Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Frábær Tryggvagata Hafnarhúsið í Reykjavík er kjörið hús til að nota und- ir verzlanamiðstöð til eflingar mannlífi í Kvosinni, elzta hluta bæjarins, svo sem Þróunarfélag Reykjavíkur hefur lagt til. Þetta er kjaminn 1 ágætum tiílögum félagsins um að gera Tryggvagötu að miðpunkti borgarlífsins. Þróunarfélagið vill koma fyrir matvörumarkaði í vörugeymslunni í Tryggvagötu 15, skuggalega og glugga- htla húsinu við hhð Hafnarhússins. Þetta er mikið hús, sem vafalaust gæti rúmað stóran matvörumarkað og að auki markað fyrir nýlenduvörur og aðrar nauðsynjar. Félagið vih hafa smáverzlanir, veitingastaði og þjón- ustufyrirtæki á 1. og 2. hæð sjálfs Hafnarhússins í Tryggvagötu 17. Húsið er byggt á þann hátt, að með htl- um kostnaði er hægt að ganga inn í margar smáverzlan- ir bæði utan frá götunum og innan úr porti hússins. Með því að setja glerþak yfir portið er hægt að koma þar fyrir útimarkaði í sífelldu góðviðri og leysa þann vanda, að fólk hafnar því að verzla í roki og rigningu í miðbænum og kýs heldur að verzla innan dyra í Kringl- unni og öðrum hhðstæðum verzlanasamstæðum. Þessi tvö hús, Tryggvagata 15 og 17, hafa lengi verið dauðir punktar í tilveru Reykjavíkur. Húsin eru bæði vel fallin til þeirrar notkunar, sem Þróunarfélagið leggur til. Þess vegna mundi framkvæmd tillögunnar gerbreyta viðmóti miðbæjarins gagnvart borgarbúum og öðru fólki. Breyting húsanna tveggja er hður í stærri áætlun, sem gerir ráð fyrir, að neðsta hæð Tohstöðvarinnar í Tryggva- götu 19 verði lögð undir markaði, svo sem blómamarkað og grænmetismarkað. Sú hugmynd virðist vera í einkar eðhlegu samhengi við breytingar á hinum húsunum. Loks gerir Þróunarfélagið ráð fyrir, að handan Toh- stöðvar verði í Tryggvagötu 21 reist hús fyrir lögreglu- stöð, verzlanir og þjónustu, og einkum þó fyrir nýja mið- stöð strætisvagna. Þar með væri búið að ná saman pakka, sem virðist mjög eftirsóknarverður og spennandi. Þessi breyting á Tryggvagötunni yrði sérstaklega að- laðandi, ef öh þessi hús væru tengd með gangvegi undir þaki, svo að fólk geti farið úr strætisvagni og rekið öh sín hversdagslegu erindi í friði fyrir veðri og vindum. Slík grið vantar einmitt í Kvosinni um þessar mundir. Þróunarfélagið leggur til fleiri breytingar á gamla bænum, svo sem endurmótun Hlemmtorgs og aukin bha- stæði á baklóðum Laugavegar, ráðstefnumiðstöð í Faxa- skála og margt fleira. En Tryggvagötuhugmyndin er þungamiðja athyghsverðra thlagna félagsins. Hér í blaðinu hefur stundum verið haldið fram, að Laugavegur muni ekki ganga í endurnýjun lifdaganna, fyrr en hann hefur verið varinn með glerþaki fyrir nátt- úruöflunum, sem standa í vegi fyrir því að unnt sé að búa th klassíska miðbæjarstemmningu í Reykjavík. Efinnangengt verður frá strætisvagnastöðvum og bha- geymsluhúsum við Laugaveginn að götunni sjálfri og frá henni inn á Hlemm annars vegar og hins vegar inn í Austurstræti og inn í hin fyrirhuguðu Tryggvagötuhús, hefur verið efnt th ánægjulegs miðbæjar 1 Reykjavík. Hin nýstárlega tillaga Þróunarfélagsins um Tiyggva- götu er eitt fárra dæma um, að einstaka sinnum eru sett- ar fram svo rökréttar og skemmthegar hugmyndir, að