Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Kvikmyndir Það eru margir góöir leikarar í Fearless. Það hafa alltaf þótt merkileg tíöindi þegar Peter Weir sendir frá sér nýja kvikmynd. Hins vegar hefur sól hans sem kvikmyndaleikstjóra verið að hníga á undanfórnum árum vegna þess að myndir hans njóta ekki nægj- anlegra vinsælda að dómi framleið- enda. Peter Weir hefur samt sem áður lagt ýmislegt á vogarskálarnar hvað varðar kvikmyndagerð. Hann kom landa sínum Mel Gibson á fram- færi í mynd sinni Gallipoli 1981'og svo aftur í myndinni The Year of Living Dangerously, þar sem hann lék á móti Sigoumey Weaver. Síðari myndin er líklega sú mynd þar sem þessum leikurum hefur tekist einna best upp á leikferli sínum. Eftir að hafa slegið í gegn í heima- landi sínu, Ástralíu, meö áöurgreind- um myndum svo og Picnic at a Hang- ing Rock og fyrstu mynd sinni, The Cars That Ate Paris, lá leiðin vestur um haf. Þar gerði Peter Weir hina stórgóðu mynd The Witness (1985) sem breytti algerlega hugmyndum manna um hvað Harrison Ford gæti gert sem leikari. Einnig var umtalað hve vel Peter Weir tókst að láta Luk- as Haas blómstra sem leikara þótt hann væri aðeins bam. Fáar myndir Þótt lítið hafi farið fyrir myndinni The Mosquito Coast þá var Dead Poets Society þeim mun meira um- töluð. Það eru allir sammála um að Weir tókst að laða allt það besta fram hjá Robin Williams sem leikara, auk þess að hann gaf þarna leikurunum Ethan Hawke og Robert Sean Leon- ard tækifæri að skapa sér nafn í heimi kvikmyndanna. Svo má geta þess að Peter Weir ákvað, þegar hann gerði myndina The Green Card, að fá franska leikarann Gérard De- pardieu í aðalhlutverkið, en það er mjög erfitt að fá Bandaríkjamenn til að sætta sig við útlendinga, sem tala ekki ensku sem móðurmál, í aðal- hlutverki í bandarískri kvikmynd. Það er því ekki að ástæðulausu að Peter Weir hefur oft á tíðum verið kallaöur leikstjóri leikarana. Flugslys En nú er komin ný mynd frá Peter Weir sem ber heitið Fearless og er með Jeff Bridges í aðalhlutverki. Myndin hefst á flugslysi. Vélin er að hrapa og sumir munu deyja en aðrir lifa slysið af. Myndin er byggð á sam- nefndri bók Rafaels Yglesias, sem einnig skrifaði handritið, og fjallar um hvaö gerist hjá fólki sem lifir af svona hörmungar. Það er arkitekt frá San Francisco að nafni Max Klein sem myndir beinir augum sínum aö. Þótt hann hafi sloppið líkamlega ómeiddur úr slysinu þá koma and- legu örin fljótlega fram. Hann fær hjálp frá öörum farþega sem hafði misst ungan son sinn í slysinu. Sam- an reyna þau að ná tökum á tilver- unni, sem er ekki eins auðvelt og það hljómar. Peter Weir vonast til að Fearless komi honum aftur á strik. Hann var orðinn leiður á þeirri gerð handrita sem honum voru send, svo hann hóaði í nokkra kvikmyndaframleið- endur sem hann þekkti og treysti og bað um handrit sem væri ööruvísi en önnur handrit og meira krefj- andi. Framleiðendumir Mark Ros- enberg og Paul Weinstein létu hann lesa handritið að Fearless sem þeir höfðu keypt aðeins 24 tímum eftir að Rafael Yglesias hafði lokið því. Öðruvísi mynd Þama var kominn ööruvisi sögu- þráður, einmitt sem Peter Weir vildi. Raunar er hér um tvær sögur aö ræöa. Annars vegar hvernig ein- staklingur býr sig undir dauöann þegar hann veit að flugvélin er að farast og hins vegar hvemig lífsvið- horf og lifsmunstur hans breytist eft- ir að hafa lifað af svona hörmungar. í fyrstu vildi Peter Weir fá vin sinn og félaga, Mel Gibson, til að leika aðalhlutverkið en þar sem hann var að leikstýra sinni fyrstu mynd, The Man without Face, gekk það ekki upp. Því var ákveðið að fá Jeff Bridges til að leika aöalhlutverkiö. Hann fær líka gott fólk í lið með sér því Isabella Rossellini, Rosie Perez og Tom Hulce fara einnig með hlut- verk í myndinni. í nýlegu viðtali viðurkenndi Peter Weir að pólskra áhrifa gætti í Fear- less. Hann væri einlægur aðdáandi pólska