Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Síða 14
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993' Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. 150 þúsund tonn Flestir talsmenn hagsmunaaðila í sjávarútvegi hafa tekið af raunsæi tillögum Hafrannsóloiastofnunar um 150 þúsund tonna þorskveiði á næsta fiskveiðiári. Þeir telja óhjákvæmilegt, að farið verði eftir tillögunum, þótt það kosti mikinn samdrátt þjóðartekna í næstu tvö ár. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasam- bandsins, segir: „Það er ekki hægt að berja hausnum við steininn. ... Ef menn hunza þessar tillögur, er hætta á, að stofninn hrynji.“ Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands útvegsmanna, tekur í sama streng: „... ég tel, að fiskifræðingar viti bezt um ástand fiski- stofiia.... Við verðum að leita allra leiða til að reyna að fara eftir þessum tillögum.... Við erum í þessari alvar- legu stöðu í dag, þar sem við höfum hingað til tekið of lítið mark á tillögum fiskifræðinga.“ Eins og oftar áður reynast hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi fremur hafa langtímasjónarmið 1 huga heldur en stjómmálamennimir, sem flestir eru ófærir um að hugsa lengra en til næstu kosninga, í þessu tilviki til tveggja ára. Þess vegna munu stjómmálamennimir bregðast. Sjávarútvegsráðherra hefur þegar gefið falskan tón með því að segja óskynsamlegt að veiða meira en 175 þúsund tonn af þorski. Það er röng lýsing á afleiðingum slíkrar ofveiði. Hrapallegt væri að veiða slíkt magn, en óskynsamlegt að veiða meira en 150 þúsund tonn. Við 175 þúsund tonna veiði mun veiðistofninn halda áfram að minnka og hrygningarstofninn standa í stað, auk þess sem tekin er veruleg áhætta af endanlegu hruni þorskstofnsins, ef nýhðun heldur áfram að vera eins slæm og verið hefur. Slík ofveiði mun fljótt hefna sín. Ef farið verður eftir 150 þúsund tonna tillögunni, má hins vegar gera ráð fyrir, að þorskstofninn fari að vaxa að nýju og að auka megi veiðina að tveimur árum hðn- um. A fáum árum yrðu heildartekjur þjóðarinnar orðnar meiri en þær verða með veiði, sem er umfram tihögumar. Þetta mundi gerast mun hraðar, ef þorskveiðin yrði færð niður 1125 þúsund tonn 1 þijú ár. Þá mætti búast við, að veiðin gæti aftur farið yfir 225 þúsund tonn á ári undir lok áratugarins, það er að segja eftir svo sem tvö ár til viðbótar, sem er um það bil fimm ár héðan í frá. Hafrannsóknastofnunin hefði raunar átt að mæla með 125 þúsund tonna hámarksafla, af því að það er hagfræði- lega skynsamlegasta leiðin til að byggja sem hraðast upp verðmætan þorskstofn á nýjan leik. Það má sjá af reikni- líkönum, sem hafa verið gerð af þessu tilefni. Meira að segja mundi borga sig að taka erlend lán th að brúa bihð milh 125 þúsund og 150 þúsund tonna þorsk- afla og fækka þannig mögru árunum á síðari hluta ára- tugarins. Vextir af slíkum lánum yrðu mun minni byrði en tekjutapið af völdum fyrirsjáanlegrar ofveiði. Það væri þá hlutverk stjómmálamanna að fara í 150 þúsund tonn sem málamiðlun milh langtímastefnu og skammtímastefnu. Nú er hætt við, að þeir fari í 175 þús- und tonn, sem er mjög hættuleg leið og íjárhagslega óhag- kvæm, þegar htið