fyrst á vettvang um kl. 6.30 í morgun. : Á þriðjú hæð hússins era tvær íbúðir og búa þrír menn í annarri þeirra. Gmmar Rúnarsson er einn þeirra og sagðist hann hafa vaknað um þaö leyti sem slökkviliðið kom á vettvang við þaö að lögregluþjónn vakti þá. „Þegar við vöknuöum var þó- nokkur reykur í íbúðinni og maður átti nokkuð erfitt um andardrátt. Ég var dálítið vankaður þegar ég vaknaði og sá að reykur liðaðist undir ganghuröina aö íbúðinni og fyrsta hugsun mín var að komast niður á 1. hæð í brunaslöngu sem var þar en var stöðvaöur af lög- regluþjóninum," sagði Gunnar. Gunnar telur að þeir félagarnir hafi ekki veriö í mikilli hættu i íbúðinni en þegar þeir voru á leiö út úr íbúðinni, niður svalirnar, stóðu eldtungur upp á svalir íbúð- arinnar við hliðina og glerbrot þeyttust í átt til þeirra þegar rúður sprungu í brennandi íbúðinni. íbúðin, sem eldurinn kom upp i, er mjög mikið skemmd og má segja að flest sé brunnið sem bmnnið gat. Stigagangurinn er sótsvartur og skemmdir af völdum lúta nokkr- ar. Þá komst reykur og sót inn í flestar aðrar íbúðir í húsinu. Rannsókn á vettvangi stóð yfir í morgun og eru eldsupptök ennþá ókunn. Amfetamínsmygl: Tíðarkomurtil landsins leiddu til líkamsleitar Þessar ungu stúlkur sóluðu sig í Laugardalslauginni í gær þegar Ijósmyndari átti þar leið um. Veður hefur verið með eindæmum gott á höfuðborgarsvæðinu frá páskum og vona sundlaugargestir eflaust að það haldist fram á haust. Gleðilegt sumar! DV-mynd GVA 35 ára Hollendingur, sem tekinn var með rúm 1,3 kíló af amfetamíni í Leifsstöð á föstudaginn langa, hefur samkvæmt heimildum DV statt og stöðugt neitað því í gæsluvarðhaldi að vitorðsmenn hafl verið með hon- um. Enginn annar er í haldi vegna málsins. Búist er við að Hollending- urinn verði í gæsluvarðhaldi fram að dómsuppkvaðningu í málinu - hann sleppur því ekki út fyrr en að lokinni afplánun. Samkvæmt upplýsingum DV höíðu engin lögregluafskipti verið höfð af manninum áður. Síðastliðna 9 mán* uði hefur hann að jafnaði komið mánaðarlega til landsins. Þessar tíðu komur urðu ástæða þess að gmn- semdir vöknuðu hjá tollgæslunni. Við komuna var Hollendingurinn spurður um erindi í öllum þessum ferðum. Hann svaraði því að hann væri í ákveðnum viðskiptaerindum sem þóttu ekki mjög trúleg. Eftir það var leitað á honum. Máhnu hefur verið haldið leyndu vegna rannsókn- arinnar og grunsemda um að fleiri séu í spilinu, annaðhvort hér heima eðaerlendis. -ÓTT Veöriö á morgun: á Suðvest- uriandi A morgun verður austan- eða norðaustanátt, víðast kaldi og skýjað á Austur- og Suöaustur- landi en hægari og yfirleitt létt- skýjað á Norðvestur- og Vestur- landi. É1 verða með norðaustur- ströndinni og smáskúrir suöaust- anlands. Hiti 1-7 stig, hlýjast suð- vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 52 ÖRVGGI - FAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAKVF.RKTAKA L6TTi| ... alltaf á imðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.