Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 34
42 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 íþróttir DV í samvinnu við íslenskar getraunir og Austurbakka velur 13 rétta í Getraunadeildinni: Ólafur, Hörður og Gylfi voru bestir Ólafur Kristjánsson úr FH hefur ver- ið útnefndur besti leikmaður í Get- raunadeildinni í knattspymu í um- ferðunum frá 11 til 15 að mati íþrótt- afréttamanna DV. Hörður Hilmars- son, þjáifari FH, besti þjálfarinn í þessum sömu umferðum og Gylfi Orrason besti dómarinn. DV stóð að útnefningu á 13 réttum í samvinnu við íslenskar getraunir og Austurbakka hf. í þriðja sinn í sumar en 13 réttir samanstanda af 11 bestu leikmönnum Getrauna- deildarinnar á því tímabUi sem vabð er eftir, besta þjálfaranum og besta dómaranum. Til grundvaUar á val- inu er metin frammistaða áður- nefndra í fimm leikjum Getrauna- deildarinnar og á þessu tímabiU eru þaö umferðimar frá 11 til 15 aö báð- um meðtöldum. Austurbakki hf. gaf þessum þrem- ur glæsUeg verðlaun sem eru Nike hlaupaskór af bestu gerð og íslensk- ar getraunir gáfu öUum sem skipa 13 rétta áritaða boU að gjöf. Ólafur hefurverið lykilmaður í sterku FH-liði Það er samdóma áUt flestra „knatt- spymuspekinga" að FH-ingar hafi komið allra Uða mest á óvart í sum- ar. Hafnfirðingamir hafa látið aUa spádóma um slakt gengi í sumar eins og vind um eyru þjóta. í síðustu viku tryggði Uöið sér annað sætið í Get- raunadeUdinni og um leið Evrópu- sætið eftir að hafa tekið Framara í bakaríið og þegar tveimur umferðum er ólokið hefur Uðið aðeins tapað tveimur leikjum, báðum fyrir ÍA. Einn sterkasti hlekkurinn í geysi- sterku Uði FH í sumar hefur verið fyrirliðinn, Ólafur Kristjánsson. Hann hefur átt mjög góða leiki og fróðir menn segja að hann hafi aldrei leikið betur. Vöm FH hefur átt stór- an þátt í velgengni Uðsins í ár og þar hefúr Ólafur gegnt lykilstöðu. Ólafur er 25 ára gamaU. Hann hefur leikið 113 leiki með FH í 1. deild og á að baki 10 A-landsleiki. Besti árangurFH frá upphafi undir stjóm Harðar Undir stjóm Harðar HUmarssonar hefur FH náð sínum besta árEmgri í 1. deild frá upphafi. Hörður tók við Uðinu síðastUðið haust og þeir sem grannt hafa fylgst með Uðinu hafa séð miklar framfarir á Hafnarfiarð- arUðinu frá því í fyrra. FH-ingamir hafa verið að leika mjög léttleikandi og skemmtilega knattspymu og eins og einn maður sagði þá era þeir „lang næstbestir“ á íslandi. Eins og áður segir þá hefur FH aðeins tapað tveim- ur leikjum í Getraunadeildinni í sumar og aðeins fyrir einu Uði, Uði Skagamanna. Á þessu tímabiU sem vaUð er nú eftir sigraði FH í fjórum leikjum, 4-2 gegn Víkingi, 0-2 á móti Fylki, 3-1 gegn IBV og 0-1 á móti ÍBK og gerði 1-1 jafntefli gegn Val. FH-ingarnir Olafur Kristjánsson, til vinstri, og Hörður Hilmarsson besti leikmaður og þjálfari mánaðarins. DV-mynd Brynjar Gauti ■s I I -I Lárus Sigurðsson . I y' USL Wy>> ' "m t 11 l/ Lúkas Kostic Petr Mrazek Ólafur Kristjánsson Hilmar Björnsson Sigurður Jónsson Gunnar Oddsson jLLssJk Sigursteinn Gíslason Helgi Sigurðsson Þórður Guðjónsson Haraldur Ingólfsson Leikmaður mánaðarins: Þjálfari mánaðarins: Dómari mánaðarins: Olafur Kristjánsson K Hörður Hilmarsson Gylfi Orrason IDV Gylfi skipað sér ábekkmeðal þeirra bestu Besti dómarinn á þessu tímabiU að mati íþróttafréttamanna DV að þessu sinni er Gylfi Orrason sem dæmir fyrir Fram. Gylfi dæmdi þrjá leiki á þessu tímabiU og fékk í öll skiptin mjög góða umsögn hjá íþróttafrétta- mönnum DV. Til dæmis leit umsögn um störf Gylfa í DV eftir að hann dæmdi leik Víkings og KR: „dæmdi óaðfinnanlega og fær toppeinkunn" og eftir leik FH og FyUds sem hann dæmdi: „dæmdi mjög vel og hleypti engum óboðnum gestum nálægt veU- inum." Gylfi var staddur erlendis við dómarastörf þegar verðlaunaafhend- ingin fór fram. Gylfi tók dómarapróf árið 1981 og varð landsdómari 1986. í fyrra fékk hann FIFA-réttindi sem dómari og er einn af fjórum íslenskum dómur- um sem hafa þau réttindi. Það er engrnn blöðum um það að fletta að Gylfi er orðinn einn af betri knatt- spymudómuram landsins, hann hef- ur góðan skilning á leiknum og hefur þótt beita hagnaðarreglunni mjög skynsamlega. Flestir úr ÍA og FHí liði mánaðarins Það kemur fáum á óvart að flestir leikmenn sem skipa lið mánaðarins koma úr ÍA og FH en þessi félög vora áberandi best á þessu tímabUi sem vaUö er eftir. Skagamenn eiga fimm leikmenn: Lúkas Kostic, Sigurð Jónsson, Sigurstein Gíslason, Harald Ingólfsson og Þórð Guðjónsson. Þrír koma frá FH: Tékkinn Petr Mrazek, Ólafur Kristjánsson og Hilmar Björnsson. Markvörðurinn Lárus Sigurðsson kemur frá Þór, Gunnar Oddsson úr Keflavík og Framarinn Helgi Sigurðsson. -GH/VS/BL/RR Olafur Kristjánsson, fyrirliði FH, i baráttu við Sigurstein Gíslason úr ÍA. Þeir eru báðir í liði mánaðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.