Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ1993
13
Neytendur
Grillmatur og önnur matvara býðst neytendum á tilboðsverði næstu daga og einnig er hægt að fá ýmsa sérvöru
með góðum afslætti.
Sértilboð og afsláttur:
Grillmatur á
tilboðsverði
Neytendur ættu að geta gert góð
kaup í stórmörkuðunum næstu daga
því þar ér boðið upp á margs konar
sértilboð og afslætti.
Kjöt og fiskur
Helgartilboðið hjá Kjöti og fiski
gildir frá fimmtudegi til laugardags.
Þar verður hægt að fá nautahakk á
598 krónur kílóið, lambagrillsneiðar
á 720 krónur kílóið og svínagrill-
sneiðar á 590 krónur kílóið.
Einnig býöst þar Tuffy pops kex á
89 krónur pakkinn, Orville örbylgju-
poppkom á 99 krónur pakkinn og sex
tveggja lítra kókflöskur á 799 krónur
pakkinn.
Föst tilboð eru einnig í gangi frá
mánudegi til föstudags allt árið um
kring. Á mánudögum kostar kílóið
af ýsuflökum 395 krónur, á þriðju-
dögum kostar kílóið af kjötfarsi 295
krónur, á miðvikudögum kostar kíló-
ið af saltkjöti 449 krónur og á fimmtu-
dögum bjóðast 10-15 tegundir af
grænmeti með allt að 30% afslætti
Tilboðsveggurinn er einnig á sín-
um stað hjá Kjötí. og fiski. Þar eru
30 mismunandi tilboð í gangi hveiju
sinni sem skipt er út hálfsmánaðar-
lega.
Mikligarður
Engin sérstök matvörutilboð eru í
gangi í Miklagarði en rýmingarsalan
stendur enn yfir og þar má gera góð
kaup á sérvöru.
Þar má fá herraulpur á 2.495 sem
áður kostuðu 5.995 krónur, herra-
skyrtur á 995 sem áður kostuðu 2.995,
hama flauelsbuxur kosta nú 500 en
kostuðu 1.895 krónur áður og telpu-
kjólar kosta nú 1.995 en kostuðu áður
4.995.
Einnig er hægt að gera góð kaup í
dömupeysum, þær kosta nú 1.495 en
kostuðu áður 3.995, sportskór í
stærðunum 35-46 kosta nú 995 en
kostuðu áður 2.995, herraskór kosta
nú 1.995 en kostuðu áður 3.995 og
geisladiskar eru nú seldir með 30%
afslætti.
Fjarðarkaup
Tilboðin í Fjarðarkaupum í Hafn-
arfirði gilda frá miðvikudegi til föstu-
dags. Þar má fá 'A dós af ananas-
kurh á 25 krónur, 'h dós af hvítum
aspas á 59 krónur, 400 g af Macvites
súkkulaðikexi á 127 krónur og Snap
Jacks kex, fruit og country, á 95
krónur.
Einnig fást þar niðurskorin þriggja
koma brauð og Pálmabrauð á 98
krónur, Pampers bleiur á 897 krónur
pakkinn og 680 g af Hunts tómatsósu
á 98 krónur.
í kjötborðinu er nautaframhryggj-
arfile á tilboðsverðinu 998 krónur
kílóið, lamba grillsneiðar á 929 krón-
ur kílóið, nautagrillsneiðar á 998
krónur kílóið og kindabjúgu á 429
krónur kílóið.
Dagana 3.-11. júní verður sérstök
Heinz-vika í Fjarðarkaupum þar sem
Heinz-vörur verða kynntar og seldar
á tilboösverði. Heinz tómatsósa í 792
g plastflösku verður seld með sér-
stökum afslætti á 50 krónur ef skilað
er inn afsláttarseðli sem liggur
frammi í versluninni og gildir einnig
sem happdrættismiði.
Bónus
Tilboðin í Bónusi gilda frá fimmtu-
degi til laugardags. Þar er hægt að
fá þijú bréf af Hos örbylgjupopp-
komi á 82 krónur, 500 g af D. pasta-
skrúfum á 43 krónur og tólf rúllur
af íslenskum Bónus salernispappír á
229 krónur.
