Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Afmæli dv Ólafur Feilan Marinósson Ólafur FeOan Marinósson, bryti á ms. Múlafossi, til heimiiis aö Skip- holti 16, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Að námi loknu var hann þjónn á farskipum, m.a. á ms. Gull- fossi á árunum 1953-65, og á veit- ingahúsum í Reykjavik. Hann hefur verið bryti sl. tuttugu ár, nú hjá Eimskipafélagi íslands. Fjölskylda Kona Ólafs er Anna Lísa Jansen, f. 23.4.1939, húsmóðir. Hún er dóttir Axels Jansen, hjólhestasmiðs sem rak hjólreiðaverkstæðið Baldur á Vesturgötunni um árabil, og Else M. Jansen húsmóður. Börn Ólafs og Önnu Lísu eru Anna Margrét, f. 27.7.1960, fósturnemi í Reykjavík, gift Pétri Gunnarssyni blaðamanni og eru börn þeirra RagnheiðurÁsta, f. 30.11.1980, og Anna Lísa, f. 12.1.1983; Sigrún Erla, f. 13.3.1962, kennari í Vestmanna- eyjum, og eru börn hennar Bryndís Júlía, f. 20.12.1983, og Ólafur Hrafn, f. 29.11.1990; Guðrún Birna, f. 17.6. 1964, starfsstúlka á barnaheimili, og eru börn hennar Elísabet Ósk, f. 13.12.1987 ogóskírt meybarn, f. 2.10. 1993; BrynjarMarinó, f. 20.10.1974, nemiíMH. Systir Ólafs er Guðrún Auður Marinósdóttir, f. 6.2.1935, húsmóðir og textílhönnuður í Reykjavík, en maður hennar er Ægir H. Ferdín- andsson verslunarmaður og eru börn þeirra Þór, f. 22.8.1954, kvik- myndatökumaður hjá ríkissjón- varpinu; Snorri, f. 21.3.1960, auglýs- ingateiknari; Sif, f. 9.5.1965, nemi í gullsmíði í Finnlandi; Guðrún, f. 12.11.1972, nemi. Foreldrar Ólafs voru Marinó Guð- mundsson, f. 12.8.1906, d. 21.10.1986, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Anna Katrín Ólafs- dóttir, f. 3.9.1912, d. 16.1.1981. Ætt Marinó er sonur Guðmundar í Borgarfirði eystri Björnssonar. Móðir Guðmundar var Ólöf, systir Péturs í Lindarbrekku, afa Petru, steinasafnara í Stöðvarfirði, og Björgólfs, fóður Kolbrúnar leirlist- armanns. Óiöf var dóttir Jóns, b. í Hólalandi, Stefánssonar. Móðir Marinós var Guðrún Jóns- dóttir, borgara á Bergsstöðum í Reykjavík, Jónssonar, snikkara þar, Jónssonar, b. í Hólakoti í Grafningi, Guðnasonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. í Lykkju á Kjalarnesi, Ólafssonar, og Diljár, systur Runólfs, hreppstjóra í Saurbæ, afa Matthíasar þjóðminja- varðar og Björns forsætisráðherra Þórðarsonar. Anna Katrín var dóttir Ólafs, verslunarmanns í Grindavík og víð- ar, Þorvaldssonar, b. að Ási í Hafn- arfirði, Ólafssonar, hreppstjóraþar, Þorvaldssonar. Móðir Olafs var Anna Katrín, systir Matthíasar skó- smiðs, afa Matthíasar Mathiesen, fyrrv. ráðherra, föður Árna alþing- ismanns og Þorgils Óttars bæjar- fulltrúa Mathiesen. Anna Katrín var dóttir Árna Mathiesen, kaup- manns í Hafnarfirði, bróður Páls, prests í Hjarðarholti, langafa Ólafs Ólafssonar landlæknis og langa- langafa Þorsteins prófessors, Vil- mundar ráðherra og Þorvalds pró- fessors Gylfasona, og Ólafs, fram- kvæmdastjóra Krabbameinsfélags- ins, og Kristínar sjónvarpsfrétta- manns Þorsteinsbarna. Systir Árna var Guðrún, amma Stefaníu Guð- mundsdóttur leikkonu, móður leik- kvennanna, Önnu, Emilíu og Þóru Borg. Árni var sonur Jóns prests í Arnarbæli Matthíassonar, stúdents á Eyri, Þórðarsonar, ættföður Vig- ur-ættarinnar, Ólafssonar, ættföður Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Önnu Katrínar var Agnes Stein- dórsdóttir Waage, skipstjóra í Hafn- arfirði, og Önnu Kristjánsdóttur Velding, ættfóður Velding-ættarinn- ar. Móðir Önnu Katrínar var Sigrún Eiríksdóttir b. á Fossnesi, Jónsson- ar, prests á Stóra-Núpi, Eiríkssonar, Ólafur Feilan Marinósson. dbrm. í Ási i Holtum, bróður Bene- dikts, prests í Hraungerði, langafa Einars Benediktssonar skálds. Móð- ir Eiríks var Guðrún Pálsdóttir frá Holtaþingum. Móðir Sigrúnar var Elín Árnadóttir. Ólafur tekur á móti gestum í Sókn arsalnum, Skipholti 50a, á afmælis- daginn milli kl. 17.00 og 19.00. