Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1993, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNl 1993
17
Arni Þór og Broddi
komnir í 3. umferð
Árni Þór Hallgrímsson og Broddi
Kristjánsson eru komnir í 3. umferö
í tvíliðaleik á heimsmeistaramótinu
í badminton sem nú stendur yfir í
Birmingham á Englandi. í fyrstu
umferðinni lögöu þeir Hamid Nasimi
og Morteza frá íran mjög auðveld-
lega, 15-0 og 15-11.
12. umferðinni mættu þeir Tim He
og Murrey Hocking frá Ástralíu og
sigruðu, 18-14 og 15-8. Þeir Árni og
Broddi léku gífurlega vel. Fyrri lotan
var mjög jöfn og spennandi. Ástral-
amir náðu að jafna, 13-13, og skora
fyrsta stigið í upphækkuninni en
Arni og Broddi áttu lokaorðið og
skoruðu fimm síðustu stigin. í ann-
arri hrinu náðu þeir upp góðri sókn
og sigurinn var aldrei í hættu. í kvöld
leika Arni og Broddi gegn Tælend-
ingunum Pramote og Sakrapee en
þeim er raðað í mótinu númer 5-8.
Þorsteinn Páll Hængsson og Nick
Hall frá Nýja-Sjálandi léku gegn Gopl
Chand og George Thomas frá Ind-
landi og náðu þeir mjög vel saman
þrátt fyrir aö hafa aldrei leikið sam-
an áður. Þeir félagar töpuðu fyrstu
lotunni, 15-10, en náðu sér vel á strik
1 annarri lotunni og sigruðu sann-
færandi, 15-1. í oddalotu sigruðu þeir
örugglega, 15-6.
í 2. umferöinni léku þeir gegn Jap-
önunum Machida og Miya og urðu
að játa sig sigraða, 15-11, og 15-2.
Árni Þór Hallgrímsson lék gegn
Darren Hall frá Englandi í einhöaleik
í gær og tapaði, 15-5,15-5. -JKS
iskorti
„Ég er mjög ánægður með leik strák-
anna en aö sama skapi ekki með úrslitin
eins og gefur að skilja. Við lögðum leik-
inn þannig upp að við ætluðum að sanna
fyrir okkur að þetta var slys sem gerðist
í fyrri leiknum gegn þeim. Mitt mat nú
rétt eftir leik er að viö vorum betri aðil-
inn í leikmun og áttum fyllilega skihð
að minnsta kosti annað stigið,“ sagði
Gústaf Adolf Bjömsson, þjálfari íslenska
liðsins, við DV eftir leikinn.
„Ég verð að segja það að ég var mjög
hrifinn af leik íslenska liðsins. Þetta eru
sterkir strákar sem búa yfir miklum lík-
amlegum styrk. Það er greinilegt að
þetta hð hefur bætt sig núkið frá fyrri
i leiknum sem fram fór í október. Mér
fannst leikmenn nr. 10 (Steinar Guð-
geirsson) og nr. 6 (Þórður Guðjónsson),
bestir í íslenska liðinu,“ sagði Boriz Ign-
atiev, þjálfari Rússana, við DV eftir leik-
inn. -GH
Agúst Gylfason stóð fyrir sinu í gær og hér er hann á fleygiferð á Kapla-
krikavelli á eftir einum Rússanna.
DV-mynd GS
DV
Iþróttir
StórsigurSvía
Svíar unnu ísraelsmenn, 4-1, í leik
Uðanna í undankeppni EM í knatt-
spymu í gærkvöldi, 21 árs og yngri.
Johnny Rodlund skoraði þrjú mark-
anna og Niklas Guðmundsson þaö
fjórða. Þá gerðu Noregur og England
jafntefli, 1-1. -SK
AðalfundurHK
AðaUundur Handknattleiksfé-
lags Kópavogs verður haldinn 8.
júní næstkomandi.
