Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Pétur Pétursson þulur. Framaf hengifluginu „Mér sýnist ákvöröun ríkis- stjómarinnar vera viðurkenning stjórnvalda á því aö þau leggi ekki í að ráöast í nauðsynlegar og löngu tímaþærar skipulags- breytingar í sjávarútvegi, land- búnaöi og bankakerfmu. Við það eykst hættan á að illa fari. Ég á þó von á að stjómvöld eða al- menningur grípi í taumana áður en við förum fram af hengiílug- inu,“ segir Þorvaldur Gylfason í DV í gær. Ummæli dagsins Götuóeirðir „Ég man ekki eftir slíkum lát- um hér fyrr. ,Þetta jaðraði við götuóeirðir. Ég veit ekki hvað hljóp í fólkið," sagði lögreglumað- ur í Borgarnesi í DV í gær en mikil slagsmál brutust út á götum bæjarins eftir dansleik aðfara- nótt sunnudags. Sýruker „Flest höfuðrit, sem áður prýddu hillur, hafa nú verið fjar- lægð og ílutt til einkanota örfárra starfsmanna í sýruker samsöl- unnar viö Laugaveg. Þar sitja útvaldir að forréttindum en al- múginn má láta sér nægja rifrildi af gömlum útsvarsskrám, úreltar þjóðskrár og mjög ófullkomnar ættfræðibækur," segir Pétur Pét- ursson þulur í grein í Morgun- blaðinu í gær. Þar reifar hann ástandið á Landsbókasafninu eft- ir að Þjóðskjalasafn var flutt úr húsinu. Opinn fundur umvaxta- lækkun Munu vextir af húsbréfum lækka, munu fjáiíestingar í at- vinnuíífi aukast, hvað lækkar skuldabyrði heimilanna mikið og hver verða áhrif vaxtalækkana á afkomu fýrirtækja? Þessum og fleiri spumingum verður svarað á opnum uppiýsingafundi fyrir almenning sem viöskiptaráðu- neytið stendur fyrir í kvöid kl. 20.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Á fundinum verða aögerðir ríkis- stjómar í vaxtamálum útskýrðar og síðan munu sitja fyrir svörum aðUar frá bönkum og sjóðum, úr atvinnulífi og húsnæðiskerfinu. Inngang flytur Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra. Fundiríkvöld ITC-deildin Korpa ITC-deildin Korpaheldur deild- arfund í safnaðarheimili Lága- feUssóknar í kvöld kl. 20.00. Upp- lýsingar veitír Guðriður í síma 667797. Ajmenn skyndíhjálp í kvöld hefst 4ra kvölda nám- skeiö í almennri skyndihjálp á vegttm Reykjavikurdeildar RKÍ. Kennt verður í Fákafeni II, 2 hæð, og er þátttaka heimil öhum 16 ára og eldri. Upplýsingar og skráning er í síma 688188. Áfram suðaustanátt Það verður áfram suðaustanátt og hlýindi. Víða verður kaldi eða stinn- ingskaldi en sums staðar aUhvasst Veðrið í dag þegar kemur fram á daginn. Þurrt verður norðan- og norðaustanlands en dálítil rigning eða súld öðru hverju í öðmm landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan stinningskaldi, skýjað og rigning annað slagið. Hiti verður á bUinu 7 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.05 Sólarupprás á morgun: 9.20 Síðdegisfióð í Reykjavík: 20.29 Árdegisflóð á morgun: 8.50 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 7 Egilsstaðir alskýjað 8 Galtarviti alskýjað 9 KeflavíkurflugvöUur rigning 9 Kirkjubæjarklaustur rigning 8 Raufarhöfn skýjað 4 Reykjavík súld 9 Vestmarmaeyjar þoka 8 Bergen léttskýjað 0 Helsinki alskýjað 0 Ósló skýjað 2 Stokkhólmur skýjað 0 Þórshöfn rigning 7 Amsterdam þokumóða 5 Barcelona þokumóða 14 Berlin þoka 0 Feneyjar þoka 12 Frankfurt þokumóða 4 Glasgow mistur 7 Hamborg þokumóða 3 London mistur 10 Madríd skýjað 9 Malaga skýjað 17 Mallorca skýjað 15 Montreal alskýjað 0 New York skýjað 7 Nuuk alskýjað -2 París þoka í gr. 9 Valencia léttskýjað 12 Vín aUskýjað 5 Winnipeg alskýjað 0 Hörður Helgason, þjálfari ÍA: „Að taka við þjálfun ÍA er eins og að koma heim og starfið leggst vel í mig,“ segir Hörður Helgason sem nýverið tók við þjálfun knatt- spyrnuliðs ÍA. „Það eru miklar breytingar á liðinu eins og flestum öðrum knattspymuliðum um land- íð. Það koma ungir og upprennandi menn inn tU liös við kjölfestumar Sigurð Jónsson og Ólaf Þórðarson. Það er skemmtUegt tíl þess að hugsa að þegar ég þjálfaöi IA síðast voru þessir tveir ungir og upprenn- andi.