er fimm ár eða lengra fram í tímann. Forsætisráðherra hefur gefið í skyn, að farið verði fram úr thlögum Hafrannsóknastofnunar, jafnvel enn lengra en sjávarútvegsráðherra hefur sagt. Ummæh beggja markast af þröngum sjóndehdarhring skammsýn- ismanna, sem miða aht við kosningar eftir tvö ár. Þjóðin hefur lengi barið höfðinu við steininn, lifað á ofveiði hðandi stundar og jafnvel hlustað á póhtíska skottulækna í fiskifræði. Nú er komið að skuldadögum. Jónas Kristjánsson Ofbeldið á skjánum og í veruleikanum Japönskum fjölmiðlum hefur í vikunni orðið tíðrætt um sýknu- dóm sem kviðdómur í bandarísku suðurríkjaborginni Baton Rouge kvaö upp yfir húsráðanda sem skaut japanskan pilt til bana í fyrrahaust. Skiptineminn Yoshi Hattori, sextán ára gamall, var á leið í boö til skólasystkina en fór húsavilit. Húsmóðir kom til dyra, hrópaði á bónda sinn, Rodney Pea- irs, að koma með byssuna, og hann skaut umsvifalaust, þegar Japan- inn skildi ekki skipunina „Freeze“ (Hreyfðu þig ekki). Japönum er spum, hvers konar þjóðfélag það sé þar sem ósaknæmt sé talið að skjóta óboðna gestí sem ekki hafa gert annað af sér en að villast. Útbreidd skambyssueign og tíð- ari manndráp með skotvopnum en þekkist með sambærilegum þjóð- um fara saman meðal Bandaríkja- manna. Ein umræöulotan mn glæpatíöina kom upp í vetur, þegar óvenjumargir skólanemendur gengu hver af öðrum dauðum meö skotvopnum í skólum eða á skóla- lóðum. í Ijós kom að vopnaleit þyk- ir nauösynleg í ýmsum unglinga- skólum í stórborgunum og könnun bendir til að allt að 100.000 nemend- ur komi vopnaðir í bandaríska skóla að staðaldri. Ein afleiðing þessarar umfjöllun- ar er aö athyglin hefur beinst að áhrifum sjónvarpsefnis á hegðun- armynstur uppvaxandi kynslóðar. Ekki fer á milU mála að ofbeldisat- riði, bæði í myndum kvikmynda- húsa og sjópvarps, hafa gerst æ hrottafengnari á síðari árum. Þrautín er þyngri að sýna fram á hvert samband er á milli þess og hegöunar þeirra sem verða fyrir áhrifum af slíku efni, sér í lagi frá blautu barnsbeini. Þegar vel er að gáð kemur í ljós að rannsóknir hafa verið gerðar sem ættu að geta gefið nokkra vís- bendingu um samhengi sjónvarps- aögangs, skynjunar bama á efni lifandi mynda og ofbeldishneigðar. Yfirht yfir þetta sviö birtír Bran- don S. Centerwall í ársfjórðungsrit- Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson inu bandaríska The Public Interest nú í vor. Félagsvísindamenn í Kanada gripu tækifærið 1973, þegar sjón- varp náðist loks í afskekktu byggö- arlagi. Þeir könnuðu tíðni tilefnis- lausra líkamsárása meðal 45 barna í fyrstu tveim bekkjum bamaskóla áður en sjónvarpið kom og tveim árum eftir að geishnn náðist. Árás- artíðnin hafði aukist um 160 af hundraði, bæði hjá stúlkum og drengjum, og jafnt hjá þeim börn- um sem voru árásargjörn fyrir og þeim sem ekki var eins laus hönd- in. Engin breyting var á árásartíöni samsvarandi hópa í tveim samfé- lögum sem lengi höfðu búið við sjónvarp. Önnur rannsókn var gerð meðal stálpaðra drengja í tveim byggðar- lögum indíána norðarlega í Mani- toba. Sjónvarp kom í annað byggð- arlagið 1973, hitt 1977. Aukin árás- argirni tók að verða áberandi fjór- um árum eftir að sjónvarpið