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 2. hæð, sem hér seg- ir, á eftirfarandi eignum: Ásgarður 22-24, hluti, þingl. eig. Guð- mundur Einarsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Leikfé- lag Reykjavíkur, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Dvergabakki 26, íb. 02-01, þingl. eig. Rakel Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyris- sjóður sjómanna og Verðbréfamark- aður FFI, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Háaleitisbraut, sölutum og biðskýli, þmgl. eig. Haísteinn Hjartarson, gerð- arbeiðendur Magnea G. Hannesdóttir Waage og Pétur Pétursson, 17. nóv- ember 1993 kl. 10.00. Hverfisgata 59, íb. 02-01, þingl. eig. Ásdís Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Islands, 17. nóvember 1993 kl. 10.00.___________________ Jörfabakki 24, 3. hæð vinstri, þingl. eig. Hibnar Geir Hannesson, gerðar- beiðandi Innheimtustofnun sveitarfé- laga, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Mýrargata 10, þingl. eig. Stálsmiðjan hfi, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Nethylur 3, hluti, þmgl. eig. Guðberg- ur Guðbergsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Malbikun- arstöð Reykjavíkurborgar og íslands- banki hf., 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Rekagrandi 3, íb 03-02 stæði v/34, þingl. eig. Jón Guðmundsson, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsasmiðjan og íslandsbanki hf., 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Reykjafold 20, þingl. eig. Sighvatur Sigurðsson, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður nkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík, 17. nóvember 1993 kl. 10.00.____________________________ Suðurhhð 35, A + B og C + D hl. kj., þingl. eig. Magnús Siguijónsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Vatnsmýrarblettur 14, Hlíðarendi, þingl. eig. Knattspymudeild Vals, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður rafiðn- aðarmanna, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. Vegghamrar 31, hluti, þingl. eig. Steinar Þór Guðjónsson og María J. Polanska, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 17. nóvember 1993 kl. 10.00.__________________ Vindás 2, þingl. eig. Guðbjartur Stef- ánsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður nkisins, Eftirlsj. stm. Lands- og Seðlabanka og Gjaldheimtan í Reykjavík, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. V/s Valur RE-7, þingl. eig. Valur hf., gerðarbeiðandi Fiskveiðasjóður Is- lands, 17. nóvember 1993 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Blöndubakki 16, hluti, þingl. eig. Hall- dóra B. Gunnarsdóttir, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, 17. nóvember 1993 kl. 14.30. Eiðismýri 12, Seltjamamesi, þingl. eig. Kristján R. Kristjánsson og Guð- björg V. Stefánsdóttir, gerðarbeiðend- ur Tekjusjóðurinn og Valdimar Helgason, 17. nóvember 1993 kl. 15.00. Gil, spila úr Vallá, Kjalameshreppi, þingl. eig. Magnús Jónsson, gerðar- beiðendur Byggðastofhun og Kredit- kort h£, 17. nóvember 1993 kl. 16.30. Sjávarhólar, Kjalameshreppi, þingl. eig. Benedikta Jónsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Bún- aðarbanki Islands, Guðmundur Pálmason, Hnoðri h£, Landsbanki