Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 21 Sviðsljós Robert Redford óttast aldurinn Rennt fyrir fisk íslendingar gera mikið að því að renna fyrir fisk, eins og sést glögg- lega á ásókn í laxveiðiámar en upp- selt er í þær flestar strax í upphafi sumars. En það eru margir fiskveiðiáhuga- menn sem af einhverjum orsökum hafa ekki komist að í laxinum. Þeir hafa margir nýtt sér aðstöðuna í Hvammsvík í sumar, enda stutt að faraognógaffiski. HMR Skúli Kristinson, 12 ára, og systir hans, íris, sem er 8 ára, veiddu vel i Hvammsvíkinni með því að nota hrogn sem beitu. DV-myndir Sveinn hjónin áttu saman þrjú börn sem öll eru vaxin úr grasi. Robert segist kappkosta að halda góðu sambandi við þau. Cathy á eina dóttur, Amy, sem hefur náð góðu sambandi við stjúpíoður sinn. Robert Redford með Cathy O’Real sem hann segir að sé þroskuð, fögur og gáfuð kona. Með þeim á myndinni er dóttir hennar, Amy. Þegar aflinn kemur á land er um að gera að mynda hann í bak og fyrir þó svo að veiðin sé ekki stór. Leikarinn frægi, Robert Redford, segist vera með hamingjusamari mönnum núna. Ástæðan er ástin hans núverandi, búningahönnuður- inn Cathy O’Real. Engin rós er þó án þyma. Redford hefur nefnilega talsverðar áhyggjur af aldri sínum. Hann er nú hálfsextugur en Cathy er ekki nema 37 ára, sumsé átján ára aldursmunur. Leikarinn hefur sagt það hreint út við fjölmiðla, sem hafa átt viðtöl við hann, að hann vilji helst ekki ræða aldur sinn. Hins vegar leggur hann áherslu á að hann sé ákaflega vel á sig kominn líkamlega. „Ég fer í fjallgöngur, renni mér á skíðum eða fer í róðrartúra á bátnum mínum," segir hann. Það urðu mörgum sár vonbrigði þegar Robert skildi við konuna sem hann hafði verið kvæntur í ein 27 ár. Það er ekki algengt að hjónabönd endist svo lengi i Hollywood þar sem flestir skipta um maka eins og sokka. Þeir bjartsýnustu voru því farnir að vona að þessi eftirsótti leikari yrði til þess að afsanna þá reglu. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þau Lola og Robert voru gift í heil 27 ár en það þykir langt hjónaband hjá leikurum. Þau hafa haldið góðu sambandi eftir skilnaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.