Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 17 fþróttir Andri samdi við Lyn Andri Marteinsson, landsliösmaður í knattspymu, gekk í gærkvöldi frá tveggja ára samningi við norska félagið Lyn. Hann fer utan eftir viku til æfinga með liöinu sem þegar er að hefja undir- búninginn fyrir næsta keppnistímabil. Andri er 28 ára gamall og hefur spilað 18 landsleiki fyrir íslands hönd. Hann á aö baki 168 leiki í 1. deild með FH, Vikingi og KR og hefur skorað i þeim 35 mörk en Andri var annar marka- hæsti leikmaður FH-inga í sumar með 8 mörk og skilur eftir sig stórt skarð í liðinu. Lyn féll úr úrvalsdeildinni í haust en aðeins munaöi einu marki í lokaleik liðsins aö það myndi halda sér uppi. Míög umdeild vítaspyma sem liðið fékk á sig réð úrslitum og dómari Mksins viðurkenndi að hann heföi gert mistök, dýrkeypt mistök fyrir Lyn. Arne Dokken er tekinn viö sem fram- kvæmdastjóri Lyn og hann gekk frá samningunum við Andra og FH í gær- kvöldi. Dokken, sem er fyrrum lands- liðsmaður og atvinnumaöur í Grikk- landi, kemur frá meistumnum Rosen- borg, en hann byggði upp Þrándheíms- liðið sem hefur verið öflugasta félag Noregs siðustu ár og hyggst nú gera það sama með Lyn. -GH/VS Mirko Nikolic, Serbinn i liði KR, var grimmur í gærkvöldi og skorar hér gegn Snæfelli, án þess að Hreiðar Hreiðarsson og Kristinn Einarsson fái að gert. DV-mynd Brynjar Gauti Úrslitin hjá Affureld ingu og FH standa - samkvæmt úrskuröi dómstóls HSÍ Dómstóll Handknattleikssam- bands íslands kom saman í hádeginu í gær og kvað upp þann dóm að úr- slit í leik Aftureldingar og FH í 1. deild karla í handknattleik skyldu standa óhögguð. Afturelding vann sigur í leiknum en FH-ingar sendu inn kæru vegna mistaka dómara undir lok leiksins þegar hann dæmdi knöttinn af FH- ingum. Þegar um 15 sekúndur voru eftir af leiknum var dæmt aukakast á Aftureldingu. Áður en FH fram- kvæmdi kastið var leiktíminn stöðv- aöur og liðsstjóra FH sýnt rauða spjaldið. Er leikurinn hófst að nýju var knötturinn dæmdur Aftureld- ingu og þessa ákvörðun dómarans kærðu FH-ingar. í dómsniðurstöðu kemur fram meðal annars að ákvörðun dómara hafi verið röng. Dómurinn telur hins vegar ekki fært aö skýra reglurnar svo að dóminum sé ætlað í hvert sinn er slík tilvik eða svipuð koma upp að meta hvort líklegt eða sennilegt að orsakasamband sé á milli mistaka dómara og úrslit leiks og þá eftir at- vikum dæma leiki ógilda. Dómurinn telur enga heimild til staðar til að ákveða að leikinn skuli leika að nýju. Reglur þær sem FH vísar til rökstuðn- ings kröfum sínum hafa ekki að geyma siíkar heimildir og þær er heldur ekki að finna í lögum eða öðrum reglum. Vegna þessa er kröfu FH um nýjan leik hafnað þrátt fyrir að ákvörðun dómarahafiveriðröng. -GH sigur KR í röð um leik gegn Snæfelli, 92-85 mikiö á sig á æfingum og það er farið að skila sér,“ sagði Laszlo Nemeth, þjálfari KR, við DV eftir leikinn. Davíð Grissom og Hermann Hauksson voru bestir hjá KR. Hermann fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði þá 16 stig. Mirko Nikolic átti ágætan leik en var óheppinn og fékk á sig ódýrar villur og fór af leikvelli þegar þrjár mínútur voru eftir. Olafur Ormsson, drengjalandsliðsmað- urinn snjalli, sýndi glæsitilþrif er hann kom inn á. Þar er á ferðinni framtíðarmaður, ekki bara hjá KR, heldur einnig hjá landslið- inu. Guðni