Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 29. MAÍ1993
55
Afmæli
Ingveldur Róbertsdóttir
Ingveldur Róbertsdóttir, Skerplu-
götu 5, Reykjavik, verður fertug á
morgun, hvítasunnudag.
Starfsferill
Ingveldur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún lauk stúdents-
prófi frá MR1974 og nam við Kenn-
araháskóla íslands á árunum
1975-78.
Ingveldur hefur bæði starfað við
kennslu og gegnt stöðu læknaritara.
I dag vinnur hún við þýðingar og
gegnir jafnframt húsmóðurstörfum.
Fjölskylda
Ingveldur giftist 29.8.1985 Sigurði
Örlygssyni, f. 28.7.1946, myndhstar-
manni. Hann er sonur Örlygs Sig-
urðssonar listmálara og Unnar Ei-
ríksdóttur, fyrrum kaupkonu.
Dóttir Ingveldar er Ingveldur
Steinunn Ingveldardóttir, f. 6.9.
1975. Ingveldur og Sigurður eiga sex
börn, þau eru: Unnur Mahn, f. 17.2.
1984; Þorvaldur Kári, f. 3.3.1985;
Arnljótur, f. 20.11.1987; Gylfi, f. 17.9.
1990; og Valgerður, f. 14.9.1992. Dótt-
ir Sigurðar er Theódóra Svala, f. 6.3.
1978.
Systur Ingveldar eru: Guðný, f.
26.1.1955, gift Viðari Jónssyni og
eiga þau soninn Róbert, f. 26.4.1981;
og Kristín, f. 26.6.1959, gift Sæ-
mundi Auðunssyni.
Foreldrar Ingunnar eru Róbert
Gestsson, f. 5.5.1924, málari, oglng-
veldur Einarsdottir, f. 8.7.1925, hús-
móðir. Þau búa í Reykjavík.
Ætt
Róbert er sonur Gests Pálssonar
og Sigríðar Júhusdóttur. Gestur og
Sigurður Samúelsson læknir voru
bræðrasynir, ættaðir úr Borgar-
firði. Sigríður var alsystir Eðvalds,
föðurafa Sigrúnar Eðvaldsdóttur
fiðluleikara.
Ingveldur Róbertsdóttir.
Ingveldur er dóttir Einars Einars-
sonar, b. í Nýjabæ, V.-Eyjafjöllum,
og Katrínar Vigfúsdóttur ljósmóður.
Til hamingju með daginn 31. maí
-------------------------------- Olena Magnúsdóttir,
90 3X3 Eyktarási2,Reykjavík. ■.■■■■■■
Jónína Magnea Helgadóttir
Guðmundur Þorleifsson
bóndi,
Þverlæk,
Holtahreppi.
Guömundur
tekurámóti
gestumáheim-
ili sínuáaf-
mælisdaginn.
Sigurbjörn Kárason,
Kirkjulundi 6, Garðabæ.
80 ára
60ára
Kristján Guðmundsson,
Háaleitisbraut 63, Reykjavík.
L'nnui Ásmundsdóttir,
Lágengi 11, Sclfossi.
Unnur verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Elínborg Garðarsdóttfi,
Háuhhð 14, Sauðárkróki.
ÞórhildurBj amadóttir,
Þverbrekku2, Kópavogi.
Kristján Magnússon,
Fagrahjaha 12, Vopnafirði.
Skúli Þórsson,
Norðurvangi 28, Hafnarfirði.
Jákob Guðmundsson, _ ,
Borgarbraut65,Borgarnesi. 40 3X3
Anna Jónsdóttir,
Reynimel 49, Reykjavík.
70 ára
Sigurgeir Þorvaldsson,
lögregluvarð-
stjóri á Kefla-
vikurflugvelli,
Mávabraut8c,
Keflavík.
Eiginkona Sig-
urgeirser Guð-
rún Pinnsdótt-
irfráEskiholti
i Borgarfirði.
Þau eruerlendi
ir.
ErlaBechEiríI
Tjaldanesi 13, G
Kristjana Alexr
Logaíandi 17, Re
Marie Muller,
Reykjafold 14, Reykjavík.
Pétur Jónsson,
Vesturvegi3, Seyðisfirði.
Dóra Axelsdóttir,
Skúlagötu 7, Borgamesi.
Guðbjörg Sigmundsdóttir,
Teigagerði 13, Reykjavík.
Jóhanna Sigmundsdóttir,
Holtsbúð 56, Garðabæ.
Þórey Jóhanna Pétursdóttir,
Frostafold 175, Reykjavík.
Brynja Sigurðardóttir,
Hhðarhjaha 53, Kópavogi.
Guðný Jóna Gunnarsdóttir,
Fífuseli 30, Reykjavík.
Eggert Kristinsson,
Klausturhvammi 20, Hafnarfirði.
Þorsteinn Guðmundsson,
Túngötu 21, Grindavík.
Ingi Hans Sigurðsson,
Vesturbraut23, Hafnarfirði.
Guðrún Guðnadóttir,
Sæbólsbraut 32, Kópavogi.
Sviðsljós
Skólaslit Alþýðuskólans
Við skólaslit Alþýðuskólans á Eiöum á 110 ára afmæli hans var skólanum
fært að gjöf skólaspjald frá fyrsta starfsári hans. Stefán Jóhannsson skóla-
stjóri veitti gjöfinni viðtöku úr hendi önnu Frímannsdóttur en hún og systkin-
in frá Bessastöðum í Fljótsdal eru gefendur. Mynd Örn Ragnarsson
Jónína Magnea Helgadóttir, af-
greiðslukona og húsmóðir, Vorsabæ
8, Reykjavík, er sextug í dag.
