Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
9
__ Síðasta vika ___
borðdúkaútsölunnar
Gerið góð kaup til brúð
argjafa og jólagjafa.
Handunnir borðdúkar.
Straufríir borðdúkar með
30% afslætti.
Jóladúkar og jólavörur. Ódýrar svuntur. Tilvalið á
basara.
Uppsetningabúðin
Hverfisgötu 74
sími 25270
Utlönd
Áform um hluta-
félagsvæðingu
sænska póstsins
íuppnámi
Svo kann að fara að hætt verði að
breyta sænsku póstþjónustunni í
hlutafélag. Hvorki jafnaðarmenn né
þingmenn hins hægrisinnaða Nýs
lýðræðis vilja sjá það.
„Ég fæ ekki séð nokkurn ávinning
að þessu,“ segir Bert Karlsson, vara-
formaður Nýs lýðræðis. Hann telur
einnig að póstþjónustan mundi segja
upp tíu þúsund starfsmönnum um
leiö og hún yrði gerð aö hlutafélagi.
Sænska ríkisstjómin lagði fram til-
lögur um málið á þingi þann 18. okt-
óber og samkvæmt þeim á að stofna
hlutafélagið á næsta ári. Öll hluta-
bréf verða í eigu ríkisins.
Göran Persson, talsmaður jafnað-
armanna í efnahagsmálum, sagði að
flokkurinn væri á móti tillögunni.
TT
Ugglastalarum
öryggismál í
Maríuhöfn
Margareta af
Ugglas, utan-
ríkisráðherra
Sviþjóðar, ætl-
ar að leggja út
ai' greinargerö
um norræna
utanríkispóli-
tík í umræðun-
um utanríkis- og öryggismál á
fundi Norðurlandaráös i Maríu-
höfn á Álandseyjum í næstu viku.
Utamikis- og öryggismál hafa
löngum verið bannvar a áfundum
Norðurlandaráðs en á undan-
förnum tveimur til þremur árum
hefur orðið breyting þar á. Það
var Thorvald Stoltenberg, þáver-
andi utanríkisráðherra Noregs,
sem reið á vaðið á fundi Norður-
landaráös í Árósum i fyrra.
FNB
Leynifundir um Júgóslavíu í Noregi:
Króatíuf orseti skemmdi f yrir
Leiðtogar Serba í Krajinahéraði í
Króatíu sökuðu Franjo Tudjman,
forseta Króatíu, um að hafa grafið
undan leynilegum friðarviðræðum
sem haldnar voru í Ósló með því að
krefjast þess að héraðið, sem er und-
ir yfirráðum Serba, yrði áfram hluti
af Króatíu.
' Tanjug fréttastofan hafði það eftir
Serbunum að viðræðurnar hefðu
gengið vel þar til Tudjman skipaði
sendinefnd sinni að vísa til Krajina-
héraðs sem hluta af Króatíu.
Norska fréttastofan NTB segir að
leiðtogar Serba og Króata hafi komið
til Óslóar á mánudag og fundur
þeirra hafi verið að undirlagi sátta-
semjara Sameinuðu þjóðanna, þeirra
Thorvalds Stoltenbergs og Knuts
Vollebáks.
Stoltenberg kom til Stokkhólms í
gær og aðspurður vildi hann ekkert
segja um leynilegar viðræður milli
Serba og Króata. „Þá væru þær ekki
leynilegar lengur," sagði hann.
Reuter, NTB, TT
Forlagtvöfaldar
verðlaunaféí
máli Nygaards
Norska Aschehoug bókaforlag-
ið hefur tvöfaldað þá fjárhæö sem
í boði er fyrir þann sem getur
veitt upplýsingar um morðtil-
ræðið viö William Nygaard út-
gáfustjóra í síöasta mánuði. Verð-
launaféð nemur nú um 25 millj-
ónum íslenskra króna.
Fjölmiðlar settu morðtilræðið
þegar í samband við Salman Rus-
hdie og útgáfu bókar hans,
Söngva satans, á norsku á vegum
Aschehoug. írönsk stjómvöld
hafa dæmt allta sem hafa komið
nálægt útgáfu bókarinnar til
dauða
Clinton borgar
ekkijafnhá laun
ogforverinn
Bíll Clinton
Bandaríkjafor
seti greiðir
hæst settu að-
stoðannönnum
sínum rúmlega
sex hundruð
þúsund krón-
um minna í
laun á ári en George Bush gerði.
Samt fa þeir launahæstu hjá
Clinton rúmar átta milljónir
króna á ári.
Daglbaöið Washington Post
skýrði frá því að 26 karlar og 17
konur í starfsliði Clintons fái sjö
milljónir eða meira í árslaun. Þá
þiggja hundruð starfsmanna for-
setans mjög lág laun miðað við
það sem gengur og gerist í Was-
hington, eða um tvær milljónir
króna á ári eða minna.
Skipgrænfrið-
unga kyrrsett í
einavikuenn
Lögreglan í Tromsö í Norður-
Noregi hefur fengið heimild dóm-
stóla til að hindra brottför Solo,
skips m'ænfriðunga, frá bænum
fram til 10. nóvember vegna mót-
mælaaðgerðanna við olíuborpall-
inn Ross Rig í Barentshaíi fyrir
stuttu.
Lögreglan hefur lagt hald á
vegabréf Alberts Kuikens skip-
stjóra og Pauls Horsmans leið-
angursstjóra. Þá hefur hún einn-
ig tekiö ijóra gúmbáta í sína
vörslu vegna rannsóknar máls-
ins.
