Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Falskur kór
Aðgerðir ríkisstjómarinnar 1 vaxtamálum hafa nú
mestmegnis fengið góðar viðtökur. Þeir em fáir, sem
ekki syngja þeim lof og prís. Raunar læðist fljótt að mönn-
um sá grunur, að ekki sé allt með felldu með þann hal-
elújakór. Meinið er, að kórinn er falskur.
Stjórnarandstaðan fagnar aðgerðum ríkisstjómarinn-
ar og segir, að þær hefðu átt að koma fyrr. Alþýðubanda-
lagsmenn em einkum ánægðir með, að stefna markaðs-
vaxta hafi orðið að víkja. Horfið hafi verið frá frjáls-
hyggju í vaxtamálum, og það „vígi sé fallið“. Stjórnarand-
stæðingar vildu hvort sem er, að við tækjum stór lán
erlendis til að halda okkur uppi 1 samdrættinum. For-
ystumenn á vinnumarkaðnum, beggja vegna borðsins,
taka aðgerðunum eins og himnasendingu. Nú fari „allt
af stað“. Þetta sé það, sem lengi hafi þurft að gera. Jafn-
vel bankamenn þora ekki annað en að taka aðgerðunum
vel. En er allt sem sýnist?
í aðgerðunum felst einmitt, að tekin verða lán erlend-
is, þar sem ríkið fær ekki nóg hér á landi eftir lækkun
vaxtanna. Því hggur að baki þessum aðgerðum það sjón-
armið, að við þurfum ekki að óttast um skuldastöðu
okkar erlendis og greiðslubyrði gagnvart útlöndum. Þar
skýtur því skökku við, skömmu eftir að til dæmis utan-
ríkisráðherra hafði margsinnis varað sérstaklega við
því, að erlendar skuldir okkar væru komnar á hættulegt
stig. Það sem gerzt hefur er í reynd, að ríkisstjórnin hef-
ur gefizt upp á aðhaldi. Nú er þjóðinni gefin sprauta til
að fleyta sér á að minnsta kosti fram yfir sveitarstjórnar-
kosningar og kannski eitthvað lengur. Til þess er tekin
mikil áhætta. Þjóðhagsstofnun hafði spáð, að við ættum
enn eftir erfitt samdráttarár, 1994. Nú er ætlunin að fleyta
sér fram yfir það, hvað sem.það kostar. Það er kosninga-
lykt af þessu máli.
Þetta er slæm stefna. Það er einfaldlega röng kenning,
að skuldastaða þjóðarinnar sé allt í einu orðin „ásættan-
leg“.
Þorvaldur Gylfason prófessor er einn þeirra, sem var-
ar við þessari nýju stefnu ríkisstjómarinnar. Hann segir
í viðtah við DV í gær, að ekki sé hyggilegt að lækka vexti
með því að taka erlend lán og auka þannig peningamagn
í umferð. Þessi ákvörðun sé íghdi peningaprentunar hér
heima fyrir. Erlendar skuldir aukast og greiðslubyrðin
þyngist, jafnvel þótt þjóðin sé komin út á yztu nöf í þeim
efnum. Aukið peningamagn í umferð kunni einnig að
stofna stöðugleikanum í þjóðarbúinu í hættu.
Ríkisstjómin fari þessa leið í stað þess að ráðast í
nauðsynlegar og löngu tímabærar skipulagsbreytingar í
sjávarútvegi, landbúnaði og bankakerfmu. Þetta viður-
kenni stjómvöld og við það aukist hættan á að iha fari.
Skuldir þjóðarinnar nálgast að verða 68 prósent af
framleiðslunni í landinu á næsta ári. Greiðslubyrði vaxta
og afborgana af erlendum lánum verður um 37 prósent
af öllum tekjum okkar af útflutningi. Þar erum við kom-
in að hættumörkum. Stjómvöld hunza þessa stöðu og
fara þá leið að auka enn á erlendu skuldirnar.
Við riálgumst því hengiflugið eftir síðustu aðgerðir
stjómarinnar. En Þorvaldur Gylfason segist þó eiga von
á því, að „stjómvöld eða almenningur grípi í taumana,
áður en við förum fram af hengifluginu“.
Þessi uppgjöf ríkisstjómarinnar kom flestum á óvart.
í bih reyna menn að una glaðir við sitt og telja sér trú
um, að ríkisstjómin viti hvað hún gerir. í rauninni veit
stjómin það ekki.
Haukur Helgason
Gildi stöðug-
leikans
Nú er að líða vel fram á sjötta
árið af sjö mögrum árum í efna-
hagssögu okkar. Við horfum fram
á 22% lækkun kaupmáttar ráðstöf-
unartekna á mann á árunum 1987-
1994 og 6% fækkun starfa í atvinnu-
lífinu. Að vísu má segja að árið
1987 hafi verið algjört toppár og
ekki eðlileg viðmiðun en engu að
síður hefur tíminn síðan þá verið
lengsti erfiðleikakafli í efnahags-
sögu lýðveldisins.
Miklar tiltektir
Þessi langi erfiðleikatími hefur
líka verið tími mikilla tiltekta í ís-
lensku efnahagslífi sem skilar sér
í mun sterkara atvinnulífi þegar
ytri skilyrði fara að snúast okkur
í hag. Verðbólgan er nú smáræði
miðað við það sem áður var. Við-
skiptahallinn hefur náöst verulega
niður þannig að erlendar skuldir
vaxa ekki að raungildi og innra
jafnvægi milli atvinnugreina og
landsvæða er betra en áður. Skatt-
kerfið hefur verið fært í nútíma-
horf. Samkeppnislög hafa tekið við
af lögum um verðlagshöft og sam-
keppni hefur stóraukist á flestum
sviðum atvinnulífsins.
