Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 29. MAf 1993
Iþróttir_____________________________________________dv
Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, í viðtali við DV:
Eigum enn möguleika á
að gera betur en áður
Ásgeir Elíasson gerir eina breytingu á landsliðinu. Izudin Dervic kemur i stað Þorvalds Örlygssonar.
DV-mynd ÞÖK
íslenska landsliðið í knattspymu
leikur á miðvikudaginn gegn Rúss-
um í undankeppni heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu og fer leikur-
inn fram á Laugardalsvelli. íslend-
ingar léku síðasta leik sinn í HM
gegn Lúxemborg fyrir skömmu þar
sem liðin skildu jöfn, 1-1. Þar olli
leikur íslenska landsliðsins gífurleg-
um vonbrigðum enda léku íslending-
amir afskaplega illa. Þarf örugglega
að fara nokkur ár aftur í tímann til
aö finna lélegri leik hjá landsbðinu.
Eins og við var að búast létu svokall-
aðir knattspymusérfræðingar vel í sér
heyra efdr leikinn gegn Lúxemborg og
þeir em margir þeirrar skoðunar að
þetta hafi verið einn lélegasti landsleik-
ur fyrr og síðar hjá íslendingum, En
hvað segir Ásgeir Elíasson landsliðs-
þjálfari? Var leikurinn ekki mikið áfall
fyrir hann sem þjálfara?
Lélegasti leikurinn
undir minni stjóm
„Jú, hann var náttúrlega erfiður fyr-
ir mig. Það er ekki oft sem maður
hefur séð íslenskt landslið vinna ekki
fyrir hlutunum. Frá mínum bæjar-
dymm séð fannst mér þetta aðalmál-
ið en auðvitað voru menn ekki að
spila alveg eins og maður vildi."
- Var þetta ekki slakasti leikur
landsliðsins undir þinni sljóm?
„Ég held það. Þessi fyrri hálfleikur
var slakur og ég man ekki eftir nein-
um verri.“
- Heyrir þú ekki raddir úti í bæ sem
em að gagnrýna liösskipan?
„Jú, auðvitað gagnrýna menn ailtaf
val á landsliði þangað til þeir geta
það ekki. Meðan þaö er hægt er það
gert.“
- Kalia þessar ófarir í leiknum gegn
Lúxemborg ekki á breytingar?
„Ég vil nú kannski ekki kalla þetta
einhveijar hroðalegar ófarir. Viö
vomm að spila á útivelli gegn Lúx-
emborg og gerðum jafntefli og mig
minnir að það hafi gerst áður. Engu
aö síður vúdi maður vinna leikinn.
Ég tel ekki ástæðu til að henda
mönnum út eftir einn lélegan leik og
því em nær engar breytingar á liðinu
en ljóst er að Þorvaldur leikur ekki
vegna leikbanns."
Verður að horfa
lengra fram í tímann
- Hvað um leikmenn eins og Sigurð
Jónsson, Luca Kostic, Salih Porca,
Sævar Jónsson og Atla Eðvaldsson?
Margir vilja þessa leikmenn inn í
landsliðið. Hvað segir þú um það?
„Þetta eru allt ágætis fótbolta-
menn. Sigurður var að léika í fyrra-
kvöld sinn fyrsta heila leik með ÍA
og því tel ég hann ekki tilbúinn. Ef
mér finnst að það eigi að velja þessa
menn þá geri ég þaö en ef ekki þá
geri ég það ekki. Ég vel ekki þá sem
einhveijum öðmm finnst ég eigi að
velja. Ef við hefðum átt einhvem
séns á að komast áfram hefðu
kannski einhveijir af þessum mönn-
um sem þú nefnir verið valdir."
- Nú em þrír af þessum leikmönn-
um komnir vel yfir þrítugsaldurinn.
Skemmir það fyrir þeim?
„Það verður náttúrlega að horfa
eitthvaö aðeins lengra heldur en
bara á þessa þrjá leiki sem viö eigum
eftir í þessari keppni. Núna eigum
við enga möguleika svo menn verða
að spekúlera hvað er skynsamlegast
í þeim efnum. Kostic er til að mynda
35 ára gamall svo auðvitað verða
menn bara að meta þaö hvort það sé
skynsamlegt að velja þá vegna ald-
urs.“
- Verðurekkierfittaönáuppstemn-
ingu á meðal landsliðsmannanna og
hreinlega að fá fólk til að mæta á
völlinn eftir að hafa séð til hðsins í
síðasta leik?
„Ég er ekkert hræddur við leik-
mennina sjálfa og ég held að það
verði jafnvel auðveldara ef eitthvað
er að ná upp stemningunni. Með fólk-
ið er erfiðara að segja. Hefðum við
unnið sannfærandi sigur og spilað
vel gegn Lúxemborg myndi fólk ör-
ugglega streyma á völlinn. En við
verðum að vona að fólk komi og fái
þá að sjá skemmtilegan leik.“
Getum enn gert betur
en nokkru sinni áður
- Hvemig metur þú stööu landshðs-
ins í dag? Hvert er markmiðið núna?
