Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Sviðsljós Rufu þakið til að koma bílnum út Orðsending frá Landsbanka íslands banka allra námsmanna. N • A • M • A • N Nýjungar í Námunni vegna breytinga á úthlutunarreglum LIN Náman markaði, fyrir fjórum árum, upphaf að sérstakri þjónustu fyrir námsmenn. Tæplega tíu þúsund Námufélagar hafa verið virkir í því að aðstoða við þróun þjönustunnar. Nú boðar Landsbanki íslands tvær nýjungar í Námunni: Námureikningslán. Námureikningslán felst í stighækkandi yfirdráttar- heimild á Einkareikningi. Einnig gefst Námufélögum kostur á skuldabréfa- eða víxilláni henti það betur. Vextir á þessum lánum eru 1% lægri en námufélögum hefur staðið til boða hingað til. Vextir af Námu- reikningslánum greiðast aðeins af þeirri upphæð sem er í skuld hverju sinni. Námufélagar á 1. ári eiga kost á láni frá bankanum sem nemur allt að 90% af áætluðu námsláni LÍN - og þeir sem lengra eru komnir eiga rétt á allt að 100% láni. Sparivelta. Leggi Námufélagi inn á Spariveltu mánaðarlega í allt að 3 mánuði eða lengur á hann kost á láni sem nemur tvöföldum höfuðstól sparnaðarins. Þeir Námufélagar sem nýta sér þennan möguleika eiga kost á hagstæðari lánskjörum. Þjónustufulltrúar bankans veita allar nánari upplýsingar og ráðgjöf í tengslum við lánveitingar til Námufélaga. Einnig aðstoða þeir við gerð fjárhagsáætlunar. Kynntu þér kosti Námunnar betur í Fróðleiksnámunni, blaði Námufélaga, sem liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Ungu kynslóðinni var boðið að setj- ast á bak en þessari litlu dömu fannst hesturinn svolítið stór þegar á hólminn var komið. DV-myndir Sveinn Réttar- stemning í kaup- staðnum Hafnfírðingar höfðu um síðustu helgi möguleika á að fara í réttir og upplifa þá stemningu sem því fylgir heima í bænum. Dagskráin hófst á því að hesta- menn og hundar ráku fjárhóp frá Engidal, niður Reykjavíkurveg og Hraunbrún inn á Víðistaöatún þar sem hvert dagskráratriði rak annað undir stjóm Arna M. Mathiesen. Hafnfirðingar og aðrir fjölmenntu á þennan réttardag. Þar voru margir sem höfðu saknað hinnar einu sönnu réttarstemningar og enn fleiri sem voru aö upplifa hana í fyrsta skipti. Enda ekki á hveijum degi sem sveita- störfin eru unnin í kaupstaðnum. HMR Kristján Einaisson, DV, Selfossi; Hjónin Kolbrún Svavarsdóttir og Heiðar B. Jónsson á Selfossi endur- byggðu í vetur sendiferðabíl og gerðu að ferðabíl. Þegar verkinu lauk voru Sjálfsagt hefur mörgum brugðið I brún sem leið átti um Hafnarfjörð á laugardag við það að sjá kindur og hesta á vappi I bænum. góð ráð dýr því bíllinn var of hár til að komast út um dyr bílskúrsins. Reyndar vissu þau þetta fyrir og rufu því gat á þak skúrsins og tóku einnig framhhðina úr að hluta. Með þessu móti komst bíllinn út. Húsbíll- Hjónin og dóttir þeirra við franska (sendi)-ferðabíllinn eftir breytingar í bílskúrnum litla á Selfossi. DV-myndir Kristján inn er með öllum hugsanlegum þæg- indum: eldhúsi, svefnherbergi, sal- emi og sturtu. Nú em þau hjón á ferð um Evrópu í ferðabílnum sín- um. Skúrinn var rifinn að hluta til að koma bílnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.