Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Síða 10
26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ1993 Fersk jarðarber - jarðarberjaplöntur. Jarðarberja- og sumarblómapottar. FLÚÐAJARÐARBER jto. Ámi M. Hannesson i3g|fj& s. 98-66618 Hr'* s. 98-667% marmoroc GÓÐUR VALKOSTUR í UTANHÚSSKUEÐNINGUM Marmoroc er gert úr marmarasalla, sementi og er gegnumlitaö. Veggfestingar eru úr aluzink-húöuöu stáli. 13 ára reynsla á íslandi. HafíH samband og fáiS senda bæklinga eóa tilbod VERKVER Skúlagötu 61A ‘Ef 621244 »Fax 629560 Kr1 7. 910, stgr. STI6A DINO sláttuvél, 3,75 ha., 3 hæðastillingar. Fjölbreytt úrval af sláttuvél- um, akstursvélum, valsavélum, loftpúðavélum, vélorfum, limgerðisklippum, jarðvegs- tætumm, mosatætumm, snjó- blásurum o.fl. /TIGFk HAMRABORG 1-3 mmmmtammmetíatt cahocjm Hús og garðar______ Ber jökulurð breytir um svip um tegundum sem fást í íslenskum garðplöntustöðvum og er hann kom- inn vel á veg með það. Hann á einnig til talsvert safn sem ekki er til ann- ars staöar hérlendis. Greinarhöfund- ur varð orðlaus þegar hann heim- sótti Ólaf og sá allar þær tegundir sem hann hefur komið fyrir í kring- um bráðabirgðahúsnæði sem hann hefur búið í síðan sumarið 1990. Upp- lifunin var slík að manni leið eins og í vin í eyðimörk. Margar tegundir hafa ekki sést hérlendis fyrr, bæði sígrænar og lauffellandi, svo sem snælenja frá S-Ameríku en hún er skyld beyki. Ólafur gerir tilraunir með vindþol, frostþol og umhleyp- ingaþol þessara plantna og skýúr t.a.m. ekki einu sinni alaskasýprusi. Tegundimar sem Ólafur hefur kom- ið sér upp nú þegar eru of margar til að hægt sé að telja þær upp, en það sem vakti strax athygli var teg- undafjöldinn af smávöxnum, sígræn- um tegundum, svo sem kúlubrodd- greni, skriðbláeinir, skriðeinir frá Alaska, sátugreni, dverghvítgreni og dverglífviður ásamt brárunna sem kelur aldrei. Engar af ofangreindum tegundum hafa fengið skýli í vetur en lifa samt góðu lffi. Hvað framtíðin ber í skauti sér Gcurðplöntustöð Ólafs, sem heitir Nátthagi, er nú í byggingu. Hann reisir hana áður en hann byggir sér veglegt íbúðarhús, sem verður á næsta ári. Hjá Ólafi koma plöntumar alltaf fyrst. Reyndar nær hann ekki aðeins ótrúlegum árangri í ræktunarstarfi með plöntur, því hann hefur ræktað síamsketti imdanfarin ár og átti hann besta köttinn á sýningu Kynja- katta Kattaræktarfélags Islands á síðasta ári. Kettir Ólafs geta gefið alla liti og tvö mynstur af þremur sem til era í síamstegundinni. Hann ræktar einnig snjakahvíta síamsketti sem heita Foreign White. í goti sem verður nú um mitt sumar gæti kom- ið fram þriðja tegundin sem heitir austurlenskur stutthærður eða Or- inental Shorthair með græn augu. Við óskum Ólafi til hamingju með framtakið og árangurinn af ræktun- arstarfinu og eitt er víst að maöur á alltaf eftir að líta upp til fjallanna á urðina hans Ólafs og sjá hana grænka í hvert sinn sem keyrt verð- ur austur yfir Fjall. Hvað fær mann til að taka sig upp og yfirgefa fallegan, gróinn garð sem hann er búinn að leggja mikla vinnu og fjármuni í og setjast að á berangri í gróðurvana jökulurð og ætla sér það þrekvirki að breyta auðninni í paradís trjágróðurs ogblómplantna? Hver er maðurinn? Maðurinn sem um ræðir heitir Ól- afur S. Njálsson. Hann hefur verið fagdeildarstjóri á garðplöntudeild í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði síðastliðin 8 ár. Hann hefur allt frá sinum unglingsámm haft brennandi áhuga á tijágróðri og eftir stúdents- próf frá Verzlunarskóla íslands fór hann til Noregs til náms. Hann út- skrifaöist sem garðyrkjufræðingur frá Statens Gartenskole Dömmesmo- en 1978 og hélt síðan áffarn námi við landbúnaðarháskólann í Ási, þar sem hann útskrifaðist sem garð- yrkjukandídat. Eftir að hann kom heim aftur hefur hann unnið viö til- raunir í skóg- og trjárækt, fyrst í Mörk en síðán á eigin vegum. Hann hefur haft umsjón með „Alaskaverk- efninu“ frá 1985, sem er hans stærsta Fullkomlega harðgerðar alparósir ur ræktun Olafs. verkefni til þessa, en hann er með tilraunareiti á mörgum stöðum á landinu. Tilraunir í tijárækt þurfa pláss Ólafur hafði lengi leitað að landi imdir tilraunir og garðplöntustöð. Hann keypti loks 17 hektara land 1987, á milli bæjanna Gfjúfurs og Hvamms undir Bjamarfefii, vestan við Ingólfsfjall. Landið er að mestu leyti jökulmðningur, eitthvað af rýr- um