Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 19 Fyrrum flotastöð Bandaríkjahers í Holy Loch í Skotlandi: íbúðum breytt í orlofshús og bærinn 1 miklum blóma - segir Skarphéðinn Einarsson sem var þar á ferð „Menn héldu aö Dunoon yröi svefn- bær en raunin hefur orðið önnur því Dunoon er í uppgangi frekar en hitt. Bæjaryfirvöld hafa með hjálp hins opinbera náð að koma öllum mann- virkjum þarna í fulla starfsemi aftur og það blasir við að bærinn verði blómlegur ferðamannabær," segir Skarphéðinn Hinrik Einarsson, sem á að baki 25 ára starfsferil á Keflavík- urflugvelli en hann heimsótti Duno- on í annað sinn fyrir stuttu. „Þau sár sem brotthvarf herstöðvarinnar skildi eftir sig eru gróin. Framtakss- amir og hugmyndaríkir menn hafa séð til þess.“ í fyrravor birti DV grein þar sem sagt var frá lokun flotastöðvar bandaríska hersins í Holy Loch í Skotlandi og þau áhrif sem lokunin hafði á atvinnulíf staðarins. í grein- inni sagði hann frá slæmu atvinnu- ástandi sem fylgdi í kjölfar lokunar- innar og hversu mikið áfall þetta var fyrir allt svæðið í kringum herstöð- ina en stöðin var svipuð að stærð og herstöðin á Keflavíkurflugvelli. Lok- unin hafði sérstaklega slæm áhrif á Dunoon sem er 7 þúsund manna bær. Þar höfðu 2.000 manns, sem höfðu lifað beint og óbeint af veru hersins, misst vinnu. Skarphéðinn átti erindi til Bret- lands fyrir stuttu og ákvað að skreppa til Skotlands í leiðinni til að kanna hvernig ástandið væri nú í Dunoon, tæplega einu og hálfu ári eftir brottflutning herstöðvarinnar. Skarphéðinn sagði að þar hefðu veriö hinar ýmsu tómstundamið- stöðvar, veitingastaðir, stórt íþrótta- hús, klúbbar og verslanir. Hann seg- ir Skota hafa gert þær kröfur til Bandaríkjamanna þegar þeir fóru að þeir skildu sem mest eftir og að helstu byggingarnar væru skildar eftir í þannig ástandi að auðvelt væri að koma starfseminni í gang aftur. í verslunum voru t.d. hillur, kælar og öll áhöld skilin eftir. Þá keyptu við- komandi aðilar það af hernum og héldu starfseminni áfram. „Þarna voru einnig um 500 íbúðir sem Bandaríkjamenn höfðu byggt og húsin hafa nú öll verið seld almenn- ingi og helmingur þeirra þá sem or- lofshús." Skarphéðinn fékk þær upp- lýsingar að hver íbúð hefði verið seld á um 6,5 milljónir króna. Fólk frá Englandi væri sérstaklega hrifið af að setjast að í Dunoon sem þykir mjög fallegur og skemmtilegur bær. Skarphéðinn sagði Skota einnig hafa sett fram þær kröfur við Banda- ríkjamenn að þeir skildu við staðinn eins og hann hafði verið þegar þeir fengu hann í hendurnar. „Banda- ríkjamenn sendu sérstaka deild frá flotanum til að hreinsa og slæða fjörðinn - hreinsa þurt alls kyns kapla og pípur sem þeir höfðu komið upp á meðan þeir dvöldu þama. Þetta hefur sem sagt allt verið hreinsað og nú er hægt að bjóða upp á snjósleða- ferðir, sighngar og annað. íslensk stjómvöld þurfa að hugsa sinn gang Skarphéðinn segir það verðugt verkefni fyrir umhverfisráðherra að sjá til þess að íslendingar láti við- skilnað hersins hér á landi verða betri en hann hefur