Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Viðskipti Húsbrvísit. VÍB 165- 160' 155- 150' 145' I II =r Mi Fi :ö Má Pr Bensín (super) Þr Mi Fi Fö Má Kauph. í London Þr Mi Fi Fö Má Þr Gengi pundsins Þr Mi Fi Fö Mé Þr Ýsa á fiskm. Þr Mi fi Fö Má Þr Gottverð áýsunni Meðalverð fyrir slægða ýsu hef- ur verið nokkuð gott á íslensku fiskmörkuðunum að undan- förnu, fór hæst í rúmar 140 krón- ur kílóið í gær. Eftir mikil affoll af húsbréfum á mánudag rauk húsbréfavísitala VÍB upp um ein 11 stig, eða í 162 stig í gær, og hefur ekki farið svo hátt áður. 98 okt. bensín fór lækkandi í verði á Rotterdam-markaði í síð- ustu viku en hélst stöðugt þegar markaðurinn var opnaður aftur á mánudag. Hlutabréfavísitala FT-SE 100 í London hefur haldist stöðug und- anfama daga. Gengi pundsins gagnvart ís- lensku krónunni hefur hækkað nokkuð síðustu daga vegna þeirr- ar ákvörðunar stjómvalda að lækkaekkivextiánæstunni. -bjb íslenskur æðardúnn selst lítið sem ekkert: Alvarlegasta staða síðan fyrir stríð - tekjur gætu lækkað úr 140 milljónum niður fyrir 50 íslenskur æðardúnn hefur selst af- ar illa undanfarin þrjú ár og þótt ekki sé útséð um haustsöluna eru allar horfur á lélegri sölu í ár. Miðað við verðlækkun um 30% og helm- ingssamdrátt í sölu síðustu þrjú ár má gera ráð fyrir að tekjur af æðar- dúni þetta árið fari niður fyrir 50 milljónir króna, miðað við sölu upp á 140 milljónir þegar best lét fyrir fáum árum. Æðarræktandi á Vest- fjörðum sagöi í samtali viö DV að greinin hefði ekki verið í jafn alvar- legri stöðu síðan fyrir síðari heims- styrjöldina, eða í rúma hálfa öld. Æðardúnn hefur aðallega verið fluttur út til Þýskalands og þaðan til Japans, en einnig beint á Japans- markað. Sölusamdrátturinn hefur oröið á báðum stöðum og telja menn ýmsar ástæður liggja að baki. Meðal þeirra er kvikmynd sem sýnd var í Evrópu í sumar um ungverska gæsa- bændur þar sem þeir sáust smala gæsum inn í tjöld og reyta þær lif- andi. Þannig fá þeir ungversku gæsadúninn og var fullyrt í mynd- inni að svo væri einnig gert við æð- ina. Umhverfisverndarsinnar hafa nýtt sér þetta og áróður þeirra hefur haft áhrif á Evrópumarkaði og víöar. Japanar hættir að kaupa Önnur ástæða fyrir sölusamdrætti er almenn kreppa á heimsmarkaöi þar sem framboð af æðardúni hefur aukist um leið og eftirspumin hefur snarminnkað. Zophanías Þorvalds- son, æðarræktandi á Læk í Dýra- firði, sagði við DV að japanskir heild- salar hefðu keypt og keypt æðardún án þess að geta selt hann sem skyldi og rúm tvö ár væru liðin síðan þeir nánast hættu að kaupa æðardún. Aö sögn Zophaníasar hlaða æðarrækt- endur upp birgðum og dæmi eru um nokkra sem engan dún hafa getað selt í tvö ár eöa hreinlega ekki viljað selja. „Verðlagning á dúninum var kom- in upp fyrir hættumörk og mátti ekki Þessi mynd er tekin í æðarvarpi á Sveinseyri við Tálnafjörð. Ekki eru góö- ar horfur á að dúnninn af þessum æðarfugli muni seljast. íslensk æðarrækt hefur ekki verið í jafn alvarlegri stöðu siðan fyrir seinni heimsstyrjöld, eða í rúma hálfa öld. við neinum efnahagsþrengingum. Neytendamarkaðurinn hrundi gjör- samlega. Ég held að áróður umhverf- isverndarsinna hafi ekki skipt nein- um sköpum þótt vissulega hafi hann haft áhlrif, einkum á Evrópumark- aði,“ sagði Zophanías. Bati ekki sjáanlegur Enn aðra ástæðu fyrir sölusam- drætti nefndi Zophanías aukið fram- boð æðardúns á Evrópumarkaði frá löndum eins og Kanada og Græn- landi. „Síðan hefðum við framleið- endur og úrvinnsluaðilar á íslandi getað vandaö okkur betur með vör- una. En á meðan vel gengur hugsa menn kannski ekki mikið um slíkt. Því miður sé ég ekki nokkur teikn á lofti um að sölumálin lagist á næst- unni. Þó svo væri þá er birgðastaða ræktenda það slæm að markaðssetn- ing yrði vandræðaleg," sagði Zop- hanías Þorvaldsson á Læk í Dýra- firði. Aðalfundur Æðarræktarfélags ís- lands fer fram á næstunni og þar mun sölumálin örugglega bera á góma. Af samtölum við æðarrækt- endur er ljóst að menn eru