Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
15
Spilaf íkn Háskólans
Frá því ég fyrst man eftír og allt
fram á seinni ár hefur Háskóli ís-
lands haft þann sess í huga mínum
að vera eins konar vitur afi þjóðar-
innar, afi sem hefur á langri leið
safnað undir hatt sinn þeirri visku
sem gerir menn góöa og umburðar-
lynda og leggur gott eitt til allra
mála og allra manna.
Til hans sækja afabömin æðstu
uppfræðslu í menningu og mennt-
um til þess að þeim megi vegna vel
á lífsleiðinni í viðleitni til að verða
landi sínu og þjóð að gagni og sóma
- að vísu um leið og þau ná til sín
bestu bitunum.
Hvað sem það kostar
Á seinni árum hef ég reyndar
orðið þess var að afinn á það til að
þrengja að sjálfstæðri hugsun
manna og jafnvel hirta eigin vís-
indamenn fyrir að fara út af „rétt-
um“ brautum.
Ég tel mig líka hafa orðið þess
varan að bestu börnin, þau sem fá
löngum að dunda sér í fangi afans,
eiga til að verða hrokafullir oflát-
ungar sem telja sig réttboma til
allra gæða, hvaða verði sem þau
eru keypt, þótt það væri andleg og
líkamleg heilsa þeirra sem aldrei
komust að hnjám afans, jafnvel lif
þeirra. Þess er vart að vænta að
jafnvel bestu öfum mistakist ekk-
ert. Þess vegna baröi ég í brestina,
jafnvel þótt takmarkanir, tíllits-
leysi og sérgæðingsháttur alltof
margra úrvalsbama verði stöðugt
meira áberandi.
Áleitin hugsun
Nú er brotið í blað. Nú leitar sú
hugsun æ meira á mig að þetta
gerist, ekki þrátt fyrir að bestu
bömin fengju að njóta uppfræðslu
afans heldur vegna þess. Það er
komið á daginn að afinn veigrar sér
ekki við að steypa „óhreinu" böm-
unum sínum í glötun ef hann getur
hagnast á því.
Spilafíkn er svo algeng að flestir
þekkja einhvem sem hefur orðið
henni að bráð svo að líf hefur orðið
rústir einar, andlega, líkamlega og
íjárhagslega, jafnvel svo að við-
KjaHarinn
Sigurjón Valdimarsson
blaðamaður
komandi hefur svipt sig, eða reynt
að svipta sig lífi. Það er ekki svo
aö líf spilafíkilsins eins sé lagt að
veði heldur verður fjöldi vanda-
manna hans fyrir barðinu á afleið-
ingunum, því að fiklamir fara aUar
leiðir til að afia fjár til aö spila með
og em þá þjófnaöur og skjalafals
ekki undanskilin.
Spilatækni fyrir hvern?
Af spilafíkninni hefur Háskólinn
haft drjúgar telqur í áratugi og er
orðinn svo deyfður af ósómanum að
hann kann ekki lengur að greina rétt
frá röngu. Forsvarsmenn hans segja
nýju spilakassana vera framþróun í
spilatækninni, neytendum til hags-
bóta, þótt öllum megi vera ljóst að
tæknin er fyrir útgerðarmenn kass-
anna, til þess að ánetja fíklana enn
betur svo þeir reyti enn meira af sér,
með góðu eða illu, hinu „góða“ mál-
efhi til framdráttar. Svei!!!
Háskólinn hefur enga afsökun.
Hann hefur alið við kné sér þá lág-
kúm sem engin ráð finnur til að
fjármagna stofnunina aðra en
lægstu hvatir lítilla manna. At-
vinnulífið nýtur ávaxtanna en neit-
ar aö borga og stjómmálamennim-
ir hafa ekki döngun í sér til að láta
það bera kostnaðinn.
Þessi afi, útvörður menningar og
mennta, ættí öðrrnn fremur að
styðja veikustu þegna þjóðfélagsins
í stað þess að hrinda þeim dýpra í
eymdina. Er afinn sjálfur kannski
spilafikill sem einskis svifst?
