Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Side 4
4 LAUGARDAGUB 29. MAÍ1993 Fréttir Vinnuhópur um hagkvæma nýtingu fiskstofna: 30 prósent líkur á að þorskstofninn hrynji í áfangaskýrslu vinnuhóps um hagkvæma nýtingu fiskstofna, sem varð til í samstarfi Hafrannsókna- stofnunar og Þjóðahgsstofnunar, er fullyrt að 30 prósent líkur séu á hruni þorskstofnsins verði 225 þúsund tonna aflalágmarki haldið til streitu næstu ár. Segir ennfremur að við 225 þúsund tonna afla séu töluvert mikl- ar líkur á að draga verði verulega úr þorskveiðum innan fárra ára og að búast megi við 3 prósenta sam- drætti landsframleiðslu á ári upp úr aldamótum. Sjávarútvegsráöherra fól Hafrann- sóknastofnun að gera tillögur um hvemig nýtingu einstakra fiskstofna skuli háttað með það að markmiði að hámarksafrakstri íslandsmiða verði náð til lengri tíma. Óskaði Haf- rannsóknastofnun eftir samstarfi við Þjóðhagsstofnun um verkefnið og í framhaldi af því var myndaður vinnuhópur. Lagt var mat á þijár leiöir við stjóm þorksveiða, 225 þúsund tonna stöðugan afla, 175 þúsund tonna afla og 125 þúsimd tonna afla þar til stofn- inn beri meiri veiði. Var miðað við ólíkar forsendur (misjafna nýhðun o.fl.) í mörgun úteikningum. Niður- stöðumar em því dreifðar en ákveð- in tilhneiging þó skýr. Segir aö miðaö við 175 þúsund - verðiaflinn225þúsimdtonnnæstuárin tonna hámarksafla sé líklegt að hrygningarstofninn haldist óbreytt- ur og sýni engin batamerki á allra næstu árum. Líkur á hmni stofnsins séu þó litlar og hann rétti smám sam- an við þegar til lengri tíma er htið. Þá segir að meiri takmörkun þorskafla á næstu árum en við 175 þúsund tonn feh í sér hraðari vöxt þorskstofnsins og aö líkur á hmni verði nánast engar. Sé miðað við 125 þúsund tonna afla næstu 2-3 árin sé líklegt að auka megi veiðamar um- fram 225 þúsund tonn þegar árið 1998. Til lengri tíma htið efhst stofn- inn, sama hvaða forsendur mælingar em notaðar. í 50 prósentum tilvika verði hrygningarstofninn kominn upp fyrir 400 þúsund tonn 1997 (er nú 209 þúsund) og um aldamót í 95 prósent tílvika. Séu veidd 225 þúsund tonn á ári segir skýrslan að hrygningarstofn- inn verði enn um 200 þúsund tonn um aldamót í 50 prósent mælinga en 25 prósent hkur séu á að hann verði kominn upp fyrir 400 þúsund tonna markið. Hins vegar fari stofninn stöðugt minnkandi í þriðjungi mæh- niðurstaðna, niður í nokkra tugi þús- unda þegar frá hður. „Þaö verður með öðmm orðum algert hrun stofnsins í 30 af hundraði tilvika," segirískýrslunni. -hlh Sé miðað við 125 þúsund tonna afla næstu 2-3 árin er líklegt að auka megi veiðarnar umfram 225 þúsund tonn þegar árið 1998. Á myndinni kynnir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, tillögur stofnunarinnar. DV-mynd ÞÖK Kristinn Pétursson gefur lltið fyrir aflatillögur Hafrannsóknastofnunar: Stærð hrygningarstofns þorsksins Miðað við 125 þús. tonna lágmarksafla 1800 1600 1200 800 400 1993 1996 1999 2002 2005 2008 2011 2014 2017 Miðað við 225 þús. tonna lágmarksafla 1 1 1200 800 1993 1996 1999 2002 2005 2008 2011 2014 2017 Gröfin sýna spá Hafrannsóknastofnunar um þróun hrygningarstofns þorsks við mismunandi aflalágmark. Prósentutölurnar sýna hve mikill hluti mælinið- urstaðna er ofan og neðan við línurnar, það er hve miklar likur eru á að stofnínn nái ákveðinni stærö á tilteknu ári. Þannig eru 50 prósent líkur á að við 125 þúsund tonna afla verði stofninn kominn upp fyrir 400 þúsund tonn 1997. 