„Það sem var markmiðið hjá mér
á HM var að ná eins mörgum stigum
og mögulegt er. Ég hefði alveg sætt
mig við sex stig í viðbót við þessi stig
sem við erum komnir með. Ég reikn-
aði með að vinna báða leikina gegn
Lúxemborg og fá síðan tvö stig út úr
leikjunum gegn Ungverjum og Rúss-
um á heimavelh. Það hefði getað orð-
ið eitthvað sem maður hefði verið
sáttur við. Það verður erfiðara að ná
þessu markmiði núna fyrst við töp-
uðum þessu stigi í Lúxemborg. Við
getum þó enn náð 9 stigum og þótt
við náum ekki nema 7 stigum er það
eitthvað meira en við höfum verið
að gera áður.“
Hækka okkur um
styrkleikaflokk
- Sérð þú fyrir þér að íslenska
landshðiö nái því að leika í úrshta-
keppni HM á komandi árum?
„Það verður ahtaf erfitt fyrir okkur
en auðvitað eigum við möguleika á
því. Ég held að það velti á heppni
bæði í því á móti hveijum við lendum
og svo heppni kannski í riðhnum.
Þá spilar líka inn í hvort okkur tekst
að stiha upp okkar besta höi hveiju
sinni. Markmiðið hjá okkur hlýtur
náttúrlega að vera að reyna að
hækka okkur um styrkleikaflokk og
verða betri og betri. Þá aukast hk-
umar að við náum að komast í úrsht-
in.“
- Er ekki góður efniviður í yngri
landshðunum eða er þetta bara eins
og þetta hefur verið í gegnum tíðina?
„Ég held að það sé ekki mikil breyt-
ing á því sem verið hefur. Ég hef
náttúrlega ekki fylgst með yngri
landsliðunum fyrr en kannski núna
þegar maður hefur horft á leiki hér
heima. Maður man allavega þá tíð
þegar maður var í þessu sjálfur með
félagshðum og landsliðum. Þá stóð-
um við okkur vel og náðum til að
mynda 2. sæti á Norðurlandamóti
árið 1968. Það sem breytist hjá okkur
miðað við margar þjóðir er það að
leikmenn ytra fara í atvinnumennsk-
una og auka þannig við sig æfingar
á meðan við hellum okkur út í lífs-
baráttuna og æfum þar af leiðandi
minna. Þar held ég að skhji á milli."
Legg áherslu á að
menn leggi sig fram
- Svo við snúum okkur að leiknum
gegn Rússum; eigum við einhverja
möguleika gegn þeim?
„Ég veit að þetta verður erfiöur
leikur en ég veit það einnig að það
er möguleiki á að vinna alla leiki og
þá er sama hver andstæðingurinn er.
Rússar hafa gríðarlegu sterku liði á
að skipa, mjög léttleikandi og
skemmtilegu liöi. Það verður við
ramman reip að draga en ég mun
leggja höfuðáherslu á að menn vinni
vel og leggi sig alla fram,“ sagði Ás-
geir að lokum.
DV leitaði til tveggja gamalkunnra
þjálfara, þeirra Inga Bjöms Alberts-
sonar, þjálfara Breiðabliks, og Magn-
úsar Jónatanssonar, þjálfara Fylkis,
og spurði þá hvernig þeir myndu
stilla upp byijunarliði í leiknum
gegn Rússum. Lið þeirra félaga eru
hérfyrirneðan. -GH
Uðin gegn
Rússunum
Ásgeir Ehasson tilkynnti í gær
landsbðshóp sinn sem mætir
Rússum á Laugardalsvelh á mið-
vikduagklukkan 18.15. Ein breyt-
ing er á liðinu sem lék í Lúxem-
borg. Izudin Dervic kemur í stað
Þorvalds Örlygssonar sem er í
leikbanni. Landshðið er þannig
skipað;
Birkir Kristinsson......Fram
Ólafiir Gottskálksson....KR
Guöni Bergsson.....Tottenham
Hlynur Birgisson.........Þór
Kristján Jónsson........Fram
Haraldur Ingólfsson.;.....ÍA
Ólafur Þórðarson..........ÍA
Baldur Bragason..........Val
Rúnar Kristinsson.........KR
Andri Marteinsson.........FH
Amar Grétarsson........ .UBK
Hlynur Stefánsson.....Örebro
ArnórGuðjohnsen.......Hácken
Arnar Gunnlaugsson ..Feyenoord
Eyjólfur Sverrisson.Stuttgart
IzudinDervic..............KR
21 árs liðið
21 árs hðið, sem leikur gegn Rúss-
um, er þannig: Ólafur Pétursson,
ÍB, Friörik Þorsteinsson, Fylki,
Óskar Þorvaldsson, KR, Láms
0. Sigurösson, Þór, Sturlaugur
Haraldsson, ÍÁ, Pétur Marteins-
son, Leiftri, Steinar Guðgeirsson,
Fram, Finnur Kolbeinsson, Fylki,
Ágúst Gylfason, Val, Ásgeir Ás-
geirsson, Fylki, Þórhallur D. Jó-
hannsson, Fylki, Ásmundur Am-
arson, Þór, Þóröur Guðjónsson,
ÍA, Kristinn Lámsson, Val, Ómar
Bendtsen, KR, Helgi Sigurösson,
Fram. ■... . ■
-GH