Guðnason var mikil- vægur undir lokin eftir rólegan leik í 35 mínútur. Chip Entwistle átti stórleik í hði Snæfells og skoraði meðal annars íjórum sinnum 2 + 1 stig á stutt- um tíma er brotið var á honum undir körfunni. Kristinn Einars- son lék einnig vel en Bárður Ey- þórsson hefur oft leikið betur. Hann lét mistök samherja sinna fara full mikið í taugarnar á sér. Leikurinn var mjög hraður og á kafla í fyrri hálfleik þegar hver mistökin ráku önnur var eins og um tennisleik væri að ræða. En svona er það oft þegar bæði liðin leika „keyrslu körfubolta." Áhorfendur fengu alla vega mik- ið fyrir aurana sína. -BL Evrópumótin í knattspyrnu 2. umferð, síðari leikir, feitletruðu liðin áfram, samanlögð úrslit í svigum. Evrópukeppni bikarhafa Besiktas (Tyrklandi) - Ajax (Hollandi) 0-4 (1-6) Leverkusen (Þýskalandi) - Panathinaikos (Grikklandi) 1-2 (5-3) UEFA-bikarinn MTK Búdapest (Ungverjalandi) - Mechelen (Belgíu) Karlsruhe (Þýskalandi) - Valencia (Spáni) 1-1 (1-6) 7-0 (8-3) Antwerpen (Belgíu) - Austria Salzburg (Austurríki) OFI Krít (Grikklandi) - Atletico Madrid (Spáni) 0-1 (0-2) 2-0 (2-1) Juventus (Ítalíu) - Kongsvinger (Noregi) 2-0 (3-1) Nína varði 27 skot - þegar Stjaman vann KR, 19-15 Stjarnan komst á topp 1. deildar kvenna í handknattleik á betri markatölu en Grótta og Víkingur með auðveldum sigri á KR í Garðabæ í gærkvöldi, 19-15. Stjarnan komst í 7-0 og það tók KR 22 mínútur að skora sitt fyrsta mark. Stjarnan lék frábæra vöm og Nína Getsko var best á vellinum og varði 18 skot í fyrri hálfleik, og 27 alls! Stað- an var 9-3 í hálfleik og Stjarnan komst í 15-6 en slakaði síðan á. Anna Steinsen var best hjá KR í leiknum og hin 14 ára gamla Edda Garðars- dóttir sýndi að hún er mikið efni. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður 6, Una 5, Hrund 3, Herdís 3, Guðný 2. Mörk KR: Edda 5, Anna 4, Laufey 3, Brynja 1, Nellý 1, Sigríður 1. -HS/VS R (50) 92 -2, 10-4, 14-12, 16-16, 23-18, 26, 32-28, 45-36, 48-38, (50-41), >1, 64-64, 68-67, 70-70, 75-70, 72, 87-79, 92-85. tg KR: Davíö Grissom 25, Her- nn Hauksson 19, Mírko Nikolic Ólafur Ormsson 12, Guöní 5nason ll,_Tómas Hemianns- 6, Lárus Árnason 3. :ig Snæfells: Chip lintwistle 33, stinn Einarsson 20, Bárður Ey- sson 18, Hreiðar Hreiðarsson Ijörleifúr Sigurþórsson 3, Atii irþórsson 2, Sverrir Sverrisson a stiga körfur: KR 6, Snæfell 2. ráköst: KR 36, Snæfell 19, apaðir boitar: KR18, Sriæfell 12. ómarar: Kristinn Óskarsson og gur Steingrímsson, sluppu kalega frá leiknum, sérstak- i Kristinn. horfendur: Um 300. aður leiksins: Chip Entwistlc, efelli. Tindastóll (37) 101 Valur (36) 76 0-6, 17-8, 31-31, (37-36), 48-39, 60-44, 70-47, 75-51, 91-67, 101-76. Stig Tindastóls: Ingvar Ormars- son 30, Robert Buntic 28, Páll Kol- beinsson 17, Hinrik Gunnarsson 15, Ómar Sigmarsson 5, Björgvin Reynisson 3, Garðar Halldórsson 3. Stig Vals: Bi-ynjar Karl Sigurðs- son 30, Guðni Hafsteinsson 23, Franc Booker 6, Guðmundur Guð- jónsson 5, Bjarki Guðmundsson 3, Bergur Emilsson 3, Björn Steffens- en 2, Daníel Galvez 1. 