Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 23 DV Merming Ytri höfnin Bókmeimtir Örn Ólafsson Þetta er þriðja ljóðabók Braga Ól- afssonar, tæpir þrír tugir ljóða. Þau eru öll af sama tagi, ljóðmælandi talar í eigin nafni, frásagnarháttiu- hans er sérkennilegur, jafnan eitt- hvað öðruvísi en við var að búast. Yfirleitt í eilítið hátíðlegum tón þótt um hversdagslega atburði tali. Hann þérar oft viðmælanda sinn. Þetta misræmi efnis og forms setur draumkenndan blæ á ljóðin, það er eins og eitthvað sé undir yfir- borðinu sem erfitt er að höndla. Sú tilfinning magnast við að sagt Merkileg iðja í sjálfu sér er það ekki merkileg iðja sem ég er gripinn við einn sunnudagsmorgunn af heimafólki. Ég stend við bókaskápinn í lesstof- unni og er að rugla sundur bókum sem staðiö hafa saman svo ánun skiptir og óteljandi síðdegi hafa far- ið í að raða. Trakl fær ekki lengur að standa við hhð Rilke, nú mænir á mig renglulegur kjölur milli Litlu fiskanna og Fólksins míns eftir Gerald Durrell. Ben Húr hefur tek- ið undir sig ennþá stærra stökk og það hefur greinllega tekið á hann því rauður og þrútinn breiðir hann úr sér milh Rapid French og The Joy of Sex. Þetta er kannski ekki svo merkileg iðja, að minnsta kosti þykir brýnna að ég klæðist og sendist eftir brauði út í búð, en þó hggur margt henni að baki: áralöng skólavist, lestur bóka sem sumir hafa aldrei kynnst, og líf lifað í stöðugum ótta við refsingu. Bragi Ólafsson: Ytri höfnin. Bjartur 1993, 47 bls. Bragi Olafsson. er frá einhveriu sem ekki er í frá- sögur færandi, t.d. að mælandi gangi fram á rjúkandi hlandpoh í Fischersundi en það er lokapunkt- ur ferðalýsingar ljóðsins. Einnig segir frá thefnislausum athöfnum, svo sem að frænka hans skhur skó sinn eftir í fjöruborði. í sth við þetta eru óskiljanleg viðbrögð ljóðmæ- landa svo sem vinsht út af meining- arlausum miða (bls. 38) og af sama tagi er enn að stundum vitnar ljóð- mælandi í önnur ljóð, t.d. eftir Ósk- ar Árna í „Hringekjan", í T.S. Ehot (bls. 37) og minnir á Rimbaud (t.d. bls. 22). Aht er þetta samsthlt í þá veru að gera hversdagsleikann framandlegan. Lítum á dæmi um þessa dularfuhu ásýnd hlutanna (bls. 15): Kjallaragluggi Eg sé ekki betur en að einhvem tíma hafi verið gestkvæmt þama niðri. Og að sá sem fór síðastur út hafi gert einhver plön sem áttu að rætast á öðrum stað. Hafi sótt að honum þorsti við allt erfiðið sem beið, sneri hann ekki aftur til að slökkva hann hér þar sem drykkir bíða ennþá í glösum. Þetta er vandasöm sighng, að fjalla á annarlegan hátt um alvana- leg fyrirbrigði, og mér virðist hún ekki ahtaf heppnast vel. Stundum er þetta svo einfalt að ekkert er við það: Ljóð Þú vildir kalla það tösku. Mér fannst orðið kista eiga betur við undir farangurinn. Það mætti ímynda sér að farang- urinn sé þá lík en það þarf ekki að vera og lesandi væri svo sem htlu nær. En við ljúkum þessu á fyrsta texta bókarinnar, prósaljóði. Þar koma hugrenningartengsl upp í því sem fljótt á litið virðist bara vera lýsing á bókum. Upphafleg röð þeirra er hefðbundin samkvæmt bókmenntasögu því að Trakl og Rilke vóru samtímamenn, báðir ljóðskáld á þýsku. Ég man raunar htið um Ben Húr en þó að hann var ungur kraftakarl. 5g þarna er hann „rauöur og þrútinn“ stendur hann eins og lókur á milli bóka um unað kynlífsins og „Fljótlærð franska"! En síðasta orðið er reyndar hka haft um skapakossa. Þessi kynferðislegi blær fer saman við það aö ljóðmælandi er staðinn að iðju sinni af heimihsfólkinu og andstætt henni meðhöndlaður eins og harn, sendur út í búð. í lok ljóðs- ins segist hann búa yfir sérstakri þekkingu og við stöðugan ótta við refsingu en hvort tveggja ætti vel við, t.d. bam sem stundar óleyfúeg- ar kynlífsathafnir. Þaö er reyndar vandséð hve langt má ganga í þvílíkum túlkunum því ég sé ekki að þær leiði til neins nýs heildarskilnings á ljóðinu, það verður bara undarlegra fyrir vikið, rétt eins og ljóðmælandi er að mgla sundur bókum, þegar vænta mátti að hann raðaði þeim saman. Baldur Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs Mjólkursamsölunnar afhendir Gísla G. Jónssyni viðurkenningu fyrir frábæran árangur. TIL HAMINGJU i/ai/awiái i/i\t gísli kokomjolkin SIGURVEGARIARSINS! nmr „Fátt virðist geta komið honum úr jafnvœgi og í mótum ársins hefur hann oft sýnt afburða akstur. “ (Mbi. 14. sept. 1993). Árangur Gísla G. Jónssonar á „Kókómjólkinni“ hefur verið með ólíkindum á þessu ári og bikar- og íslandsmeistaratitlar eru í höfn. Mjólkursamsalan óskar Gísla hjartanlega til hamingju með þennan einstaka árangur. £R GOt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.