móajarðvegi, en mýri er hins vegar engin. Þá hefur malartekja verið stunduð í landinu og því þarf að fylla mikið upp. Þama verða geysÚeg norðanrok og mikill skaf- renningur á vetuma. Reyndar er norðaustanstrengur viðvarandi nið- ur gilið, jafnt sumar sem vetur, en þama verður hins vegar mjög úeitt í sól. Skógarplöntunin Byijað var að gróðursetja í urðina 1988 og síðan hefur Ólafur plantað á annan tug þúsunda plantna árlega. Hann álítur að fenginni reynslu að best sé að nota íslenska birkið í byij- un í naktar íjallshlíðar því það bind- ur jarðveginn og skapar skjól. Viða- meiri gróður getur svo fylgt á eftir birkinu. Hann er ekki viss um að lerkið sé rétt tegund í lágsveitum sunnan- lands. Ein tegund virðist þó bera af, því evrópulerkið kemur betur út hér heldur en síberíu- og rússalerkið. Of stutt reynsla er samt komin á rækt- unina þannig að niðurstöður séu marktækar. Blágrenið þolir snjóþyngslivel Blágreni gróðursetur hannþar sem hann veit að myndast miklir skaflar, því það þolir snjóþunga mun betur en t.d. sitkagreni og bastarður þess. Stafafura gróðursetur Ólafur helm- ingi þéttara en aðrar tijáplöntur þar sem svo mikið af henni misferst síðla vetrar og í vorsólinni. Stafafuran sviðnar of mikið en virðist spjara sig miklu betur þar sem skugga ber á hana síðla vetrar þar sem hún er gróðursett í brekkur eða fjallshlíðar. Þá hefur hann plantað talsverðu af fjallaþin sem hann gróðursetur þar sem sujórinn hlífir og kemur hann vel undan vetri nú í ár. Sama má segja um sveigfura sem hefur staðið sig miklu betur en stafafuran og Kröftugar viðitegundir spretta upp í jökuiurðinni. broddfuruna sem kelur aldrei og er ein þolnasta furan en er hægvaxta og ætti miklu meiri heiöur skilinn sem garðtré. Hvemighefur öspinnireittaf? Veðráttan þama undir ööllunum hefur nú þegar sett sitt mark á aspar- ræktun Ólafs. Hann telur að þaö borgi sig ekki að gróðursetja aspir í bert land nema að þær séu undir eða um hálfur metri á hæð. Tveggja metra háar aspir, sem Ólafur setti niður, skafast niður í þá hæð og byija þá að vaxa upp aftur. Öspina gróður- setur Ólafur þar sem nægur raki er, en ösp þolir vel rakan jarðveg. Ólafur er með marga klóna af aspartegund- um sem komu hingað 1963, aðallega C-10 og C-14, svo sem Sölku, Keisara, Hauk, Pinna, Súlu, Iðunni og Brekk- an og svo Sælandsösp sem er eldri að uppruna. Keisari hefur komið einna best út hjá honum en reynslu- tími er enn of stuttur til að vera marktækur. Ólafur notar kröftugar víðitegundir í skjólbelti upp eför allri urðinni og kelur hann lítið sem ekk- ert. Hann notar yfirleitt mykju sem áburð þar sem úún er nærtækust. Með mykjunni og reyndar öllum húsdýraáburði fylgir mikill fræ- banki og er alveg ótrúlegt að sjá gróð- urinn sem myndast strax í kringum plöntumar, því með áburðinum ná • Útlar grasplöntur og aðrar tegundir sér á strik sem annars myndu deyja næsta vetur. Tilraunir með alparósir Ólafur er áhugamaður um alparós- ir og hefur um nokkum tíma gert tilraunir með þær. Hann er núna með ein 30 afbrigði í athugun og hef- ur nú þegar fundið tegundir sem hann álítur fullkomlega harðgerðar við íslenskar aðstæður og ættu að þola veturinn án vetrarskýlis í skjól- góðum görðum. Það era Cunning- ham’s White, sem blómstrar hvítu snemma sumars, Scarlett Wonder dökkrauð og svo urðarlyngrósin sem blómstrar bleiku eftir miðjan júní. Alparósir þurfa súran jarðveg, nægan jarðraka ogskjól Alparósaræktun á íslandi þarf ekki að vera jafn vangæf og fólk hefur haldið. Aðalatriðið er að nota þær tegundir sem reynslan sýnir að era harðgerðar og gæta þess að jarðveg- urinn verði ekki of basískur. Þá geta alparósir ekki tekið upp nóg jám og þær gulna. Ólafur gefur þeim Urea (þvagefni) og ammoníumsúlfat og græði 1A eða blákom sem gerir þær grænni og sterkari. Það þarf að gefa áburðinn í mjög litlum skömmtum yfir sumarið því alparósir þola ekki mjög háa leiðni í jarðvegi. Það má geta þess að til er 40 ára gömul alpa- rós, Christmas Cheer, sem lifir góðu lffi við Hólatorg í Reykjavík og er orðin 180 cm há og 3 metrar á breidd. Henni hefur verið skýlt með striga á vetrum. Annars er reynsla ræktun- armanna alparósa um heim allan sú að miklu auðveldara er að rækta sortir sem hafa verið búnar til heldur en villtar tegundir. Ætlun Ólafs er aö safna saman öll-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.