Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993
15
Vorhugur í
ökumönnum
Blað nokkurt skýrði frá því hér
um daginn að lögreglan hefði haft
afskipti af nokkrum ökumönnum
fyrir glannaakstur. Blaðið kvað
hafa verið vorhug í ökumönnunum
og sló því upp í fyrirsögn.
Þessi fréttaflutningur sló mig.
„Vorhugur" í ökumönnum ætti að
þýða tillitssemi, gott skap og bros
á vör. Vorið og birtan gera mig
venjúíega glaðari en skammdegið.
Látum það sannast í verki að góð
akstursskilyrði leiði ekki til fjölg-
unar slysa vegna glannaskapar.
Látum gott skap bæta um-
ferðina
Sýnum vorhug í verki með brosi
og slökun. Sýnum vorhug í verki
með tillitssemi í umferðinni. Sýn-
um vorhug í verki með því að nota
góða siði í umferðinni og leggja
vonda á hilluna. Dæmi um góðan
sið er að hafa bíl ekki í gangi að
óþörfu. Annað dæmi um góðan sið,
sem kemur sjálfum okkur ekki síst
vel, er að bíða róleg og nýta okkur
biðtímann á rauða ljósinu til að
vinna á stressinu. Þriðja dæmið er
að greiða fyrir umferðinni eftir
megni. T.d. þurfum við að læra
betur að nýta okkur aðreinar inn
á miklar umferöargötur og þeir
KjaUaiinn
Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson,
uppeldisfræðingur og deildar-
stjóri hjá Umferðarráði
sem eru á umferðargötunni þurfa
að taka tillit til þeirra sem vilja
komast inn á. Þetta er stundum
kallað „rennilásaakstur".
Truflum ekki aðra með skap-
brigöum okkar, t.d. með óþörfu
flauti. Veistu t.d. hvaða áhrif flaut-
ið hafði á bamið sem var í kerr-
unni á Klapparstígnum? Bamið
hafði eymabólgu, faim til mikils
sársauka og hljóðaði lengi. Nóttina
eftir vaknaði það með sársauka
sem móðir þess gat ekki rakið til
annars en flautsins.
Og meira um hljóðmerki. Flaut-
arðu þegar þú ert að bíöa eftir ein-
hverjum? Það er of algengt að ung-
böm og sjúklingar, sem síst mega
við slíku, séu hvekkt með ástæðu-
lausu flauti á öllum tímum sólar-
hrings. Stökktu út úr bílnum
(mundu eftir að drepa á honum!)
og sæktu þann sem þú ert að sækja
ef hann er ekki kominn út innan
eðlilegs tíma eða hringdu á undan
þér og biddu um að fylgst sé með
ferðum þínum.
Tillitsleysi við gangandi veg-
farendur
Margir bílstjórar taka of lítið til-
ht til gangandi vegfarenda við
gangbrautir og á gatnamótum þar
sem gangandi fólki er ætlaður for-
gangur þó svo að bíllinn hafi líka
grænt ljós til að fara í beygjuna.
Bílstjórar, prófið að leggja bílnum
ykkar og fara í strætó eða vera fót-
gangandi í nokkra daga og reyna
að sjá hvar þið gætuð verið tilhts-
samari.
Bhstjórar, leggið ekki bílnum
ykkar á gangstétt. Leggið heldur
aðeins örhtið fjær og gangið smá-
spöl. Nýlega var mér sagt frá því
að bh var ekið upp á gangstétt ca
10-15 sm frá þeim stað þar sem
sögumaður var gangandi. Sögu-
maður taldi sig hefði orðið undir
bílnum hefðu hemlarnir bilað eða
hann hrokkið við í öfuga átt. Bílar
eiga að aka á götum en ekki gang-
stéttum.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Margir bílstjórar taka of lítið tillit til gangandi vegfarenda.
