Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Viðskipti Lúða á fiskm. R Fo Lau Má Pr Mi Fi Hlutabr. Eimskíps Ft Fö Má Þr Mi Fi Hráolia Gengi dönsku kr. Fö Má Mt Fi Kauph. í New York Fí Fö Mé Þr Mi Enn lækkar Nokkuð hefur verið selt af lúðu á fiskmörkuðum að undanfómu. Á miðvikudag fékkst gott verð fyrir lúðuna, meðalverðið var 300 krónur kílóið. Á einni viku hafa hlutabréf í Eimskip hækkað töluvert í verði. Síðustu tvo daga hefur gengið verið 4,68. Eftir ákvörðun OPEC-ríkjanna að draga ekki úr framleiðslu lækkaöi hráolíuverðið í Rotter- dam enn meir, niður í 14,29 doll- ara tunnan og hefur ekki verið lægra í mörg ár. Danska krónan hefur hækkað örlítið í verði í íslenskum krónum síðustu viku en lækkaði hins veg- ar í gær. Kauphöliin í New York var lok- uð í gær en fram að því hafði hlutabréfavísitalan Dow Jones veriðámerkjanlegriuppleið. -bjb Forstjóri Hagkaups um íslenskt, já takk: Best lukkaða átakið Hér má sjá tvo neytendur í vöruinnkaupum. Atakið „Islenskt, já takk“ hef- ur gengið vel og neytendur verið duglegri en áður að kaupa íslenskar vörur. DV-mynd GVA Kynningarátakið „íslenskt, já takk“ hefur nú staðið yfir undan- farnar þijár vikur. Þessa vikuna hef- ur áhersla verið lögð á íslenska hönnun og tækni en í næstu viku verður lögð áhersla á íslenska menn- ingu. Það eru ASÍ, BSRB, íslenskur landbúnaður, Scimtök iðnaðarins og VSÍ sem standa að átakinu. En hvernig hefur gengið? Leitað var svara hjá fulltrúa kaupmanna og iðnrekenda. „Við höfum orðið áþreifanlega vör við að fólk ber sig meira eftir íslensk- um vörum. Ég held, svo lengi sem ég man eftir, að þetta átak sé hvað best lukkað. Það virðist vera ágætur grundvöllur hjá þjóðinni fyrir átaki af þessu tagi. En viö megum ekki láta blekkjast af því að vel gangi í einhverja daga. Fólk verður að vera á verði allt árið,“ sagði Óskar Magn- ússon, forstjóri Hagkaups, við DV. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, sagði að aðstandendur átaksins væru ánægð- ir með árangurinn það sem af er. „Við höfum fengið mjög góðar undir- tektir hjá fólki. Okkar félagsmönn- um finnst átakið þegar hafa haft áhrif á söluna. í samanburði við svip- að átak í fyrra held ég að áhrifin verði meiri núna,“ sagði Sveinn við DV. -bjb Islenskur fataiðnaður: Samkeppni mætt með sérhæfingu Félag meistara og sveina í fataiðn er 50 ára um þessar mundir. í félag- inu eru tæplega 90 félagsmenn, jafnt klæðskerar sem kjólameistarar, en aðeins 1 karlmaður. Til að vekja at- hygh á starfseminni og minna okkur á að kaupa íslenskt þá hafa nokkrir félagsmenn sett upp nokkurs konar verkstæði í Borgarkringlunni. Þar eru klæðskerar, kjólameistarar og hattagerðarkonur. Jófríður Benediktsdóttir, formaður félagsins, sagði við DV að iðnin ætti í mikilli samkeppni við innfluttan fatnað. „Þetta er hörð barátta. Þró- unin að undanfórnu hefur verið þannig að félagsmenn sérhæfa sig meira. Það hefur komið vel út og við finnum fyrir jákvæðum straumum. Þörfin fyrir okkur verður líka alltaf fyrir hendi. Kynningin í Borgar- kringlunni hefur tekist vel og heldur áfram núna um helgina," sagði Jó- fríður. -bjb Félag meistara og sveina í fataiðn hefur verið með kynningu í Borgarkringl- unni að undanförnu til að minna á starfsemi félagsmanna sinna. Á mynd- inni eru frá vinstri Sigrún Einarsdóttir klæðskeri, Jófríður Benediktsdóttir kjólameistari og Helga Rún Pálsdóttir klæðskeri og hattagerðarkona. Þarna hafa einnig verið Hanna L. Elísdóttir klæðskeri, Bergdis Guðnadóttir kjóla- sveinn og Guðrún