Að sögn lögfræðings grænfrið-
unga munu tafírnar í Tromsö
verða til þess að erfltt verður fyr-
ir samtökin að standa við samn-
inga um aðgerðir í sjö löndum til
áramóta. NTB,Rcuter
Kaþólikkar og mótmælendur á
Norður-írlandi ætla að halda á lofti
minningu unglingsstúlkunnar Kar-
enar Thompson sem lét lífið í tilræð-
inu á kránni við Londonderry um
síðustu helgi.
Karen var aðeins 16 ára þegar hún
var myrt eftir að hafa boðið byssu-
mönnunum birginn. Hún sagði að
sér þætti þetta ekkert fyndið þegar
þeir spurðu hvort hún vildi heldur
grikk eða greiða. Þeir svöruðu með
því að skjóta hana í andlitið með
vélbyssu af stuttu færi.
Það þykir kaldhæðnislegt að faðir
Karenar heitinnar er mótmælandi
en móðirin kaþólsk. Báðir aðilar
þurfa því að hefna hennar en óvíst
er hvort úr verður enda er nú leitað
allra leiða til að semja um frið.
Útför fómarlamba tilræðisins á
Sólrisukránni var gerð í gær. Alls
féflu sjö menn
þegar byssu-
menn úr liði
mótmælenda
réðust inn á
krána og skutu
á allt sem
hreyfðist. Kar-
en var yngst Karen Thompson.
þeirra sem lét-
ust en elsta fómarlambið var 81 árs.
Ellefu særðust í árásinni.
Áhrifamenn í söfnuðum kaþólikka
og mótmælenda hafa heitið því að
nú verði lát á ofbeldisverkunum á
Norður-írlandi. Öfgamenn eru þó að
sögn staðráðnir í að láta ekki hér
staðar numið og hefna fyrri ódæðis-
verka með nýjum.
Fórnarlömbin voru valin af handa-
hófl. Kráin var líka valin af handa-
hófi. Byssumennimir hugsuðu um
það eitt að finna krá kaþólikka og
drepa þar sem flesta.
Thomas Mullen missti Steven bróður sinn í tilræðinu á kránni. Mikið fjöl-
menni var við útförina í Greysteel í gær. Mikið er nú gert til að ná sáttum
milli manna en óvíst er um árangur. Símamynd Reuter
BoyGeorgesver
árastráks
„Ég vildí að
þessi stákur
væri sonur
minn en s\ o er
baraekki," seg-
ir poppsijarnan
:;Íþý::ÖéÖÍ|é:ÚÍÍÍ::::
kröfu bandar-
iskrarkonuum
meðlag með sjö ára gömlum syni
sínum. Konan heitir Carol Wison
og vann um tíma hjá fyrirtækinu
sem gefur út plötur stjörnunnar.
Boy George sagðist í gær þess
albúinn að láta reyna á málið fyr-
ir rétti. Hann er yfirlýstur hommi
og hefur búið með sama mannin-
um i átta ár. „Sambýlingur minn
er ekki þungaður svo að ég viti,“
sagði kappinn.
Skólasfjóri setti
byssumann í
skammarkrók
„Ég sagði bara við manninn að
svona höguðu menn sér ekki í
mínum skóla," segir George
Hirchberg, skólastjóri við barna-
skóla í New Jersey í Bandarikj-
unum.
Skólastjórinn mætti byssu-
manni á göngum skólans og virt-
ist sá eiga eitthvað vantalað við
starfsmann þar. Stjóri hellti sér
yfir manninn sem varð lafhrædd-
ur og iét frá sér byssuna fremur
en að sitja lengur undir reiöilestr-
inum.
Skauthrottann
eiginmannsinn
íréttarsalnum
Ellie Nesler, rúmlega fertug
húsmóðir í Kaliforníu, fær trú-
lega 15 ára fangelsisdóm fyrir að
skjóta eiginmann sinn til bana í
réttarsal.
Konan hafði kært mann sinn
fyrir barsmíðar og kynferðislega
misnotkun á syni þeirra og þrem-
ur öðrum drengjum. í réttinum
ákvað hún að taka dómsvaldið i
eigin hendur og skaut manninn.
Flóttakonanvill
>á
glæpsínum
Katherine
Ann Powers,
konan
dyljast
rísku lögregl-
unni i 23 ár,
hefur ákveðiö
að áfrýja dómnum yfir sér.
hefur þó ekkert við 12 ára fanga-
vist að athuga en hún telur ót-
réttlátt að dómarinn skyldi banna
sér aö selja útgáfurétt á ævisögu
sinni.
Katherine Ann hefur fengið
fiölda tilboða í söguna en dómar-
inn taldi óréttlátt að hún fengi að
hagnast á að óvirða lög og rétt
órum saman.
Enginnerlátinn
úreyðni, 3Tára
Stjómmálamaðurinn Afls Eng-
inn er látinn úr eyöni í Kalifor-
íriu, 37 ára gamall. Hann varð
frægur fyrir að breyta nafni sínu
úr David Powers i Alls Engan eöa
Absolutely Nobody áður en hann
bauð sig fram til ríkisstjóra i
Washingtonríki árið 1992.
Slagorð hans var: „Kjósiö Afls
Engan". Enginn fékk 7% atkvæða
og kom sjálfum sér og öðrum á
óvart.
Norður-írar heiðra minningu Karenar Thompson, 16 ára:
Fékk vélbyssu-
skotin í andlitið