Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1993, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1993 Stuttarfréttir Fluttfrá Sarajevo SÞ ætla að flytja hundruö bama, kvenna og gamalmenna frá Sarajevo í dag. Beintsamband Posnískir muslímar og Serbar féllust á aö koma upp beinni síma- linu milli leiö- toga sinna, þeirra Alija Iz- etbegovic og Radovans Karadzic, til nota í neyöartilvikum. nroiuivan tetst Rabin. forsætisráðherra ísra- els, segir tafir e.t.v. veröa á flutn- ingi hersveita frá Gaza. Tibædiviðrádherra íslamskir bókstafstrúarmenn sýndu Atef Sedki, forsætisráð- herra Egyptalands, banatilræði. Frambjóðandi burt Heitmann, forsetaframbjóðandi Kohls Þýskalandskanslara, hefur dregiö framboð sitt til baka. Bætumiif svinanna Danir bua sig undir aö bæta lifsskilyröi svína landsins til samræmis viö tilskipun EB. Segjast vera sakiausir Níu af tólf sakborningum í valdaránsréttarhöldunum í Moskvu hafa lýst yfir sakleysi sinu. Burgesslátinn Breski rithöfundurinn Ant- hony Burgess, höfundur A Clockwork Orange, lést i gær. Steinn ígötu GATT Balladur, for- sætisráðherra Frakklands, ætlar aö ráð- færa sig við þingiö áður en lokafrestur fyr- ir GATT-samn- ing rennur út 15. desember og kann þaö að ríða samníngi aö fullu. Litiar vinsæidir Breska íhaldsstjómin hefur ekki náð að auka vinsældir sinar. Fórustíflóðum Sextán manns hiö minnsta hafa látist í miklum flóðum á Kúbu. Enga tvísköttun, takk Eistneska þingið hefur staðfest skattasamning viö Litháen. Sama um fjárstuðning Andstæðingar EB í Norður- Noregí láta milljónir úr þróunar- sjóði. EB ekki raska ró sinni. Ekkiónýtlaun,það Hæst launaði forstjóri Bret- lands fékk tvo milljarða í bónus. Upplausnyfirvofandi Aðstoðar- maður Jeltsíns Rússlandsfor- seta sagði að landið kynniað leysast upp ef drög aö nýrri stjómarskrá með meira miðstjómarvaldi veröa ekki sam- þykkt. Arafat í Nnregi Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hitti norska ráöamenn í gær. SkotbardagiíMexðcó Fimm létust í skotbardaga á veitingahúsi í Mexíkóborg. Reuter, Kity.nu, ETA, NTB i ■ > J & i. v > *>''>< .*! i. -JL_ 4m Utlönd Norski Verkamannaflokkurinn boðar opinbera rannsókn á sjálfum sér: Lögreglan njósnaði hjá óróaseggjunum - verkalýðshreyfingin var með í ráðum við simahleranir hjá vinstri mönnum upp það sem fram fór á fundum þeirra. Á þessum árum var litiö svo á að engin ógn stafaði af Kommúni- staflokknum, smáum og einangruð- um. Vinstrisinnar í Verkamanna- flokknum væru hins vegar stóra vandamálið. Ronald Bye segir að hann hafi árið 1991 beðið Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra og þá formann ílokksins, að rannsaka njósnamálið. Gro hefur nú lýst því yfir að hún hafi ekkert vitað fremur en aðrir utan gömlu forystusveitarinnar. NTB „Nú verðum við að gera hreint fyr- ir okkar dyrum og koma í veg fyrir að úlfúð og tortryggni ríði flokknum að fullu,“ sagði Torbjörn Jagland, formaöur norska Verkamanna- ílokksins, eftir að uppvíst varð að flokkurinn og verkalýðshreyfingin létu rannsóknarlögregluna hlera síma og fundi hjá andstæðingum flokksforystunnar í 24 ár. Upplýsingar um hleranir á vegum flokksins koma fram í nýrri bók eftir Ronald Bye, fyrrum ritara hjá norska Alþýðusambandinu. Bókin heitir Þeir vissu aUt og olli í gær Gro Harlem var beðin að rannsaka njósnirnar árið 1991. miklu uppnámi í rööum flokks- manna. Hétu menn bót og betrun enda eru upplýsingarnar í bók Byes mikiö áfall fyrir flokkinn. Opinber rannsókn verður gerð á njósnunum og komiö hefur fram krafa um aö flokksmenn geri upp við fortíðina og alræðistilburöi forystunnar. í bókinni er fullyrt að ráðamenn í Verkamannaflokknum hafi á árun- um 1950 til 1974 talið ástæðu til að fylgjast náiö meö hvaö órólega deild- in í ílokknum var aö gera. Flokkur- inn var í stjórn og réö lögregluna tii að hlera síma jiessara manna og taka Bart Simpson var fyrirferðarmikill þegar hann renndi sér á hjólabretti um Times Square í New York á þakkargjörðardeginum í gær. Þetta er 67. árið sem dagsins er minnst með skrúðgöngu á