Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Qupperneq 48
56 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 5 Björk Guðmundsdóttir í upptökum hjá MTV á íslandi um helgina: Kardimommubærinn er sterkur áhrifayaldur - segir söngkonan um nýju plötuna sem þegar er farin að vekja athygli í Bretlandi þó hún komi ekki út fyrr en í júlí „Ég kom hingað heim þar sem í dag og á morgun verða kvikmynduð viðtöl við mig fyrir MTV-sjón- varpsstöðina víðs vegar um landið. MTV hefur gert nokkur innskot með mér áður, kom t.d. til Parísar þegar myndbandið var gert en vill nú fá myndir frá íslandi," sagði Björk Guðmundsdóttir söngkona sem kom til landsins í fyrrakvöld og fer aftur á mánudag til Bret- lands. Björk er hér ásamt myndlistar- manninum Hrafnkeh Sigurðssyni en þau eru að vinna myndband sem sent verður til kynningar víða um heim en er ekki ætlað almenningi. Þau ferðuðust um landið í gær til að ná sem fallegustu landslagi með viðtölunum. Þó að plata Bjarkar komi ekki út fyrr en 5. júlí hefur hún þegar vak- ið mikla athygli í Bretlandi og þrjú bresk tímarit hafa birt viðtöl við hana. „Ég held að þessi athygli standi og falli með tónhstinni enda erum við búin að senda kynningar- kassettur til þessara fjölmiðla," segir Björk. „Mér finnst þetta svo- lítið svipað og með fyrstu Sykur- molaplötuna en þá vorum við farin að vekja athygli löngu áður en plat- an kom út. Athyglin kemur vegna þess hversu mikið er talað um plöt- una innan þessa fjölmiðlahóps," segir Björk en í Bretlandi tíðkast að senda tónlistartímaritum eintök nokkru fyrr en platan kemur út. „Maður verður síðan að sjá hvort þessi athygli hefur áhrif á plötusölu en það þarf ekki endilega aö fara saman.“ Kemur út sama dag alls staðar Plata Bjarkar kemur út sama dag á íslandi og annars staðar um hinn vestræna heim. Eitt lag af plötunni Björk og Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður eru að vinna myndband sem sent verður víða um heim til kynningar á nýju plötunni hennar. DV-myndir Brynjar Gauti Björk Guðmundsdóttir er stödd hér á landi um helgina en MTV-sjón- varpsstöðin er að vinna myndir með henni. kemur út 7. júní. Björk segir að þetta sé þriðja sóló- plata hennar; sú fyrsta kom út þeg- ar hún var ellefu ára. „Þegar ég gerði þessa plötu fannst mér ég vera að gera eitthvað sem mér fannst sjálfri mjög skemmtilegt, eitthvað prívat og eigingjarnt," seg- ir hún. „Ég gerði nákvæmlega það sem mér sýndist, fékk indverska strengjasveit, saxófónieikara og var síst af öllu að reyna að geðjast öðrum. Ég ákvað að gera sérvisku- plötu.“ - Þú hefur þá ekki ætlað að höfða til almennings? „Ég er búin að gera það svo lengi; Sykurmolarnir voru venjulegt rokkband. Nú ætla ég að gera þetta eftir rnínu höíði. Það er svo skrýtið að fleiri virðast vera fyrir það en rokkið.“ - Getur þú lýst þessari tónlist? „Það er mjög erfitt, ég get það ekki og hef ekki séð neinum öðrum takast það. Þetta er mín persónu- lega tónlist sem hefur orðið frá áhrifum úr öllum áttum, jassi, nú- tímatónlist, danstónlist, poppi og krakkatónlist. Kardemommubær- inn er mjög sterkur áhrifavaldur." - Höfðar hún þá til allra, sama á hvaða aldri þeir eru? „Hún er ekki fyrir einn aldur. Annars hugsaði ég ekki um það þegar ég gerði hana. Ég var fyrst og fremst að hugsa um hvað mér finnst skemmtilegt og sjálf hef ég gaman af að hlusta á allt frá Dýrun- um í Hálsaskógi upp í Stravinski, danstónlist og allt þar á milli. Plat- an sýnir sennilega hvað ég hef ver- ið að hlusta á alla mína ævi.