Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1993, Qupperneq 14
30 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1993 Húsoggarðar - er grundvöllurinn fyrir rósarækt Rósir eru mest ræktuðu garðplönt- ur í heiminum og af mörgum taldar elstu bljómjurtir sem þekkist í ræktun. Þær hafa að mörgu leyti sérstöðu meðal garðplantna, eink- um vegna mikillar fjölbreytni og htaskrúðs. Hérlendis er mögulegt að rækta nýög margar tegundir af rósum og færist sífellt í vöxt að íslenskir garðeigendur reyni að hfga upp á garða sína með þessum skemmti- legu runnum. Villirósir eða kynblendingsrósir Gróflega má skipta rósum sem ræktanlegar eru í görðum hérlend- is í vilh- og kynblendingsrósir. Þær síðamefndu eru oft ágræddar á stofna vilhrósa vegna þess að þeir eru harðgerðari. Af vilhrósum má nefna sem dæmi; meyjarrós (Rosa moyesh), ígulrós (Rosa rugosa) og rauðblaðarós (Rosa rubrifoha). Kynblendingsrósirnar bera nöfn eins og t.d. Peace, Schneewittigen og Doctor Faust. Hvaða aðstæður eru bestar Sé ætlun þín að rækta rósir skaltu íhuga staðsetningu þeirra vel. Rósir þmfa gott skjól en mega þó ekki vera innilokaðar þar sem loftstreymi er takmarkað. Best er að miða við að þær standi þar sem skuggi er fyrir hádegi, en sól eför hádegi. Það má ekki planta rósum í nálægð stórra tijáa eða þétt við aðra runna því rætur þeirra leita í rósabeðið og rýra vaxtarskilyrði þar. Gróðursetning ogjarðvegsgerð Rósir gera kröfur til góðs jarð- vegs og vilja rakan stað, þó ekki bleytu. Áburð ætti ekki að spara við þær. Áður en rósir eru gróður- settar er best að blanda jarðveginn vel með húsdýraáburði og kalki (skeljasandi). Að því loknu skal gefa tilbúin áburð og skipta í nokkra skammta yfir sumarið. VUhrósum skal þó gefinn mun minni áburður. Rétti tíminn til að gróðursetja rósir er að vori. Þá er jarðvegur tekinn að hlýna og hætta á frosti verður aö vera nokkum veginn hð- in hjá. Tekin er nægilega stór hola til að ræturnar rýmist þar án þess að þær séu sveigðar á nokkum hátt. Mjög langa rótarsprota er óhætt að stytta með khppum eða beittum hníf. Vhhrósir skal gróð- ursetja þannig að rótarhálsinn sé u.þ.b. 2-3 cm undir yfirborði mold- arinnar, en kynblendingsrósir 5-8 cm undir yfirborði. Klipping Rósir þarf að khppa árlega og er það gert á vorin þegar þær fara að bæra á sér. Sést þá vel hvaða sprot- ar hafa sloppið við kalskemmdir eftir veturinn. VUhrósir eru flestar khpptar eins og aðrir runnar. Byrjað er á að fjar- lægja dauðar og brotnar greinar og sprotaenda, annaðhvort alveg niður eða við fyrsta heila brum, sem snýr út, neðan við skemmdina. Gamla sprota má endumýja með því að fjarlægja þá en oft er beðið með það þar til eftir blómgun og koma þá fljótlega nýir sprotar. Þegar grisja á kynblendingsrósir er byijað á að íjarlægja dauðar og skemmdar greinar. Síðan er rósin stýfð niður í um 15-30 cm, eftir því hversu vel hún hefur komið undan vetri. Kalnar greinar em skornar niður aö lifandi brumi. Mjög mikil- Dvergrósir (pottarósir) verða stöðugt vinsælli. Þær eru geymdar á köld- um stað yfir veturinn. Tvöfalt og o v*r^1 oct zgróðurhiÁ þrefalt vJ 1 CxL 1 do L og sólskál Tvöfalt Acryl Sólarplast hleypir í gegn sólargeislum. Hetur gott veðurþol, heldur sér árum saman án þess að upplitast. Sólarplast gefur betri einangrun en tvöfalt gler og er miklu sterkara. Háborg aw @§ pums Skútuvogi 4 S 812140 & 687898 Eigum vandaða állista og allar festingar sem tryggja góðan frágang og endingu á sólskálum og gróðurhúsum. Veitum upplýsingar og ráðgjöf um frágang og uppsetningu. Stofnrósir eru loks farnar að sjást í görðum. Þær lifa góðu lifi úti að sumrinu og eru oft hafðar í stömpum og geymdar svo í köldum bílskúr að vetrinum. vægt er að rósir, einkum kynblend- ingsrósir, séu khpptar á þennan hátt á hveiju vori. Vetrarumhirða skiptir sköpum Kalskemmdir á rósum orsakast fyrst og fremst af umhleypingum og því mikilvægt að verja þær sem best gegn þeim óvini. Mögulegt er að flytja rósina inn í hús á haustin, en betra er auðvitað að raska ekki jafnvæginu þannig með sífehdum flutningum. Betra er að veija plöntuna á vaxtarstað sínum með því að hreykja að henni mold blandaðri mosa, um 20-25 cm upp eftir stofninum, strengja striga umhverfis plöntuna eða leggja greinar af greni eða birki yfir hana. Ef rós er tekin inn yfir veturinn, verður geymslan að vera köld og gæta skal þess að moldin þorni ekki alveg. Yfirleitt er þó óþarfi að vökva frá nóvember fram í febrú- ar/mars. Mikilvægt er að klippa kynblendingsrósir niður árlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.