Miklar umbætur hafa verið gerð-
ar á fj ármagnsmarkaði með já-
kvæðum raunvöxtum og pólitísk
stýring á fjármagni er nánast horf-
in. Gjaldeyrisviðskipti eru að verða
frjáls og krónan er skráð á mark-
aði. Við höfum gengið í EES sem
færir okkur mikilvæg réttindi á
stærsta markaði heimsins.
Sóknarhugur
Með lítilli verðbólgu eykst verð-
skyn og meira verður úr peningun-
um. Rekstur bæði heimila og fyrir-
tækja verður markvissari. Þegar
utanríkisviöskiptin eru svo nálægt
KjaUarinn
Vilhjálmur Egilsson
alþingismaður, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands
jafnvægi sem nú fær sjávarútveg-
urinn aukið svigrúm. Bæði er
raungengi krónunnar lágt en ekki
hefur síður þýðingu að mun betur
gengur að hagræða og ná niður
kostnaði við aðfóng. Jafnvægi út á
við gerir atvinnugreinarnar líka
jafnt settar inn á við. Mikið er um
nýsköpun í atvinnulífinu og ekki
síst í útflutningsgreinum. í sjávar-
útvegi er mikill sóknarhugur í
mörgum fyrirtækjum þrátt fyrir
samdrátt i þorskveiðum.
Menn sækja nú hver af öðrum
út úr landhelginni og gera meiri
verðmæti úr því sjávarfangi sem
er að hafa við strendur landsins.
Þetta sést vel, t.d. á nýjum tölum
um eftirspurn eftir starfsfólki þar
sem fyrirtæki í fiskvinnslu búast
við að fjölga starfsfólki. Stöðugleik-
inn og jafnvægið hafa leitt til þess
að fólk er nú farið að leita aftur út
á land þar sem atvinnuástand er
víða vel þokkalegt.
Fjárfest í innri vinnu
Atvinnulífið hefur verið á fleygi-
ferð að búa í haginn fyrir framtíð-
ina. Þótt íjárfestingar í byggingum,
vélum og tækjum hafi dregist sam-
an er mikið um ósýnilegar fjárfest-
ingar í bættum vinnubrögðum,
innri skipulagningu, markaðssetn-
ingu og leit að nýjum möguleikum.
Allt þetta er fyrst og fremst
spurning um vinnu og í íslenskum
fyrirtækjum er mikið lagt á sig
þessa dagana til þess að auka sam-
keppnishæfni þeirra. Vissulega
hafa gjaldþrotin og rekstrarerfið-
leikarnir tekið sinn toll. En stöðug-
leikinn og jafnvægiö munu skila
sér í fleiri störfum, hærri launum
og betri lífskjörum.
Vilhjálmur Egilsson
„Stöðugleikinn og jafnvægið hafa leitt
til þess að fólk er nú farið að leita aftur
út á land þar sem atvinnuástand er
víða vel þokkalegt.“
Skoðanir annarra
Útgefendur til f yrirmyndar
„Það er fátt, ef nokkuö, mikilvægara fyrir at-
vinnulífið, heimilin og þjóðarbúskapinn en að halda
þeim stöðugleika í efnahagslífi og verðlagi sem unn-
izt hefur og sýnir sig í minni verðbólgu hér en í
helztu viðskiptalöndum okkar síðustu misserin. ...
Það er því af hinu góöa þegar áhrifaaðilar á verðlag
í landinu taka ákvarðanir af þeim toga sem þorri
bókaútgefenda hefur nú gert. ... Fólkið í landinu
þarf að láta bókina njótaþessarar jákvæöu afstöðu."
Ur forystugrein Mbl. 31. okt.
Réttindi og
skyldur milliríkjasamninga
„Nú er ekki rifist um skinku eða kalkúna, heldur
meðlætið, grænmetið.... Þegar þjóðir gera með sér
milliríkjasamninga öölast samningsaðilar tiltekin
réttindi og takast einnig á hendur skyldur. Með
EES-samningnum fengu Islendingar umtalsverð toll-
fríðindi á mikilvægustu útflutningsvöru þjóðarinn-
ar, sjávarafurðum. Ýmsir aðrir möguleikar opnast
fyrir atvinnufyrirtæki og almenning, en á móti verð-
ur samkeppnin harðari en verið hefur.“
Úr forystugrein Tímans 2. nóv.
Forsendur erlendrar lántöku
„Forsendur fyrir því að ríkissjóður getur nú í
auknum mæli leitað á erlendan lánamarkað eru
annars vegar að ríkissjóðshallinn vaxi ekki umfram
það sem áformað er í fyrirliggjandi fjárlagafrum-
varpi og hins vegar aö stöðugleiki haldist í efna-
hags- og atvinnulifi landsmanna. Almenn vaxta-
lækkun i kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar
skapar skilyrði fyrir atvinnufyrirtækin til að fjár-
festa á nýjan leik og leggja þannig grunn að hag-
vexti. Bankar og lífeyrissjóðir þurfa að sjálfsögðu
að fylgja vaxtalækkuninni eftir.“
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í Mbl. 2. nóv.