Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 14
14 L/UJGARDAGUR i:i. NÓVEMBE-R 199:1 Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÓRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasólu virka daga 140 kr. m/vsk. Helgarblað 180 kr. m/vsk. Minnisstæð ábyrgð Félög og félagasambönd launafólks hafa stuðlað að aukinni stéttaskiptingu í landinu síðasta áratuginn. Þessi aukning byijaði árið 1984 og fór að hraða á sér árið 1986, einkum í svonefndum þjóðarsáttum. Síðustu tvö ár vax- andi atvinnuleysis hafa komið skiptingunni á skrið. Konur eru íjölmennar í hópi lágstéttarinnar og á lægri stigum milhstéttarinnar. Þær stunda lakar greidd störf en karlar og fá minna borgað fyrir sömu vinnu. Margar eru einstæðar mæður. Aukin stéttaskipting á einum ára- tug hefur í heildina komið sérstaklega hart við konur. Það er því ofur eðlilegt, að pólitísk samtök kvenna veki umfram aðra athygli á lélegri frammistöðu samtaka launafólks í málefnum kvenna. Árangursleysið á þessu sviði er þó að verulegu leyti þáttur í almennu getuleysi þeirra og áhugaleysi um velferð lágstéttarinnar. Þjóðarsættir samtaka launþega hafa farið saman við lækkað ris á velferðarkerfi almennings. Það er að verða dýrara að veikjast og senda böm í skóla. Lágstéttin stend- ur 1 vaxandi mæli frammi fyrir að þurfa að velja lakari kostinn, af því að betri kosturinn er henni ofviða. Þjóðarsættir samtaka launþega hafa farið saman við aukið bil milli tekna hinna bezt settu í þjóðfélaginu og þeirra, sem eru á nöktum töxtum eða atvinnuleysisbót- um. Fimmtánfaldur munur er orðinn á tekjum ráðherr- ans og Sóknarkonunnar, en var áður minna en tífaldur. Yfirstéttin í landinu hefur komið sér hjá aðild að sam- drætti þjóðartekna. Hún hefur raunar bætt stöðu sína umtalsvert á þessu tímabih. Millistéttin og lágstéttin hafa tekið á sig aha minnkun þjóðartekna. Það er mhh- stéttinni þungur baggi og lágstéttinni shgandi baggi. í grófum dráttum má skipta þjóðinni í þijá hluta, tíu prósent yfirstétt og tíu prósent undirstétt og áttatíu pró- sent nhlhstétt. Þetta hefur ekki verið mælt hér á landi, en er ekki fjarri því, sem hefur lengi mælzt í Bandaríkjun- um. Mhhstéttin er hér alténd langsamlega íjölmennust. Yfirstéttin stjómar flestu því, sem máh skiptir í þjóðfé- laginu og skammtar sér lífskjör, sem fara batnandi á sama tíma og lífskjörum annarra hrakar. Innan yfirstétt- arinnar vex tihitsleysi gagnvart líthmagnanum og græðgi í lífsins gæði, eins og áður gerðist í Bandaríkjunum. Milhstéttin býr við sæmhegan kost á ýmsum forsend- um. í mörgum thvikum aíla hjón tvennra tekna, í öðmm hafa menn mikla vinnu, hentuga menntun eðá góða að- stöðu 1 einhveiju hinna mörgu kerfa þjóðfélagsins, sem veldur því, að þeir þurfa ekki að sæta nöktum töxtum. Samtök launafólks gæta einkum hagsmuna milhstétt- arinnar og reyna að verja hana áfóllum. Svonefndur uppmæhngaraðah hefur lengi verið einn helzti horn- steinn hinnar íhaldssömu fomstu samtaka launafólks. Forustumennimir sækja fylgi sitt í slíka mihistéttarhópa. Hagfræðhegt ósjálfstæði og hugmyndafátækt veldur því, að þau hafa ekki skorið upp herör gegn áhrifavöldum samdráttarins, annars