Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Fréttir Fékk þríggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda likamsárás: Nef- og kinnbeins- braut lögreglumann - refsilækkandi áhrif að lögreglan framdi húsbrot við handtöku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega fertugan Reykvíking í þriggja mánaða fangelsi skilorðs- bundið fyrir að hafa slegiö lögreglu- mann hnefahöggi í andlit með þeim aíleiðingum að h'ann nef- og kinn- beinsbrotnaði og hlaut varanlega örorku af þeim sökum. Einnar millj- ónar króna skaðabótakröfu, sem lögð var fram af lögmanni lögreglu- mannsins, var vísað frá dómi að miklu leyti á þeim forsendum að hún var rökstudd á þann hátt að fórnar- lambiö hefði þríkjálkabrotnað - krafan væri því beinlínis röng. Að morgni 23. mars fóru 4 lögreglu- menn á tveimur bifreiðum til að handtaka umræddanmann á heimili hans við Meistaravelli. Hann bjó hjá foreldrum sínum og leigði þar eitt herbergi. Ástæða fyrirhugaðrar handtöku var sú að maðurinn hafði ekki sinnt boðun um að koma til skýrslutöku í opinberu máli. Hand- tökuskipun dómara var ekki höfð meðferðis. Þegar lögreglumenn komu að heimilinu kom faðir mannsins til dyra. Hann greindi syni sínum, sem var inni í herbergi sínu, frá erindinu en hann vildi ekkert sinna því. Eftir þetta fóru lögreglumennimir inn í herbergið án leyfis mannsins og kom til verulegra átaka sem enduðu með því að maðurinn var járnaður. Einn lögreglumannanna beinbrotnaði eins og fyrr greinir en heimilismað- urinn bar því við að hann hefði verið að afstýra húsbroti. Ríkissaksóknari ákærði manninn bæði fyrir líkamsárás og brot á opin- berum embættismanni í starfi. í dómi Péturs Guðgeirssonar héraðs- dómara kemur fram að ljóst sé að með aðför lögreglunnar hafi verið brotið gegn heimilisfriöi ákærða sem tryggður sé með 66. grein stjómar- skrárinnar. Hann var því sýknaður af broti á opinberum embættis- manni. Hann var hins vegar fundinn sekur um stórfellda líkamsárás og þótti rétt að fresta framkvæmd þriggja mánaða fangelsisrefsingar í þrjú ár. -Ótt Hæstaréttardómur yfir 72 ára manni: Sýknaður af að skjóta hund Hæstiréttur sýknaði í gær 72 ára mann sem dæmdur hafði verið til að greiða 50 þúsund króna sekt fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrr á þessu ári fyrir að skjóta hund af írsku setter kyni. Málsatvik em þau að hundurinn gerði usla í fé mannsins. Maðurinn tók haglabyssu úr bíl sínum og skaut hundinn tveimur skotum á um það bil 30 metra færi. Hundurinn drapst ekki við fyrra skotið og skaut ákærði því aftur. Dómurinn féllst á það mat héraðs- dómara að maðurinn hefði ekki nýtt öll tiltæk úrræði til þess að stugga hundinum burtu og verja þannig fé sitt áður en hann greip til þess ör- þrifaráðs að skjóta hann með hagla- byssu sinni. Hins vegar er það metið til refsilækkunar að hundsins var illa gætt af eiganda sínum sem lét hann hlaupa lausan um á almanna- færi þar sem lausaganga hunda er bönnuð. Þar er einnig höfð hliðsjón af því að um var að ræöa veiðihund sem fór laus um afgirt tún mannsins þar sem ær hans voru á sauðburðar- tíma með nýbomum lömbum. Því þótti Hæstarétti rétt að fella niður refsingu mannsins en hins veg- ar var haglabyssa hans gerð upptæk þar sem hann hafði ekki tilskiliö leyfi til byssunnar og hleypti auk þess af , skotum á almannafæri. Auk þess var manninum gert að greiða áfrýjunar- kostnað málsins. -PP mmm Hæstiréttur dæmdi í gær 22 ára konu í eins árs fangelsi fyrir tékkafals. Konan var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu dæmd í 15 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið. Hún hafði áður hlotið 4 skilorðs- bundna refsidóma fyrir tékkafals að upphæö tæplega 600 þúsund. í þessu máli liins vegar hefur hún falsað tékka að fiárhæð tæplega 200 þúsund. Hefur hún því á ár- unum 1991 og 1992 misfarið með tékka að fiárhæð næstum 800 þúsund krónur. Konunni var jafnframt gert að greiða