kom á heimihn. Alls ber niðurstöður sjö rann- sókna í Bandaríkjunum og Kanada að sama brunni um að saman fari mikiö sjónvarpsgláp í bamæsku og tilhneiging. tii valdbeitingar sem helst frá æsku til fuliorðinsára. Að minnsta kostí ein rannsókn bendir til áhrifa af hegöunarmynstrinu yfir á aðra kynslóð. Þeir foreldrar, sem mest höföu horft á sjónvarp í æsku, refsuðu afkvæmum sínum af meiri grimmd og hrottaskap en aðrir. Centerwah hefur sjálfur notað sér dráttinn á komu sjónvarps til Suður-Afríku tíl sérstaks saman- buröar við Bandaríkin og Kanada. Vegna deilna enskumælandi og afr- ikaansmælandi Suður-Afríkubúa, hófust sjónvarpssendingar þar ekki fyrr en 1973. Samanburður á mannhrápstíðni meðal Banda- ríkjamanna, Kanadamanna og hvítra Suður-Afríkumanna leiðir í ljós að meðal hvítra Bandaríkja- manna jókst drápstíðnin um 93 af hundraði frá 1945 th 1974, meðal Kanadamanna var aukningin á sama tímabih 92 af hundraði en í Suður-Afríku fækkaöi manndráp- um um sjö af hundraði. Vegna efna- hags voru bandarískir svertíngjar fjórum árum á eftir hvítum að sjón- varpsvæðast. Aukin manndráps- tíðni meðal svertíngja birtíst líka fiórum árum síðar. Það flókna ferli sem hér er um að ræða verður seint rakið til hht- ar, en ljóst er að böm hafa tilhneig- ingu th að gera lifandi myndina að hluta raunheims síns. Bandarísk öldungadeildarnefnd hefur látið málið th sín taka, og yfirmenn sjón- varpskerfanna heita að draga úr ofbeldi í efni sem ætla má að nái th bama. Magnús T. Ólafsson Sumt unga fólkið horfir af áfergju, annað lokar augunum. Skoðanir aimarra Skotglatt þjóðfélag „Telpa aö selja smákökur fyrir skátana, bam að safna fyrir Rauða krossinn, bæjarpresturinn - og eins og Yoshi Hattori, hver sem hefur vihst getur átt von á því að fá kúlu í sig ef hann dirfist aö hringja dyrabjöllunni. Peairshjónin áttu annarra kosta völ. Þau hefðu getað læst dyrunum, dregið fyrir og hringt á lögregluna. En þau gerðu það ekki þvi í Bandaríkj- unum er afar auðvelt að grípa th skammbyssunnar." Úr forystugrein The New York Times 26. maí 1993 Hersveitir til Makedóníu „Bandarísk stjómvöld em nú að íhuga að senda hersveitír th Makedoníu th að haida Serbum í skefi- um á Balkanskaganum. Shkar fyrirbyggjandi að- gerðir, þ.e. að staðsetja hersveitir utan vígvaharins, em góð leið fyrir Bandaríkin th að taka þátt í alþjóð- legu friðargæslusveitunum án þess að ýta bandarísk- um hermönnum út í bardaga. En það er neyðarlegt að stjórnvöld í Washington hafa, að ósk grískættaöra Bandaríkjamanna og grískra stjórnvalda, ekki viður- kennt Makedóníu sem sjáifstætt ríki.“ Úr forystugrein The New York Times 26. maí 1993 Kosningarnar í Kambódíu „Hver mun niðurstaða kosningana í Kambódiu verða? Best væri að í kjölfar kosninganna kæmi rík- isstjóm sem gæti haft umsjón með þeim alþjóðlega stuðningi sem er nauðsynlegur til aö sigrast á Rauðu khmerunum. Mikhvægastí árangur friöarins var að aðskhja khmerana frá aðalstuðningsmönnum sín- um, Kínveijum. Ef hin nýja stjóm Kambódíu starfar ekki í þágu Kína munu kínversk stjómvöld styðja aftur Rauöu khmerana." Úr forystugrein The Australian Financial Review 27. maí 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.