“ Knattspymuþjálfun er ekki aðal- starf Harðar því hann kennir ensku og dönsku við Fjölbrauta- skólann á AkranesL Hann segist ætla aö minnka við sig kennsluna á vorönn þegar þjálfunin er komin á fullt skrið. Hörður hefur þjálfað víðar en á Skaganum og meðal annars í Reykjavík, Garðabæ, Ak- ureyri og Húsavík. „Eg hef lengi verið með knatt- spymudelluna. Ég er fæddur og uppalinn við KR-völlinn, síðan flutti í austurbæinn og gerðist Framari þar til ég flutti til Akra- ness liðlega tvítugur er ég gifti mig.“ Akranes er mikill knattspyrnu- bær og Hörður segir að íbúarnir taki virkan þátt í gengi liðsins. fáum óspart að heyra það gengur en líka mikið hrós þegar við stöndum okkur veL Það er sérstakt við Akranes að hver einasti íbúi fylgist með fótbolta enda höfum við átt gott lið frá því gullaldarliðið kom fram upp úr 1950.“ Hörður er kvæntur Sigrúnu Sig- urðardóttur, læknaritara við heilsugæslu Akraness, og eiga þau tvo syni. Sá eldri, Sigurður Már, 23 ára, er við nám á ítaliu ásamt xmnustu sinni. Yngri sonur þeirra er Orri, 21 árs, sem vakið hefur athygli með nýrri plötu sem hann gaf út nýlega. „Um þessar mundir hef ég mik- inn áhuga á tónlLst eins og gefur að skilja,“ segir Hörður Helgason. Fimm leikir verða í Nissan- deildinni í handbolta í kvöld. Stjarnan-FH, KR-Valur, Aftur- elding-KA og Vikingur-IBV hefja sína leiki klukkan 20.00 en hálf- tíma síðar byrjar leikur Þórs og Selfoss. í 1. deild kvenna í handbolta verða þrír leikir. Ármann og Haukar byrja klukkan 18.15, leik- ur Vals og FH byijar klukkan 18.00 og Grótta og Fram byrja klukkan 20.00. Skák Fjórir sterkir stórmeistarar, Gelfand, Sírov, Adams og Kotronias, reyndu með sér á móti í Khalkidiki í Grikklandi fyrir skemmstu. Gelfand stóð uppi sem sigur- vegari eftir bráðabana við Sírov. Sá síðar- nefndi leikur þó aðalhlutverkið í stöðu dagsins með hvítt og á leikinn gegn Ad- ams: 8 7 6 5 4 3 2 1 33. Ra7! Ke8 34. Rc6 og nú gafst Adams upp, þvi að eftir 34. - Ha8 35. Rb6! taka riddararnir fræknu alla reitina af svarta hróknum - ef hann hrökklast til a6 kem- ur 36. Hxd8 mát. Jón L. Árnason I A % # A A A £> A A A ^ ^ A <3 n <] Jí' A ABCDEFGH Bridge Norski unglingalandsliðsmaðurinn Geir Olav Tislevoll var sagnhafi í þessu spili og úrvinnsla hans var mjög fagmannleg. Sagnir gengu þannig: suður gjafari og allir á hættu: ♦ K10953 V -- ♦ Á763 + KG103 V ÁKG10874 ♦ D104 + 65 W JJÖ74 V 95 ♦ 982 * ÁG6 ¥ D632 ♦ KG5 + ÁD4 Suður Vestur Norður Austur 1 G 3f 4» Pass 4* Pass 5+ Pass 5é Pass 64 p/h Vestur hindrunarsagði á þremur hjört- um og norður krafði með fjórum hjört- um. Suður sagði fjóra spaða, næstu tvær sagnir voru fyrirstöðumeldingar og síðan sagði norður slemmuna. Útspil vesturs var hjartaás og Tislevoll trompaði í bhnd- um. Því næst svínaði hann spaðatiu, spU- aði spaða á gosa og tók spaðaásinn. Næst kom lauf á tíuna og spaðakóngur sem hreinsaði öU trompin úr umferð. Tisle- voU tók nú þijá slagi á lauf og sat eftir með hjartadrottningu og KG5 í tígU heima. Hann vissi að vestur átti einn spaða og tvö lauf og hann átti að öUum líkindum sjöUt í hjarta fyrir hindrunar- sögn sinni. Tigullinn lá því að öUum lik- indum 3-3 hjá andstöðunni og spumingin þvi aðeins sú hver átti drottninguna í tígh. TislevoU ákvað loks, eftir nokkra yfirlegu, að spUa upp á að vestur ætti drottninguná fyrir innkomu sinni á hætt- unni. Hann spUaði því tigU á kóng og síð- an hjartadrottningunni. Vestur, sem hafði haldið dauðahaldi í drottninguna þriðju í tígli, fór rnn á hjartakóng, en varð að spUa upp í tigulgaffaUnn. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.