“ Undirbý aðra betri plötu - Ertu ánægð með plötuna? „Ég er mjög ánægð með hana en langar að gera aðra sem verður miklu betri. Ég hef lært svo mikið. Það er mjög ólíkt að vinna einn en með hljómsveit. Mér finnst það auðvitað miklu skemmtilegra þar sem ég fæ að ráða öllu.“ Björk Guömundsdóttir er búsett í London. Hún segist hafa getað unniö mest með því að skipta um umhverfi. Hún segir það ekki hafa skipt máli hvort markaðurinn væri stærri í Englandi. Hrafnkell Sigurðsson myndlist- armaður hefur unnið mikið með Björk. Hann er einnig búsettur í London og hélt nýlega sýningu þar sem vakti mikla athygli. Hrafnkell vann talsvert við kvikmyndina Só- dóma Reykjavík. Hann vann einnig fyrir Sykurmolana, hannaði m.a. plötualbúm fyrir þá. Það var Frakki sem hannaði tón- listarmyndbandið fyrir Björk en væntanlega verður það sýnt hér á landi innan skamms. -ELA Merming Sniglar og femingar - Þóra Sigurðardóttir í Nýlistasafninu Naumhyggjan hefur fiutt með sér áherslu á hinn karlmannlega feming, miskunnarlaust dauðhreinsaðan af persónulegri og kvenlegri mýkt. Jafnframt hefur naumhyggjan flutt með sér altæka sviðsetningu listarinnar í sýningarrýminu. Þetta síðamefnda atriði hefur sennilega mun víðtækari áhrif þar sem það rúmar fjölbreytilegri viðhorf og túlkun. Þannig má finna jafnt mjúk form sem hörð, Myndlist Ólafur Engilbertsson kvenlega kúlu sem karllegan tening, í því rými sem er vettvangur sannferðugra naum- hyggjusýninga. A sýningu Þóru Sigurðar- dóttur, sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu, em nokkir þættir sem gefa til kynna slíka rýmishugsun innan naumhyggju, þó svo að listakonan sé að ööru leyti greinilega á allt öðm róli í list sinni. Samþáttun andstæðra forma Þóra leggur áherslu á samþáttun lifrænna, „kvenlegra" forma og kantaðra „karllegra" forma. Þrátafl formanna er til að mynda á þann veg að hópur lífrænna forma umkringir fer- hymdan flöt og afmarkar þannig form hans eða að hópurinn er innan flatarins sem þannig er ráðandi í myndbyggingunni. í þessum tilvikum er um að ræða rýmisverk sem standa á gólfi gryfju Nýlistasafnsins. Þar er einnig nokkuð af verkum sem eru fyrst og fremst lífrænar heildir er virðast þrýsta sér upp úr gólfinu eða loða við það eins og sniglar. Þó mörg þessara verka séu vissulega per- sónuleg og sérstök hlýtur það að téljast Ijóð- ur á uppsetningu þeirra hve mörg þau eru og tiltölulega smá miðað við hinar líkamlegu skírskotanir. Efniviðurinn er ákaflega fjöl- breyttur; brenndur leir, steinsteypa, bómull- artau, pappírsmassi, gler og blý, svo eitthvað sé nefnt. En allur þessi efniviður hefur oft ekki nægilega skýran tilgang; bómullartau í verki númer sjö eyðileggur formhugsun verksins og eðlismunur pappírsmassa og gifs skemmir heUdarmynd verks númer átta. Svarthvítar teikningar Tíu teikningar í forsalnum eru sem heUd betur heppnaðar. Þær eru einnig unnar með ýmsum meðulum: blýanti, bleki, kolum og hvítum grunni. Samþáttun þessara efna leiðir í mörgum tUvikum fram óvænta áferð sem minnir í fjarlægð á grafíkaðferðir, s.s. stein- prent og sáldþrykk - í og með vegna svart- hvíta skalans. HeUdarmynd þessarar sýning- ar er því miður of sundurlaus og ekki nógu markviss. Þó listakonan sýni það svart á hvítu að hún hefur í handraðanum sérstæðar hug- myndir er útfærsla þeirra ekki nægUega beitt og átökin ekki mikU. Gryijan með skúlptúr- verkunum er fremur máttlítU sem heUd og hefði verið til bóta að halda einungis tveimur eða þremur verkum og hafa þau jafníramt stærri. Sýningu Þóru Sigurðardóttur lýkur á sunnudag, 30. maí. -ÓE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.