Einnig fæst þar 1 kg af komflexi á
199 krónur, 300 g af Nóa rúsínum
kosta 159 krónur og fjórir stórborgar-
ar með sósu kosta 298 krónur. -ingo
Pottagaldra-dagar í stórmörkuðum:
Dagana 3.-5. júní næstkomandi
verður fyrirtækið Pottagaldrar með
kynningu í helstu stórmörkuðunum
þar sem lambakjöt verður kryddað á
margvíslegan hátt með kryddi og
jurtablöndum frá Pottagöldram og
selt í kjötborðum verslananna.
Pottagaldrar framleiða u.þ.b. 8-10
tegundir af kryddblö'ndum sem seld-
ar em með uppskriftum og notkun-
armöguleikum og inniheldur hver
blanda allar þær kryddtegundir sem
nauðsynlegar em í umræddan.rétt.
Allar eru kryddblöndumar án salts
og pipars.
Á kynningunni verður lög áhersla
á hreinleika lambakjötsins, ljúffengt
bragð þess og hversu vel jurtir bragð-
bæta það. Þar verður m.a. boðið upp
á villijurtakryddað lambalæri,
lambalærissneiðar/kótelettur mar-
ineraðar í Creola-blöndu og Chili con
Came sem er mexíkanskur réttur
úr lambahakki.
Verslanimar, sem taka þátt í kynn-
ingunni, em: Hagkaup, Nóatún,
Fjarðarkaup, Kjöt og fiskur í Mjódd
og Kjötbúr Péturs í Austurstræti.
-ingo
Innilegar þakkir sendi ég þeim sem heimsóttu mig á
afmælisdaginn, 20. maí, og glöddu mig með blómum
og gjöfum og á annan hátt gjörðu mér daginn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Ósk Þórhallsdóttir
Golfklúbbar - félagasamtök
Til sölu eftirtalin tæki:
1. Dráttarvél, Massey Ferguson 35, bensín, þarfnast
viðgerðar.
2. ATCO B-28, „green" sláttuvél, 28" vals, gott ásig-
komulag.
3. Ransome brautarsláttuvél, 5 valsa, dregin, nýleg,
gott ástand.
Upplýsingar í síma 91-667415 næstu daga.
Golfklúbburinn Kjölur, Mosfellsbæ
Byggingarréttur
á Ingólfstorgi
Auglýst er eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir
u.þ.b. 15 ferm söluskála á norðanaustanverðu Ingólf-
storgi, þar sem gert er ráð fyrir að seld verði blöð,
ís, sælgæti o.þ.h. Fyrir liggur útlitshönnun skálans,
sem verður byggður að hluta til undir bogaþaki, sem
er borið uppi af 6 súlum. Reykjavíkurborg kostar
gerð súlnanna og þaksins og lætur gera undirstöður
undir skálann um leið og unnið er að frágangi Ing-
ólfstorgs. Verður því lokið í júlí nk. og skal byggingu
söluskálans lokið innan þriggja mánaða eftir það.
Umsóknum um byggingarréttin skal skila á skrifstofu
borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, 3.
hæð, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. júní 1993 og
skal fylgja þeim greinargerð um starfsemi umsækj-
anda, þ.á m. upplýsingar um fjárþagsstöðu hans,
Nánari upplýsingar, skilmálar og uppdrættir fást áN
skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, og í síma
632310.
Borgarstjórinn í Reykjavík
ER SKEMMTILEGER
TÍMI FRAMIMIW?
Ekki nema í góðum félagsskap. Hringdu og prófaöu
SímastefnumótiS þar sem fjöldi fólks á öllum aldri hefur
fundiS sér félaga. Þetta er spennandi og skemmtileg
leið til að kynnast nýju fólki.
Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt.
Mínútan kostar 39,90 kr.
SÍMASTEFIAIJMÓT
99/18/95
V
Teleworld