torginu. Simamynd Reuter Annar morðingja James Bulger: Vill bjarga börnum í veröld úr súkkulaði Sálfræðingur Jons Venables, annars morðingja James litla Bulg- er, segir að hann eigi sér draum um að bjarga litlum börnum sem hafi villst frá mæðrum sínum. Þá segir hann að morðingjann unga dreymi um að veröldin breytist í stóra súkkulaðiverksmiðju. Athygli almennings hefur nú beinst ‘ að sálariífi drengjanna tveggja sem myrtu Bulger. Móðir Venables segir að hann hafi aldrei horft á ofbeldismyndir þótt hann hafi annars haft gaman af mynd- böndum. Nóg framboð var af of- beldismyndum á heimili hans og einnig á heimili Roberts Thomp- son, hins morðingjans. Blöð í Bretlandi gera mikið úr þætti obeldismynda í að mota sál- arlíf morðingjanna. Aðrir kalla þá félaga afstyrmi sem hafi vegna meðfæddrar glæpa- hneigðar leiðst út í oíbeldi þegar á ungaaldri. Enn aðrir vísa á ömur- legar aöstæöur drengjanna tveggja í uppvextinum. Reuter Falslæknir dæmdur í 6 mánaða f angelsi Dómstóll í Helsingborg í Svíþjóö hefur dæmt 35 ára gamlan mann úr bænum til sex mánaða fangelsisvist- ar fyrir að þykjast vera læknir og starfa sem slíkur. Maðurinn hafði gegnt nokkrum læknastöðum á Skáni áður en upp um hann komst. Maðurinn hóf læknisferil sinn á sjúkrahúsinu í Helsingborg áriö 1988 þegar hann leysti þar af en hann hafði þá ekki lokið prófum. Þegar hann sótti svo næst um starf fyliti hann út prófbókina sína með þeim fógum sem upp á vantaði, svo þaö leit út sem hann hefði lokið námi. Ekki lét hann þó þar við sitja held- ur falsaði því næst lækningaíeyfi og afhenti vinnuveitanda sínum. Maö- urinn fékk bara lækningaleyfi kunn- ingja síns lánað, útbjó annaö eins og skrifaði nafn sitt á það. Upp komst svo um strákinn Tuma í vor þegar hann sótti um starf sem læknir í Noregi. Þegar Norðmenn leituðu eftir upplýsingum um hann í Svíþjóð kom í ljós að enginn læknir með þessu nafni var til þar á bæ. Það skal tekið fram að engar kvart- anir höfðu borist vegna frammistöðu Helsingborgarans í starfi. tt Gullið er helsta von Grænlendinga . tt >< t o p i» i i i p / TT . p* •• i*i« / / pj • /»r Grænlendingar gera sér vonir um að vinnsla á gulli og öðrum góðmáimum verði eftiahag lands- ins til bjargar á næstu árum. Bandarískt námufyrirtæki hefur fundið stóra gullæð við Nanortalik, viö Hvarf, og von er um að vinnan- legt gull finnist á austurströndinni, suður af Scoresbysundi. Gullaeðin viö Nanortalik er um 800 metra löng. Fundurinn þykir það merkiiegur aö búið er aö stofna fyrirtæki um frekari rannsóknir þar og hugsanlega vinnslu. Bandaríkjamenn ætla að leggja fé í fyrirtækið og heimamönnum býðst að vera meö. Enn er gullnám- an ekki fúllrannsökuð en allt bend- ir til að þama verði hægt að vinna guil í stórum stO. Auk þessa gera menn sér vonir um að hægt veröi að vinna góð- málma, sem fundist hafa viö Narsaq, og nikkel er i jörðu á Diskó-eyju. Sink er að finna á Peary Iandi, nyrst á Grænlandi, og víða á austurströtidinni hafa fundist merki um góðmálma. Þetta þykía gleðitíðindi, sérstak- leg þegar haft er í huga að námu- vinnsla á Grænlandi heiur að mestu legiö niðri frá árinu 1990 þegar blý- og sinknámu var lokað í Maamorilik. Eflir aö tók fyr ir útflutning þaöan hafa Grænlendingar haft fátt ann- r.'f' *J> '■^4 Nikkel f Grænland Moiýbden Etívard Holm höföi Gull og aörir málmar % Sjaldgæfir málmar y. ~Jsland/ ♦ 2 Guli 1 NarsM| •Nanorlalik Góðmálmar á Grænlandi ...... '' að en rækju aö flytja út. Nú er svo koraið að 96% af útflutningi Græn- lendinga eru rækja. Veiöar dragast þó saman ár frá ári og fiskifræðmg- ar spá hruni Stofnsins viö Austur- Grænland veröi ekki dregiö veru- lega úr sókninni. Þá fer verö á rækju lækkandí. Fyrir utan rækjuna byggist efna- hagur Grænlendinga á styrk frá Danmörku og sölu á kvóta tO Evr- ópubandalagsins. Þetta þykja ótraustar undirstöður fyrir efna- hagslífið og því er kærkomið aö geta bent á guli og góðmálma í jörðu þegar efasemdármenn vfija vita af hvetju Grænlendingar ætli aö lifa í framíöinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.