Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Sérstæð sakamál sagöi svo. „Það er einhver að reyna að drepa þig.“ En Margaret gat enn sem fyrr ekki látið sér til hugar koma að það væri hann. Hálfum mánuði síðar gerði Mart- in aðra tilraun. Nú skyldi þannig frá öllu gengið að Margaret hyrfl yfir í annan heim en sjálfur ætlaði hann að tryggja að hann yrði ekki sakaður um að bera ábyrgð á dauða hennar. Óhugnanleg reynsla um nótt Martin varð sér úti um bensín á brúsa. Um hrið faldi hann brúsann undir stiganum. Nokknun dögum síðar vildi Margaret fara snemma að hátta því hún var með höfuðverk. Hún vaknaði svo um miðja nótt og geröi sér þá ljóst að Martin var ekki í rúminu við hhðina á henni. Svefnherbergið var fullt af reyk. Hún stökk út úr rúminu, reif upp hurðina en sá þá að stiginn stóð í ljósum logum og að hún kæmist ekki út. Hún fór nú að hrópa á mann sinn og hjálp. „Flýttu þér, Martin. Komdu og hjálpaðu mér.“ En Martin svaraði ekki. Hann var farinn til London því hann ætlaði sér að hafa fjarvistarsönnun svo að hann yrði ekki sakaður um að hafa brennt konu sína inni. Ævintýraleg björgun Það fór þó ekki svo að Margaret yrði eldinum að bráð. Á árum áður hafði hún verið fimleikameistari. Þegar hún fann að eldurinn var að læsa sig í náttkjólinn hennar reif hún hann utan af sér, opnaði gluggann á svefnherberginu, fór upp í gluggakistpia og tók undir sig mikið stökk 1 áttina að rörinu frá þakrennunni á húsinu á móti. Hún náði taki á því, renndi sér lip- urlega niður, sótti gamlan frakka út í garðskúr og hljóp heim til Harris-hjónanna til að sækja hjálp. Um nóttina yfirheyrði lögreglan Margaret og sagði hún þá frá því sem komið hafði fyrir hana í Lon- don, í bílnum og loks þeirri ljótu reynslu sem hún hafði orðið fyrir þá um nóttina. Lögreglan hlustaði með athygh á og dró sínar ályktanir. Þungur dómur Næsta dag kom Martin Jones með lest frá London, sannfærður um aö hann hefði framið fullkomna glæpinn. Það hafði hann þó ekki gert. Tæknideild rannsóknarlög- reglunnar var nú fullljóst að bensín hafði verið notað við íkveikju í húsinu og fingrafór Martins á óhk- legustu stöðum sýndu að hann hafði verið að verki. Þá var ljóst að hann hafði ærna ástæðu til að ráða konu sína af dögum, það geröi tryggingarféð. Martin Jones fékk tuttugu ára dóm í réttinum í Bristol. Margaret hélt aftur til Nýja-Sjá- lands, reynslunni ríkari. Hún átti hins vegar erfitt með að skilja til fulls að það hafði verið maður hennar sem ætlaði að hagnast á því að myröa hana. Einkum vaföist þaö fyrir henni aö skilja hvernig á því gæti staðið að hann hefði ætlað að hrinda henni fyrir strætisvagn í London. „Hann var ekki búinn aö líftryggja mig þá,“ sagði hún. „Martin elskaði mig þá enn. Hann var ekki búinn að gera neina áætl- un um aö ryðja mér úr vegi þá.“ Martin hlustaði með athygli á þegar honum voru sögð þessi orð. En hann sagði ekkert. Margaret leit á unga manninn sem stóð við hhð hennar. Presturinn hafði nýlokiö við að spyija hana hvort hún vildi eiga hann fyrir mann. Svar hennar var auðvitað á þá leið að það vildi hún. Já, hún ætlaði sér svo sannarlega að elska hann og virða, nú og um alla fram- tíð. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Margaret kveið dálítið fyrir brúð- kaupsnóttinni. Ungi maðurinn, sem var nú orðinn eiginmaður hennar, Martin Jones, var fjórum árum yngri en hún eða tuttugu og fjögurra ára. Hún hafði ekki þekkt hann lengi, reyndar kynnst honum nokkru áður eftir aö hún kom til Bretlands frá Nýja-Sjálandi. Þar var hún ahn upp við guðsótta og góða siði. Hún hafði enga reynslu af því að vera með manni því að þar sem hún var alin upp kom slíkt ekki til greina fyrr en eftir að stofn- að hafði verið til hjónabands. Og þá afstöðu hafði Martin virt. Reyndar hafði hann sýnt konuefn- inu þá tihitssemi að kyssa hana ekki einu sinni fyrr en presturinn leyfði þaö. Iifsreynsla Martin. Margaret. Sérstæð brúðkaupsnótt Seint síðdegis á brúðkaupsdaginn héldu þau Margaret og Martin með lest frá Bristol til London en þeirra beið herbergi á góðu gistihúsi við Berkeley Square. Þegar þau höfðu komið sér þar fyrir fóru þau á htið grískt veitingahús í nágrenninu. Að loknum kvöldverðinum héldu þau beint aftur til gistihússins. Margaret fór inn á baðherbergið til þess að klæðast því sem henni fannst eiga við á nóttu sem þeirri sem framundan var. Svo leit hún í spegilinn og komst aö þeirri niður- stöðu að hún hti vel út í nýja