Erna Guðmundsdóttir kjólameistari. DV-mynd BG Pundið hef ur hækkað mest Sölugengi algengustu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni hefur ekki tekið umtalsverðum breyting- um undanfama viku. Þó hafa gjaldmiðlar eins og dollar og sterhngspund hækkað örhtið frá því fyrir viku, eða doharinn um 20 aura og pundið um tæpa krónu sem er mesta hækkun vikunnar. Af þéim gjaldmiðlum sem eru í graf- inu hér að neðan hafa fjórir lækkað í verði, þ.e. sænska krónan, jenið, ít- alska hran og spænski pesetinn. Danska krónan hefur ekki verið skráð jafhhásíðaníbyijunágústsl. -bjb Gengi gjaldmiðla M3i13!IH'MiT! 0,05 0,04 0,04 0,04 0,04 0,04. w \ 1 Kr. /1 S 0 N 0,52 0,51 12,3 tÍ\\ 12,2 í v\ I m 12,1 12,1 Á S 0 N 12 Kr. Á 49,5 49 tx 48« 47,5 j) \n Kr. i l S 0 N PK 73 : f:;. 72 í ■ 71 70 69 68 67 Kr. Á 0 N 1108 107 106 105 | 1104 | 103 í Kr. Á DV Aðeinsfimmt- húsbréftekið Aðeins um fimmtungi tilboða að nafnvirði var tekið í uppboði húsnæöisbréfa sem fram fór sl. þriðjudag á l. flokki húsnæðis- bréfa 1993. því fýrsta eftir vaxta aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Alls bárust 25 tilboö frá 19 aöil- um aö nafnvirði 413 mihjónir króna, raeð meðalávöxtuninni 5,40%. Samþykkt var að taka til- boðum með lokaávöxtuninni 5%. Ahs voru það 9 tilboð að nafn- virði 75 mihjónir króna. Hæsta ávöxtmiai'krafa var 5,60%. Næsta húsnæöisbréfauppboð fer fram 7. desember nk. Aukiðhlutaféá Hluthaíar í Járnblendifélaginu á Grundattanga hafa að undan- fömu aukið hlutaié fyrirtækisins um tæpar 400 milljónir króna. Hluthafarnir, sem hér um ræðir, eru ríkissjóður með 214 mflljónir króna, norska fyrirtækið Elkem með 117 milljónir og japanska fyrirtækið Sumitorao með 58 mihiónir. Forráðameim Jámblendifé- lagsins reikna með hagnaði af rekstri þessa árs en á síðasta ári nam tapið um 600 milijónum króna. Heildarskuldir félagsins eru um 1.800 mhljónir króna. Innlausná spariskírteinum Fjármálaráðherra er meö í at- hugun að láta innkaha nokkra flokka spariskírteina ríkissjóðs sem gefm voru út á árunum 1984 til 1987. Nafnvextir þessara spari- skírteina eru á bhinu 6,5 til 9% og eru sum þeirra innlausnarhæf af hálfu eigenda. Vaxtalækkunin að undanförnu hvetur flármála- ráðherra til að athuga með inn- köllun skírteinanna frá og með miðju næsta ári. Talið er að uppreiknað inn- lausnarverð umræddra spari- skírteina nemi um 17 th 18 mihj- örðimi króna, sem gæti komið til innköllunar á næstu tveimur árum. Sum þessara skírteina lækkuðu á Verðbréfaþingi is- lands á miðvikudag um 15%. TeKjuaukningaf ferðamönnum Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu 9 mánuði ársins voru tæpir 12 milijarðar króna. Þetta er um 18% aukning í íslenskum krónura miðað við sama tíma í fyrra en þá voru tekj- umar rúmir 10 milljarðar króna. Af þessum 12 mhljörðum eru rúmir 7 milljarðar eyðsla ferða- manna í landinu og 4,8 milljarðar fargjaldatekjur. Raunaukningin í erlendum gjaldeyri er 9,8% þegar tekið er tillit til gengisbreytinga. Á þessu tímabíli flölgaði erlendum ferða- mönnum milli ára um 7%. Raun- aukning gjaldeyristekna aí'hverj- um erlendum ferðamanni er því um 3%. Sódavatnfrá Verksmiðjan Vifilfeh hf. hef- ur sett á mark- að nýtt íslenskt sódavatn sem nefnist Blá- toppur. Sóda- vatniö . hefur sérstaklega verið kynnt í kring- um átakið „íslenskt. já takk“ og viðtökur verið góöar. Blátoppm- er boðinn í liálfs lítra flöskum í dag en hvort aðrar stærðii- veröa i boði fer eftir eftirspum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.