Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 3 Frétdr mmmlsnbmm Bókaklúbbur barnanna er lifandi og fjölbreyttur bókaklúbbur fyrir börn. Ef þú gerist félagi innan \ 10 daga færðu tvær vandaöar og skemmtilegar ævintýra- bækur frá Walt Disney á aðeins 795 krónur. Einnig fær barnið skemmtilegt Mikka Mús-úr ásamt blaði klúbbsins, Gáska. Hægt er að segja sig úr klúbbnum með einu símtali. J A'l'J'JDtB'íi Láttu barnið þitt lesa góðar og vandaöar bækur því þannig eykst lestrarkunnátta, ímyndunarafl og andlegur þroski barnsins. Tryggðu barninu góðar bækur og úr aö gjöf! Taktu ákvörðun strax í dag. Síminner t)1| VAKVHELGAFELL Lifandi útgáfa og þjónusta viö þig! Mývetnlngar: Skoðunar- ferð áðurenfé fer á fjöll Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; Ákveðið hefur verið að senda fulltrúa hagsmunaaðila í skoðun- arferð á afréttarlönd Mývetninga áður en ákvörðun veröur tekin um hvenær fé verður rekið á fjall. Mývetningar fóru með fé sitt upp á öræfin í byijun júni á síð- asta ári í trássi við vilja Land- græðslu ríkisins og varð af nokk- ur „hvellur". Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri segir að nú sé unn- ið í meiri sátt í þessu máli og í næstu viku fara fulltrúar Land- græðslunnar, sveitarstjómar Skútustaðahrepps og gróður- vemdamefndar í skoðunarferð um upprekstrarlöndin. Að þeirri ferð lokinni er síðan ætlunin að taka ákvörðun um framhaldið. Ástand upprekstrarlandanna er talið mun betra en var á síð- asta ári og veldur þar mestu að snjóalög hafa verið mun meiri í vetur en var í fyrravetur og vorið mun hagstæöara gróðri. Kópavogur: Stálu vinnuskúr Lögreglan í Kópavogi leitar nú logandi ljósi að vinnuskúr sem var stolið í bænum fyrir um 3 vikum. Skúrinn, sem er á fjómm hjólum, stóð á auðu svæði vestan við fyrirtækið Palla hf., sunnan Dalvegar í Kópavogi. Vitni sáu til manna vera að hífa skúrinn með krana upp á vöru- bílspall og héldu að um hreinsun- arátak bæjarins væri að ræða en skömmu áður höfðu bílhræ verið fjarlægð á svipuðum stað. Vinn- uskúrinn var hins vegar í not- hæfu ástandi og veldur stuldur- inn eigandanum miklum erfið- leikum. Þeir sem geta lagt fram ein- hverjar upplýsingar um hvarf vinnuskúrsins er bent á að hafa samband við lögregluna í Kópa- vogi. -bjb Iðnskólinn: Launað starfsnám í sumar Reykjavíkurborg og Iðnskólinn í Reykjavík ætla að gefa atvinnu- lausu ungu fólki á aldrinum 16-20 ára kost á launuðu starfsnámi í Iðnskólanum í sumar. Kennt verð- ur fullan kennsludag í tvo mánuði, 14. júní til 13. ágúst, og fá nemend- ur greiddar 30 þúsund krónur á mánuði eða 60 þúsund krónur fyrir sumarið. Reykvíkingar sem eru atvinnulausir að staðaldri hafa for- gang að náminu en aðeins verða 200 manns teknir inn. Innritun í starfsnámið fer fram í Iðnskólanum 2.-4. og 7. júní frá klukkan tíu til sex síðdegis. Effir- talin kennslusvið eru í boði: tréiðnir, málmiðnir, rafiðnir, tölvugreinar, fataiðnir, bókagerð og hönnun. Þátttakendur verða að velja eitt þessara sviða og verður námið bæði bóklegt og verklegt. Nemendur geta fengið einingar úr sumarskólanum metnar inn í Iðnskólann og aðra framhalds- skóla þar sem sambærilegt nám eríboði. -GHS Tvær íbúðir fyrir starfsmenn Landsbankans í gömlu timburhúsi fyrir vestan: Bankinn keypti hús í Ögri á 11 milljónir „Sverrir Hermannsson er fæddur og uppalinn í Ögumesi, í næsta ná- grenni við Ögur. Ég býst við að hús- ið hafi verið selt bankanum að hans frumkvæði, án þess að ég viti neitt um það. Ég geri ráð fyrir að hann hafi haft taugar til hússins af þvi að hann er uppalinn þarna í nágrenn- inu,“ segir Smári Haraldsson, bæjar- stjóri á ísafirði. Landsbankinn hefur keypt gamalt tveggja hæða timburhús í Ögri við ísafjarðardjúp fyrir rúmar ellefu milljónir króna. Búið er að endur- uppgera húsið og eru nú tvær íbúðir í því auk svefnpokapláss í risi. Fyrirhugað er að leigja húsið út sem orlofshús fyrir starfsfólk bank- ans en unnið hefur verið aö breyting- um á húsinu undanfarið ár. Ekki náðist í Sverri Hermannsson vegna málsins. -GHS EINSTAKT INNGÖNGUTILBOÐ í BÓKAKLÚBB BARNANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.