uggandi um sinn hag. Vel á annað hundrað manns stunda æðarrækt á íslandi með einum eða öðrum hætti. Hjá all- flestum er um aukabúgrein að ræða. -bjb Ávöxtun ríkisvíxla lækkar Þegar litið er á gengisþróun hluta- bréfavísitalna og verðbréfa undan- famar vikur vekur mesta athygli hvað vísitölur húsbréfa og spariskír- teina hafa hækkað stöðugt hjá Verð- bréfamarkaði íslandsbanka, VÍB. í byrjun júlí sl. var húsbréfavisital- an 140 stig en var í 155 stigum sl. mánudag. Spariskírteinavísitalan stóð í 358 stigum í júlíbyijun en er núna komin yfir 380 stig. Hlutabréfa- vísitala VÍB hefur sveiflast nokkuð til síðustu 5 mánuði, alveg frá 580 stigum upp í 610 en er núna í jafn- vægi. Ávöxtun ríkisvíxla hjá Verðbréfa- þingi íslands hefur lækkað jafnt og þétt í útboðum síðan í júlí á þessu ári, frá því að vera 8,35% í júlíbyijun niöur í 7,62% í síðasta uppboði í lok október. Gengi hlutabréfa í nokkrum stærstu fyrirtækjunum á hlutabréfa- markaði hefur haldist nokkuð stöð- ugt aö undanfórnu ef hlutabréf í Eimskip em undanskilin af þeim sem em í grafapakkanum hér að neðan. Hlutabréf í Eimskip vora á genginu 3,95 í júlí sl. en núna eru þau seldágenginu4,15. -bjb . 160 '* 155 f 150 ’ 145 \ 140 Ö 135 - 130 J Á S O N J Á S O N J Á S O N t\r 4,4 4,2 0,78 S 0 N J Á S O N J Á Á S O N 5,5 milljarða viðskiptahalla spáðáþessu ári Viðskiptahalli við útlönd hefur minnkað verulega frá árinu 1991 þrátt fyrir lakari viðskiptakjör og minni útflutning. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofn- unar. Áriö 1991 nam viðskipta- hallinn 18 milljörðum króna en Þjóðhagsstofnun spáir 5,5 millj- arða halla í ár. Þjóðhagsstofnun segir þennan bata skýrast aö mestu af minni innflutningi. Miklar sveiflur hafa einkennt innflutning síðan 1984. Þannig jókst innflutningur um rúm 23% að raungildi á milli ár- anna 1986-87 en dróst saman um tæp 8% á milli áranna 1991-1992. Á þessu ári er búist við 10,2% samdrætti í innflutningi og á næsta ári er spáö frekari sam- drætti, eða um 3,4%. Raungengikrón- unnarekki lægraíáratugi Raungengi krónunnar er nú lægra en veriö hefur um áratuga- skeið. Raungengið reyndist 8,5% lægra í október en að meðaltali í fyrra. í Hagvisum Þjóðhagsstofnunar segir að gengisfellingamar i nóv- ember og júní sl., samhliða svip- aðri verðbólgu og í viðskiptalönd- um, hafa bætt samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs verulega. Stofnunin vekur athygli á að til- færsla skatta frá fyrirtækjum tii heimila hafi einnig bætt sam- keppnisstöðuna en á móti komi mun hærri raunvextir á íslandi en í viðskiptalöndunum og dragi þar með úr hagræði af lægra raungengi. Sjávarafurðir lækkaíverði Verð á íslenskum sjávarafurö- um heldur áfram að lækka. Lækkunin í október nam 0,6% i SDR gjaldmiðli og stafaði einkum af verðlækkun á rækju og sjó- frystum fiski, samkvæmt því sem kemur íram í Hagvísum. Meðalverð á sjávarafurðum er nú tæpum 18% lægra í SDR en aö meðaltali í fyrra. Verðlækkun- in í krónum er mun minni, eða 1,5% miðað við síðasta ár. í krón- um talið reyndist verð sjávaraf- uröa 2,9% hærra á þriðja órs- fjórðungi en ó þeim fyrsta. Túnfiskveiðar ílndlandshafi Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, SH, hefur undirritað samn- ing við indverska fyrirtækið Tikkoo Corp. um stofnun sam- starfsfyrirtækis á Indlandi er hafi með höndum veiðar og vinnslu á 50 þúsund tonnum af túnfiski á árier félagið fengi úthlutaö innan efnahagslögsögu Indlands. SH leggur til helming hlutaíjár, um 140 milljónir króna, og mun hafa meö höndum gæðastjómun í fyrirtækinu. Auk þess mun SH leggja fram tækniþekkingu, sjá um markaðssetningu og stjórna útgerðarþætti fyrirtækisins í Ind- landl Fundaðum vaxtamálin Viðskiptaráöherra mun út- skýra aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í vaxtamálum á opnum fundi á Hótel Sögu í kvöld. Auk þess munu nokkrar „kanónur" úr viö- skiptalifinu og verkalýösfor- ustunni sitja fyrir svöram. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.