leikstjórans Krztsztofg Ki- eslowski eftir að hafa séö sjónvarps- þættina The Decalogue svo og mynd- ina The Double Láfe of Veronique. Peter Weir lék meira að segja pólska tónlist m.a. eftir Heinrich Gorecki meðan á kvikmyndatöku stóð. Leikhúsmynd Þetta er athyglisverð yfirlýsing og gerir aðdáendur Peters Weir forvitn- ari en áður hvers konar mynd þeir Kvikmyndir Baldur Hjaltason fái að sjá þegar Fearless verður framsýnd í næsta mánuði. Það eru alltaf stórtíðindi þegar Peter Weir sendir frá sér mynd enda hefur hann aðeins gert 3 myndir á sl. 7 árum. Það er hins vegar ánægjuefni að hann er byrjaöur að vinna að undir- búningi næstu myndar sem heitir The Playmaker og er byggð á bók Thomasar Keneally. Það er sami höf- undur og skrifaði Schindlers List sem Steven Spielberg kvikmyndaði nýlega. Myndin fjallar um fyrsta leikritið sem var sett á sviö í Ástralíu árið 1789, ári eftir að landið var gert að nýlendu. Sjónvarps- þáttur í kvikmynda- búning Nýlega var tilkynnt að búið væri að ráða leikarana Mel Gib- son og Jodie Foster til að fara með aðalhlutverkin í mynd sem ber nafnið Maverick. Hjá mörg- um hljómar þetta nafn kunnug- lega en það er heiti á bandarískri sjónvarpsþáttaröö sem framleidd var á árununum 1957-1961. Þessi þáttur geröi leikarann James Gamer irægan á sínum tíma og hjálpaði honum að koma undir sig fótunum. Það er því ekki óvið- eigandi að Gamer fer með smá- hlut verk í my ndinni en þar leikur hann fjárhættuspilara. Ástæðan fyrir þvi að þessi mynd er gerð í kringum gamlan sjónvarpsþátt er líklega eöli Hollywood að gera allt aftur sem gengur vel. Nýlega var framsýnd í Bandaríkjunum myndin The Fugitive með Harri- son Ford i aðalhlutverki. Myndin nýtur mikilla vinsælda en hún var einmitt byggð á samnefndum sjónvarpsmyndaflokki sem var sýndur fyrir um 25 áram þegar David Janssen fór með hlutverk flóttamannsins Dr. Richard Kimble. Einvalalið Það á auðsýnilega ekkert að spara við gerð Maverick því sjálf- ur Richard Donner er skráður sem leikstjóri og William Gold- man var ráðinn sem handritshöf- undur. Sá fyrrnefndi á að baki margar stórmyndir, eins og The Omen (1976), Superman (1978) og núna síöast stóð hann að baki framleiðslu á hvalamyndinni Free Willy, sem fékk marga Bandaríkjamenn til aö vökna um augun. Það var mjög eðlilegt að velja Goldman sem handritshöfund ef litið er á þær myndir þar sem hann hefur komiö viö sögu. Hann gerði handritið að Butch Cassidy and the Sundance Kid, sem að mörgu leyti er í stíl viö það hvern- ig aðstandendur Maverick vilja að myndin líti út. William Gold- man hefur mikla reynslu sem handritahöfundur og af öðrum myndum hans má nefna All the President’s Men (1976), Marathon Man (1977) og A Bridge too Far (1977). Ungureða gamall f fyrsta uppkastinu gerði Gold- man ráð fyrir að Cooper, sem myndin snýst um, sé ungur mað- ur. Aðstandendur myndarinnar fengu einhverja bakþanka því í fyrstu höfðu þeir áhuga á aö fá Paul Newman í aöalhlutverkið, líklega vegna þess hve vel honum tókst upp í Butch Cassidy and the Sundance Kid myndinni. Paul var lengi vel hálfvolgur og lét breyta handritinu þannig að það passaði betur fyrir raann á hans aldrí. En eins og svo oft vill ger- ast með leikara í Hollywood þá snerist Newman hugur á síöustu stundu og ákvað að leika í mynd- inni Nobody’s Fool sem Robert Benton leikstýrir. Það var þá sem Mel Gibson kom til sögunnar. Það var ekki ólikt upp á ten- ingnum varðandi aðalkvenhlut- verkið. Meg Ryan var eiginlega búin aö ía hlutverkið þegar eitt- hvað kom upp á. Þvi var Jodie Foster kölluð til. Hún ásamst Gib- son situr þessa dagana með Gold- man til að endurskoða einu sinni enn handrítið. En eitt er víst, ef það tekst að laöa allt hið besta fram hjá þvi hæfileikarika fólki, sem stendur að gerö þessarar myndar, ætti útkoman að verða stórkostleg. En það verður tíminn að leiða í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.