„Það er of algengt að ungbörn og sjúkl-
ingar, sem síst mega við slíku, séu
hvekkt með ástæðulausu flauti á öllum
tímum sólarhringsins.“
Lýðræði í stað
einkavæðingar
Eitt af töfraorðum ríkisstjómar
og atvinnurekenda er einkavæð-
ing. Ríkisfyrirtæki skulu afhent
eða „seld“ einstaklingum. Lág-
launafólk, ekki síst starfsfólk þess-
ara fyrirtækja, óttast að þjónustan
við almenning verði minni og dýr-
ari en áður. Það óttast líka að kjör
þess verði lakari, allt að því að
verða fórnarlamb atvinnuleysis.
Þessi ótti er fyllilega á rökum reist-
ur. Þeir sem standa fyrir einkavæð-
ingunni vilja að það verði lögmál
hámarksgróða sem ríki og þá víkja
réttindi þeirra sem minna mega
sín.
Þeir sem standa fyrir einkavæð-
ingunni halda því fram að kostnað-
ur ríkisins við þjónustuna muni
lækka við þetta. Ástæðurnar eru
þá annars vegar dýrari þjónusta
KjaUarinn
Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur
„Allt það jákvæða, sem getur fengist
úr einkavæðingunni, getum við fengið
með lýðræði 1 fyrirtækjunum og með
virku eftirliti almennings með rekstr-
inum.“
fyrir almenning eða kjararýmun reksturinn hafi verið afspymu lé-
hjá starfsfólkinu eða hins vegar að legur áður. Það er þetta síðasta sem
ég ætla einkum að gera að umtals-
efni hér.
Ríkisrekstur og einkarekstur
Það kemur svo sem engum á
óvart að finna megi dæmi um spih-
ingu og bmðl í ríkisrekstri. Mörg
fyrirtæki sitja uppi með yfirmenn
sem komist hafa til valda fyrir th-
stilli spilhngar, þar sem póhtísk og
fjármálaleg fyrirgreiðsla hafa setið
í fyrirrúmi. Á sama tíma hefur
hinu hæfasta starfsfólki verið hald-
iö frá, ekki síst fyrir þær sakir að
það hafi þótt of vinstri sinnað eða
verkalýðssinnaö.
Oft geta frískir einkaeigendur
sjálfsagt dregið fyrirtæki sín upp
úr slíkum spihingarfarvegi, aha
vega ef þeir telja að slíkt mundi
auka á gróðann. En þaö afsakar
engan veginn að fyrirtæki, sem
formlega eru eign almennings, séu
afhent einstaklingum th eignar og
stjórnar út frá þeirra hagsmunum.
Smám saman verða þessi fyrirtæki
aö venjulegum phsfaldafyrirtækj-
um, sem nota aðstöðu sína til að
mjólka kúna sína, ríkiskassann,
með þeirri röksemd sem við þekkj-
um svo vel úr umræðunni undan-
farið: annars fer aht á hausinn.
Lýðræði í ríkisrekstri
Aht það jákvæða, sem getur feng-
ist út úr einkavæðingunni, getum
við fengið með lýðræði í fyrirtækj-
unum og með virku eftirliti al-
mennings með rekstrinum. En við
losnum við það neikvæða, sem sé
að taka sannanlega eign íhmenn-
ings ófijálsri hendi og aíhenda ein-
stakhngum. Alltaf er sú hætta fyrir
hendi að nýi sjálfseignarforstjór-
inn yerði alveg eins sukksamur og
sphltur fyrir sína hönd og gamh
ríkisskröggurinn var.
Með lýðræði í fyrirtækjunum
stjómum við því með ákvörðunum
meirihluta. Við kjósum yfirmenn og
skiptum þeim út. Við stöndum saman
í því að gera rekstur fyrirtækisins
betri en þurfum ekki möglunarlaust
að lúta misvitrum fyrirmælum hins
almáttuga og oft fjarlæga forstjóra.