áfrýjunarkostnað, sak- sóknaralaunog málsvarnarlaun. -PP Tvö íslensk aðveiðum Tvö íslensk skip, frystitogarinn Otto Wathne og Stakfellið, eru nú í Smugunni Veiði hefur verið fremur treg að undanförnu. Stakfellið hélt rakleitt í Smug- una frá Svalbarða en hin íslensku skipin sem voru þar, Snæfuglinn og Skúmur, eru á heimleið. -IBS Akureyrl: Hafasafnaðá 6. þúsundskóm Gylfi Kristjárvsson, DV, Akuxeyri: Skósöfnun, sem staðið hefur yfir að undanförnu á vegum Vöruiiúss KEA, er nú á lokastigi en safnað verður til mánaðamóta. Skórnir, sem safnast, verða sendir til þróunarlanda. Nú þegar hafa safnast á 6. þúsund skópör á Akureyri, eða um hálfur gám- ur. Það takmark hefur verið sett að safha öðru eins og fylla gám- inn sem er í göngugötunni við Vöruhús KEA og þangað geta Akureyringar og aðrir komið meö skó i söfnunina. Gottaðfákaffi ibúðarápinu Regina Thorarensen, DV, Sdfossl Jólalegt er orðið hjá Kaupfélagi Árnesinga og hjá fleiri verslun- um á Selfossi. Mikiö er verslað alls staðar þrátt fyrir að verslun- um fjölgi og einnig kaffihúsum. Fólld finnst gott að geta brugðið sér á kaffihús og fengið sér kaffi í búðarápinu. Þetta þekktist ekki hér áður fyrr á Selfossi nema á hótelinu og það var sjaldnast opið um miðjan dag fyrir slika þjón- ustu fyrir 10-12 árum. Akureyri: Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Raimsóknarlögreglan á Akur- eyri leitar nú að bifreið sem stol- ið var frá endurvarpsstööinni í Skjaldarvík, skammt utan Akur- eyrar. Bifreiðin er af geröinni Toyota Lite-Ace, rauð aö lit með skrán- ingamúmerið R-66278. Þeir sem hafa orðið varir viö bifreíöina síö- ustu daga eru beönir urn að hafa samband við rannsóknarlögregl- una á Akureyri. Stuttar fréttir Vinnuslys varð í gær við Þorragötu í Skerjafirði þar sem verið er að byggja nýja stúdentagarða. Starfsmaður verktaka, sem vinnur að byggingunni, féll úr vinnupöllum og niður á steypt gólf inni í byggingunni og slasaðist nokkuð. Erfitt var að komast með börur inn i bygginguna og var því brugðið á það ráð að hífa þær inn og út. Maðurinn reyndist ekki jafn slasaður og óttast var í fyrstu. DV-mynd Sveinn Biluð miðbæjarstöð Bilun varð i núðbæjarstöð Pósts og síma í gær og uröu um 17 þús- und símanúmer óvirk í um 20 minútur. Bilanir eru mjög tíðar í stöðinni. Fleiri hjálparþurfi Helmingi fleiri í slendingar báðu Hjálparstofnun kirkjunnai- um aðstoð á síðasta ári en áriö áöur. RÚV greindi frá þessu. Hlutabréf hækka Viðskipti á Verðbréfaþingi ís- lands eru orðin tifalt meiri á þessu ári en allt síðasta ár. RÚV segir hlutabréf hafa hækkað ört í verði að undanförnu. Kvótakerfiö er svo glæpsamlegt að helmingur af öllum fiski sem veiðist á Snæfellsnesi er fiskaður " i ánauðasamningum og fluttur til vinnslu i farlægum byggðarlög- um. Þetta sagði Jóhann Ársæls- son á Alþingi í gær. MátUausirskHffinnar Ólafur Ragnar Grímsson gagn- rýndi verkalýðsforystuna harð- lega við setningu Landsfundar Alþýðubandalagsins í gær. Áöur hafi hreyfingin veriö vettvangur harðra átaka um kaup og lifs- skoðun en tetli nú fram skrif- stofusveít úr sérfræðiskólum. Háskóli í áliti Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur jákvætt viöhorf til Háskóla íslands samkvæmt skoðana- könnun Félgasvisindastofhunar. Einungis 3% þjóöarinnar hafa neikvæð viðhorf tii skólans. Morgunblaðið skýrði frá þes3u. Þrírmilljarðarí atvinnuleysisbætur Atvinnuleysísbætur gætu orðiö þrír milljarðar í ár en voru 1,8 milljaröar í fyrra. Framlög tilat ; vinnuleysis opinberra starfs- manna hafa meira en tvöfaldast milli ára. í næsta mánuði verða atvinnulausum greiddar allt að 18 þúsund krónur í láglaunaupp- bót. Mbl. skýrði frá þessu. Med regi^ilff á þlngi Guðmundur Hallvarðsson spennti upp regnhlíf í ræðustól á Álþíngi í gær. Þingmaðurinn geröi þetta til áhersluauka í um- ræöum um notkuit islenska fán- ans. Regnhlifin var skreytt fán- um Norðuríandanna. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.