Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Sérstæð sakamál Siegelinde Zant haíði næstum því allt sem hægt var að láta sig dreyma um. Þannig kom það ókunnugum að minnsta kosti fyrir sjónir. Hún átti vel metinn mann, nóga peninga, dýra skartgripi, fall- eg föt og tvö einbýlishús. En Siege- hnde var þó ekki hamingjusöm. Hana skorti það sem ekki varð keypt fyrir peninga. Ást. Maður hennar, Harald Zant, hafði þjáðst af kirtlakrabbameini árum saman og eftir aö hann fékk úrskurö lækna hafði hann nær ein- göngu sinnt áhugamálum sínum. Og Siegelinde var ekki eitt af þeim. Hann var góður skotveiðimaður og áhugamaður um fjarskipti. Hjóna- bandið vanrækti hann nær alveg. Og þegar hér var komiö sögu hafði þetta verið svona í næstum átta ár. „Rólynd ogyfirveguð" Þannig vildu margir lýsa Siege- linde Zant. Eins og orðin bera með sér lét hún ekki á því bera hve erf- ið henni fannst tilveran. Hún kom frá heimili þar sem mikil áhersla var á það lögð að flíka hvorki til- finningum né láta á því bera ef í móti blési. Með þessa afstöðu hafði Siegelinde gifst Harald Zant, verk- fræðingnum efnaöa, á sínum tíma. Síðar sagði hún um hjónaband sitt síðustu árin sem þau voru sam- an: „Ég var bara á heimilinu hans vegna. í raun var ég fangi sjúk- dómsins sem hann gekk með. Þannig hafði ég ekki hugsað mér að hjónaband væri.“ Þá stóð Siege- Unde í réttarsal en sagan er um aðdraganda þess. Ásfangin á ný Að vísu voru þau Siegelinde og Harald hamingjusöm fyrstu ár hjónabandsins. En þegar læknar höfðu skýrt Harald frá því að hann gengi með sjúkdóm sem erfitt eða ómögulegt kynni að vera að lækna var sem hann missti allan áhuga á konu sinni. Siegelinde taldi í fyrstu að sjúkdómurinn hefði valdið því en síðar tóku að sækja að henni efasemdir þótt hún gæti í raun eng- um stoðum undir þær rennt. Har- ald virtist engu geta sinnt nema áhugamálum sínum og þar kom að SiegeUnde fór að hata bæði skot- veiðar og fjarskipti. En hún lét aldrei á hatri sínu bera. Einn þeirra sem Harald var í all- nánum tengslum við vegna fjar- skiptaáhuga síns var Michael Klaus, átján ára. SiegeUnde kynnt- ist honum og ekki leið á löngu þar til hún varö yfir sig ástfangin af honum. Harald grunaöi ekki að neitt óeðlilegt væri að gerast þegar hann kom í heimsókn og virtist ekki taka það nærri sér þótt honum væri sagt að Michael heimsækti stundum konu hans þegar hann væri að heiman. Elskhuginn ungi SiegeUnde og Michael kunnu vel hvort við annað. í byrjun létu þau sér nægja að rabba saman yfir kaffibollum og stundum spUuðu þau á spil. „Mér þótti gott að hafa loks kynnst einhveijum sem ég gat rætt við um annað en sjúkdóm, ein- hvern sem nennti aö hlusta á mig,“ sagði SiegeUnde síðar í réttinum og tók með báðum höndum fyrir andUtið. Síðan lýsti hún því hvem- ig saklaus kynni snerust smám saman upp í ákaft og náið samband. SiegeUnde var nyög ánægð með unga elskhugann sinn. Nú var eins og hún fengi útrás fyrir mikið af þeim tilfinningum sem hún haföi lengi bælt innra með sér. Og svo Michael mætti sjá hversu mjög hún mat samband þeirra tók hún að ausa yfir hann hvers kyns gjöfum, stórum og smáum, og peningum að auki. Þannig ætlaði hún að vinna ást hans til frambúðar. Keppinautur Það duidist fáum sem tækifæri höföu til aö fylgjast með sambandi SiegeUnde, sem var tæplega fertug, og Michaels að hann haföi ger- breytt lífi hennar. Þau komu oft á dansstaði í austurríska bænum St. Pölten þar sem sagan gerðist. Þá var hún jafnan klædd samkvæmt nýjustu tísku. SiegeUnde var mjög stolt af Michael, bæði því hve ung- ur hann var og hve myndarlegur hann var. Og það fór ekki fram hjá henni að ungar stúlkur gáfu hon- um gjarnan auga þegar þau voru á dansgólfinu. Þar leyndist einmitt hættan. Þar kom að Michael varð ástfanginn af Christine Dopplers sem var að- eins sextán ára. Nokkur tími leið þar til Siege- linde varð ljóst að hún var ekki lengur eina konan í Ufi Michaels en þegar það gerðist féU hún sam- an. Maður hennar haföi ekki getað veitt henni neina ást árum saman, eða þá að hann vUdi það ekki, og nú stóð hún skyndUega ein aftur. Ástarsambandið sem haföi breytt tilveru hennar var á enda og við var tekin grá filveran. Það var, fannst henni, sem líf hennar heföi engan tUgang lengur. Christine skal víkja Nokkrum dögum fyrir fertugsaf- mæU sitt var sem SiegeUnde missti með öllu tökin á tilvenmni. Henni veittist ekki lengur unnt að fela það sem bjó innra meö henni. Aöeins ein hugsun komst að hjá henni. „Þessi Christine verður að víkja.