Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Page 35
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 GLÍIVIA Sá glæsilegasti til sölu: Utboð Austurlandsvegur, Staðará - Reynivellir Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 11,9 km kafla á Austurlandsvegi í Aust- ur-Skaftafellssýslu frá Staðará að Reynivöll- um. Helstu magntölur: fyllingar 23.000 m3, burð- arlög 56.000 m3 og klæðing 72.000 m2. Verki skal að fullu lokið 1. júlí 1994. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikis- ins á Reyðarfirði og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 4. október 1993. Vegamálastjóri ''//V/x Við slysið var eins og undirstöður tilverunnar hryndu. Hann gafst upp og sálin lagðist saman eins og fram- endi Toyotunnar og hann flýði öll sín vandamál inn í heim lækna, tryggingafélaga, sjúkraþjálfara og'þjáninga. Trésmiður í smávægileg- um árekstri Natan trésmiður hafði 1-2 menn í vinnu og tók að sér nótulausar viðgerðir og smáviðvik fyrir fólk. Haust nokkurt var hann á leið til vinnu hjá valinkunnum embættis- manni í dómskerfinu. Á gatnamót- um Sóleyjargötu og Skothúsvegar lenti hann í hörðum árekstri við bleikan vörubíl. Natan var í órétti og ljósbláa Toyotan hans skemmdist mikið. Við áreksturinn fékk hann harðan shnk á sig en engin önnur alvarlegmeiðsl. Læknar Borgár- spítala greindu slæma tognun í hálsi og gáfu honum bólgueyðandi lyf, hálskraga og tilvísun á sjúkraþjálf- un. Næstu mánuðir voru Natan erfið- ir. Hann hætti að vinna en gekk um bæinn með mikinn þjáningarsvip og bar hálskragann eins og ein- kennilega hannaða þyrnikórónu. Sjúkraþjálfunina stundaði hann vel en árangurinn var lítill. Geðslagið breyttist til hins verra. Natan varð ergilegur, uppstökkur og taiaði í sí- fellu um áreksturinn. Bæði vinir og ættingjar fengu margsinnis að heyra söguna af slysinu og því rang- læti sem Natan taldi sig hafa verið beittan. „Lögreglan er bæði vitlaus og ranglát, glæpamenn ráða ríkjum í tryggingafélögunum og læknar eru óhæfir svindlarar,“ endurtók Natan í öll þau eyru sem honum tókst að ljásér. Ökumaður bleika vörubílsins varð tákn samanlagðrar mannlegr- ar sviksemi. Enginn bati. Smám saman jukust margvísleg líkamleg óþægindi mjög verulega. Hann var óvinnufær áfram vegna svima og máttleysis, auk dofa og verkja í handleggjum, höfði og baki. Natan kvartaði auk þessa undan síþreytu og kvíða sem hann tengdi slysinu. Heima fyrir hafði hann allt á hornum sér enda fannst honum að fjölskyldan hefði gengið í lið með svikulum tryggingamönnum og óheiðarlegum læknum. „Enginn trúir á minn málstað. Ég stend aleinn í heiminum," sagði hann beiskum rómi á Rauða ljóninu fimmtudagskvöld nokkurt í leið- indaveðri og grét ofan í blettóttan hálskragann. Natan hætti að geta sofiö og vakn- aði oft á nóttu með martröð. Hann Á laaknavaktíimi óttar Guðmundsson læknir dreymdi að Toyotan hefði oltið út í slímuga Tjörnina og hann gæti sig hvergi hreyft í flakinu. f draumnum dönsuðu tryggingalæknar, lög- regluþjónar og umboðsmenn trygg- ingafélaga stríðsdans á tjarnar- bakkanum en hreyfðu hvorki legg né hð til að bjarga honum úr bíln- um. Natan hrökk þá upp með and- fælum löðursveittur og gat ekki náð andanum um stund. Hann fékk róandi lyf hjá heimilis- lækninum og nokkra tugi skipta hjá ýmsum sjúkraþjálfurum en ein- kennin fóru síversnandi. Kvíði, höf- uðverkur, dofi, svefnleysi og sí- þreyta tóku höndum saman og gerðu líf hans óbærilegt. Hjóna- bandið