vegar innflutningsbanni og rík- isstuðningi í landbúnaði og hins vegar fyrirstöðu sjávar- útvegs gegn uppboðskerfi veiðheyfa 1 stað kvótakerfis. í skipulegu undanhaldi ósjálfstæðra og hugmynda- snauðra samtaka launafólks er ekkert rúm fyrir hags- muni hins áhrifahtla minnihluta lágstéttarinnar. Sá hluti er bara skilinn eftir í vamarstríðinu og þjóðarsáttunum, sem varða veg launþegasamtakanna th kreppunnar. Aukin stéttaskipting er íslenzk staðreynd, kortlögð í hehan áratug. Samábyrgð samtaka launafólks á þessari stéttaskiptingu er staðreynd, minnisstæð staðreynd. Jónas Kristjánsson Happafengur lög- reglu kann aö afstýra fjöldasjálfsmorði Höfuðstaður hindurvitnamangara, grillufangara og ginningarfífla þeirra hefur á einni viku færst hornanna á milli í Evrópu, frá Snæ- fellsjökh á íslandi til Kíev í Úkrainu. Geimveruloddurum tókst með liðsinni angurgapa á fréttastöðvum sjónvarpanna að teyma nokkur hundruð manns vestur á Snæfells- nes fyrir viku en sem betur fer mun enginn hafa hlotið líkamstjón af að góna þar upp í skýin. í Kíev óttast menn hins vegar blóðbað. Frá fornu fari hafa trúvinglar og undramenn af ýmsu tagi átt frekar auövelt með að afla sér áhangenda í Suður-Rússlandi og Úkraínu. Síð- asti sprotinn á þeim meiði er Mikla hvíta bræðralagið. Trúflokkurinn sem svo kallar sig kom upp um svipað leyti og Sovét- ríkin leystust upp. Stofnandinn er Júrí Krivonogof, sálfræðingur sem leyniþjónustan KGB liafði fyrr meir á sínum snærum við að heila- þvo andófsmenn. Krivonogof lætur kenningu sína snúast um unga konu, Marínu Tav- ingun. Nefnir hann hana Maríu Devi Khristos, segir hana Krist endurkominn og boðar heimsslit með undrum og stórmerkjum af þeim sökum. Um þessi hjú hefur flykkst söfn- uður sem Krivonogof stefndi til Kíev í þessari viku. Boðaði hann að þau myndu andast á fimmtudegi en rísa upp á þriðja degi þar frá og verða uppnumin til himna á sunnudag með öllum sanntrúuð- um, hundrað íjörutíu og fjórum þúsundum, jafnframt því sem heimurinn líði undir lok. Með hliðsjón af reynslu annars staðar af heimsslitasöfnuðum af þessu tagi, Jonestown í Guyana Erlend tídindi Magnús Torfi Olafsson 1978 og Waco í Texas síðastliðið vor, óttuðust yfirvöld í Úkraínu fjöldasjálfsmorð sanntrúaðra úr Mikla hvíta bræðralaginu á tilsett- um uppnumningartíma. Höfðu þau því viðbúnað við kirkju heilagrar Sofíu í Kíev, höfuðkirkju frá 11. öld, þegar áhangendur bræðralags- ins tóku að safnast þar saman framan af vikunni. Til tíðinda dró á miðvikudag Tugum bræðralagsmanna tókst að laumast inn í kirkjuna innan um venjulega safngesti. Lýsti hópurinn yfir eign sinni á kirkjunni og þeim asetningi að hreinsa nú helgidóm- inn. Aðferðin var atlaga í því skyni að eyðileggja íkonana, helgimyndir austurkirkjunnar, sem húsið hefur að geyma. Varðliðar áttuðu sig áður en mik- il spjöll voru unnin á listaverkun- um og tóku höndum bræðralags- fólk sem til náðist. Það kom svo í ljós degi siðar að löggæslumenn höfðu veitt betur en þeim var sjálf- um ljóst. Þegar fangar tóku liver um ann- an að kyssa fætur konu einnar í sínum lióp rann upp fyrir lagavörð- um að þeir höfðu fyrir slembilukku eina náð að