“ Þannig hugðist Siegelinde fá Mic- hael aftur. Haustdag einn tókst SiegeUnde að fá Christine Dopplers heim til sín. Vart var hún komin inn úr dyrunum þegar SiegeUnde réöst á þennan unga keppinaut sinn í ást- um með hnífi og stakk hana átta sinnum. Hún lést strax. Ástríðan, afbrýðisemin og niðurlægingin höföu tekið ráðin. Á eftir dró Siege- linde líkið út í garð þar sem hún kom því fyrir í gröf sem hún hafði tekið. Féll saman Það leið ekki á löngu þar til Christine var saknað. Hún var lærlingur í ilmvatnsverslun og kom ekki fil vinnu. Heima hjá henni vissi enginn um hana og það gerði Michael heldur ekki í fyrstu. Er ljóst varð að hún var horfin var tekið að íhuga í aivöru hvað orðið hefði um hana og þá beindist at- hygU að SiegeUnde, hinni konunni sem fengið haföi ást á Michael. SiegeUnde var tekin til yfir- heyrslu og þegar gengið var hart að henni játaði hún að hafa fyUst afbrýðisemi þegar Michael sneri við henni bakinu og fór að vera með Christine. Loks gerði Siege- linde játningu sína. „Ég verð að viöurkenna sekt mína,“ sagði hún. Hún var sett í varðhald og þegar líkið af Christine hafði fundist í garðinum varð ljóst að sagan, sem Siegelinde haföi sagt, var sönn. Saksóknari gaf því út ákæru á hendur henni fyrir morð og boðuð voru réttarhöld. Fyrir rétti Þegar Siegelinde kom í réttinn varð hún fyrst að hlýða á ákær- una. Þá tók veijandi hennar til máls og reyndi að afsaka það sem hún haföi gert með þvi að hún heföi verið undir áhrifum sterkra tilfinn- inga eftir mörg óhamingjusöm ár í hjónabandi með manni sem hefði ekki sýnt henni neinn áhuga. „Þegar ég gekk í hjónaband," sagði Siegelinde í réttinum, „hélt ég ekki að þaö yrði eins og síðar varð raunin á.“ Svo fór hún að gráta og það kom aftur og aftur fyrir meðan hún svaraði spuming- um og gerði grein fyrir ástæðum sínum. Hún dró þó enga dul á að hún heföi gert það sem hún var ákærð fyrir. „Ég viðurkenni sekt mína,“ sagði hún við ellefu kviðdómendur, sex konur og fimm karla. Engin miskunn Tilraunir veijanda og Siegelinde sjálfrar til að draga fram atriði, sem orðið gætu tíl þess að mUda dóm- inn, báru lítinn árangur. Kviðdóm- endur töldu ekki heldur að tár hinnar ákærðu gætu orðið tU að draga úr þeirri refsingu sem henni bæri fyrir að hafa í afbrýðikasti ráðið af dögum unga stúlku sem hefði ekkert til saka unnið. Niðurstaöa kviödómenda var ótvíræð. Siegelinde Zant var dæmd í tuttugu ára fangelsi. Viðstaddur réttarhöldin var Har- ald Zant. Hann sýndi aldrei nein svipbrigði, ekki einu sinni þegar kona hans reyndi að halda aftur af tárunum með því að taka fyrir augu sér. Michael Klaus fylgdist einnig með baráttu fyrrverandi ástkonu sinnar af áhorfendabekkjunum. Þegar hann kom í vitnastúkuna sagði hann meðal annars: „Ég er meðsekur af því að ég lét tvær kon- ur beijast um mig.“ Þannig leit saksóknari þó ekki á. Frekari einangrun Siegehnde Zant var ein talin bera ábyrgð á ódæðinu. Hún, sem áður haföi verið virt, efnuð og vel til fara, gekk ein og yfirgefin út úr réttarsalnum til að horfast í augu við langa vist í fangelsi. Konan sem sagt haföi: „í raun var ég fangi sjúkdómsins sem hann gekk með“ og haföi svo mjög langað til komast burt úr því ástarsnauða fangelsi, sem hjónaband hennar haföi veriö henni í nær áratug, var nú oröin fangi í aivöru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.