Fundurinn verður í HK-heimil-
inu á Ðigranesi og hefst hann
stundvíslega kiukkan 19,00.
Auðunnmeiddur
Auðunn Helgason, varnarmað-
urinn eftúlegi úr FH, meiddist Ula
á fæti í leiknum við Víking í síð-
ustu viku og óvíst er að hann
verði með Hafnarfjarðariiðinu í
næstu leikjum í GetraunadeUd-
inni.
KSl-kMbburinn
Félagar í KSÍ-klúbbnum mæta
á leik Islendinga og Rússa í dag.
Upphitun veröur á HoUday Inn
Klúbbfélagar þurfa að ganga frá
greiöslu árgjalds fyrir leikinn.
Tekið verður á móti greiðslum á
Holidaylnn. -SK
Óruggthjá Langer
Þjóðverjinn Bernliard Langer
vann ömggan sigur á breska
PGA-mótinu í golfi og lék á 274
höggum. Gordon Brand jr., Bret-
landi, CoUn Montgomerie, Bret-
landi, og Frank NobUo frá Nýja
Sjálandi komu næstir á 280 högg-
um. -SK
íslensku landsHðsmennirnir lofa betri leik en gegn Lúxemborg á dögunum:
Ætla að sanna sig
gegn Rússum í dag
nu, heldur um kjuðann en þeir Ólafur Þórðar-
DV-mynd Brynjar Gauti
íslendingar og Rússar eigast við
í undankeppni heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu á Laugar-
dalsvelU í kvöld og hefst leikurinn
klukkan 18.15. Rússar mæta til
leiks með firnasterkt Uð og það er
ljóst að róðurinn verður þungur
fyrir íslenska Uðið. Rússum nægir
jafntefli til að tryggja sér sæti í
úrsUtakeppninni en íslendingar
eiga í baráttu við Ungverja um
þriðja sætið í riðUnum.
Síðasti leikur íslendinga í keppn-
inni var gegn Lúxemborg og eftir
að hafa séð til Uðsins í þeim leik
ættu möguleikarnir ekki að vera
mikUr í kvöld. íslensku landsUðs-
mennimir hafa þó lofað því að
leggja sig alla fram í kvöld og ætla
að sýna landi og þjóð að þeir geti
gert miklu betur heldur en í leikn-
um gegn Lúxemborgurum. íslend-
ingar hafa oft sýnt góða leiki gegn
stórþjóðum á heimaveUi og með
dyggum stuðningi áhorfenda gætu
íslendingar velgt rússneska birnin-
um vel undir uggum.
Byrjunarliðið
Ásgeir Elíasson landsUðsþjálfari
valdi í gær byrjunariið íslands og
er þaö skipað þessum leikmönnum:
Birkir Kristinsson stendur í mark-
inu. Miðverðir eru Guðni Bergsson
og Kristján Jónsson. Hlynur Birg-
isson leikur í stöðu hægri bakvarð-
ar og Izudin Daði Dervic verður
vinstri bakvörður. Á miðjunni
leika Hlynur Stefánsson, Olafur
Þórðarson og Rúnar Kristinsson. í
fremstu víglínu verða síðan Arnór
Guðjohnsen, EyjóUur Sverrisson
og Arnar Gunnlaugsson. Á vara-
mannabekknum sitja: Ólafur Gott-
skálksson, Andri Marteinsson,
Baldur Bragason, Arnar Grétars-
son og Haraldur Ingólfsson.
Stjömum prýtt lið Rússa
Rússar tefla fram stjörnum prýddu
Uði sem taUð er eitt af bestu lands-
Uðum heims um þessar mundir. I
markinu stendur Dmitri Kharin
sem leikur með Chelsea. Á miðj-
unni eru leikmenn eins og Andrei
Kanchelkis, leikmaður Manchester
United, Igor Kolyvanov, Foggia, og
útherjinn snjalli, Serguei Kiriakov.
