Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Síða 15
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 15 Stundum kem ég sjálfum mér á óvart vegna þess hve þjóðlegur ég er. Þannig var það í vikunni að við hjónin fórum út í búð að kaupa í kvöldmatinn. Venjulega er ég af- skiptalítUl um þau mál en í búöinni fékk ég skyndilega vitrun. „Við kaupum saltaðar kinnar,“ sagði ég með svo miklum ákafa að konan góndi á bónda sinn. „Saltaðar kinn- ar,“ át konan upp eftir mér. „Hver heldurðu að éti þær á okkar heim- ili? Ertu orðinn elliær eða ertu beinlínis að stríða bömunum?" „Kinnar skulu það vera,“ sagði ég ákveðinn og bað kaupmanninn vinsamlegast að vigta nokkrar. Kaupmaðurinn lifnaði allur við þegar loksins kom þjóðlegur maður í búðina, maður sem gekk fram hjá hamborgurum, pitsum, kínarúll- um og pítum. Maður með bein í nefinu sem sneiddi hjá verksmiðju- fæði og valdi þjóðlegan og hollan rétt. Beðið við pottana „Þetta verður skrítið," tautaði konan og sá fyrir sér rasandi barnahópinn. „Hvað vitleysa," sagði ég. „Kinnar eru herramanns- matur." Innra með mér vissi ég þó að erfiðleikar biðu heima. Ég varð líka að viðurkenna með sjálfum mér að varla hefði ég tekið því fagn- andi á mínum sokkabandsárum ef móðir mín blessuð hefði boðið upp á saltaðar kinnar. Ég var svo áhugasamur um mat- seldina að ég vaktaði sjálfur pott- ana og beið eftir að suðan kæmi upp á kinnunum. „Við höfum nýjar kartöflur með,“ sagði ég við kon- una. Dóttir okkar var í skólagörð- unum í sumar og uppskeran var nokkur ber en átti þó að duga í eina máltíð. Ræktun arfa tókst langbest í þeim skika í sumar. Svolítið feng- um við þó af káli úr garðinum góða, svo ekki vantaði nýmetið. Vöm gegn uppþoti „Hvað er að éta?“ spurði táning- urinn, sem nýlega fékk bílprófið, um leið og hann stakk lyklum heimihsbílsins í vasann. „Það er þó ekki fiskur," sagði hann og hroll setti að honum. „Það verða dýr- indiskinnar í matinn," sagði ég. „Oj barasta,“ svaraði strákur. „Hvað er nú það? Er það eitthvað svipað þessum slepjulegu gellum sem ég fékk einu sinni hjá ömmu?“ Eldri dóttirin kom í gættina og spurði óðar: „Er fiskur aftur? Það var líka fiskur í gær.“ Móðirin reyndi að draga úr æsingnum og sagði að þetta væri saltfiskur. Hún þorði ekki að nefna kinnarnar sínu rétta nafni svo síður kæmi til uppþots á heimilinu. Borgaralegt fordæmi Davíðs „Hvað er þetta græna?“ spurði sá með nýja bílprófið. „Þetta er nýtt grænkál," svaraði móðir hans. „Þetta er gott og hollt,“ bætti hún við. „Eigum við mikið af þessu?“ spurði drengurinn og óttaðist greinilega að birgðirnar úr skóla- garðinum entust of lengi. „Af hverju er hýðið á kartöflunum?" spurði strákur og gafst ekki upp. „Kartöflurnar eru alveg nýjar og hýðið er fullt af vítamínum," sagði móðir hans. „Ég ét ekki mold,“ sagði pilturinn og lét kartöflurnar vera. Faðirinn sat mikið til einn að kinnunum. Börnin potuðu í þær fyrir siðasakir. Eftir þennan þjóðlega kvöldverð hafa börnin hert sóknina. Fátt ann- að er frambærilegt á borð en pitsur á stærð við vörubílshjólbarða, hamborgarar og pítur. Þetta er þó aðeins framhald á því sem þegar var hafið. Ungviðið harmar ekki þá þróun sem náði hámarki er Davíö beit í borgarann hjá McDon- ald’s. Ormur ættfaðir En fleira er þjóðlegt á okkar litla heimili en kinnaátið. Þannig fékk konan stórt umslag í póstinum á dögunum og var því forvitin þegar hún opnaði það. Þar kom í ljós að hún var af svokallaðri Ormsætt. Unnið er að ættfræðiriti um þá ágætu ætt og var hún beðin um ábendingar um sig og sína í ritinu. Ættfræðiáhugi hefur mjög aukist meðal landsmanna þótt einkum sé hann að finna meðal þeirra sem eru komnir til vits og