Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
Skák
Einvígið í London:
Afbrigði „eitraða peðs-
ins" aftur í sviðsljósinu
- Kasparov fetar 1 fotspor Fischers
Skákmeistararnir heilsast við upphaf einvígisins í London. DV-mynd JLÁ
Eftir stutt jafntefli í fimmtu skákinni
í London hefur Short tækifæri til að
safna kröftum eftir að hafa legið í
köðlunum í fyrsta hluta einvígisins.
Kasparov hefur ekki tekist að greiða
rothöggið og hefur raunar sjálfur
naumlega náð að sneiða hjá hættu-
legum pústrum. En augljóst er að
völdin eru hans. Staðan er 4-1 og
varla verður spurt um sigurvegara
ef fram heldur sem horfir heldur ein-
ungis hversu mikhr yfirburðir Kasp-
arovs verða.
Fyrir einvígið voru margir þeirrar
skoðunar að Short gæti átt það til að
gera Kasparov skráveifu í Sikileyjar-
vörn sem hann er þekktur fyrir að
teíla lipurlega með hvítu. í 2. skák-
inni virtist þetta ætla að ganga eftir
en þá náði Short góðri stöðu en gaf
Kasparov færi á að bjarga sér með
skiptamunsfórn. í 4. skákinni beitti
Kasparov hins vegar öðru varnar-
kerfl og nú tókst honum að vinna
fræðilegu baráttuna. Röðin er því
komin að Short að betrumbæta en
hann stýrir hvítu mönnunum í sjö-
undu einvígisskákinni sem tefld
verður í Savoy-leikhúsinu í dag,
laugardag.
Fjórða skákin tengist skemmtilega
einvíginu í Laugardalshölhnni 1972
því aö Kasparov fetaði í fótspor
Fischers og beitti „eitraða peðs“ af-
brigðinu fræga sem þá var svo mjög
í sviðsljósinu. Fischer lagði það á
hilluna eftir herfhegan ósigur í ell-
eftu skákinni en síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar. Þeir félagar,
Karpov og nú Kasparov, hafa tekið
upp hanskann fyrir Fischer og end-
urbætt taflmennsku hans. Fjórða
skákin í London teflist nákvæmlega
eins og ellefta skákin ’72 en Short var
fyrri til að breyta út af. Hann átti
kost á því að þvinga fram jafntefli
með því að þráleika en tefldi heldur
ótrauður til vinnings. En hann fór
aht of geyst í sakirnar - Kasparov
veittist auðvelt aö veijast atlögunni
og auka forskot sitt í einvíginu.
Hvítt: Nigel Short
Svart: Garrí Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6
Nú tefhr Kasparov Najdorf-
afbrigðið á hefðbundinn hátt en í 2.
einvígisskákinni lék hann 6. - Rc6
og taflið rann í farveg Richter-Rauzer
afbrigðisins.
7. f4 Db6
Upphafsleikur afbrigðisins fræga
sem kennt er við „eitraða peðið“. Ef
hvítur er banginn gæti hann leikið
8. Rb3, eöa jafnvel lagt gildruna 8.
a3 Dxb2?? 9. Ra4 og drottningin feh-
ur. En Short kýs að fórna peðinu.
8. Dd2 Dxb2 9. Rb3 Da3 10. Bxf6 gxfS
11. Be2 Rc6 12. 0-0 Bd7 13. Khl h5
Með breyttri leikjaröð er fram
komin sama staða og í elleftu skák
Spasskís við Fischer ’72. Spasskí lék
nú leik sem lengi var í minnum hafð-
ur - riddaranum upp í borð, aftur á
upphafsreitinn! Þetta þótti mörgum
styttra komnum í fræðunum stór-
furðulegt og héldu að Fischer væri
nú endanlega búinn að rugla hann
með einhverjum rafsegulbylgjum.
Leikur Spasskís þótti þó snjall og
hann vann snöggan sigur. Skákin
tefldist: 14. Rbl Db4 15. De3 d5? 16.
exd5 Re7 17. c4! Rf5 18. Dd3 h4? 19.
Bg4 Rd6 20. Rld2 f5 21. a3 Db6 22. c5
Umsjón
Jón L. Árnason
Db5 23. Dc3! fxg4 24. a4 og Fischer
missti drottninguna því aö 24. - De2
er svarað með 25. Hael.