Siguijón Valdimarsson
„Háskólinn hefur enga afsökun. Hann
hefur alið við kné sér þá lágkúru sem
engin ráð finnur til að fjármagna stofn-
unina aðra en lægstu hvatir lítilla
manna.“
Þýðingar ástarlíf sins
Það er auövitað ábyrgðarhlutí að
þýða kvikmyndir og sjónvarpsefni
ofan í íslenskan landslýð.
Einstöku sinnum em málvandir
menn að gera veöur út af þessum
þýðingum; má mikiö vera ef þær
draga ekki stórlega úr ánægju
þeirra af því að horfa á myndir í
sjónvarpi og kvikmyndahúsum.
Þetta er auðvitað ekki nógu gott,
en ég verð að játa að þessar þýðing-
ar, hversu klúðurslegar sem þær
eru, angra mig sárahtið, ef með-
fylgjandi kvikmyndir og sjónvarps-
efni er í góðu lagi. Og ef kvikmynd-
imar eru vondar má iðulega hafa
nokkra skemmtan af þessu texta-
klúðri. Stimdum er þetta klúður
svo yfirgengilegt að það snýst upp
í andhverfu sína, verður gott, jafn-
vel skáldlegt. Til dæmis man ég
ekki lengur hvað gerðist í kvik-
myndinni „Miami Blues" en ég
mun aldrei gleyma því hvemig
þýðandi lagði út af starfsheití einn-
ar persónunnar í myndinni en hún
var kynnt til sögunnar sem
„aerobics instructor". Þýðandinn
Kjallarinn
Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur
sagði manneskjuna nefnilega
vinna „við jámabindingar.“
Þýðandi sjónvarpsþáttanna um
„Shelley“ tók einnig flugið af og
til. í þætti sem sendur var út í des-
ember 1990 taldi söguhetjan sig
vera komna með kýh, þ.e. „car-
buncle“, en þýðandinn vildi láta
hta svo út að Shelley væri með „bíl-
belti".
Yfirleitt legg ég ekki þessa texta
á minnið; er einfaldlega of önnum
kafinn viö að fylgjast með því sem
fagmáhö nefhir „myndmál". En
svo vih tíl að í umræðu um góöa
og vonda texta við kvikmyndaefni,
sem fór fram hér á landi fyrir
nokkrum misserum, hvatti einn
forsvarsmaður þýðenda almenning
til að veita þeim aðhald í vanþakk-
látu en þýðingarmiklu starfi. Allar
götur síðan hef ég haft fyrir sið að
skrá í kompu ýmiss konar
skemmtilegheit af skermi og tjaldi
sem ég vil nú leyfa öðnnn að njóta
með mér.
Orðfæri um kynlífið
Það er eftirtektarvert hve mjög
menn misstíga sig á ýmislegu
ensku orðfæri um kynlífið, jafnt
slangi sem hátíðlegu máh. í mynd
eða þætti sem heitir „Thats Ldfe“
var „libido" til dæmis orðið að „lík-
ama“ sem ég hugsa að hefði komið
Freud á óvart. Hins vegar hefði
mér ekki komiö á óvart aö sjá
„French letters" þýtt sem „ frönsk
sendibréf'. En á dauða mínum átti
ég fremur von en að sjá þessi
„frönsku bréf‘, það er „smokka“,
þýdd sem „umbúðabréf' („Láp-
stick").
í myndinni „Naked Gun“ er
minnst á það sem gefur þessum
„mnbúðum" tilverurétt, nefnilega
„penis“, meira að segja „concrete
penis“. Þýðandinn dettur niður á
rismikla lausn á þessum tiltekna
þýðingarvanda, nefhilega „krókó-
dílatippi". í fremur vondri mynd
með Katherine Hepbum, „Grace
Quigley“, er líka komið stuttlega
inn á kynferðisleg samskipti. Kona
segist hafa „trnning tricks" sér til
tekjuöflunar. Þessu trúir þýðand-
inn rétt mátulega, enda er hér átt
við vændi, og segir hana bara
„beita brögðum".
í sjónvarpsmynd, -sem heitir
„Shadow Makers“, er sömuleiðis
talað um kvensniftir sem fari „aha
leið“ - „go ah the way“, sem við
strákarnir viíum alveg hvaö þýðir.
En þýðandinn veit það ekki og seg-
ir konumar „tvístrast um aht“.
Jamm.