150 þúsund tonn með öllu „Þegar viö erum að leggja til 150 þúsund tonna veiöi teljum við aht með, einnig götin í kerfinu sem gera að verkum að veidd em 30 þúsund tonn umfram það sem stjómvöld leyfa. Þaö er síðan stjómvalda aö finna ráð tíl að halda hehdaraflanum innan við þær heimhdir sem þau gefa,“ sagði Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, við DV. Vegna gata í kvótakerfinu, milh- færslna milii ára og fleiri atriða mun þorskaflinn fara í 235 þúsund tonn á þessu ári. Stjómvöld heimhuðu 205 þúsund tonna veiði en tihögur fiski- fræðinga hljóðuðu upp á 190 þúsund tonn á fiskveiðiárinu. Aflinn fer því 30 þúsund tonn fram úr heimildum stjórnvalda. Vegna þessa hefur þess misskhnings gætt að í tillögum Ha- frannsóknastofnunar sé í raun verið að miða við aht að 180 þúsund tonna veiði á næsta fiskveiðiári en ekki 150 þúsund tonn. -hlh Ohætt að veiða 250 þúsund tonn „Eftir að hafa skoðað þessi mál mjög gaumgæfilega er niðurstaða mín sú að í fiskifræði, eins og þeirri sem meirihluti fiskifræðinga aðhyh- ist, sé um að ræða menntun umfram þekkingu. Það er verið að mennta menn í þekkingu sem ekki er th. Th að útskýra þetta bendi ég á fiskilíf- fræðina í Mývatni. Engar rannsóknir þar em lengra komnar en svo að sumir segja að of mikið sé veitt, aör- ir of htið, sumir segja að Kísiliðjan sé orsök lítils fiskjar og enn aðrir að það sé eitthvað í náttúrunni. Niður- staðan er sú að enginn veit af hveiju of htih fiskur er í Mývatni. Það er engin niðurstaða um Mývatn, sem er afmarkað umhverfi þar sem hundruðum mhljóna króna hefur verið eytt í rannsókmr. Hvemig í veröldinni geta menn þá komist að niðurstöðu um Atlantshafið?" spyr Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafiröi og fyrrum alþingismaður, þegar thlögur fiskifræðinga um há- marksafla þorsks á næsta fiskveiöi- ári eru ræddar. Kristinn segist hafa kynnt sér haf- rannsóknir og þá stefnu sem rekin hefur verið í uppbyggingu fiskistofna hérlendis síðastiliðin ár. Hann thtek- ur dæmi sem hann segir sýna aö svartar skýrslur fiskhræöinga og bjargbrúnahkingar séu ekkert annað en hræðsluáróður sem sijómmála- menn eigi ekki að leggja eyrun við. Met í nýliðun Kristinn nefnir að 1973 hafi stofn- stærð þorskins veriö 830 þúsund tonn. Veiöin það ár var 382 þúsund tonn eða 46 prósent af stofnstærð- inni. Hins vegar hafi nýhðunin úr þeim stofni sett íslandsmet. „Þarna tókum við rpsalega „áhættu" en nýhðunin sló öh met. 1984 var stofnstærðin 900 þúsund tonn en veiðin það ár náði 283 þús- und tonnum eða 37 prósentum af stofnstærð. Nýhðunin úr þeim ár- gangi varð í öðru sæti á eftir íslands- metinu. 1983 er stofnstæröin 796 þús- und tonn. Veiöin það ár var 300 þús- und tonn eða 32 prósent af stofn- stærð. Nýhöunin það ár var í 3. sæti á eftir íslandsmetinu. í ár er stofn- stærð þorskins 630 þúsund tonn. Veiðin á að vera 150 þúsund tonn eða 24 prósent af stofnstærð. Samkvæmt reynslunni ætti hins vegar að vera óhætt að veiða 250 þúsund tonn eða um 40 prósent af stofnstærðinni. Það er 6 prósent lægra hlutfah en veitt var 1973. Ókynþroska hluti veiði- stofnsins er jafn stór nú og 1973,“ segir Kristinn. Þorskurinn að fitna Kristinn segir að þegar íslendingar hafi verið „á bjargbrúninni“ síðast hafi orðið íslandsmet í nýhðun. „Nú tala menn um að 30 prósent likur séu á hruni stofnsins viö 225 þúsund tonna veiði. Menn hafa ekki nein gögn til að rökstyðja þá fullyrð- ingu. Þett er hreinn og beinn hræösluáróður. Hin raunverulega bjargbrún er aö ýta fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar nær gjaldþroti með því að fara eftir tihögum sem enginn rökstuðningur stendur á bak við. Sagan segir okkur að það sé eng- in hætta þó veidd verði 200-250 þús- und tonn af þorski. Nú er uppgangur í nýhðun loðnu og menn hafa séð samband mihi þess og nýhðunar þorsksins. Núna er þroskurinn far- inn aö fitna aftur, hefur nægilegt aö éta. Klakið í ár tekst að öhum hkind- um og óhætt er að fullyrða að ekkert hættulegt sé að gerast." -hlh Akureyri: Gylfi Eristjánason, DV, Akuieyii: Hvítasunnumenn á Akureyri munu á morgun .vígja nýtt safnað- arheimili sem einnig mun þjóna hlutverki kirkju. í húsinu er salur sem rúmar um 130 manns í sæti og í kjallara er aðstaöa fyrir æskulýðsstarfsemi. Vörður Traustason, forstööumað- en ur safnaðarins, mun vigja húsið ræöumaður verður Snorri Óskars- son, forstööumaöur Bctelsafnaðar- ins í Vestmannaeyjum. Athöftiin á morgun hefst Id. 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.