eina markverða athugasemdin felst í að furða sig á, að engum skihi hafa dottið þetta fyrr í hug. Með thlögu Þróunarfélagsins um Tryggvagötu hafa borgaryfirvöld fengið í hendumar kjörið tækifæri th að gera borgarlífinu mikið gagn með litlum tilkostnaði. Jónas Kristjánsson Reynir á þolrif Frelsissamtaka Palestínu Biblíusagan greinir frá því aö múrar Jeríkó hrundu viö lúöra- blástur liðsmanna Jósúa. Nú stendur til aö þessi forna borg, rétt vestan árinnar Jórdan, verði fyrsti skikinn sem ísraelsk hernámsyfir- völd aíhenda Palestínumönnum til yfirráöa. Næstu misseri eiga svo eftir aö leiða í ljós hvort handaband Yitshaks Rabín og Yassers Arafat á grasflötinni viö Hvíta húsið á eft- ir að hafa svipuð áhrif og lýðraþyt- urinn til foma á fjandskaparmúr- inn milli þjóða þeirra. Samningurinn, sem fulltrúar ísraels og Frelsissamtaka Paiestínu undirrituðu á mánudaginn í viður- vist leiðtoga sinna felur ekki í ákvæðum sínum lausn erfiðustu ágreiningsmálanna en hann opnar í fyrsta skipti leið til lausnar. Þar viðurkenna þjóðirnar tvær tilveru- rétt hvor annarrar og heita því að leita friðsamlegra leiða til lausnar ágreiningi. Innan níu mánaða á að kjósa ráð Palestínumanna, í rauninni lög- gjafarsamkomu þeirra, um öll hernámssvæðin, einnig með þátt- töku íbúa Austur-Jerúsalem. Eftir því sem palestínska stjórnkerfið eflist heitir ísraelsstjórn að kveðja hernámsliðið á brott, fyrst af þétt- býlissvæðum í viðbót við Jeríkó og Gasaræmuna. Að fimm árum liðn- um er gert ráð fyrir að samist hafi um skipan mála til frambúðar. Þótt fyrsta skrefið til sjálfstjórnar Palestínumanna sé ekki stórt og ísrael heiti engu fyrirfram um að fallast að lokum á myndun sjálf- stæðs ríkis þeirra ber fréttamönn- um saman um að þorri íbúa her- numdu svæðanna fagni samkomu- laginu sem tekist hefur. Eftir 26 ára hernám telja þeir að allt sem miöar að afléttingu þess sé skref í rétta átt. En hernámið og átökin sem þvi hafa fylgt skilja eftir sig gífurlegan Erlend tíöindi Magnús Torfi Ólafsson vanda fyrir Frelsissamtökin sem nú verða að breyta sér í stjóm- málaflokk og reisa um leið stjórn- kerfi frá granni. Atvinnulíf er í kaldakoli og opinber þjónusta í lamasessi. Nokkurt undirbúnings- starf hefur þó verið unnið. Fyrir þrem árum þóttist Faisal Husseini, leiðtogi Palestínumanna í Jerúsal- em, sjá hvað verða vildi. Undir hans forustu hafa um 300 manns starfað í sérfræðingahópum að undirbúningi að lausn sjálfstjóm- arverkefna á fjölda sviða. Síðan er fjármögnun þróunar- verkefna Palestínumanna, bæði í atvinnulífi og þjónustu. Ljóst er að þar verða að koma til rífleg framlög utan að frá. Talað er um jafnvirði 10 milljarða Bandaríkjadollara næstu fimm árin. Fyrirheit hggja fyrir um veruleg framlög frá Norð- urlöndum, Evrópubandalaginu, Japan og Bandaríkjunum. Mest ríður þó á afstöðu auðugu olíuríkj- anna við Persaflóa. Flestir furstarnir sem þar ráða hafa horn í síðu Yassers Arafat fyrir tilraunir hans til að koma á málamiðlun við írak eftir að Sadd- am Hussein lét her sinn ráðast á Kúveit. En þrátt fyrir það virðast þeir ætla að láta fé af hendi rakna til að styðja Palestínumenn til að ráða við sjálfstjórnarverkefnið. Ástæðan er fyrst og fremst