Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 27 Fékk viöurkenningu fyrir ljóð sitt í samkeppni á Ítalíu: Gamanað kynnast öðrum ljóðskáldum -segir Anna S. Bjömsdóttir rithöfundur Konsúll íslands í Genova, Carlo Alberto Rizzi, og kona hans, Lillian, voru viðstödd úrslit Ijóðakvöldsins til heiðurs Önnu. Hér les Anna Ijóðið sitt, The Journ- ey, fyrir gesti á hátíðarsamkomu Ijóðasamkeppninnar. „Það var auglýst ljóðasamkeppni á Ítalíu í fréttabréfi Rithöfundasam- bandsins og var öllum heimil þátt- taka. Þó var sett skilyröi um að ljóð- in væru á ensku, þýsku eða frönsku og síðan yrðu þau þýdd yfir á ít- ölsku. Það bárust ljóð frá tuttugu og fimm þjóðlöndum í keppnina, um þrjú hundruð ljóð,“ segir Anna S. Björnsdóttir rithöfundur sem fékk sérstaka viðurkenningu fyrir ljóð sitt sem hún sendi í keppnina. Auina er nýkomin frá Ítalíu þar sem hún tók á móti bikar og viðurkenningar- skjah. Anna segist fyrst hafa sent ljóð eft- ir sig sem Frans Gíslason þýddi yfir á þýsku. Hins vegar hafi ljóðið ekki verið gjaldgengt í keppnina þar sem þaö hafði birst í bók. „Ég vissi ekki að ljóðin ættu að vera óbirt,“ segir Anna sem átti í fórum sínum ljóð, sem hún hafði samið á ensku, og sendi það snarlega. „Ég yrki stundum á ensku og dönsku þannig að ég átti óbirt ljóð sem ég sendi. Það er auðvitað ekki eins að yrkja á íslensku og erlendum málum en það lætur mér þó ein- kennilega vel að yrkja á ensku,“ seg- ir hún. Ritari keppninnar, Rosmary Subaki, sem er þýskt ljóðskáld, sendi mér bréf og hvatti mig, kannski vegna þess að hún hafði komið til íslands. Við vorum tvaer sem fengum viðurkenningu, ég og Ólöf K. Péturs- dóttir sem einnig sendi ljóð í keppn- ina. Ljóð okkar, ásamt úrvali af ljóð- um sem valin eru, verða síðan birt í sérstakri ljóðabók sem gefin verður út. Ég var ákveðin að fara til Ítalíu ef mér tækist að komast í þetta úrval enda taldi ég gott að kynnast öðrum rithöfundum. Menntamálaráðuneyt- ið styrkti mig til fararinnar og ég var mjög glöð yfir því. ítalarnir óskuðu sérstaklega eftir að höfundar ljóð- anna kæmu og tækju á móti viður- kenningum sínum. Þetta var mikill hátíðisdagur þegar verðlaun voru afhent en ég tók eftir að við vorum aðeins þijár frá Norðurlöndum. Ég fékk þama minn fyrsta bikar á ævinni.“ Anna hefur gefið út þrjár ljóðabæk- ur; Örugglega ég, Strendur og Blíða myrkur. Þá er væntanleg ný ljóðabók Anna S. Björnsdóttir rithöfundur fékk bikar og viðurkenningarskjal fyrir Ijóð sitt. DV-mynd ÞÖK eftir hana, Skilurðu steinhjartað, fyrir jóhn. I thefni af útkomu bókar- innar verður hstsýning í Listhúsi Ófeigs þar sem Anna og Ófeigur Bjömsson vinna talsvert saman. Einn kafh bókarinnar er með erlend- um ljóðum sem Anna hefur samið á ferðalögum sínum erlendis. Auk ritstarfa hefur Anna unnið sem sjálfstæður blaðamaður en hún var kennari um langt árabh. „Mér finnst ég hafa vaxið út úr kennsl- unni. Það er ekki pláss fyrir persónu- leika eins og mig í henni. Skólarnir eru ekki í nógu góðri þróun og ekki nægilega skapandi," segir Anna S. Björnsdóttir sem hefur hug á að taka þátt í fleiri ljóöakeppnum erlendis. -ELA Uppboð á lausafjármunum Eftirtaldir lausafjármunir verða boðnir upp að Fjarðarstræti 28, ísafirði (gömlu lögreglustöðinni), laugardaginn 25. september klukkan 14.00. í-1750, Subaru station, árg. '82. IV-781, Citroen BX GTi, árg. '88. HF- 286, Kawasaki KL 250, árg. '84. R-78735 (10-640), Isuzu Trooper, árg. '88. í-848, Ford Fairmont, árg. '79. HJ-592 (R-76263), Mazda 626, árg. '85. R-41066 (IF-894), Daihatsu, árg. '87. R-6486 (EG-688), Range Rover '76. R-10695 (GK-885), Volvo 343, árg. '82. Fífa ÍS-57. HR-836, Porsche 928, árg. '78. JI-317, Skoda, árg. '88. PK-936, Scania P113, árg. 89. JJ-132, Lada, árg. '88. LF-919, Toyota, árg. '85. GF-172, Volvo 244, árg. '81. KU-919, Chevrolet Blazer, árg. '87. KV-033, Suzuki GS 550, árg. '86. IL-819, Honda Accord, árg. '87. LH-206, Lada Samara, árg. '92. SA-226, Scania P 113, árg. '90. MR-458, Case hjóladráttarvél IH 895 XL, árg. '91. JA-533, Nissan Sunny, árg. '88. Hamada 611-CD prentvél, framleiðsluár 1986. Kalmar LM4-500 lyftari. Boss rafmagnslyftari, Typ Ne16 MK, árg. '87. GL-371 Scania, árg. '76. Sýslumaðurinn á isafirði 16. september 1993. UC-2380 250 Itr. kælir-110 Itr. frystir Mál HxBxD: 170x60x57cm Tvísk. m/frysti að neöan Tvöfalt Hitachi kæjikerfi US-2360 282 Itr. kælir - 78 Itr. frystir Mál HxBxD: 171x60x57cm Tvísk. m/frysti að ofan US-2290 212 Itr. kælir - 78 Itr. frystir Mál HxBxD: 147x60x57cm Tvísk. m/frysti að ofan US-1300 265 Itr. kælir - 25 Itr. frystih. Mál HxBxD: 140x60x57cm Innb. frystihólf - Hljóðlátur RÖNNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 FAGOR Hreinsaðu húð þína með Hivea! Hreinsikrem osskrúbbkrem mildosrakavemddndi Nivea hreinsikrem: Hreinsar óhreinindi og farða af andlitinu á árangursríkan hátt. Kremið má nota daglega, það er rakavemdandi og hindrar húðþurk. Nivea skrúbbkrem (peeling): Er milt og smákomótt. Kremið hreinsar dauðar húðfrumur og óhreinindi af andlitinu og er rakavemdandi. Regluleg notkun 1-2 í viku örvar blóðrásina og heldur húðinni ferskri. Ljúkið hreinsun með andlitsvatni frá Nivea. NIVEA J. S. Helgason hf Draghálsi 4 sími 91- 68 51 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.