verið. „Ég hall- mæli ekki Bandaríkjamönnum sem slíkum því það eru íslensk stjórnvöld sem hafa verið sofandi í þessum efn- um. Þaö má sjá á Vogastapa við Reykjanesbrautina stórt og mikið þaklaust hús úr steini sem blasir viö öllum sem þar eiga leið um. Húsið, sem var notað af hernum, var lagt niður árið 1959 og þeim hefur ekki verið skipað að rífa það eða hreinsa upp eftir sig. Við Þórshöfn á Langa- nesi er gömul herstöð sem er eins og eftir loftárás og í Aðalvík við Vest- firöi er önnur gömul herstöð sem er mjög ljót sjón. Það er t.d. verðugt verkefni fyrir íslenska ríkið að fela Aðalverktökum að hreinsa þessi svæði.“ Skarphéðinn segir eftirlit með mengun af völdum hersins einnig ábótvant hér á landi og aö lengi vel hafi t.d. verið opnir sorphaugar á vellinum þar sem rafgeymum, olíu- tunnum og fleira drasli hafi verið fleygt og það urðað. „Ég tók sjálfur þátt í að grafa þetta og ég er hræddur um að komandi kynslóðir eigi eftir að súpa seyðið af mikilli mengun sem íslensk stjórnvöld hafa verið sofandi fyrir því sem hefur verið að gerast á Keflavikurflugvelli, segir Skarphéðinn Hinrik Einarsson sem á að baki 25 ára starfsferil á Keflavikurflugvelli. DV-mynd Brynjar Gauti þarna er. Ég hef trú á að þarna sé gifurleg kvikasilfurs- og olíumeng- un.“ Mikil óvissa um framtíð Suðumesjamanna Að undanförnu hefur mikið verið rætt um framtíð Suðurnesjamanna ef til þess kæmi að herstöðin á Kefla- víkurflugvelli yrði lögð niður eða umsvif hennar minnkuð til muna. Á vellinum eru t.d. um tólf hundruð íbúðir sem eru í eigu Bandaríkja- manna og það hafa komið fram ýms- ar hugmyndir um hvað væri hægt að gera við þessi mannvirki ef Bandaríkjamenn fara héðan. „Vissu- lega má nýta mannvirki á Keflavík- urflugvelli," segir Skarphéðinn. „Það má t.d. setja upp léttan iðnað og reyna að fá erlend fyrirtæki hingað sem myndu vilja nýta þessar bygg- ingar.“ Skarphéðinn segir íslendinga sækja það stíft að ástandið á Kefla- víkurflugvelli verði óbreytt en heimsmálin kalli á breytingu og því sé það óhjákvæmilegt að Keflavíkur- stöðin veröi fyrir niðurskurði. „Það blasir auðvitað við gifurlegt atvinnu- leysi hjá Suðurnesjamönnum ef her- stöðin verður lögð niður en meðan aðrar þjóðir taka á þessu af dugnaði, eins og t.d. Skotar, þá er ekkert gert hér á landi.“ -KMH HANKOOK mARDBM á lága verðinu Frábær vetrardekk - Einstakt verð 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175/70R13 185/70R13 175R14 lorn stgr. Verðsýnishorn stgr. KR.3540 KR.3186 185R14 KR.5680 KR.5112 KR. 3770 KR.3393 175/70R14 KR.5100 KR.4590 KR.3540 KR.3186 185/70R14 KR. 5440 KR.4896 KR.3660 KR.3294 195/70R14 KR. 6280 KR.5652 KR.3980 KR.3582 205/75R14 KR.7580 KR.6822 KR.4100 KR.3690 175/65R14 KR.5550 KR.4995 KR.4440 KR. 3990 185/60R14 KR.5980 KR. 5382 KR.4880 KR.4392 165R15 KR.4770 KR.4293 KR.4980 KR.4482 185/65R15 KR. 6420 KR.5778 Barðinn hf. Skútuvogi 2 - simi 683080 Sendum gegn póstkröfu. ikROkKUR flf PflttTA FLOkki LAIDBAkJÓTI. nflTTÚRUUGA 60TT - í níCíTU voKum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.