Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 5 ! ! dv Fréttir Fjármálaráðuneytiö: Mótmælir fullyrðingum um lélega innheimtu skatta Fjármálaráöuneytið hefur sent frá sér mótmæli gegn þeirri fullyrðingu talsmanna ASÍ að virðisaukaskatts- kerfið sé að hruni komið vegna lé- legrar innheimtu og skattskila. Sömuleiðis er mótmælt órökstudd- um fullyrðingum um að innheimta álagðra gjalda sé illa stödd. Segir ráðuneytiö aö talsmenn ASÍ hafi látið skýrslu Ríkisendurskoðun- ar og svokallaöa skattsvikaskýrslu leiða sig til fljótfærnislegra ályktana og órökstudds áfellisdóms yfir virðis- aukaskattskerfinu. Þar sé blandað saman innheimtu álagðra gjalda annars vegar og skilvirkní virðis- aukaskattsins hins vegar. Bent er á að afskriftir virðisaukaskatts séu ekki nema 1,4 prósent af álagningu á móti 3,6 prósentum í öllum öðrum sköttum samtais. Síðan er þetta rakið með töludæm- um. í niðurstöðu fjármálaráðuneyt- isins segir svo orðrétt. „Fjármálaráöuneytið deilir áhyggj- um með þeim sem líta skattsvik og skattaundanskot alvarlegum augum. Slíkar áhyggjur mega þó ekki verða til þess að snúist sé gegn bestu og skilvirkustu þáttum skattkerfisins með órökstuddum fullyrðingum ðg rýrö kastað á verk sem vel eru unn- in ...“ -S.dór Verðbréfaþing: Lífleg við- skipti með hlutabréf Það sem af er nóvembermánuði hafa hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi íslands numið um 60 milljónum króna. Það eru nánast helmingi meiri viðskipti en i öllum októbermánuði. Síðustu daga hefur gengi hlutabréfa stórra fyrirtækja hækkað ört. Sem dæmi má nefna hlutabréf Eimskips. Fyrir tveimur vikum var gengi bréfanna 4,10 en eftir gærdaginn var gengið komið i 4,38. Einstaklega lifleg viðskipti hafa farið fram á Verðbréfaþingi að und- anförnu og var gærdagurinn engin undantekning. Þegar markaðinum var lokað síðdegis höföu átt sér stað verðbréfaviðskipti fyrir um 630 millj- ónir króna. Þar af námu viðskipti með ríkis- víxla 343 milljónum króna og spari- skírteini fyrir 205 milljónir. Viðskipti með húsbréf námu 28 milljónum og 24 milljónir með ríkisbréf. Hluta- bréfaviðskiptin námu 18 milijónum króna sem þykir mjög mikið á einum degi. Ávöxtunarkrafa spariskírteina hækkaði örlítið frá deginum áður. Vegin meðalávöxtun var 5,24% en lægstaávöxtun4,93%. -bjb Nauðgunar- og ránsmálin eru óupplýst Lítið hefur miðað við rannsókn nauðgunarmálsins í Kópavogi þar sem 16 ára stúlka kærði mann fyrir að hafa komið fram vilja sínum við hana nauöuga við gám í iönaðar- hverfi. Sömu sögu er að segja af ráni í sölutumi í Tindaseli og ránstilraun við Njálsgötu í Reykjavík um síðustu helgi. Að sögn yflrlögregluþjóns hjá RLR hefur mikil vinna verið lögö í að freista þess að upplýsa þessi mál. -Ótt Macintosh LCIII er sérlega hentug tölva hvort heldur er íyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hún er álíka öflug og Macintosh Ilci-tölvan var, en veröiö á sér engan líka. Hún er meö 4 Mb vinnsluminni, 80 Mb harö- disk, Apple SuperDrive-diskadrifi, sem getur einnig lesið og skrifað á diska með MS-DOS, OS/2 og ProDOS-sniði. Nettenging er inn- byggð og þannig má tengja hana við aðrar tölvur og á þann hátt samnýtt skanna og prentara, senda tölvupóst og vinna í sam- eiginlegum gögnum. Svo er stýrikerfi Macintosh-tölvanna auðvitað allt á íslensku. Samanburður á vinnslugetu: Macintosh Classic Macintosh Colour Classic Macintosh LC Macintosh LCII Maeintosh LCIli Macintosh Ild Áætlaðar mánaðargreiðslur: Euro-raðgreiðslur: Engin útborgun og 11.044, - kr. á mán. í 11 mánuði Visa-raðgreiðslur: Engin útborgun og u.p.b. 6.910,- á mán. í 18 mánuði Munalán: 26.855,- kr. útborgun og 3.707,- kr. á mán. í 30 mánuöi Verð aðeins 107.419,- kr. eða Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri Póllinn, ísafirði Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (91) 624800 Með hagstæðum samningum og sameiginlegum innkaupum Apple á Norðurlöndunum tókst okkur að útvega um 100 stk. af Macintosh LCDI á þessu ótrúlega verði. Við byrjum að selja úr þessar sendingu mánudaginn 15. nóvember, en tölvurnar eru væntanlegar til landsins viku síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.