blúndunáttkjólnum sínum. En þeg- ar hún kom fram í herbergið beið Martin hennar ekki með útrétta arma. Hann lá steinsofandi í rúm- inu og sneri andhtinu til veggjar. Margaret snerti hikandi öxl manns síns en hann sýndi engin viðbrögð. Hún lagðist því vonsvik- in undir sæng og slökkti ljósið. Ef til vih var hann þreyttur eftir lest- arferðina og langan dag. Samt hafði hann verið mjög skrafhreifinn meðan þau sátu yfir matnum í gríska veitingahúsinu. Næstum undir strætisvagn Morguninn eftir sagði Martin ekki neitt um hegðan sína kvöldið áður og lét eins og aht hefði gengið eðlilega fyrir sig. Þaö kvöld fóru ungu hjónin á konsert í Albert Hah en síðan lagði Martin til að þau færu með leigubíl til gistihússins. Þau gengu hhð við hhð yfir göt- una en skyndilega hrasaði Martin illa og í fallinu hrinti hann Margar- et fram á götuna. Hún skah endi- löng á henni, rétt í þann mund sem strætisvagn bar aö. Hefði ökumað- ur hans ekki sýnt þann viðbragðs- flýti seni hann gerði hefði vagninn ekið yfir hana. „Þetta var skelfilegt," sagði Mart- in þegar þau voru bæði staðin upp. „Meiddirðu þig nokkuð?“ Margaret var mijáð brugðið því hún gerði sér ljóst hve litlu hafði munað aö hún týndi lífinu. „Nei,“ sagði hún, „en það munaði sannar- lega ekki miklu. Ég má þakka öku- manni strætisvagnsins að ekki fór verr.“ Önnurviðburða- lítil nótt Þegar þau Margaret og Martin komu í gistihúsið fór allt á sömu leið og kvöldið áður. Hún fór inn á baðherbergið til aö klæðast nátt- kjólnum en þegar hún kom fram aftur var eiginmaðurinn í fasta- svefni. Margaret fannst þessi hegðan Martins undarleg en lét þó vera að ræða hana sérstaklega. Henni þótti þó slæmt að eiga enga vini eða ættingja sem hún gæti leitað til með vanda sinn. Þeir voru allir heima á Nýja-Sjálandi. Ekkert fleira sem í frásögur er færandi gerðist meðan ungu hjónin voru í London. Þau héldu síðan til Bristol þar sem framtíðarheimilið skyldi vera. Þar starfaði Martin hjá tryggingafélagi. Ekki leið nú á löngu þar til Mart- in lagði til við Margaret aö hún léti líftryggja sig. Ætti tryggingar- upphæðin að vera jafnvirði um tveggja milljóna, króna. Skyldi tryggingarféð koma til útborgunar týndi Margaret hfinu eða í síðasta lagi þegar tryggingin hefði staðið í tuttugu ár. Einn lítill tölustafur Margaret skrifaði undir þau skjöl sem Martin lagði fyrir hana. Hún sá þó ekki aö fyrir framan upphæð- ina sem hún las á skjahnu bætti Martin tölustafnum 1 þannig að hún yrði tryggð fyrir jafnvirði tólf milljóna króna. Segja má að með þessari breytingu hafi Martin end- Til hægri er húsið sem eldurinn kom upp i. Örin visar á rörið á móti. anlega dæmt konu sína til dauöa. Næsta tilraun hans til aö ráða Margaret af dögum gerði hann nokkrum dögum síðar. Þá bað hann hana að sækja vörur sem hann hafði skilið eftir úti í bíl. Húsið, sem þau bjuggu í, stóö hátt í frekar brattri brekku. Margaret settist inn í bíhnn, ræsti véhna og ætlaði að færa bíhnn til. Hann rann af stað niður brekkuna en þegar hún ætlaði að hemla gat hún ekki stöðvaö bíhnn. Hemlamir virkuðu ekki. Bílhnn jók hraðann og aht stefndi í að hann æddi niöur alla brekkuna og ferðin endaði á skelfi- legan hátt. Björgun á síðustu stundu Skyndilega minntist Margaret þess að nokkru neðar í brekkunni, hægra megin, var tröð. Á síðustu stundu tókst henni aö beygja inn á hana og augnabliki síðar rakst bíll- inn á hmgerði sem hann stöðvaðist svo í. Margaret var í hálfgerðu losti þegar hún steig út úr bílnum því henni var fuhljóst hver örlög henn- ar heföu orðið hefði bhhnn farið niður aha brekkuna. Hún fór út úr bílnum, barði að dyrum hjá fólkinu sem bjó í húsinu, Rose og James Harris. Þau voru bæði heima. Rose gaf Margaret koníak en James gekk út fyrir að kanna hvað komið hefði fyrir. Hann þekkti vel til bíla og það tók hann ekki langan tima að sjá að skorið hafði verið á hemlarörin. Var allur vökvinn af kerfinu. Þegar James kom inn sagöi hann frá því sem hann hafði komist að. Tijtrú sem fyrr Lífsreynsla Margaret þegar hún kom tíl Bretlands var ekki mikh þótt hún væri komin undir þrítugt. Að maður hennar kynni að vera að reyna að stytta henni aldur kom henni ekki th hugar. Hún þakkaði þv^ Harris-hjónum fyrir aðstoðina, gekk heim og sagði við mann sinn: „Það hefur einhver skorið á leiðsl- una í hemlakerfinu á bílnum.“ Svo sagði hún frá því sem gerst hafði. Martin hlustaði á frásögnina en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.