I fremstu vígUnu eru síöan Igor
Dobrovolski, MarseiUe, og Sergei
Yuran, Sporting Lissabon. Uppi-
staðan í Uði Rússa eru leikmenn frá
hinu geysisterka Uði Sparta
Moskva. Igor ShaUmov sem leikur
meö Inter MUan fékk hins vegar
ekki leyfi frá ítalska félaginu og
leikur því ekki með í kvöld.
Forsala á leikinn hófst á Laugar-
dalsvelU klukkan 11 í morgun og
verður framhaldið fram eftir degi
en aðeins er selt í sæti.
Kristján Jónsson og félagar í landsliöinu brugðu sér í keilu i gær og
gáfu aðdáendum eiginhandaráritanir. DV-mynd Brynjar Gauti
Arna og Birna
ásjúkrahús
íslenska sundfólkið, sem keppti á
Smáþjóðaleikunum á Möltu, er ekki
enn laust við matareitrun sem gerði
vart viö sig á meðan á sundkeppninni
stóð,
I fyrradag kom sundfólkið heim og
þá var það enn að veikjast. Þær Arna
Þórey Sveinbjömsdóttir og Birna
Bjömsdótör vom þá fluttar á sjiikra-
hús en Uðan þeirra er góð eftir atvikum.
Taliö er aö orsaka matareitrunarinn-
ar sé að leita í kjúklingum sem voru á
borðum íþróttamannanna á Möltu.
-SK
LACIippers
Erwin Magic Johnson, fyrrum
leikmaður með Los Angeles La-
kers, mun á morgun eiga fund
með eiganda Los Angeles CUpp-
ers. Johnson hefur ítrekað lýst
þvi yfir að hann vilji komast í
NBA-slaginn á ný en nú ekki sem
leikmaður heldur sem stjórnar-
maöur. Hann segist vera spennt-.
ur fyrir því að gerast meðeigandi
og vill eignast 5% i félaginu.
-GH/SV
Golf:
Bragi vann
Fannarsbikarinn
Opið öldungamót í golfi var
haldið hjá Golfklúbbi Reykjavík-
ur um nýhðna helgi og var keppt
um Fannarsbikarinn. Þátttak-
endur vorú 76 og voru verðlaun
veitt fyrir þrjú efstu sætin með
forgjöf og besta skor. Bragi HaU-
dórsson, GR, sigraði á 59 höggum.
Birgir Bjömsson, GK, varð annar
á 60 höggum og Ríkharður Páls-
son, GR, þriðji á 60 höggum.
Knútur Björnsson, GK, fékk
verðlaun fyrir besta skor, 71
högg. -GH
Helgabesti
Grafarholtinu
Diletto, opið kvennamót í golfi,
var haldið hjá Golfklúbbi Reykja-
víkur á mánudaginn. Leiknar
voru 18 holur meðforgjöf i tveim-
ur fiokkumog voru þátttakendur
58 talsins. ÚrsUt urðu þessi:
A-flokkur
1. Helga Gunnarsdóttir, GK.67
2. ÞórdísGeirsdóttir, GK....71
2. Anna J. Sigurbergsd., GK.71
B-flokkur
1. ViktoríaKristjánsd., GR.70
2. Bjarney Kristjánsdóttir, GK ..71
3. Linda B. Bergsveinsd., GR.71
-GH
Jordan bestur
fráupphafi
Lesendur USA Today völdu á
dögunum Michael Jordan besta
leikmann NBA-deildarinnar í
körfuknattleik frá upphafi.
Jordan fékk 1.808 atkvæði,
Larry Bird 894, Magic Johnson
297, WUt Chamberlain 153, Kare-
em Abdul-Jabbar 97, Jerry West
76, Oscar Robertson 61 og Bill
RusseU 58 atkvæöi.
Ótrúlegir yfirburöir hjá Jordan
og flestir ættu að geta verið sam-
mála Magic Johnson sem sagði þeg-
ar úrsUtin lágu fyrir: „Það kemur
aldreiannar Jordan.“ -SV/VS