Is- lands, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Stofiilánadeild landbúnaðarins, Ágúst Ármann hf. og íslandsbanki hf., 17. nóvember 1993 kl. 15.30. Vesturberg 124, þingl. eig. Árehus Engilbert Harðarson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 17. nóv- ember 1993 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Þetta getur verið BILID milli lífs og dauða! Meiming Árni Blandon Þú, Tina! Tina Turner. Litrik ævi í poppbransanum. upplýsingar um tónlistarsögu í bókinni og hvernig Tina tengist henni en megingalli bókarinnar er að við fáum ekki mikiö að vita um Tinu, síst galla hennar. En hins vegar fáum viö litríka lýsingu á haturseigin- manni hennar, Ike. Hann er óstöðvandi kvennabósi, lauslætisgepill og vinnufíkill, haldinn kvalalosta og minnimáttarkennd; þess utan er hann ofstopamaður og skaphundur hinn mesti. Auk þess var Ike mikill smekkleysumaður og innréttaði íbúð sína (og Tinu) eins og vændishús í víti: Eldhúsið var grænt, plastblóm úti um allt og foss í setustofunni. Þegar Ike var langt kominn með að losa sig við miðs- nesið með kókaíni sagði hann Tinu skilmerkilega til í upptökum þar sem hún átti að syngja af sinni al- kunnu snilli. Þá reyndi ekki síst á þann hæfileika Tinu að túlka það sem hinn stálgáfaöi Ike vildi fá fram en hann sagði t.d.: „Sko, það sem svifið á þessu er þetta ... þú nærð því... og þá - þú hendist af.“ (161) Þýðingin Ásgeir Tómasson hefur lagt sig í líma við aö ná fram því létta málfari sem er á bókinni og tekst það ágæt- lega. Sums staðar tekur hann þó ef til vill örlítið of mikla áhættu, t.d. þegar hann talar um að tilbiöja rass- inn á einhverjum (80). Slikt tel ég að seint verði tamt í íslensku og gæti hugsanlega misskilist sem homma- málfar. Ásgeir notar orðið „hýr“ (225) yfir samkyn- hneigða en þetta orð náði ekki að festa rætur í ís- lensku og tilraunin með það geröi ekki annað en að myrða ágætt íslenskt orð. Ég, Tina: Tina Turner i samvinnu við Kurt Loder Frjáls fjölmiðlun, 1993, 250 bls. Amma rokksins Tina Turner (1939-) varð ekki veru- lega fræg fyrr en hún var búin að berjast fyrir frama sínum í 24 ár. 16 ár af þeim tíma fóru í að vera gift skrímshnu Ike Turner sem kom henni af stað á söng- brautinni en fór illa með hana í hjónabandinu. Tina hefndi sín rækilega á Ike árið 1986 þegar hún gaf út ævisögu sína (Ég, Tina) og kvikmyndin sem gerð var eftir bókinni rak síðan síðasta naglann í líkkistu Ikes. En hver er Tina Turner, konan á bak við frægðina? Tina týnda Tina er sambland af indíána og svertingja. Móðir hennar vanrækti hana í æsku og hún naut aldrei ást- úðar, hvorki í uppeldinu né í hjónabandi sínu með Ike. Því var lítil von til þess að Tina gæti fundið sjálfa sig á nokkurn hátt tilfinningalega. Fyrsta ást hennar var kvennabósi sem hljóp frá henni við fyrsta tæki- færi. Ike var síðan endurtekning á því ferli enda hélt hann fram hjá Tinu með 100 konum. Það er ekki fyrr en Tina kemst að því að hún var Egypti í fyrra lífi og hún byrjar að kyija í anda búddismans að hún fer aö fóta sig í einkalífinu. Þess vegna er titill sögu hennar „Ég, Tina“ sem er hin stolta yfirlýsing hennar um það að nú viti hún hver hún sé: Söngkona, sem aldrei hefði átt að gifta sig né eignast börn. Og sagan endur- tekur sig. Tina var vanrækt í æsku og Tina vanrækti syni sína tvo sem hún átti með Ike. Skrímslið Ike Ævisaga Tinu er hin ágætasta bók. Þar munar ekki síst um þá aðstoð sem Tina hefur fengið frá Kurt Lod- er sem er sampenni hennar. Við fáum ýmsar ágætar Bókmenntir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.