Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 19 Agústa Hjaltadóttir lætur sig ekki muna upp að taka upp túnþökur og gefur karlmönnunum ekkert eftir í því. DV-myndir Jón Þórðarson Túnin flutt í kaupstaðinn Guðmundur Jónsson keyrir 130 km leið frá Reykjavík til að sækja tún- þökur og þykir það ekki mikið. Jón Þórðaison, DV, Rangárþingi: Nú þegar sumrar verða vörubílar með aftanívögnum sem flytja tún- þökur frá sveitum til borgar og bæja áberandi í umferðinni á þjóðvegum landsins. Áður fyrr fóru þessir flutningar fram á litíum einsdrifs vörubílum og þökurnar voru hnausþykkar og níð- þungar svo að ekki var hægt að flytja nema 200 til 300 fermetra í ferð en með nútíma skurðar- og flutninga- tækjum flytja menn hátt í tvö þúsund fermetra í ferð og öll vinna í kring um flutningana gengur greiðlegar fyrir sig en áður. Samt fer mikill hluti vinnunnar við þökuvinnsluna enn fram í höndum og þykir hið mesta púl. Nú á síðari árum hafa gæði tún- anna sem skorin eru í þökur batnað mjög og hjá bændum er það orðið aukabúgrein að sérrækta tún með réttri blöndu af grasfræi sem hentar vel í garða og á íþróttavelli. Líkamsrækt á launum Á túni við bæinn Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum voru starfsmenn Vinnslunnar hf. í óðaönn að hlaða túnþökum í búnt og gera klárt áður en bíll kæmi úr Reykjavík til að sækja affakstur dagsins. Þau Ágústa Hjalta- dóttir og Mikael Birgisson kepptust við að hlaða upp 50 fermetra búntum af teignum sem þau höfðu nýlega lok- ið við að skera niður í háifs fermetra búta en skurðurinn fer fram með sér- stakri þar til gerðri vél og er hið mesta vandaverk. Ágústa er líklega eini kvenmaðurinn sem fæst við þetta starf hér á landi þótt nokkuð margir séu að gera út á túnþökumarkaðinn hérlendis en starfið þykir bæði erfitt og óhreinlegt. Sjálfri þykir henni þetta ekkert svo merkilegt: „Ég hef unnið við þetta að hluta til síðastiiðin þrjú sumur. Ég er þannig gerð að ég vil geta ráðið vinnutímanum að nokkru sjáif. Héma get ég komið og haft góðan pening fyrir nokkurra klukkutíma vinnu, það má segja að þetta sé líkamsrækt á launum," segir Ágústa en þökumar sem hún sveiflar á enda gaffalsins em yfirleitt á bilinu 4-5 kíló, séu þær þurrar og passlega þunnar, en geta orðið níðþungar, allt að 15-17 kíló, í rigningu eða þegar þykkt er skorið vegna einhverra sér- verkefna. Ágústa hefur auk vinnunn- ar við túnþökumar starfað við að aðstoða bændur í veikindum þeirra á vegum forfallaþjónustu landbúnaðar- ins auk þess sem hún er lærður svæðanuddari og hefur gert nokkuð að því að taka fólk til meðferðar vegna eymsla í kroppnum. Mikael, samverkamaður Ágústu þetta sumarið, er sænskur en hefur búið hér á landi undanfarin ár, síð- ustu þijú árin á bænum Strönd í Vestur-Landeyjum. Undir miðnættið rennir Guðmund- ur Þ. Jónsson, eigandi fyrirtækisins, í túnið MAN vörubifreið sinni og með dráttarvél með ámoksturstæki mok- ar Mikael upp á bíl og vagn hrúgun- um sem þau Ágústa höfðu þá lokið við að hlaða saman. Héltaðkona gæti þetta ekki Guðmundur hefur verið í túnþöku- bransanum í um 20 ár og þar áöur aðstoðaði hann fóður sinn í hans fyr- irtæki en fjölskylda Guömundar hef- ur frá árinu 1960 selt túnþökur þann- ig að Guðmundur þekkir markaðinn vel. Hann kveður mikið hafa breyst frá því hann fór að koma nálægt þessum viðskiptum, tækin séu nú miklu fullkomnari, bæði varðandi skurð og flutninga á torfinu, og sam- hliða bættri flutningatækni geti menn nú seilst mun lengra til að sækja meiri gæði í þau tún sem skor- in eru í þúnþökur. „Þegar ég var að byija í þessu vorum við að skera þökur í Fossvogi og á Áiftanesi. Svo fór ég að sækja þær upp í Mosfells- sveit og seinna á Kjalamesið og þótti langt. Núna keyri ég austur í