Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 25 » b » i L I » » Hljómplötur Bubbleflies - The World Is still Alive ★★★ Lofar góðu Jarðvegur fyrir dans- og elektrón- íska tónlist er frjór hér á landi um þessar mundir eins og berlega kom í ljós í sumar þegar Smekkleysa sendi frá sér safnplötuna Núll og nix þar sem yfir þrjátíu flytjendur komu við sögu, þar á meðal fjöl- margir í fyrrnefndum geira. Hljóm- sveitin Bubbleflies er ein þeirra sveita sem setja saman stef fyrir lappaleikfimi. Bubbleflies er kvart- ett skipaður þeim Þórhalli mask- ínumatara, Palla söngvara, Dabba sem spilar á gítar, bassa og hljóm- borð og Pétri sem einnig leikur á hljómborð. Hjálparhellurnar eru nokkrar, þeirra á meðal Ásgeir Óskarsson, Magnús Kjartansson, Anna Mjöll sem syngur í opnunar- laginu If It’s Kinky og ívar Bongó risaeðla sem útsetur nokkur lag- anna eins og reyndar Pétur Hjalte- steð. The World Is still Abve býöur upp á nokkrar ágætar lagasmíðar. Þar ber helst að geta If it’s Kinky, Dre- amscape, Huxley Farm sem er elektrónískur spuni og titillagið sem býður upp á þá fjölbreytni sem taktfastri danstónlist er nauðsyn- leg til að blómstra. The World Is still Alive er brotið upp með orgel- og gítaræfingum sem gera mikið fyrir það. Shades er annað lag sem gengur vel upp. Hraður rytmi þar sem gítar leiðir, þverflautusampl og flottheit gera Shades að besta lagi plötunnar. Lengri lögin eins og Razor X og Kinky Remix eiga það til að leysast upp í mónótóníska hringavitleysu. Smíðar sem leggjast til hvílu í heilabúinu þar sem þær sofna vært og missa reisn og mátt. í heildina sleppur Bubbleflies vel frá þessari fyrstu stóru plötu sinni og verður fróðlegt aö fylgjast með sveitinni í framtíðinni. Snorri Már Skúlason Pearl Jam - Pearl Jam ★ ★ ★ Rífandi rokk og ról Fáar hljómsveitir hafa notið eins mikilla vinsælda á undanfórnum misserum og Seattle-sveitin Pearl Jam. Fyrsta plata hljómsveitarinn- ar Ten, sem kom út fyrir tveimur árum, hefur selst í milljónum ein- taka sem er árangur sem fáir áttu von á. Hljómsveitarmeðlimum finnst sú velgengni súrsæt og þegar nýja platan kom út á dögunum vildu þeir láta reyna á það hvort hljómsveitin væri tískubóla eða hvort aðdáun í hennar garð væri sönn. Nýja platan var lítið auglýst og fyrstu dagana var aðeins hægt að kaupa hana á vinyl í Bandaríkj- unum. Þannig voru ýmis meðul notuð til að gera plötuna tortryggi- lega og var henni til að mynda ekki gefið sérstakt nafn, aðeins skírð í hausinn á skapara sínum. Þetta virðist ekki hafa komið að sök því platan hefur verið rifin út hér á landi og erlendis og ljóst að Pearl Jam stefnir í hóp hinna stóru. Tónlistin á nýju plötunni er að mörgu leyti aðgengilegri en á Ten, lagasmíðarnar sterkari og um þær spunninn skemmtilegur vefur sem gerir rífandi rokkiö þéttara en áður og ballöðurnar skotheldar. Pearl Jam hefur tekist að brugga aðdáendum sínum góðan seið þar sem hvergi er of né van. Hann er ekki beiskur, súr, sætur né þung- ur. Hann er fjölbreyttur og kjarn- mikill og lyftir andanum sé hann tekinn inn í stórum skömmtum oft á dag. Pearl Jam er seiðandi. Snorri Már Skúlason Sviðsljós Akranes: Konukvöld á Kútter Haraldi Fjölhreytt skemmtiatriði voru á konukvöldinu á Kútter Haraídi. Lúðvík Líndal skemmti með lát- bragðsleik sem vakti kátínu kvennanna. Auk hans komu fram Halli og Laddi, félagar úr Skagaleikflokkn- um með atriði úr söngleikn- um Kaharett. Einnig voru tískuföt og undirfatnaður sýndur. Kynnir var Her- mann Gunnarsson. Lúðvík Líndal gengur hreint til verks þegar konur eru ann- ars vegar. Lausafjáruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar, ýmissa lögmanna og stofnana og H/F Eimskips, fer fram uppboö laugardaginn 20. nóvember nk. og hefst það kl. 13.30 í uppboðssal tollstjóra v/Tryggvagötu, inngang- ur frá höfninni. Selt verður m.a. ótollaðar vörur og tæki. Eftir kröfu tollstjóra: m.a. háþrýstihreinsari, alls konar varahlutir, alls konar fatnaður, kort yfir Reykjavík, prentarar, plötuklæðning, teppi, rafmagnsvör- ur, hátalarar, hjólbarðar, þakpappi, húsgögn, málning, skófatnaður, stálvír, Ford Thunderb., árg. 1981, og margt fleira. Eftir kröfu H/F Eimskips: eldhúsinnréttingar, borðplata, hreinsiefni, spónn og járnvörur, önglar, netagarn, málmþynnur, lokar, drainrennur, málning o.fl. Eftir kröfu ýmissa lögmanna og skiptastjóra úr ýmsum þrotabúum: svo sem skrifstofustólar, skápar, alls konar skrifstofutæki, farsími, sjónvarpstæki, hljómflutningstæki., heimilistæki, saumavélar, eldhúsinnréttingar, sandblást- urstæki, garðhúsgögn, alls konar tæki og munir til veitingareksturs, mál- verk og veggmyndir, bifreiðin Ö-346, Mercedes Benz árg. 1983, og bifreið- in KD-138, Range Rover 1985. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald- ara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK MATUR&KÖKUR AUKABLAÐ UM MAT OG KÖKUR FYRIR JÓLIN Miðvikudaginn 24. nóvember nk. mun aukablað um matartilbúning fyrir jólin, kökuuppskriftir og jólasiði, fylgja DV eins og undanfarin ár. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 18. nóv. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. Þverholti 11-105 Reykjavík - Sími 91 -632700 - Símbréf 91 -632727 AÐRAR NYUTKOMNAR KUR Kosta kr. 895,- Á næsta sölustað Og ennþá ódýrari í áskrift Sími (91) 63 27 00 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.