ára. Ungdómur- inn er upp til hópa áhugalítill um forfeðuma, nema ef til vill afa og ömmu, sérstaklega ef hægt er að fá lánaðan hjá þeim bíhnn eða pen- inga fyrir bíómiða. Athugasemd umbamafjölda Ég er kominn á virðulegan aldur og kynnti mér því upplýsingar um þennan forföður konu minnar og barna. Meðal annars komst ég að því að Ormur ættfaðir átti 24 börn. „Tuttugu og fjögur börn,“ sagði ég upphátt og eflaust hefur verið undrunarhreimur í röddinni. Það var nóg til þess að vekja áhuga yngri sonarins sem annars lætur ættfræði að mestu fram hjá sér fara. Hann svaraði föður sínum því á engilsaxnesku eins og hann gerir stundum, enda ungdómurinn að kalla jafnmæltur á þá tungu og móöurmálið ylhýra: „Mister Worm was a horny guy,“ sagði strákur og enskaði þannig nafnið á ættföð- Á þjóðlegum nótum Fortíðarflipp í kallinum Frumburðurinn kom skömmu síðar út úr kamesi sínu. Hann sýndi foreldrum sínum jafnvel þá tihits- semi að draga aðeins niður í græj- unum, rétt á meðan hann innbyrti kvöldmatinn. Hann hafði ekki fyrir því að spyria heldur kíkti ofan í kinnapottinn. „Hvað er þetta, mað- ur?“ hrópaði stúdentinn. „Hver fann upp á þessu? Það þori ég að veðja að pabba hefur dottið þetta í hug. Nú er kallinn kominn á sauð- skinnsskóna í huganum og farinn að reka beljurassa í sveitinni." Unga manninum var auðsjáan- lega mikið niðri fyrir og hann hélt áfram: „Það getur vel verið að ein- hveijir tómthúsmenn og verbúða- hð hafi étið þetta fyrr á öldum með trosi, slátri og kæfubelgjum. En að bjóða upp á þetta í dag! Hvar endar þetta fortíðarfhpp í kalhnum? Pöntum tvær 18 tommu pitsur strax og látum senda þær heim. Við verðum bara að vona að send- illinn verði 31 mínútu með þær. Þá fáum við þær ókeypis," sagði strák- ur. Hann var móður eftir þessa löngu ræðu og leit vonaraugum á móður sína. Gat hún ekki haft einhver áhrif á eiginmann sinn og komið honum aftur í nútímann? Móðirin ákvað aö láta máhð afskiptalaust. Áhugamaðurinn um kinnamar hafði komið sér í þetta og hann varð að taka afleiðingunum. Bróðurlegur stuðningur Yngri bróðirinn blandaði sér í umræðurnar og studdi þann eldri. „Það er ekki nóg með að þú takir af okkur Stöð 2 og látir okkur horfa sumarlangt á gufuna, það á líka að Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri fara að láta okkur éta fortíðina. Þú getur átt þína þorskhausa í friði fyrir mér. Þeir einu sem éta þetta em blámenn í frumskógum Afríku. Drífum í því að panta pitsur!" Systkinin sameinuð „Hér verða engar pitsur keypt- ar,“ þmmaði ég. „Þetta er af- bragðsmatur. Troðið þessu í andht- in á ykkur og ekki orð um það meir.“ Bömin settust ólundarleg við borðið. Yngsta bamið grét. Ekki beinhnis út af kinnunum. Stúlkan sú vildi bara ís. Óvænt hafði mér tekist að sam- eina systkinahópinn. Þau voru aldrei þessu vant sammála og rif- ust ekki innbyrðis. Þau náðu hins vegar ekki upp í nefið á sér vegna pabba gamla. Ahtaf þurfti hann að vera með einhver leiðindi. En um- ræðunni um kvöldmatinn var ekki lokið. urnum. Ég kem mér ekki að því að íslenska þetta en eflaust hefur þetta eitthvað með bamafjölda Orms að gera. Ekki fengust frekari viðbrögð hjá drengnum og lét hann foreldra sína eina um ættfræði- áhugann. Þjóðlegteða hallærislegt? Fráleitt er strákurinn eins þjóð- legur og faðir hans. Það er varla von. Vísast telur hann kinnakaup- in ekki þjóðleg heldur beinlínis hahærisleg. Gaman þætti mér þó aö vita hvort þessi afkomandi Orms á einhvern tíma síðar á lífs- leiðinni eftir að biðja kaupmann- inn á hominu um nokkrar kinnar fyrir sig og sína. En kannski verður þorskurinn útdauður og þá reynir ekki á þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.