Kasparov hefur þó ekki áhyggjur
af riddaraleik Spasskís enda hefur
félagi hans, Anatolí Karpov, þegar
sýnt fram á að svarta staðan er vel
teflandi. í skák Karpovs (svart) við
Kínverjann Xie Jingxuan á skákmóti
í Hannover 1983, tefldist 15. - Re7! (í
stað 15. - d5) 16. c4 f5 17. a3 Da4 18.
Rc3 Dc6 19, Rd4 Dc5 20. exf5 Bg7 21.
fxe6 fxe6 22. Hadl Bxd4 23. Dxd4
Dxd4 24. Hxd4 Rf5 og Karpov vann
endataflið.
Önnur tilraun í stöðunni er 14. De3
(Tal - Byme, mihisvæðamótinu í St.
Pétursborg 1973) og þriðja thraunin
er svo leikur Shorts sem er nýr af
nálinni.
14. Rdl!? Hc8 15. Re3 Db4 16. c3!?
Til greina kemur 16. Dd3 en Short
fórnar öðru peði.
16. - Dxe4 17. Bd3 Da4 18. Rc4 Hc7!
Nú má minnstu muna að svarta
drottningin falli en hún á einn reit
aflögu og það nægir! Ljóst er að Short
getur nú knúið fram jafntefli með 19.
Rb6 (eöa 19. Rb2) Da3 20. Rc4 Da4
o.s.frv. en hann kýs að tefla til vinn-
ings þótt áhættan sé augljós.
19. Rb6 Da3 20. Hael!? Re7! 21. Rc4
Hxc4! 22. Bxc4 h4!
Kasparov bregst hárrétt við og hef-
ur eflaust verið feginn aö losna við
óþægilegan riddara hvíts. Nú hótar
hann að brjóta upp kóngsstöðuna
með 23. - h3 og koma höggi á kónginn
eftir hvítu hornalínunni. Þessu er
ekki auövelt að spoma við því að 23.
h3?! af hvíts hálfu gerði f-peðið auð-
velt umsáturs.
23. Bd3?! f5 24. Be2
Til að geta andæft á hornalínunni.
24. - Bg7 25. c4 h3 26. g3 d5 27. Bf3?
Nú fer Short of geyst í sakirnar,
gæti hafa sést yfir 28. leik Kasp-
arovs. Eftir 27. cxd5 Rxd5 á svartur
mjög frambærilega stöðu, með tvö
peð fyrir skiptamun en hvítur þarf
þó ekki að örvænta.
27. - dxc4 28. He3 c3!
En ekki 28. - cxb3 29. Hxb3 og næst
30. Hxb7 með sterkri sókn.
29. Hxc3 Bxc3 30. Dxc3 0-0 31. Hgl
Short er ekki af baki dottinn og
blæs enn í herlúðra. En nú er mesta
púðrið farið úr hvitu sókninni.
31. - Hc8 32. DfB Bc6! 33. Bxc6 Hxc6
34. g4 Rg6 35. gxf5 exf5
Hrókurinn á c6 grípur skemmti-
lega inn í taflið.
36. Dxf5 Dxa2 37. Dxh3 Dc2! 38. f5 Hc3
39. Dg4 Hxb3 40. fxg6 Dc6 +
- Og Short gafst upp.
Atskákmót
Reykjavíkur
Undanrásir atskákmóts Reykjavík-
ur hefjast í dag, laugadag, kl. 14 og
verður taflinu fram haldið á morgun.
Tefldar verða níu umferðir alls og
vinna átta efstu menn sér rétt til
þess að tefla í aðalkeppninni sem
fram fer 7.-9. október nk. með
„Wimbledon” fyrirkomuiagi. Þar
verður teflt um 300 þúsund króna
verðlaunasjóð og verður úrshtaein-
víginu sjónvarpað á Stöð 2. Sigurveg-
arinn mun síðan tefla einvígi við Ind-
verjann snjaha og handfljóta, Vis-
wanathan Anand, sem kemur sér-
staklega til landsins af þessu tilefni.