hafa hendur í hári sjálfrar átrúnaðargyðju safnaðar- ins. Einnig kom í ljós að kenningar- smiðurinn Krivonogof var líka í fangahópnum. Yfirvöld segjast undirbúa ináls- höfðun á hendur lionum að minnsta kosti, einkum fyrir fjár- plógsstarfsemi, en hann er talinn hafa gert sér safnaöarfélaga, sem ílestir eru ungmenni, að féþúfu. Fyrst í stað neituðu þau skötuhjú bæði að svara spurningum við yfir- heyrslur. Enn er óséð hvort bræðraiags- fólk, sem enn er frjálst ferða sinna, afblekkist viö atburðinn í kirkju heilagrar Sofíu og eftirköst hans, eða hvort það veður áfram í sömu trúarsannfæringu og tekur til viö blóðskírn til að verða uppnumið á sunnudaginn. Við öllu má búast þegar svona hópur á í hlut. í Guyana fékk safnaðarleiðtoginn James Jones á níunda hundrað áhangendur sína til að bergja blá- sýru í ávaxtasafa (svo mæðurnar ættu betra með að koma drykknum niður í börnin) við hópsjálfsmorðið fyrir fimmtán árum. Sú athöfn var svar hans við yfirvofandi handtöku fyrir morð á bandarískum þing- manni sem ætlaði að kynna sér ástandið í búðum safnaðarins. Á búgarði Branch Davidian safnað- arins í Waco brann á níunda tug manna inni í vor, eftir iila undirbúna og álappalega framkvæmda árás bandarískrar ríkislögreglu á bygg- ingasamstæðuna þar sem heimsslita- boðandinn David Koresh hafðist við ásamt áhangendum sínum. Marina Tavingun, sem áhangendur nefna Maríu Devi Khristos, biður lögreglumönnum bölbæna eftir handtök- una. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Alla hörku vantar Svíar hafa gert ráðamönnum í Evrópubandalag- inu ljóst að þeir geta því aðeins orðið aðilar að sam- eiginlegum seðlabanka og sameiginlegri gengis- skráningu að þingið samþykki ákvörðun um þaö sérstaklega. í Noregi er hins vegar ekki minnst einu orði á að þetta mál verði að bera undir þingið. Bjern Tore Godal viðskiptaráöherra segir þó að enginn munur sé á stefnu Norömanna og Svía í þessu efni. Hann ætti þá að láta vita af þeirri afstöðu þegar inn- ganga í EB er rædd i Brussel. Úr forystugrein norska Dagbladet 11. nóv. Þarflaust norrænt sjónvarp Ef þaö er eitthvað sem ekki skortir á Norðurlönd- um þá eru það fleiri sjónvarpsrásir. Og ef það er eitthvað sem skortir þá er það betri dagskrá á þeim rásum sem þegar eru í boöi. Þaö er þörf á aö styrkja opinberar sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndum en það verður að gerast innan skynsamlegra marka en ekki í nafni draumóra eins og hugmyndin um sameiginlet norrænt sjónvarp var. Vandi sjónvarpsstöðvanna er að eftir því sem rásum hefur fjölgað og útsendingar- tími lengst hefur dagskráin versnað. Vandað efni er því nær horfið af skjánum. Úr forystugrein Politiken 10. nóv. Friður áhættunnar virði Það er auðvitað áhættunnar virði að ríki Evrópu reyni að hressa upp á fyrri áætlanir um frið í Bos- níu og Hersegovínu. En þýsk-franska áætlunin, sem utanríkisráðherrar allra ríkja innan Evrópuband- lagins hafa fallist á að vinna eftir, er óhæf eins og hún er. Gjaldiö fyrir friðinn er of hátt. Hætta er á að friöurinn reynist skammvinnur og ótraustur. Úr forystugrein Berlingske Tidende 11. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.