Land- eyjar, um 130 kílómetra leið frá Reykjavík, og þykir ekki mikið, tæk- in eru orðin svo góð í þessu. Þar fæ ég mjög góðar þökur þar sem grasið er gott og jarövegur svolítið sand- blendinn þannig að rótin nær að anda. Þannig þökur sóma sér með prýði í hvaða skrúðgarði eða íþrótta- velli sem er, enda hafa þær farið víða,“ segir Guðmundur. Guðmundur kveðst aldrei áður hafa haft konur í vinnu við að moka upp þökum og ekki vita til þess að konur hafi unnið við slíkt annars staðar. „Ég verð að viðurkenna að fyrst í stað var ég mjög efins um að kvenmaður gæti þetta, vinnan er ein- faldlega það erfið, mikið bograð yfir þessu og þökurnar oft níðþungar þegar rignir svo að ég lagði á það sérstaka áherslu við hana að hún færi varlega með sig. Það hefur hins vegar komið í ljós að þeir eru ekki margir karlmennirnir sem standa henni á sporði í þessari vinnu þó svo að keppst sé við en í uppmokstrinum er greitt eftir afköstum, það er að segja viss upphæð á hvem fer- metra,“ segir Guðmundur. Þörf á eftirliti Guðmundur telur að þótt gæði túna hafi batnað ipjög hin síðari ár þá sé fufi ástæða fyrir fólk að fara varlega þegar það festir kaup á túnþökum því að svartir sauðir séu til innan um á markaðnum og gylhboðin séu ekki fá. Þetta sé mjög slæmt og eyði- leggi fyrir hinum sem reyna að vera með góða vöru. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar fólk situr uppi með meingallaða vöru, fulla af snarrót og illgresi. Mér finnst að neytendasam- tökin ættu að taka upp einhvers kon- ar eftirht með þessari vöru,“ segir Guðmundur en bætir því við að shkt eftirht kynni aö vera þungt í vöfum. Eina ráðið sem neytendur geta notað til að forðast skemmda vöru sé að fara víða og kynna sér hvað best sé á markaðnum. í framtíðinni sér Guðmundur fyrir sér að stóraukning verði í sölu á sér- ræktuðum þökum, sem þá verði ekki hægt að kalla túnþökur heldur gras- þökur, því að þær sléttur verði aldrei notaðar til heyskapar af bændum heldur lögð áhersla á að slá þær allt að 20 sinnum á sumri, þar til þær verða skomar niður í þökur, en hinn tíði sláttur er til þess að þétta rótinu. Hann nefnir tilraunir sem í gangi era með grasflísar, sem séu 20x40 cm að flatarmáh og aðeins 1 cm að þykkt og sérstaklega ætlaðar þar sem mjög þéttrar rótar sé þörf eins og á golf- vehi og sérstaka íþróttavelh. En nú er Mikael búinn að hlaða á bíhnn og allt klárt th þess að brana í bæinn, enda komin hánótt og mikil vinna framundan á morgun við að keyra vöruna til neytenda. Flestar konurpurfa að glíma við Cellulite- appelsínuhuð, einhvemtímann á œfinni. Nú hefurClairol loks tekist að.hanna tœki sem hjálpar þér í baráttunni við þetta vandamál. Clairol Cellutherapie er útbúið með nuddhausum sem renna á sérstakan hátt náttíirulegri húðolíu yfa ójafna húðina, sléttir ogstyrkir. A þennan hátt má viðhalda aesku- fegurð húðarinnar. __________ o o o o o o o o o Clairol Cellutherapie fylgja tveir mismun- andi nuddhausar, annar fyrir olíuna, hinn fyrir dýpra nudd. Náttúruleg nuddolía og mýkjanai húðkrem fylgja einnig. Taekið er útbúið með hleðslurafhlöðu, þannig að það er þráðlaust. Rétt notkun tæksins ásamt reglulegri líkamsþjálfún og réttu matarœði tryggir árangurinn. VerðSSSO^kr. Nú er rétti tíminn ! Greibslukjör viö allra hæfi: 11 mán. 18min. Ilmin. 30min. Umboösmenn um allt land! Af sérstökum ástœóum getum vió í Versluninni HUÓMBÆ boóió fullkomió 28" SHARP sjónvarp meó ótrúlegum afslœtti 37.650 • NICAM • VÍÐÓMA • TEXTAVARP® 21 PINNA SKARTENGI ' • FLATUR • „BLACK LINE'' SKJÁR • ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR RÉTT VERÐ 1 VIII með 30% Q7 QCfl 125.500 MU afslœtti 0/rODU VERSLUNIN m HVERFISGÖTU 103 - SIMI: 625999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.