Bridge_________________________________________________
NEC-heimsmeistarakeppnin í Santiago:
Hollendingar unnu Bermúdaskálina
Eins og kunnugt er af fréttum sigr-
uðu Hollendingar Norðmenn í úr-
shtaleik heimsmeistarakeppninnar
og hlutu Bermúdaskálina að laun-
um. Sigur Hollendinga var um margt
hkur sigri íslendinga 1991. Hohend-
ingar urðu í fjórða sæti á Evrópu-
meistaramótinu eins og íslendingar,
náðu naumlega í úrshtaleikinn eins
og íslendingar og unnu síðan örugg-
an sigur í úrshtunum, eins og íslend-
ingar.
Nýju heimsmeistaramir eru Enri
Leufkens, 29 ára kerfisfræðingur,
Berry Westra, 32 ára atvinnumaður
í bridge, Wubbo de Boer, 30 ára fram-
kvæmdastjóri, Bauke Muller, 29 ára
félagsfræðingur, Piet Jansen, 34 ára
kráreigandi, Jan Westerhof, 37 ára
hagfræðikennari. Þetta hð hefir
lægsta meðalaldur þeirra hða sem
unnið hafa Bermúdaskálina til þessa.
Við skulum skoða eitt skemmtileg-
asta spil keppninnar, bæði hvað
varðar sókn og vöm.
N/N-S
♦ ÁIO
V D54
♦ Á98632
+ Á5
* K62
V K973
♦ K104
+ 1064
* G9854
¥ Á86
♦ D7
+ KD3
* D73
V G102
♦ G5
+ G9872
Á öllum átta borðum undanúrsht-
anna vom spfluð 3 grönd í a-v og á
sjö borðum var austur sagnhafi en
vestur á einu.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
í spih kvennaflokka Svíþjóðar og
Þýskalands spilaði suður út laufi á
báðum borðum, langt frá því að vera
sjálfsagt útspfl með svona veika
hönd. Sú þýska hleypti heim á
drottningu, spflaði tígulsjö og lét það
róa. Norður átti ekkert svar við þvi
og spihð var létt unnið. Sú sænska
drap á ásinn í bhndum og spilaði litl-
um tígh. Noröur lét htið, sú sænska
drottninguna og spihð var einnig létt
unnið.
í leik USA og Argentínu í kvenna-
flokki fór á sömu leið í opna salnum
en í lokaða salnum spilaði ein sigur-
sælasta bridgekona Bandaríkja-
manna, Kerri Sanbom, út hjarta-
gosa. Sú argentínska gaf á báðum
höndum, drap síðan hjartatíuna með
ásnum, fór inn á laufás og spilaði htl-
um tígh. Norður tók á kónginn, tók
hjartaslagina og spilaði SPÁÐA-
KÓNGI. Þar með var innkoman á
tiguhnn farin og spflið einn niður.
í karlaflokki í leik Noregs og Bras-
flíu spilaði Geir Helgemo út laufi og
Barbosa drap í bhndum og spilaði
litlnm tígh. Tor Helness í norður tók
á kónginn og aftur birtist SPAÐA-
KÓNGURINN. Það dugði tfl þess að
drepa tígulhtinn en Barbosa fékk
hins vegar fjóra spaðaslagi og það
dugði til vinnings. Á hinu borðinu
voru spiluð þrjú grönd í vestur og
eftir hjartaútspil var auðvelt að
vinna þau.
í leik Hohands og USA spflaði Leuf-
kens út laufi gegn Larry Cohen. Co-
hen drap heima og spilaði tígul-
drottningu. Norður drap á kóng og
spilaði meira laufi og þar með var
auðvelt að fá tiguflitinn með inn-
komu á spaðaás.
Á hinu borðinu spilaði Marty Berg-
en út hjartagosa sem Wubbo de Boer
drap á ásinn heima. Hann lét síðan
tígulsjöið róa yfir til norðurs og Eric
RodweU spilaði náttúmlega SPAÐA-
KÓNG. 'nigangurinn var ekki að
drepa tígulhtinn, heldur að búa til
innkomu á spaðadrottningu fyrir
makker. De Boer reyndi hvað hann
gat og spflaði spaðatíu, en Bergen
drap á drottningu og spilaði hjarta-
tíu. Einn niður.