sú að olíufurstunum stafar sama hætta og stjórnun annarra arabaríkja af hreyfingu heittrúarmanna sem dafnað hefur á Palestínudeilunni og nú er hlúð að frá íran. Lausn Palestínumálsins sviptir heittrúar- hreyfinguna kostamestu næring- unni. Því láta foringjar heittrúar- manna einskis ófreistað til að ónýta samkomulag Frelsissamtakanna við ísrael. En þeir eiga ekki hægt um vik. Þorri Palestínumanna vill láta reyna á samkomulagið til hlít- ar. Meira aö segja á Gasaræmunni hefur heittrúarhreyfingin Hamas ákveðið að beita sér ekki um sinn að minnsta kosti gegn Frelsissam- tök'unum heldur leggja meginkapp á að herða árásir á Israelsmenn í þeirri von að viðbrögð þeirra geri eftirleikinn auðveldari. Andstaða klofningshópa úr Frelsishreyfingunni, sem flestir hafa bækistöövar í Sýrlandi, skipt- ir minna máli. Þeir eru að mestu upp á Assad Sýrlandsforseta komnir og eru sem stendur verk- færi hans til að þrýsta á ísrael í erfiðum samningaviðræðum um Golanhæðir. Tækist samkomulag um það efni yrði Assad fljótur að þagga niður í synjunarhópunum svonefndu. Menn Arafats segja að hann láti sér líflátshótanir í léttu rúmi liggja, enda búinn að standa af sér á fimmta tug tilræða og samsæra. Nú reyni ekki á neinn einn mann heldur á Frelsissamtökin í heild að ráða viö verkefnið sem þau hafa tekist á hendur, reisa palestínskt ríki úr hemámsrústum. Yasser Arafat (2. f.v.) við hlið Boutros-Boutros Gali, aðalritara SÞ, í aðalstöðvum alþjóðasamtakanna I New York. Með þeim eru Mathmoud Abbas, aðalsamningamaður Palestínumanna (t.v.), og Hanan Ashravi, talsmað- ur palestínsku viðræðunefndarinnar. Simamynd Reuter Skoðanir annarra Ábyrgð Miðflokksins Mestallt síðasta kjörtímabil leit Miðílokkuirnn á sig sem stuöningsflokk Verkamannaflokksins og minnihlutastjórnar hans. Enn hvílir sú ábyrgö á Miðflokknum að sjá til þess að stjómin geti fylgt stefnu sinni eftir. Verkamanaflokkurinn verður um leið að stokka á þann veg upp í stjórninni að hún falli Miðflokknum í geð áður en þing verður kallað saman. Gangi þetta eftir verður stöðugleiki í norsku stjómarfari næstu fjögur árin. Úr forystugrein Verdens Gang 15. sept. NAFTA er framtíðin Bill Chnton orðaöi þetta óaðfinnanlega. Afstaöan til NAFTA (Fríverslunarsamtaka Norður-Ameríku) er ekki afstaða til hægri- eða vinstristefnu, jafnvel enn síður en til tæknilegra álitamála í viðskipta- samningi. Máhð snýst ekki heldur um Mexíkó. Valið stendur á milh efnahagsstefnu genginnar kynslóðar og nýs og hugsanlega betra hagkerfis sem nú er að þróast. Andstaðan við NAFTA stafar aðallega af hræðslu og óöryggi sem af gildum ásætðum hefur gripið um sig meðal bandarísku miöstéttarinnar. Úr forystugrein Washington Post 16. sept. Annar hver maður ólaes Annar hver fullvaxinn maður í Bandaríkjunum getur hvorki lesið né leyst einfalt reikningsdæmi, segir í könnum menntamálaráðuneytisins. Þetta er skelfilegt. En hvað segir þetta okkur um bandarískt þjóðfélag? Ástandið er ekki að versna, segir í niður- stöðunni. Og þeir sem hvorki geta lesið né reiknað segja að það hái þeim ekki. Það sem hefur breyst eru væntingar Bandaríkjamanna. Úr forystugrein New York Times 15. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.