3ja stiga körfur: Tindastóll 7, Valur 16. Áhorfendur: 600. Dómarar: Kristján Möller og Árni Sigurlaugsson, dæmdu vel. Maður leiksins: Ingvar Ormars- son, Tindastóli. Ingvar hélt Franc Booker í 6 stigum - og Tindastóll vann auðveldan sigur á Val, 101-76 Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Tindastólsmenn unnu auðveldan sigur á Val í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Króknum í gærkvöldi, 101-76. Sauðkræk- ingar léku vel mestallan leikinn og ætlun- arverk þeirra tókst, að „klippa" Franc Booker út. Hann var í strangri gæslu Ingv- ars Ormarssonar, besta manns Tindastóls í leiknum, og skoraði aðeins sex stig. Það var aöeins undir lok fyrri hálfleiks sem „króatíska línan“ bugðaðist og Vals- menn náðu að minnka muninn í eitt stig. Það var síðan á fimm mínútna kafla í síð- ari hálfleik sem úrshtin réðust, Valsmenn skoruðu ekki stig og Tindastóll náði 24 stiga forystu. Liðsheildin var mun sterkari hjá Tinda- stóli en í fyrri leikjum í haust. Ingvar átti stórleik og Hinrik Gunnarsson kom mjög sterkur inn. Páll Kolbeinsson átti góðan leik og sömuleiðis var Robert Buntic þokkalegur en hefur þó leikið betur, sér- staklega í vörninni. Valsliðið átti slakan dag og leikur liðsins í seinni hálfleik var afleitur, langtímum saman ekki heil brú. Sterkir leikmenn eins og Ragnar Jónsson og Björn Steffens- en náðu sér aldrei á strik. Brynjar Karl Sigurðsson var langbestur og þá átti Guðni Hafsteinsson góðan leik. Stuttar fréttir Valencia steiniá Valencia, efsta lið spænsku 1. deildarinnar, steinlá á ótrúiegan hátt fyrir Karlsruhe í Þýska- landi, 7-0, í UEFA-bikarnum í gærkvöldi. Edgar Schmitt skor- aði íjögur marka Þjóðverjanna. Áfall hjá Atletico Annað spænskt lið, Atletico Madrid, varð líka fyrir miklu áfalli þegar það var slegið út af gríska Iiðinu OFI á eynni Krít. JafnthjáHibs Partick og Hibemian skildu jöfn, 0-0, í skosku úrvalsdeildinni i knattspyrnu i gærkvöldi og Hibs mistókst því að endurheimta toppsætiö af Aberdeen. Þinghelgi rofin? Dómarinn sem rannsakar mútumál Marseille í Frakklandi hefur óskað eftir þvi að Bemard Tapie, forseti félagins og þing- maður, verði sviptur þinghelgi þannig að hægt sé að höfða mál gegn honum. MúturíRússlandi? Rússneska dagblaðið Izvestia fuliyrti í gær að samið hefði verið um úrslit í mörgum leikjum í lokaumferðum rússnesku 1. deiidarinnar í knattspymu. -VS I kvöld Fimm leikir fara fram í Nissan deildinni í handknattleik í kvöld. Stjarnan og FH leika í Garðabæ, KR og Valur í Laugardalshöll, Afturelding tekur á móti KA í Mosfellsbæ og Víkingur fær Eyjamenn í heimsókn. Þessir leikir hefjast klukkan 20. Klukkan 20.30 mætast Þór og Selfoss á Akureyri. Staðan í Nissan deildinni fyrir leiki kvöldsins er þannig: Haukar......6 5 1 0 160-138 11 Valur.......5 4 0 1 127-111 8 Stjarnan....5 3 1 1 120-110 7 Aftureld....5 3 0 2 118-116 6 FH..........5 3 0 2 134-132 6 ÍR..........6 3 0 3 136-136 6 Selfoss.....5 2 1 2 118-119 5 Víkingur....5 2 0 3 129-131 4 KA.........>5 1 1 3 121-123 3 KR..........5 113 105-115 3 Þór.........5 1 0 4 127-149 2 ÍBV.........5 0 1 4 121-136 1 í deild kvenna eru þrír leikir. Valur og FH leika að Hlíðarenda klukkan 18. Ármann og Haukar klukkan 18.15 í Laugardalshöli og Grótta tekur á móti Fram á Seltjamarnesi klukkan 20. Blak Þróttur R. og Stjarnan mætast í 1. deild karla í Hagaskóla klukk- an 20.50. Körfubolti Þrír leikir eru í 1. umferö bikar- keppninnar í kvöld. Haukar B og UBK leika í Strandgötu klukkan 19.45, ÍR og Reynir í Seljaskóla klukkan 20 og Léttir og Njarðvík B í Seljaskóla klukkan 21.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.