stóð höllum fæti enda var hann hættur að treysta konu sinni. Stundum geta lítil slys valdið mun meira tjóni og hugarangri en lesa má í fyrstu fréttum dagblaða. Marg- ir sitja uppi með óþægilegar minn- ingar frá slysinu, mikla sektar- kennd og sjálfsásakanir. Þeir geta ekki fyrirgefið sér andartakskæru- leysi og eyða ómældum tíma til að finna einhveija sökudólga sem kenna má um óhappið. Stundum magnast upp andleg óþægindi eins og kvíði, svefnleysi, almennt áhuga- leysi ogdoði. Margir verða mjög næmir fyrir öllu áreiti og eiga erfitt með að ein- beita sér. Auk þessa kvarta þessir einstaklingar undan margvíslegum líkamlegum óþægindum sem þeir rekja til slyssins en læknum tekst sjaldnast að finna neitt sem örugg- lega rennir stoðum undir kvartanir sjúklingsins. Oft tengjast þessi óþægindi bó- takröfum og erfiðum tryggingamál- um. Sjúklingurinn þeytist á milli lækna og sjúkraþjálfara, klæddur áberandi hálskraga en fær sjaldnast neina varanlega bót. Endalaus lík- amleg óþægindi, verkir, dofi, mátt- leysi og svimi virðast draga úr and- legum sársauka vegna slyssins og minnka sektarkennd og skömm. Natan komst um síðir til geðlækn- is sem áleit að einkennin væru að verulegum hluta vegna þunglyndis sem rekja mætti til slyssins. Hann ákvað að gefa Natan þunglyndislyf, auk viðtalsmeðferðar í nokkrar vik- ur. í viðtölunum kom í ljós að hjóna- band Natans og konu hans hafði lengi staðið höllum fæti. Auk þess hafði Natan áhyggjur af háöldruð- um foreldrum sínum sem höfðu skrifað upp á skuldabréf hjá eldri syninum sem stundaði umfangs- mikinn veitingarekstur. Þau höfðu misst aleigu sína í kjölfar gjaldþrots athafnamannsins. Yngri dóttir Natans haföi um nokkurt skeið lagt lag sitt við liðlega fimmtugan leikfimikennara sem á árum áður hafði verið skólabróðir Natans. Við slysið var eins og undirstöður tilverunnar hryndu. Hann gafst upp og sálin lagðist saman eins og fram- endi Toyotunnar og hann flýði öll sín vandamál inn í heim lækna, tryggingafélaga, sjúkraþjálfara og þjáninga. Smám saman virtist hann átta sig á þessu en náði þó fyrst góðum bata þegar honum voru dæmdar noldcur hundruð þúsund krónur í slysabætur. Allir eru velkomnir, byrjendur svo og lengra komnir. Upplýsingar eru í síma 7 28 96. Dodge Grand Caravan, langur, árg. 1991, ekinn 45 þús., rafdrifnar rúður, centrallæsingar, hvítur, nýinnfluttur. Verð 2.550.000 (kostar nýr ca 3.300.000 stgr.). Upplýsingar í síma 655020 (Bergþór). Glímuæfingar eru að hefjast hjá Glímudeild Ármanns í íþróttahúsi Austurbæjarskóla fyrir 13 ára og eldri. Æfingar verða: mánudaga kl. 18.50-20.30 miðvikudaga kl. 18.50-20.30 föstudaga kl. 18.00-18.50 Leikskólar Reykjavíkur- borgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neðangreinda leikskóla: Arnarborg v/Maríubakka, s. 73090, Gullborg v/Rekagranda, s. 622455, Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970, Seljaborg v/Tungusel, s. 76680, Steina- hlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280, Vesturborg v/Hagamel, s. 22438. Eingöngu í 50% starf e.h. á eftirtalda leikskóla: Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855, Gullborg v/Rekagranda, s. 622455. Þá vantar starfsmann með sérmenntun í stuðnings- starf á leikskólann Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380. Eingöngu í 50% stuðningsstarf á leikskólann Rofa- borg v/Skólabæ, s. 672290. Nánari upplýsingargefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.