Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 íþróttir DV í samvinnu við íslenskar getraunir og Austurbakka velur 13 rétta í Getraunadeildinni: Ólafur, Hörður og Gylfi voru bestir Ólafur Kristjánsson úr FH hefur ver- ið útnefndur besti leikmaður í Get- raunadeildinni í knattspymu í um- ferðunum frá 11 til 15 að mati íþrótt- afréttamanna DV. Hörður Hilmars- son, þjáifari FH, besti þjálfarinn í þessum sömu umferðum og Gylfi Orrason besti dómarinn. DV stóð að útnefningu á 13 réttum í samvinnu við íslenskar getraunir og Austurbakka hf. í þriðja sinn í sumar en 13 réttir samanstanda af 11 bestu leikmönnum Getrauna- deildarinnar á því tímabUi sem vabð er eftir, besta þjálfaranum og besta dómaranum. Til grundvaUar á val- inu er metin frammistaða áður- nefndra í fimm leikjum Getrauna- deildarinnar og á þessu tímabiU eru þaö umferðimar frá 11 til 15 aö báð- um meðtöldum. Austurbakki hf. gaf þessum þrem- ur glæsUeg verðlaun sem eru Nike hlaupaskór af bestu gerð og íslensk- ar getraunir gáfu öUum sem skipa 13 rétta áritaða boU að gjöf. Ólafur hefurverið lykilmaður í sterku FH-liði Það er samdóma áUt flestra „knatt- spymuspekinga" að FH-ingar hafi komið allra Uða mest á óvart í sum- ar. Hafnfirðingamir hafa látið aUa spádóma um slakt gengi í sumar eins og vind um eyru þjóta. í síðustu viku tryggði Uöið sér annað sætið í Get- raunadeUdinni og um leið Evrópu- sætið eftir að hafa tekið Framara í bakaríið og þegar tveimur umferðum er ólokið hefur Uðið aðeins tapað tveimur leikjum, báðum fyrir ÍA. Einn sterkasti hlekkurinn í geysi- sterku Uði FH í sumar hefur verið fyrirliðinn, Ólafur Kristjánsson. Hann hefur átt mjög góða leiki og fróðir menn segja að hann hafi aldrei leikið betur. Vöm FH hefur átt stór- an þátt í velgengni Uðsins í ár og þar hefúr Ólafur gegnt lykilstöðu. Ólafur er 25 ára gamaU. Hann hefur leikið 113 leiki með FH í 1. deild og á að baki 10 A-landsleiki. Besti árangurFH frá upphafi undir stjóm Harðar Undir stjóm Harðar HUmarssonar hefur FH náð sínum besta árEmgri í 1. deild frá upphafi. Hörður tók við Uðinu síðastUðið haust og þeir sem grannt hafa fylgst með Uðinu hafa séð miklar framfarir á Hafnarfiarð- arUðinu frá því í fyrra. FH-ingamir hafa verið að leika mjög léttleikandi og skemmtilega knattspymu og eins og einn maður sagði þá era þeir „lang næstbestir“ á íslandi. Eins og áður segir þá hefur FH aðeins tapað tveim- ur leikjum í Getraunadeildinni í sumar og aðeins fyrir einu Uði, Uði Skagamanna. Á þessu tímabiU sem vaUð er nú eftir sigraði FH í fjórum leikjum, 4-2 gegn Víkingi, 0-2 á móti Fylki, 3-1 gegn IBV og 0-1 á móti ÍBK og gerði 1-1 jafntefli gegn Val. FH-ingarnir Olafur Kristjánsson, til vinstri, og Hörður Hilmarsson besti leikmaður og þjálfari mánaðarins. DV-mynd Brynjar Gauti ■s I I -I Lárus Sigurðsson . I y' USL Wy>> ' "m t 11 l/ Lúkas Kostic Petr Mrazek Ólafur Kristjánsson Hilmar Björnsson Sigurður Jónsson Gunnar Oddsson jLLssJk Sigursteinn Gíslason Helgi Sigurðsson Þórður Guðjónsson Haraldur Ingólfsson Leikmaður mánaðarins: Þjálfari mánaðarins: Dómari mánaðarins: Olafur Kristjánsson K Hörður Hilmarsson Gylfi Orrason IDV Gylfi skipað sér ábekkmeðal þeirra bestu Besti dómarinn á þessu tímabiU að mati íþróttafréttamanna DV að þessu sinni er Gylfi Orrason sem dæmir fyrir Fram. Gylfi dæmdi þrjá leiki á þessu tímabiU og fékk í öll skiptin mjög góða umsögn hjá íþróttafrétta- mönnum DV. Til dæmis leit umsögn um störf Gylfa í DV eftir að hann dæmdi leik Víkings og KR: „dæmdi óaðfinnanlega og fær toppeinkunn" og eftir leik FH og FyUds sem hann dæmdi: „dæmdi mjög vel og hleypti engum óboðnum gestum nálægt veU- inum." Gylfi var staddur erlendis við dómarastörf þegar verðlaunaafhend- ingin fór fram. Gylfi tók dómarapróf árið 1981 og varð landsdómari 1986. í fyrra fékk hann FIFA-réttindi sem dómari og er einn af fjórum íslenskum dómur- um sem hafa þau réttindi. Það er engrnn blöðum um það að fletta að Gylfi er orðinn einn af betri knatt- spymudómuram landsins, hann hef- ur góðan skilning á leiknum og hefur þótt beita hagnaðarreglunni mjög skynsamlega. Flestir úr ÍA og FHí liði mánaðarins Það kemur fáum á óvart að flestir leikmenn sem skipa lið mánaðarins koma úr ÍA og FH en þessi félög vora áberandi best á þessu tímabUi sem vaUö er eftir. Skagamenn eiga fimm leikmenn: Lúkas Kostic, Sigurð Jónsson, Sigurstein Gíslason, Harald Ingólfsson og Þórð Guðjónsson. Þrír koma frá FH: Tékkinn Petr Mrazek, Ólafur Kristjánsson og Hilmar Björnsson. Markvörðurinn Lárus Sigurðsson kemur frá Þór, Gunnar Oddsson úr Keflavík og Framarinn Helgi Sigurðsson. -GH/VS/BL/RR Olafur Kristjánsson, fyrirliði FH, i baráttu við Sigurstein Gíslason úr ÍA. Þeir eru báðir í liði mánaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.