í eftirminnhegri mynd, „Blue
Velvet“, gerist einu sinni sem oftar
að maður fer höndum um kven-
mannsbóg með augsýnilegri vel-
þóknun, enda er þama um sjálfa
Isabehu Rosselini að ræða. Segir
þá Isabeha: „You like the way I fe-
el“, en þýðandinn skrifar: „Finnst
þér gott hvemig mér hður“.
Mál er að linni áður en DV verð-
ur sér til minnkunar út af þessu
hjali mínu um þýðingar á ástarlífi
í kvikmyndum.
Aðalsteinn Ingólfsson
„Stundum er þetta klúöur svo yflr-
gengilegt aö það snýst upp í andhverfu
sína, verður gott, jafnvel skáldlegt."
„Sú stefna
sem ríkis-
stjórnin hefur
fylgt hefur
verið sú að
koma hag-
kerfinu í jafn-
vægi, bæöi
með þvi að ná „tiniuuiHif cynnaun,
fram stööug- formaður efnahags-
leika í verð- og viðskiptanefndar
lagi og eins Alþte^is.
með því að draga ur viðskipta-
halla. Vegna þessa hafa vextir
þurft aö vera háir.
Núna er ástandiö orðiö þokka-
legt, verðbólgan lág og betra
innra jafhvægi mihi atvinnu-
greina en oft áöur. Með vaxta-
lækkun er ríkisstjómin að senda
frá sér þau skilaboð að samdrátt-
arskeiðinu sé aö fjúka.
Lækkun vaxta kann að leiöa th
þess að fyrirtæki ráðist í auknar
Qárfestingar og að eyösla aukist.
Spumingin snýst um þaö hvort
framleiöslan eykst nógu mikiö th
að vega upp á móti útgjaldaaukn-
ingunni. Þetta er vissulega
áhætta sem ríkisstjórnin er að
taka en að mínu mati tímabær.
Aukist innlend eftirspum eftir
lánsfé mun ákvöröun ríkisstjóm-
arinnar koma fram í auknum
erlendum lánum. Ég tel hins veg-
ar að þaö hafi veriö gerö það mik-
h thtekt í íslenskum fyrirtæKjum
að þau geti aukið framleiðsluna
á móti. Það má því gera ráð fyrir
aö framleiðslan geti staöiö undir
aukinni eyðslu. Ef það helst í
hendur þærf erlend lántaka ekki
aö komaniður á viðskiptajöfnuö-
inum. í þessu felst áhætta sem
vonandi gengur upp.“
Kætta á verð-
bólguskriðu
„Spuming-
in snýst ura
þaö hvort
vaxtalækk-
unin heldur
mikið fram
yfir næstu
kosningar. Á
þaöhefurver- ru>u„u, u. mu>uir
iðbent aðað- asson, letdor og
gerðir ríkis- hagtræðingur hjá
stjómarinnar Hagfræðistotnun.
beinist frekar aö afleiðingum
vandans en vandanum sjálfum.
Ástæöa hárra vaxta hér er í gróf-
um dráttum mikhl hahi ríkis-
sjóðs og viöskiptahahi auk þess
sem bankamir hafa þurft nokkuö
hressilegan vaxtamun vegna út-
lánatapa. Þá raá og nefha óleyst-
an skipulagsvanda í landbúnaði
og sjávarútvegi. Aðgeröir ríkis-
stjórnarinnar nú hreyfa ekkert
viö þessum vanda.
Aðgerðir ríkisstjómarinnar nú
felast fyrst og fremst í að auka
peningamagn í umferð. TU
skamms tima mun shk aðgerð
lækka vextí. En þegar th lengri
tíma er htið er hætt við þenslu,
verðbólgu, auknum viðskipta-
haha og gengislækkun. AUt þetta
hrópar á hærri nafhvexti. Já-
kvæöu áhrifin gætu veriö þau aö
koma raunvöxtum niður þannig
aö þeir verði einhverju hálfh th
einu prósenti hærri en erlendis
með því að ióta erlenda og inn-
lenda banka keppa um að lána
ríkissjóðl (Væntanlega munu þó
erlendir flárfestar taka einhvería
áhættupremiu. þegar þeir lána
hingað.) Neikvæðu áhrifin eru
aítur á móti auknar erlendar
skuldir og verulegar líkur á nýrri
verðbólguskriöu.“
-kaa