Starfsferill
Jónína er fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún lauk barnaskóla-
námi árið 1947 og réð sig á unga
aldri sem afgreiðslustúlku í mjólk-
urbúð.
Eftir að hún giftist eiginmanni sín-
um bjuggu þau hjónin í Reykjavík
til ársins 1962 en fluttu þá að Ira-
fossi í Grímsnesi. Þar var Jónína
sundlaugarvörður í Ljósafosslaug
um fimm ára skeið- Árið 1980 fluttu
þau svo aftur til Reykjavíkur og nú
er Jónína afgreiöslumaður í 10-10
versluninni í Hraunbæ 102 í Reykja-
vík.
Fjölskylda
Jónína giftist 31.12.1956 Siguijóni
Guðjónssyni, f. 6.7.1930, vélfræð-
ingi. Hann er sonur Guðjóns Jóns-
sonar húsgagnasmiðs og Jónínu
Vilborgar Ólafsdóttur, húsmóður í
Reykjavík.
Jónína og Sigurjón eiga þrjú börn.
Þau eru: Ragna Jóna, f. 22.4.1955,
bankastarfsmaður, búsett í Reykja-
vík, gift Magnúsi Matthíassyni raf-
magnstæknifræðingi og eiga þau
börnin Siguijón, f. 15.8.1975, Telmu,
f. 13.7.1979, ogRakel, f. 24.11.1983;
Helgi, f. 16.12.1957, rafmagnstækni-
fræðingur, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Freydísi Ármannsdóttur
bankastarfsmanni og eiga þau börn-
in Magneu, f. 1.5.1981, og Guð-
björgu, f. 5.6.1985; Ingibjörg, f. 23.10.
1960, húsmóðir, búsett í Reykjavík,
gift Grími Þór Grétarsyni verktaka
og eiga þau börnin Grétar Má, f. 9.6.
1982, Söndru Ósk, f. 31.7.1986, og
Sævar Öm, f. 12.7.1989.
Systkini Jónínu eru: Jóhanna
Ásta, f. 18.9.1930, húsmóðir, gift
Haraldi Helgasyni og eiga þau böm-
in Guðlaugu og Helga; Magnús, f.
13.4.1939, húsasmiður, kvæntur
Kolbrúnu Ástráðsdóttur og eiga þau
bömin Ragnar, Kristínu Áslaugu og
Helga Jón; og Dóra Stína, f. 4.10.
1942, húsmóðir, og á hún bömin
Sigrúnu Eygló, Gyðu, Bám, Þóru
Jónína Magnea Helgadóttir.
Guðlaugu, Eirík Benedikt og Hrefnu
Ósk.
Foreldrar Jónínu eru Helgi Jón
Magnússon, f. 17.9.1904 að Hofi í
Dýrafirði, d. 8.7.1982, bílstjóri og
húsgagnasmiður, og Guðlaug Jó-
hannesdóttir, f. 4.5.1902 að Múla-
koti í Lundarreykjadal, d. 28.9.1990,
saumakona og húsmóðir í Reykja-
vík.
Jónína verður á heimih sínu á af-
mæhsdaginn.
Ávarp til starfsfólks
í heilbrigðisþjónustu
Um nokkurt skeið hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gengist fyrir alþjóðlegum
tóbaksvarnadegi (World No-Tobacco Day) hinn 31. maí ár hvert. Að þessu sinni er
boðskapur stofnunarinnar sá að heilbrigðisþjónustan eigi að vísa veginn til
tóbakslausrar veraldar.
Sjálfsagt þykir að vinnustaðir í heilbrigðisþjónustu séu reyklausir. Alþjóða
heilbrigðisstofnunin leggur þar að auki áherslu á að ekki sé viðeigandi að starfsfólk
í heilbrigðisþjónustu noti tóbak og hvetur það til að ganga á undan með góðu fordæmi
í þessum efnum. Bent er á að þeir sem reykja ekki eru líklegri en þeir sem reykja
til að beita sér í tóbaksvörnum, einum mikilvægasta þætti heilsuverndar.
Verulega hefur dregið úr reykingum hér á landi á síðustu árum. Enn reykir þó meira en
fjórði hver fullorðinn íbúi þessa lands. Nærri lætur að daglega falli íslendingur í valinn
fyrir eituráhrifum tóbaks. Augljóst er að þörf er á skeleggri baráttu gegn svo
skelfilegri heilsuvá. Þar getur starfsfólk í heilbrigðisþjónustu gegnt lykilhlutverki.
Því er skorað á allt starfsfólk sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, læknastofa,
tannlæknastofa, lyfjabúða, endurhæfingarstöðva og allra annarra stofnana og fyrirtækja
í heilbrigðisþjónustu að ganga í lið með þeim sem glíma við þá erfiðu þraut að kveða
tóbaksóvættina niður.
Heilbrigðisráðuneytið, Landlæknisembættið, Hjartavernd, Krabbameinsfélagið,
Heilsuverndarstöðin í Reykjavík og Tóbaksvarnanefnd vilja eindregið hvetja til þess
að tóbak verði gert útlægt úr heilbrigðisstofnunum.