Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Side 25
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
25
Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari hlýtur góðar viötökur í Bretlandi:
Draumurinn að
komast í at-
vinnumennskuna
Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum;
„Viö bassarnir lendum alltaf í því
aö syngja gömlu og ljótu kallana,
jafnvel þótt viö séum yfirleitt mjög
myndarlegir og góöir menn. Þannig
aö ef djöfullinn kemur í óperuna þá
er það mitt verk að syngja hann,“
segir Jóhann Smári Sævarsson, 26
ára bassasöngvari frá Keflavík.
Jóhann Smári er nýkominn heim
frá Lundúnum þar sem hann var
bassi í óperunni Don Bartolo, Brúö-
kaupi Fígarós eftir Mosart. Þar fékk
hann mikið lof frá gagnrýnendum
sem voru fjölmargir frá stærstu blöö-
unum á Englandi. Einnig sáu fuRtrú-
ar frá stærstu óperuhúsum á Bret-
landseyjum Jóhann Smára syngja og
var samdóma áht allra sem sáu og
heyrðu aö hann hefði staðið sig mjög
vel.
Tekinn fram fyrir
eldri nemendur
Jóhann er á fyrsta ári í söngnámi
viö óperudeild Royal College & Music
í London. Þegar velja átti í hlutverk
í sýningunni var Jóhann Smári tek-
inn fram yfir þá nemendpr sem voru
að klára nám sitt viö skólann. Þótti
þaö eðlilega mikill heiöur en Jóhann
verður næstu tvö ár við söngnám.
Áður en Jóhann Smári fór utan til
náms söng hann með Óperusmiðj-
unni hér heima, á tónleikum, óperu-
galakvöldum, í kórum og við ýmis
tækifæri.
„Ég byijaði að syngja með karlakór
Keflavíkur fyrir 7 árum. Ég fór með
honum í söngferðalag til Kanada og
stuttu síðar ákvað ég að skella mér
í nám. Enda fmnst mér mjög gaman
að syngja. Tilgangurinn með söng-
náminu var fyrst og fremst að geta
sungið einsöng meö karlakórnum.
Mig langaði mjög til þess og langar
enn. Annars er draumur minn að
komast í atvinnumennskuna í út-
löndum. Ég ætla að reyna það þegar
ég hef klárað þessi tvö ár sem ég á
eftir í skólanum," segir Jóhann
Smári.
Á næsta ári mun hann byrja að
syngja í prufum í óperuhúsum og
reyna þannig að kynna sig og fá
samning.
„Þetta er mjög harður heimur og
mikil samkeppni í gangi þar sem
berjast þarf allan tímann. Ég kynnt-
ist honum í sumar. Það er alltaf ein-
hver tilbúinn aö taka við ef maður
stendur sig ekki. Það er öskrað og
veinað á okkur og engin miskunn
sýnd. Þessi samkeppni tekur einnig
mikið á mann andlega. Ef ég fæ kvef
eða hálsbólgu þá er ég alveg frá. Þetta
er eins og þegar íþróttamenn togna.
Ég verð því alltaf að passa mig og
gæta þess að vera í góðu líkamlegu
formi. Það þýðir ekkert að standa í
djammi. Þá fer röddin um leið. Það
þarf sterk bein og sterkar taugar til
þess að standa í þessu.“
Söngnámið á
hug hans allan
Jóhann Smári var í Tónlistarskóla
Keflavíkur í tvö ár, lærði hjá Árna
Sighvatssyni. Síöan var hann fjögur
ár í söngnámi hjá Sfgurði Dementz.
„Þetta eru frábærir kennarar."
Hann segir aldrei neitt annað en
sönginn hafa komist að hjá sér. Hann
hafl reyndar fylgst með íþróttum en
sá áhugi hafi minnkað stórlega.
Hann segist leggja mjög hart að sér
í söngnáminu. Námið taki frá honum
allan daginn, oft langt fram á kvöld.
Því sé ekki mikiö pláss fyrir aðra
hluti.
Þrátt fyrir ungan aldur í söngnum
bassi hefur Jóhann Smári hitt
nokkra heimsþekkta bassasöngvara
ytra og lært af þeim. En hver eru
Jóhann Smári Sævarsson hefur náð
góðum árangri erlendis sem bassa-
söngvari þrátt fyrir að rödd hans sé
mjög ung á mælikvarða bassa-
söngvara.
DV-mynd Ægir Már Kárason
viöbrögö þeirra við árangri hans?
„Þeir eru mest hissa hve margir frá
íslandi hafa náð langt í sönglistinni.
Þeir eru alveg hlessa yfir því úrvali
góðra söngvara sem kemur frá jafn
fámennri þjóð.“
- Ert þú ekki frekar ungur til þess
að syngja bassa?
„Viðar Gunnarsson sagöi einu
sinni á fyrirlestri sem ég sótti að
bassaröddin yrði ekki fullþroska fyrr
en við 35 ára aldur. Ég hef því átta
ár til að byggja mig upp. En til aö
ýta röddinni ekki út í of erfiða hluti
reynir maður að byrja að syngja í
minni og léttari hlutverkum."
Jóhann Smári kemur úr mikilli
tónlistarfjölskyldu úr Keflavik. Móð-
ir hans er Ragnhildur Skúladóttir,
píanókennari við Tónlistarskóla
Keflavíkur. Hefur hún séð um undir-
Jóhann Smári með átrúnaðargoðinu
sínu, hinum heimsþekkta Robert
Lloyd, sem verið hefur i fremstu röð
bassasöngvara í rúm 25 ár.
leik hjá Karlakór Keflavíkur í rúm
30 ár. Faðir Jóhanns Smára, Sævar
Helgason, er lærður leikari en hann
söng einsöng sem bassasöngvari meö
Karlakór Keflavíkur á árum áður.
Bróðir Jóhanns, Sigurður, er í
söngnámi við Nýja tónlistarskólann
og syngur einnig með íslensku óper-
unni. Systir Jóhanns, Sigrún, spilar
á básúnu og kennir á píanó. Kærasta
Jóhanns Smára, Elín Halldórsdóttir,
er einnig við nám í London. Hún er
að læra söng og píanóleik.
„Það er mjög skemmtilegt að við
skulum öll vera að stússa í söng og
tónlist. Ég held við skiljum hvort
annað miklu betur fyrir bragðið. Þar
sem við erum að fást við sömu hluti
getum við veitt hvort öðru mikinn
stuðning."
Innifalið í verði eru góð hljómflutningstæki
(útvarp/segulband og hátalarar) og ryðvörn.
HYUflDHI
...til framtíðar
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ÁRMÚLA13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36
Komdu við hjá okkur og reynslu-
aktu PONY sem svo sannarlega
er verðlagður með hagsmuni
neytenda í huga.
VERfl RflEINS
853.000
Þú þarft ekki að eyða yfir milljón
til að eignast vandaðan og rúm-
góðan fjölskyldubíl.