Við gerum virkt eftirht almenn-
ings mögulegt með því að opna
reksturinn, bókhaldið, samþykkt-
imar o.s.frv. Shk opnun er besta
tryggingin gegn fjármálaspillingu,
leynigreiðslum og póhtískri fyrir-
greiðslu. Meö slíkri opnun getur
almenningur séð hvað raunvera-
lega er gert í fyrirtækinu. Og starfs-
fólkið veit hvað er framundan en
þarf ekki að standa óviðbúið
frammi fyrir stórfehdum breyting-
um á rekstri og þar með á eigin
aðstæðum eins og er svo algengt
hérálandi. RagnarStefánsson
ferð valds
„RíkLsstjórn
Davíðs Odds-
sonar hefur
farið gætilega
með valdið til
útgáfu bráöa-
birgðalaga. Ef
ég man rétt::
cru lögin í til-
efni af kjara- varatormaður þing-
samningum tiofcks sjálfstæðis-
nú önnur manna.
bráðabirgðalög stjómarinnar á
rúralega tveggja ára ferh hennar.
Fyrri lögin voru gefin út síðasta
sumar vegna niðurstöðu kjara-
dóms. Rikisstjómin hefur greini-
lega tekiö mið af þeím vilja
ýmissa þingmanna sem kom
fram i thefm af breytingu á
stjómarskránni um nýja starfs-
hætti Alþingis og laut að þr.engri
ákvæðum um útgáfu bráða-
Þegar stjómarskránni var
breytt síðast var ekki vhji th þess
aö afnema réttinn til útgáfu
bráöabirgðalaga. Ríkisstjórnin
hefur því þennan rétt og hefur
ekki misnotað hann. Um efni
kjarasanminganna nú og skuld-
bindingar ríkisvaldsins vegna
þeirra rhtir víðtæk sarastaða og
hún lá Ijós fyrir áður en fundum
Alþingis var frestað.
Alþingi situr ekki að störfum
en nefndir þess geta komið sam-
an. Á þeim vettvangi geta fulltrú-
ar stjórnar og stjórnarandstöðu
rætt þau mál er hæst ber ef vilji
er til slíks. ítrekaðar kröfur
stjórnarandstöðu um að Alþingi
sé kahað saman vekja þá spum-
ingu hvort nokkru simú sé mmt
að gera hlé á þingfundum. Er hk-
legt að vandi þjóðarinnar minnki
við það að aldrei sé gert hlé á
ræðuhöldum á Alþingi?'*
Mál allra
flokka
er
vettvangur
flokkanna
allra. Vanda-
raáhn sein nú
eru uppi era
svo alvarleg
að í raun og
vera ættu ah- Svavar Gestsson,
ir flokkarnir þingmaður Alþýðu-
að taka á bandalagsíns.
þeim í sam-
einingu. Þaö er rangt að reyna
að nálgast þessi vandamál í þeim
foma stíl aö stjómin fari sínu
fram og sljórnarandstaðan fylgist
með. í skoðanakönnunum hefur
ítrekað komið fram að þjóðin
treystir ekki ríkisstjónúnni. iæss
vegna er eðlilegt að alhr flokkar
takist á við þau vandamál sem
þjóðin á við að etja.
í franúialdi af nýgerðum
kjarasamningum þurfti að setja
lög. En að auki er um að ræða
ný og aðsteðjandi vandamál sem
koma upp í framhaldi af skýrslu
fiskifræðinga. Þessi mál þarf að
ræða í samhengi og á þeim þarf
að taka. Alþingi er kjörinn vett-
vangur til þess. í þessu sambandi
er rétt að minnast að Alþingi var
ekki slitið í vor heldur var þing-
fundum frestað. Þvi er hægt að
kaha þingið saman með stuttum
fyrirvara.
Þegar þingskapalögunum var
breytt sögðu talsmenn breyting-
anna, svo sem Ólafur G. Einars-
son, að með þeim hyrfu í raun
forscndurnar fyrir útgáfu bráða-
birgðalaga. Það er því mjög alvar-
legt að núverandi ríkisstjórn
skuh í tvígang hafa gefið út
bráðabirgðalög án þess að færa
fyrir því sannfierandi rök." -kaa